Morgunblaðið - 27.02.1969, Page 21

Morgunblaðið - 27.02.1969, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1969 21 SAGAN UM SVALBARÐ Það er áberandi hvað við Is- lendingar erum oft tómlátir um það sem liggur okkur landfræði lega og sögulega nærri, en horf- um frekar á það sem fjær er. Hið síðara er raunar eðlilegt. Það hefir löngum skipt okkur miklu meira máli hvað gerist áSjálandi, suður við Eyrarsund, heldur en hva'ð gerist í Norður-Noregi, svo dæmi séu nefnd, og hina síðustu áratugi hefir það af augljósum ástæðum varðáð okkur langtum meira hvað gerist í Bandaríkjun um, Norður-Ameríku, heldur en hverju fram fer á Hjaltlandi og í Orkneyjum og Færeyjum. Samt verður því ekki neitað, að fáfræði okkar um sum hin nærliggjandi lönd og þjóðir eða þjóðabrot, er oft leiðinlega mikil. Má þar til fyrst nefna Færeyjar og Grænland, en einnig má spyrja: hvað vitum við yfirleitt um Hjaltland og Orkneyjar? Og um Svalbar'ða og Jan Mayen? Allt eru þetta lönd og eyjar á norðlægum slóðum og ekki all- fjarri Islandi, samanborið við önnur lönd. Hér við mætti raun- ar bæta Suðureyjum og Ný- fundnalandi. Hvað vitum við vel flest um þessi lönd, landfræði- lega, og íbúa þeirra sögulega? Oft virðist það vera ótrúlega lítið, jafnvel þar sem saga ís- lenzkrar þjóðar á þó að fornu fari nokkur ítök. Sem veiðiþjóð höfum vi‘ð lítið gert að því að sækja í norðurátt til fanga, aldrei sótt norður í höf til selveiða, aldrei sótt til Austur-Grænlands til refaveiða, laxveiða og bjarnarveiða. Hlutur frænda okkar Norðmanna héfir löngum verið annar og miklu meiri á þessum sviðum. Slíkar hugsanir sækja á, er maður fer að blaða í hinni ný- lega útkomnu norsku sögu um Svalbar’ða. Hinn norski titill sög- unnar er: Adolf Hoel: Svalbard — Svalbards historie 1596—1965, I.—III. bind. Allt er þetta mikla verk sem sagt þrjú bindi, 1527 bls. í stóru broti, lesflötur á síðu svipaður og í Alþingistíðindum og Stjórnartíðindum. Hér er því ekki smátt í böggum. Það er ekki mitt meðfæri að skrifa ritdóma um þetta mikla verk, sem kom út í Osló á árun um 1966—1967, hjá forlaginu Sverre Kildahls Boktrykkeri, enda mun ég ekki reyna það, vil aðeins vekja athygli á verkinu. Ljóst er, að það þarf mikla bjart sýni til þess að gefa slíkt verk alveg upp á eigin spýtur, og án neins framlags frá því opinbera, sjóða eða samtaka, en það hefir Kildahls forlagið gert. Þessar Svalbar’ðsbækur eru fyrst og fremst sagan um sókn þjóða og manna norður til Sval- barða og á hafið þar um kring, könnunarferðir og atvinnu- og auðæfaleit, allt frá því er nokkurn veginn ljósar sögur herma og til þessa dags. Það er nokkuð líkt ástatt um Svalbarða og Ameríku. Báðir finna þeir Ameríku, Leifur og Columbus, þótt við höfum nú hinn síðarnefnda grunaðan um, að hann hafi haft allgreinilegar sagnir um ferðir Leifs og fleiri íslenzkra manna á að byggja. Svalbadði fannst líka tvisvar, en „týndist" á milli. I íslenzkum annálum segir stutt og gott, og er talið til viðburða ársins 1194: „Fundur Svalbarða". Og svo er landið talið fundið að nýju 1596, en þá eru það Hollendingar sem þar eru á ferð. Eins og titill bók- arinnar ber með sér, nær Sval- barðssaga Hoels yfir aldirnar frá endur-fundi Svalbarða 1596 til 1965. Til þess liggja greinilegar ástæður. Árið 1950 felur þáverandi for- stöðuma'ður stofnunarinnar Norsk Polarinstitutt, prófessor H. U. Sverdrup, dósent Adolf Hoel að skrifa sögu Svalbarða, sérstak- lega til atvinnu- og fjárhagslegr ar starfsemi þar norður frá og þessra vísindalegu rannsókna sem þar hefir verið unnið að. Allt miðað fyrst og fremst við tímabilið frá lokum síðustu ald- ar og til þessa dags. Þegar þetta gerðist var Hoel rúmlega 70 ára, en samt tók hann verið að sér og með glö'ðu geði, að því að sagt er, enda voru ekki skiptar skoðanir um það , að enginn þálifandi manna væri honum jafnfær um að vinna verkið. Segja má, að Hoel hefði þá um tugi ára í lífi og starfi unnið að undirbúningi slíkrar Svalbarðssögu, öllum öðr um Norðmönnum fremur. Að sögunni vann Hoel allt til dauðadags 19. febrúar 1964. Rétt fyrir jólin 1963 varð hann fyrir bíl á gangvegi yfir götu í Osló og slasaðist svo að það dró hann til dauða. Þótt varið væri allmiklu fé til verksins, Svalbarðssögunnar, frá Norsk Polarinstitutt og fleiri aðilum, hirti dosent Hoel aldrei einn eyri af því í ritlaun, en miklu varð samt til að kosta. Hann hélt launaðan fulltrúa, lög fræðing Kjell Myklebust og svo a sjálfsögðu vélritara. Myklebust reyndist hinn ágætasti maður og það er hann sem á heiðurinn af því að ganga frá útgáfu verks- ins að fullu, að Hoel látnum, því sjálfur lifði Hoel ekki áð verkið kæmist í prentun, hvað þá meira. Miklu fé og óhemju vinnu var varið til að kanna skjöl varðandi Svalbarða og starfsemi þar, í skjalasöfnum á Englandi, Hol- landi og Þýzkalandi og í Svíþjóð. Sem dæmi þess hve hér var úr miklu að moða, er frá því sagt, að skjöl í Svíþjóð um sænska starfsemi á Svalbarða reyndust vera um 52 hillu-metrar. Að loknu verki ætlaði ekki að verða vandræ'ðalaust að fá for- leggjara að Svalbarðssögunni. Norsk Polarinstitutt treystist ekki til þess fjárhagslega að gefa verkið út. Stór forlög, sem til tals komu, vildu fá allstórt með lag frá ríkinu, ef þau ættu að gefa það út, en þá var það, að hið nefnda Sverre Kildahl tók verkið að öllu leyti upp á sína arma og gaf það út. Er fljótsagt að útgáfan er öll hin myndar- legasta, pappír vandaður og prentun gó'ð, einnig myndprent- unin, en bækurnar eru prýddar fjölda mynda, þar á meðal eru allmargar litmyndir fremst í hverju bindi. Bandið er traust og smekklegt. Svalbarðsbókin hefst á stuttu yfirliti: Svalbarð í hnotskurn, um legu landsins, stærð og aðra land fræði. Þá kemur allmikill kafli um sögu Svalbarðs. Þar segir fyrst frá fundi landsins 1194, og er vitnað til íslenzkra heimilda. Svo er yfirlit um sögu Svalbarðs í stórum dráttum, frá því er Hol- lendingar fundu landið á ný 1596. Svo rekur hver kaflinn annan, um rannsóknir á Sval- barði og athafnalíf. Koma þar fleiri þjóðir við sögu: Hollend- ingar, Englendingar, Rússar, Sví ar og Norðmenn, og fjöldi félaiga og fyrirtækja. Er það sem kalla má tútíma-sögu lang fyrirfei’ða- mest, það er athafnasaga hinna ótrúlega mörgu aðila sem reynt hafa að sækja „auð“ norður til Svalbarða og skapa sér aðstöðu þar. Oft hefur þetta gengið upp og niður og svo er enn. Starf- semi Norðmanna hefir ekki alltaf orðið þeim til fjár, en aldrei hafa þeir gefist upp með öllu, og ein- mitt þessa dagana heyrum við um stórar fjárveitingar norskra stjórnvalda til rannsókna á Sval- barða, sérstaklega til olíuleitar. Fyrst framan af voru þáð hval veiSarnar við Svalbarða sem þóttu eftirsóknar verðar. Þar kepptu Hollendingar, Englend- ingar, Þjóðverjar, Danir og Norð menn um fenginn. Þegar mest var um að vera byggðu Hollend ingar 1900—1200 manna hval- veiðaþorp á Svalbarða, Smeeren burg. En um miðja 17. öld var ballið búið, þá hafði verið gengið svo nærri hvalstofninum, áð ekki var lengur eftir neinu að sækjast, og hvalveiðum við Svalbarða var sjálfhætt. Varð þá hljótt um alla starfsemi þar á slóðum. Þó sóttu Rússar þangað nokkuð um skeið, til grávöru-fanga og annarra veiða, og er lengra leið tóku menn frá Norður-Noregi að venja þangað komur sínar í sömu erindum. Lengi höfðu menn vitað a'ð það fundust kol á Svalbarða, veiðimenn unnu þau stundum í smáum stíl.en það er ekki fyrr en um 1916 áð fyrst eru stofnuð námufélög til þess að vinna kol á Svalbarða. Voru Norðmenn þar í fararbroddi, en brátt hófu Rúss ar einnig kolanám á Svalbarða og síðar Hollendingar og jafnvel fleiri þjóðir. Námaréttindi sem einstakir aðilar og félög höfðu helgáð sér gengu oft kaupum og sölum. Síðustu hálfa öld hefir þannig kolanámið á Svalbarða verið aðall allra atvinnufram- kvæmda þar í landi. Adolf Hoel. Að sjálfsögðu byggðust náma- framkvæmdirnar að mjög miklu leyti á könnun landsins og rann- sóknum á jarðfræði þess o. fl., sem alltaf voru stundaðar og oft af allmiklu kappi. Einn fyrsti fræðimaðurinn sem fór til Svalbarða í vísindaerind- um, var Norðmáðurinn próf. B. M. Keilhau, 1827. Fljótt komu Svíar einnig nokkuð við sögu um rannsóknir landsins. Er þar á meðal að nefna norðurslóða land könnuðinn A. E. Nordenskiöld. Frásagnir um hina fjölmörgu vís indaleiðangra og könnunarferðir til Svalbarða skipa mikinn sess í frásögn Hoels. Lengi var Svalbarði í raun og veru einskis manns land, þótt margir aðilar hefðu helgað sér þar námaréttindi og landsvæði. Eftir heimsstyrjöldina fyrri dró loks til þess, að yfirráð Norð- manna á Svalbarða yrðu viður- kennd. Var Svalbarði formlega viðurkennt norskt land 17. júlí 1925 og einnig Bjarnarey (Björn- öyja) sem telst til Svalbarða landfræðilega. Umráðarétt yfir Jan Mayen fengu Norðmenn hins vegar ekki fyrr en 8. maí 1929. Eftir að Svalbarði varð norskt land hefir Norðmönnum auðvitað runnið mjög bló'ðið til skyldunn- ar að halda uppi rannsóknarstarf semi á Svalbarða og atvinnu- rekstri. Má segja að sú starfsemi hafi nú verið kórónuð með út- gáfu hinnar miklu Svalbarðs- sögu. — O — Hver var hann svo þessi dósent Hoel, sem skrifað hefir hina miklu Svalbarðssögu? Sennilega er hann flestum hérlendum mönn um lítt kunnur. Adolf Hoel var fæddur í Sör- um í Akershusfylki 15. maí 1879. Faðir hans var starfsmaður við járnbrautirnar og sjálfur varð Hoel að vinna fyrir sér á náms- árum sínum. Hann lauk stúdents prófi 1904. Hugur hans hneig’ðist mest að jarðfræði (Kvartærgeo- logi). Ungur fékkst hann við jarðfræðirannsóknir í Þrænda- lögum og í Norður-Noregi. Arið 1907 ræðst Hoel með sem jarð- fræðingur, í Svalbarðsleiðangri sem stjórnað var af norskum manni Gunnari Isachsen. Þar með var Svalbar’ðsferill Hoels markaður. Aftur var hann á Sval barða með Isachsen 1909 og 1910, en eftir það stjórnaði Hoel sjálf- ur mörgum rannsóknarleiðöngr- um þangað, en skipulagði aðra. Jafnframt þessu ritaði Hoel og gaf út fjölda af skýrslum og rit- gerðum um Svalbarða, landkönn un þar og rannsóknir. Mun ekki ofmælt að rannsóknir Hoels og skrif hafi veríð meðal þess er lengst dró, er norsk stjómar- völd fóru fyrir alvöru á stúfana um áð fá Svalbarða viðurkennt sem norskt land. Árið 1928 var komið á fót í Noregi stofnun er nefnist: Norges Svalbards- og Ishavsundersökels er, var Hoel sjálfkjörinn forstöðu maður þessarar stofnunar. Síðar breytti stofnunin um nafn og nefnist nú Norsk Polarinstitutt, sem áður var getið. Var það mest verk Hoels, að stofnun þessi komst á laggirnar 1928. Við tiltölulega naumar fjár- veitingar og kosti tókst Hoel með fádæma dugnaði og hagsýni að gera „Svalbarðskontoret", eins og stofnunin oftast var nefnd manna á meðal, áð virðulegri og góðfrægri stofnun, sem naut — og nýtur enn — mikils álits víða um lönd, jafnvel á alþjóðavett- vangi. Þangað sóttu menn brátt ráð og upplýsingar um fjölmargt er að ferðum og rannsóknum á norðurslóðum laut, — og komu þar aldrei að tómum kofanum. Jafnframt þessu hélt Hoel áfram Svalbarðsrannsóknum sín um. Hann fór einnig og gerði út fleiri rannsóknarleiðangra til Austur-Grænlands og til Frans Jósefs lands. Hoel leit á Norð- austur-Grænland sem „typiskt“ norskt athafnasvæ'ði og var mjög við það riðinn, er Norðmenn árið 1931 helguðu sér þar land- svæði það, sem nefnt var Land Eiríks rauða (Eirik Raudes Land). En svo fór, sem kunnugt er, að Norðmenn töpuðu máli út af þessu fyrir Alþjóðadóm- stólnum í Haag, sennilega með- fram og jafnvel mest fyrir tóm- læti og handvömm norskra stjórn málamanna. Urðu þessi málalok Hoei mikil vonbrigði, og er ekki ósennilegt að það hafi valdið miklu um það, er hann síðar „villtist af vegi“. Er Þjóðverjar réðust inn í Noreg vorið 1940, var Háskólinn í Osló ein af þeim vígstöðvum norsku þjóðarinnar, er þeim var umlhugað um að brjóta á bak aftur. Er þáverandi rektor Há- skólans vildi ekki láta að stjórn Þjó'ðverja og leppstjórnar þeirra, gerðu þeir Hoel að rektor skól- ans. Má sennilega rekja þá óham ingju til þess, að Hoel hafi með þessu gert sér vonir um aukinn stuðning við áhugamál sín, og ekki gert sér fulla grein fyrir því hversu alvarlegt víxlspor þetta var. Mikilmennska og met- orðagirnd kom hér ekki til greina, Hoel var alla tíð hinn lítilláti og hógværi maður, en hann var sannarlega ekki neinn st j órnmálamaður. Að stríðinu loknu var Hoel fangelsaður og ákærður fyrir „landsvik“. Hann hlaut fremur vægan dóm, og var til þess vísað, hve frábærlega hann hefði áður unnið landi sínu og þjóð, af trú mennsku og ósérplægni. Að sjálf sögðu varð Hoel að víkja úr stöðu sinni sem forstjóri stofn- unarinnar Norges Svalbarðs- og Ishavsundersökelser, og sá dómur varð honum þyngstur. En hann gafst þó ekki upp, en sökkti sér niður í Svalbarðssöguna af ótrú- legri elju og kappi. Mér er minnisstætt, a'ð um þess ar mundir fékk ég langt bréf frá Hoel, þótt eigi þekkti ég hann persónulega. Kom þar fram ljós- lega, að Hoel var mjög umhugað um, að íslenzkir menn, nokkuð kunnugir landi og þjóð í Noregi litu ekki einhliða á mál hans og gjörðir. Seinni tíma athuganir, eftir að öldur hernáms-harmanna í Nor- egi tók að lægja hafa annars leitt í ljós, að þótt ekki væri hægt að fyrirgefa Hoel, að hann gerðist skipulagslega handbendi leppstjórnar nasista, þá hafði hann gert margt vel, einnig á þeim árum. Sannast hefir, að þeir voru ófáir vísinda- og menntamennirnir norsku, er áttu Hoel blátt áfram frelsi og fjör að launa. Hann hafði sem rektor aðstöðu til að bera í bætifláka fyrir marga, sem nasistar höfðu illan bifur á. Þetta notaði hann sér og tókst á þann hátt að bjarga mönnum frá handtökum og jafnvel lífláti. Fornleifafræðingurinn magist- er Sören Richter, sem dvaldist hér á landi lengi á stríðsárunum og er mörgum hérlendum mönn- um að góðu kunnur, kemst svo að orði um Adolf Hoel: Hann var frábær maður að skipuleggja leiðangra á nor'ðurslóðum. — Á erfiðum ferðum var hann jafnan sjálfur í fararbroddi þegar mest á reyndi. Ég held að honum hafi aldrei liðið betur, en þegar hann lagði land undir fót í fjalllend- inu, með jarðfræðihamarinn í hendinni og aðstoðarmenn sína og félaga sér við hlið. Hann var hraustur sem björn og flestum mönnum seigari í raun. Oftast var hann fyrstur að morgni og síðastur áð kveldi. Starf hans að norskum „Ishafsmálum" mun aldrei gleymast. — Adolf Hoel er án vafa einn af þeim mönnum sem ber að dæma eftir því sem hann gerði stórvel á sínum langa starfsferli, en ekki eftir þeim mistökum sem honum urðu á um stund. — O — Varla þarf að gera því skóna, að Svalbarðsbækurnar verði á vegi íslenzkra bókamanna í bóka verzlunum hér á landi, né keypt ar og lesnar í heild að miklu ráði. Hins vegar á verkið tví- mælalaust heima í öllum hinum veigameiri bókasöfnum okkar. Ótrúlegt annað en að ýmsum þyki fróðlegt að bláða í því og kynna sér það nokkuð, sem nor rænan fróðleik. Reykjavík, 13. febrúar 1969. Árni G. Eylands. Aðalbókar! Maður vanur bókhaldi og eriendum bréfaskriftum óskast nú þegar. Umsóknir, sem tilgreina aldur, menntun og fyrri sförf, sendist blaðinu merkt: „Aðalbókari — 2931“. Iðnverkamaður Iðnfyrirtæki óskar nú þegar eftir duglegum og traustum starfsmanni. Umsóknir, ásamt uppl. um aldur og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „Iðnaður — 2930“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.