Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979 Barn á sjúkrahúsi: eru / Hvernig skynjar barn umhverfiö, er þaö er lagt inn á sjúkrahús? Stór bygging, langir, hvítir gangar, aragrúi herberja og inni á herbergjunum blasa viö rúm, borö og einn stóll viö hvert rúm, allt eins. Barnið kemst aö raun um, aö fá kunnug- leg andlit eru á þessum nýja staö, en mörg ókunnug. Lyktin er sérkennileg, fólkiö er yfirleitt allt hvítklætt og barniö lærir fljótt aö heimsókn „hvítingjanna“ aö rúmi þess hefur oftast í för meö ser eitthvaö sársaukafullt, t.d. nálarstungu eöa eitthvaö ámóta slæmt. Margt fulloröið fólk hefur meövitaöan eöa ómeðvitaðan beyg af sjúkrahúsum. Þeir sem komnir eru til vits og ára vita tilgang sjúkrahúsdvalar en börn eru misjafnlega á vegi stödd bæöi tilfinn- ingalega og félagslega til aö meötaka, án áfalla, þá lífsreynslu sem slík dvöl er þeim. Hjúkrunarskóli íslands gekkst fyrir ráöstefnu 12. maí sl., er fjallaöi um „Barn á sjúkrahúsi". Ráöstefnuna sóttu um 160 manns úr flestum þeim starfsstéttum, sem sjá um börn á sjúkrahúsum. Markmiö ráðstefnunnar var tvíþætt. í fyrsta lagi aö hefja umræöur um málefni barna á sjukrahúsum og í ööru lagi aö vekja athygli fólks, bæöi innan sjúkra- stofnana og utan á aö huga ber raun- hæft aö andlegri velferö barnsins á sjúkrahúsinu, þ.e. fá í sviösljósiö líöan þess barns, sem þarf á sjúkrahúsvist aö halda í stuttan eöa langan tíma. Fluttir voru á ráöstefnunni fyrirlestrar um hin ýmsu aðskildu efni, er varöa sjúkrahúsdvöl barna. Foreldrar sögöu frá reynslu sinni og unniö var í starfshóp- um aö sex viðfangsefnum. Mbl. ræddi af þessu tilefni viö þrjá af fyrirlesurumnum á ráöstefnunni og einnig viö barn á sjúkrahúsi og móöur þess. Þó að sprautur séu ógnvekjandi í hðndum hjúkrunarfólka má hafa Þ®r til nokkurs brúka, begar nálin hefur verið fjarlægð. Steini |r hér að drekka djús úr aprautu og Ásdía bíöur tilbúin til að fyiia á. Strákurinn, sem stendur við rúmið er stofufélagi Steina, Þorsteinn Viðaraaon 4 ára, líka kallaftur Steini. Ljósm. Mbl. RAX. VIÐ heimsóttum ungan, rúm- lÍKgjandi sjúklinK á Barnaspitala Hringsins s.l. fimmtudat; og spjölluðum við hann ok móður hans. Hann lá í rúminu með annan fótinn í gipsi frá tá og upp að mitti og hinn fótinn frá hné upp að mitti. „Ég heiti Steini," sagði hann hinn hressasti að fyrra bragði. Móðir hans, Ásdís Jóhannsdóttir, stóð við rúmið og útskýrði, að fullt nafn hans væri Þorsteinn Baldvin og hann væri Rangarsson. „Nei, ég heiti bara Steini og ég er þriggja ára,“ sagði hann ákveðinn. — Hvað kom fyrir þig, brotn- aðirðu? „Nei, hei, ég var bara lasinn í mjöðminni og var skorinn — ég er að fara heim í dag — ég fer í sjúkrabíl og svo í rúmi í flugvél heim til Egilsstaða." Ásdís sagði, að þau væru búin að vera í bænum í 12 daga út af uppskurðinum. „Þetta hefur verið erfiður tími, ég hef setið hjá honum eins mikið og mögulegt er. Mín reynsla er sú, að börnin þurfi mest á mömmu að halda á kvöldin. Þeir eru fimm hérna á stofunni núna á svipuðum aldri kallaðir Steinar. Þeir hafa nóg að gera allan daginn, en á kvöldin er stundum erfitt að vera á sjúkra- húsi. Við förum heim í kvöld, en hann þarf að vera í gipsinu í átta vikur.“ — Hvernig fannst þér hann bregðast við þvf að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús? „Hann vildi fyrst í stað alls ekki „Ég œtlaað hlaupa uppað 100” viðurkenna að neitt væri að sér. Ég hef þurft að fara með hann nokkuð oft til lækna og af þeirri reynslu hefur hann orðið mjög hræddur við allt sem er hvítklætt. Ég tek eftir því að honum bregður alltaf þegar stofugangur birtist. Annars hefur hann staðið sig vel. Hér er líka mikið gert fyrir börnin, aginn er ekki of mikill — allt mjög frjálst. Það væsir ekki um börnin hér.“ Ásdís sagðist vilja koma því til skila til fólks utan Reykjavíkur, að hægt væri að fá 75% endur- greitt af ferðakostnaði hjá sjúkra- samlagi, þegar farið væri með sjúklinga á milli. „Ég er búin að fara nokkrar ferðirnar en uppgötvaði þet-ta ekki fyrr en í haust. Eitt hef ég líka hugleitt í þessu sambandi og er það hvernig einstætt foreldri fer að, ef það lendir í ámóta. Ef ég ætti ekki ættingja að heima fyrir, þá þyrfti ég að taka mér frí frá vinnu í a.m.k. tvo mánuði, og ætti raunar að gera það, ef vel ætti að vera. Það þýðir launamissi þann tíma og veit ég ekki til að trygginga- kerfið komi þar á móts við fólk.“ Steini var farinn að gerast óþolinmóður undir þessum viðræðurn okkar og spurði ég hann hvort hann hlakkaði ekki til að komast heim. „Jú, ég hlakka mest til að leika mér og púsla — það er mest gaman. Svo ætla ég að hlaupa upp að hundrað, þegar ég losna við þetta," sagði hann og bankaði í gipsið. „Það eru allir í sona hvít- um fötum hérna — ekki heima," bætti hann við. „Systir mín heitir Lovísa Herborg, pabbi heitir Ragnar — hann er kallaður Láki.“ — En heldurðu ekki að þú saknir stofufélaganna — vin- anna hérna? „Nei, hann Björgvin stóri er alltaf að stríða mér og ég tek bílana mína með mér heirn." Við svo búið fékk Steini um annað að hugsa og viðtalinu lauk. Við óskuðum mæðginunum góðrar heimferðar og Steina góðs bata. „Áhrif sjúkrahúsvista — segir Grétar Marínósson sálfræðingur GRÉTAR Marinósson sálfræðing- ur flutti fyririestur á ráðstefn- unni um „Áhrif sjúkrahúsvistar á námsárangur og hegðun barna“. Grétar starfar sem skólasálfræð- ingur f Breiðholti. Hann sagði m.a.: „Niðurstöður af þeim erlendu rannsóknum, sem ég hef rekist á um þessi málefni, hafa til skamms tíma verið sam- hljóða um, að áhrif einstaka skammtímasjúkrahúsdvala á börn eru ekki alvarleg eða langvarandi. Engin kerfisbundin athugun hef- ur verið gerð hérlendis á þessu efni. Ég hef undanfarið spurt marga kennara um þau áhrif sem þeir hafa orðið varir við hjá nemendum sínum. Niðurstaðan er sú, að ein- ungis í örfáum tilvikum hafa börn- in sýnt ólíka hegðan eftir sjúkra- húsdvöl en áður. Þar sem áhrifa verður vart eru þau í báðar áttir, jákvæð og neikvæð. Jákvæð áhrif lýsa sér oftast hjá börnum sem koma frá erfiðum heimilum eða þeim sem af öðrum orsökum veita börnunum litla umhirðu. Þessi börn koma til baka hrein, vel nærð og geislandi á ánægju yfir allri þeirri umönnun og athygli sem þau fengu í stuttri dvöl á barnadeild. Neikvæðu áhrifin eru meira áberandi. Hins vegar er erfitt að skilja áhrif sjúkrahúsvistarinnar sem slíkrar frá áhrifum annarrra þátta, einkum á hegðun og til- finningalíf. Við á sálfræðideildum skóla höf- um orðið vör við aukna árekstra við jafnaldra, félagslega einangrun og aukna erfiðleika við einbeitingu í námi hjá þessum börnum. Sumar erlendar athuganir lýsa aukinni viðkvæmni og öryggisleysi, aukn- um ótta við að yfirgefa foreldra, rúmvætingum og svefntruflunum sem koma niður á námsafköstum og skólasókn ef barnið er á skóla- aldri. í mörgum tilvikum eru þetta þó börn sem áttu í tilfinningaleg- um erfiðleikum fyrir sjúkrahús- dvölina og því erfitt að líta á hana sem meginorsakavald." Grétar gerði síðan grein fyrir niðurstöðum rannsókna brezkra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.