Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 25 r, leikur Sagt ettir leikinn Atli Fram, á betur við mig. Eg er samt GUMMI (Þorbjörnsson) gaf fyrir án*Kður með eigin frammistöðu, frá hægri, að stönginni fjær, þar Þar sem eK að eK hafi aldrei í leiknum sleppt þannig frá mér mótherja að hætta hafi skapast. Island V-Þýskaland 1—3 Texti Þórarinn Viðtöl Guðmundur línu, eftir að Þorsteinn hafði misst boltann frá sér. Mínútu síðar á Herbert Zimmermann skot inn í vítateiginn. Þorsteinn markvörður virtist hafa boltann en hann hrökk frá honum mjög slysalega og út til Walter Kelsch sem var ekki í vandræðum með að senda boltann í netið af stuttu færi. Var þetta afar slysalegt, og mikil óheppni. Mark þetta má skrifa á Þorstein, en það er mjög ólíkt honum að missa bolta frá sér eins og kom þarna fyrir, og hafði reyndar skeð tvívegis áður í leikn- um með stuttu millibili. Þorsteinn sagðist sjálfur eftir leikinn ekki skilja hvað hefði skeð. — Ég bar mig að þessu eins og ég var vanur, og ég var langt frá því að vera taugaóstyrkur. Boltinn einfald- lega hrökk frá mér. Hann var nokkuð léttur að því að mér fannst. Undir þetta tók markaskorar- inn Dieter Hoeness við undirritað- an eftir leikinn. — Það var oft erfitt að reikna út sendingar og skot vegna þess hversu léttur boltinn var sagði Hoeness. Varla höfðu íslensku leikmenn- irnir hafið leikinn er boltinn barst til Dieter Hoeness sem sendi sannkallaðan þrumufleyg af um 25 metra færi rakleiðis í mark íslands án þess að Þorsteinn markvörður kæmi nokkrum vörn- um við. Er óhætt að fullyrða að þetta mark er með þeim fallegri sem sést hafa í sögu Laugardals- vallarins. Og fátítt er að mörk séu skoruð með svo stuttu millibili eins og þarna átti sér stað. Á 35. mínútu var hætta við mark Islands er Zimmermann var í góðu færi. Fékk hann góða sendingu inn í teiginn og skaut föstu skoti af stuttu færi en Þorsteinn varði glæsilega. Fátt markvert gerðist síðustu mínúturnar, íslendingar fengu sína fyrstu hornspyrnu á 40. mínútu, en Jóhannes skallaði hátt yfir. Maier með sýningu Er liðin gengu til búningsherb- ergja til hvíldar, skrafs og ráða- gerða, var hinn frægi markvörður Sepp Maier eftir á vellinum ásamt félaga sínum Hansi Muller. Sepp sýndi og sannaði að ekki hefur verið ýkt að maðurinn sé grínisti. Sýndi hann áhorfendum hinar ótrúlegustu kúnstir í hálfleik og kom öllum í gott skap með lát- brögðum sínum. Var það mál manna á vellinum að það besta sem sást á vellinum hafi verið sýning Maiers í hálfleik, enda undirstrikuðu hlátrasköll áhorf- enda það rækilega. Síðari hálfleikur Það var létt yfir ahorfendum þegar liðin gengu til leiks í síðari hálfleiknum. Þjóðverjarnir hófu leikinn strax á stórsókn. Og fengu dæmda aukaspyrnu rétt utan víta- teigsins. Dieter Honess tók spyrn- una mjög vel en Þorsteinn sá við skotinu og varði með tilþrifum. Á 50. mínútu fengu íslendingar dæmda hornspyrnu. Góð fyrirgjöf kom fyrir markið. Jóhannes fékk boltann í erfiðri aðstöðu, sneri baki að markinu, og reyndi hjól- hestaspyrnu en skotið fór hátt yfir. Nokkuð dofnaði yfir leiknum er líða tók á, og langtímum saman fór leikurinn fram á vallarmiðj- unni. Þjóðverjar áttu þó af og til góðar sóknir, og nokkrar þeirra hættulegar. Þriðja mark Þjóð- verja kom á 22. mínútu. Dieter Hoeness fékk sendingu frá Bernd Schuester og skoraði af frekar stuttu færi. Áfram héldu Þjóð- verjar að sækja og Bernd Schuster átti tvívegis góð marktækifæri, sérstaklega á 25. mínútu er hann var einn í dauðafæri á markteig og virtist ekki geta annað en skorað. En á ótrúlegan hátt tókst honum að koma boltanum yfir markið. Þarna var heppnin með íslendingum. Loksins var skorað mark Á 39. mínútu leiksins ná íslend- ingar góðri sókn. Guðmundur Þorbjörnsson gefur vel fyrir markið. Marteinn nær að skalla fyrir markið og Jóhannes nikkar boltanum út í teiginn til Atla sem er þar vel staðsettur, tekur bolt- ann fallega niður og neglir í netið. Marki Atla var ákaft fagnað enda full ástæða til, íslendingar hafa ekki skorað mark utan af velli síðan í landsleik á móti Noregi 30. júní 1977 er við sigruðum 2—1. Tvívegis síðan höfum við skorað úr vítaspyrnum, á móti Hollandi og Austur-Þjóðverjum. Það var því svo sannarlega kominn tími til að fá boltann í netið. Liðin íslenska liðið lék nokkuð vel fyrstu 25. mínútur leiksins en síðan dofnaði yfir leik þess, og náði það sér ekki verulega á strik fyrr en síðustu 15 mínútur leiks- ins. Þess verður að gæta að leikið var við afar sterka mótherja, og í liðið vantaði menn eins og Pétur, Ásgeir, og Arnór. Þorsteinn markvörður varði nokkur skot í leiknum mjög vel, en var óheppinn í nokkur skipti er hann missti boltann illa frá sér, og það kostaði mark í eitt skipti. Fyrsta mark leiksins mafskrifa á Þorstein en hin tvö voru illverjandi. Aftasta vörnin kom best frá leiknum, og athyglisvert var hversu oft varnarmenn áttu tæki- færi upp við mark Þjóðverja. Janus er leikmaður sem vinnur ávallt vel og gerir sig afar sjaldan sekan um mistök. Jóhannes Eðv- aldsson sýndi mjög góðan leik, barðist af dugnaði og sýndi mikla yfirferð á vellinum. Jón Pétursson er traustur leikmaður og sterkur í návigjum. Lék hann stöðu sína vel. Árni Sveinsson var í daufara lagi. Atli lék vel á miðjunni og var besti maður íslenska liðsins. Margar sendingar hans voru gull- fallegar og var það vel við hæfi að hann skyldi skora. Guðmundur Þorbjörnsson átti góða spretti inn á milli en virtist skorta úthald. Ingi Björn fann sig ekki í leiknum enda alls óvanur að leika þessa stöðu. Marteinn lék stöðu sem hann er óvanur að leika, en stóð samt vel fyrir sínu. Báðir nýliðarnir, þeir Trausti Haraldsson og Pétur Ormslev, eiga hrós skilið. Þeir skiluðu báðir hlutverki sínu mjög vel í sínum fyrsta landsleik. Pétur var oftast einn frammi og átti þar af leið- andi afar erfitt uppdráttar, en sýndi oft leikni og hafði enga minnimáttarkennd. Þrjár breytingar voru gerðar á liðinu í síðari hálfleik. Viðar Halldórsson og Jón Oddsson komu inn fyrir Pétur og Inga Björn. Viðar Halldórsson meiddist síðan og Otto Guðmundsson kom þatinn. Þegar á heildina er litið kom liðið þokkalega frá leiknum, en tilfinnanlega vantar þó meiri og betri samvinnu milli tengiliðanna og framlínunnar. Væri ekki rétt að reyna að fara draga aðeins úr varnaruppstillingunni og reyna að sækja meira. Bestu menn vestur-þýska liðsins voru þeir Dieter Honess og Walter Kelsch. Þjóðverjarnir léku vel, en það var langt frá að þeir sýndu einhverja glæsitakta. í stuttu máli: Vináttulandsleik- ur íslands — Vestur-Þýskalands: 1-3 (0-2) Áminning: Engin. Mörk íslands. Atli Eðvaldsson á 84. mínútu. Mörk V-Þýskalands. Kelsch á 31 mínútu og Dieter Honess á 31. og 67. mínútu. Áhorfendur 8.280. Dómari Hope frá Skotlandi. sem Marteinn skallaði aftur fyrir markið, þar kom Búbbi og nikkaði út til mín og ég var í dauðafæri. Markmaðurinn kom æðandi út á móti en þetta var öruggt állan tímann, ég tók knöttinn niður og negldi í netið. Þetta er fyrsta mark sem ég skora í landsleik, en þeir eru nú orðnir 14, sagði Átli Eðvaldsson, er hann lýsti markinu sem hann skoraði gegn Vestur- Þjóðverjum. — Þetta eru sterkir karlar og gaman að spila á móti þeim. Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim, en ég held ef við gætum leikið án taugaveiklunar gætum vii farið langt með að standa í þessum körlum, sagði Atli að lokum. Trausti Trausti Haraldsson, Framari, hefur leikið sig inn í landsliðið með góðri frammistöðu í vor og hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Vestur-Þyákalandi. Hefur margur hafið sinn feril á léttari mótherja. Trausti stóð sig það vel, að landsliðsþjálfarinn Jourie Ili- chew sá enga astæðu til að kippa honum út af, þrátt fyrir að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á liðinu í síðari hálfleik. Eftir leikinn sagði Trausti að hann væri mjög ánægður með sína framgöngu: „Þýska liðið er sterkt og skemmtilegt, en ég hef oft svitnað meira í 1. deildar leik heldur en nú.“ Janus Guðlaugsson — Hann tók af mér mark, það er engin spurning sagði Janus Guðlaugsson um umdeilt atvik þegar hann hafði sloppið inn fyrir vörn Þjóðverjanna og átti aðeins eftir að afgreiða markvörðinn. En þá gall við flauta dómarans, hann hafði dæmt aukaspyrnu á Þýska- land. — Sá þýski togaði og togaði í peysunaTijá mér og þegar ég loks reif mig lausan, flautaði dómar- inn, fáránlegur dómur og leiðin- legt fyrir dómarann sjálfan, því að fyrir utan þetta, dæmdi hann ágætlega. — Þetta þýska liö er mjög sterkt, allir leikmenn liðsins eru í rá þeim dyrum séð, fáum við þessa leiki á slæmum tíma, þar sem við erum að hefja okkar keppnistím- abil. Þýska liðið er mikiu sterkara en það svissneska. Jón Oddsson Jón Oddsson, KR-ingurinn sprettharði, lék þarna sinn fyrsta landsleik er hann kom inn á fyrir annan nýliða, Pétur Ormslev í síðari hálfleik. Jón sagði eftir leikinn, að þetta þýska lið væri ágætt, hann hefði varla komist inn í leikinn, allt slíkt tæki sinn tíma. — Ef maður kom nálægt boltanum var maður sparkaður niður, sagði Jón Oddsson. Marteinn — Breiddin er alveg rosaleg hjá Vestur-Þjóðverjum, þeir tefldu fram geysilega sterku liði, samt vantaði í það aðalstjörnurnar sem hingað komu, Hansa Muller og Rummenigge, sagði Marteinn Geirsson, Frammarinn sterki, eft- ir leikinn. — Við erum með 4—5 nýja leikmenn, sem stóðu allir fyrir sínu, og þetta voru alger skíta- mörk sem við fengum á okkur, þar varð lokun í augnablik og áður en varði lá knötturinn í netinu, ann- ars komst vörnin vel frá hlutverki sínu. — Ég lék sem tengiliður að þessu sinni, alveg eins og í Sviss á dögunum. Þetta er erfið staða fyrir mig, ég hef varla þá yfirferð sem tengiliður þarf að hafa, af- tasti maður, eins og ég leik með Kenneth IIop dómari — Það var auðvelt að dæma leik þennan, leikmenn beggja liða höguðu sér vel, íslenska liðið þótti mér leika vel á köflum og ef það hefði getað leikið allan tímann, eins og það gerði fyrstu 15 mínut- urnar og þær 15 síðustu, hefðu úrslitin getað orðið á allt annan veg, sagði hinn skoski dómari Kenneth Hope. — Mér fannst leikmaður nr. 8 (Atii) bera af hjá íslandi, hann hvarf að vísu um tíma, en þess á milli, sýndi hann stórgóða hluti. Hann var spurður um atvikið þegar hann dæmdi aukaspyrnu á Vestur-Þjóðverja eftir að Janus Guðlaugsson hafði brotið sér leið í gegn af miklu harðfylgi. — Já, það leit út hálfu verra en það var, þyski leikmaðurinn braut á þeim íslenska og þegar ég biés í flaut- una til að dæma aukaspyrnu, slapp íslendingurinn úr gæslunni og komst á auðan sjó. Aðalatriðið er, að íslendingurinn komst ekki í færi fyrr en ég var búinn að flauta og Þjóðverjinn var búinn að sleppa taki sínu á peysu andstæð- ingsins. Ellert. Ellert Schram, formaður KSI flutti stutt ávarp að leik loknum og sagði þá m.a. að þetta væru úrsiit sem á engan hátt þyrfti að skammast sín fyrir, enda mótherj- inn í fremstu röð í heiminum. íslenska liðið sýndi lengst af góða baráttu og nýliðarnir Trausti, Pétur og Jón Oddsson stóðu allir vel fyrir sínu. Að erindi sínu loknu afhenti Ellert Jóni Péturssyni gullúr fyrir að hafa þarna leikið sinn 25. landsleik. J' a í lokin sagdi Derwall — betta var erfiður leikur fyrir lið okkar, enda með 7 nýliða. En iandsleiki verður að vinna, hvort sem um vináttuleiki er að ræða eða annað og því er ég mjög ánægður með útkomuna, sagði Jupp Derwall, þjáifari þýska liðsins í leiksiok. — íslenska iiðið barðist mjög vei, því átti ég von á, enda minnugur að ekki er langt síðan þið unnuð Austur-Þjóðverja og töpuðuð naumiega fyrir Hollend- ingum. bað eru nokkrir mjög leiknir og skemmtilegir leik- menn í liði (slands, einkum ieikmaður nr. 8 (Atli Eðvaldsson) og einnig ieikmenn nr. 5 (Mart- einn) og nr. 10 (Pétur Ormslev). Derwall var spurður um álit sitt á dómgæsiunni þegar Janus var stöðvaður á jtuðum sjó í vítateig bjóðverja, þar sem dóm- arinn dæmdi aukaspyrnu á Þýskaiand. Derwall brosti aðeins og sagði að svona væri lífið og dómgæslan. sá sem yrði fyrir siíku yrði að bíta á jaxlinn. Derwall sagði að lokum, að vel hefði verið að (síenska markinu staðið. en ieikmenn sínir hefðu hins vegar verið farnir að slaka á undir iokin og því hefðu íslend- ingar fengið færi wmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.