Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Oskum eftir bifvélavirkja eöa manni vönum bifreiöaviögeröum á verkstæði okkar. Bifreiðastöð Steindórs s.f., Sími 11588. Hótel Esja Rösk smurbrauðsdama óskast nú þegar. Einnig starfsstúlkur í eldhús. Nánari uppl. gefur yfirmatreiöslumaöur á morgun miðvikudag milli kl. 13 og 15. Fóstrur athugið 2—3 fóstrur óskast á dagheimiliö Sunnuborg frá 1. ágúst. Uppl. í síma 36385 hjá forstöðumanni. Saumastörf Óskum aö ráöa nokkra ungar stúlkur til starfa við saum á kvenkápum. Starfsþjálfun veröur veitt. Einungis veröa ráönar þær, sem hugsa sér starfið sem framtíðarstarf. Max h.f., Ármúla 5. Sími 82833. Framtíðarstarf Óskum að ráöa nú þegar starfsmann til framtíðarstarfa í pökkunardeild. Starfiö felst meöal annars í stjórnun pökkun- arvéla Umsóknir með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf, sendist oss fyrir 2. júní n.k. OSTA- OG SMJÖRSALAN S/F, Snorrabraut 54. Siglufjörður Staöa sparisjóðsstjóra viö Sparisjóð Siglu- fjaröar er laus til umsóknar. Góö launakjör. Ráðning frá 1. október 1979. Umsóknir sendist til formanns stjórnar Sparisjóðsins fyrir 1. júlí n.k., sem gefur allar nánari upplýsingar. 1. stýrimaður óskast strax á 278 lesta bát frá Patreksfirði. Fer á togveiðar. Upplýsingar í síma 94-1160. Bílstjóra Óskum eftir að ráöa bílstjóra meö meirapróf strax. ísaga h.f. Sími 83420. Innheimta—bifreið Starfskraftur óskast til innheimtustarfa þarf aö hafa bíl til umráða. Vinna hefst milli kl. 9 og 10. Daglegur vinnutími er 5—7 stundir. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt „ábyggileg — 3391“ fyrir miðvikudaginn 30. maí. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 — Sími 25500 fHúsvörður óskast Húsvörður óskast í fullt starf fyrir sambýlis- hús í Breiöholtshverfi. Aðeins umgengnisgott og reglusamt fólk kemur til greina. Húsvöröur annast minni háttar viöhald og hefur umsjón með um- gengni og ræstingum. Góð íbúö fylgir starfinu. Umsóknir er greini aldur, búsetu og fyrri störf sendist húsnæöisfulltrúa fyrir 5. júní n.k. sem einnig gefur allar nánari upplýsingar um starfiö. Kennarar Tvo kennara vantar aö gagnfræöaskóla Húsavíkur. Aöalkennslugreinar enska og danska. Uppl. veitir skólastjóri í síma 96-41166 eöa 96-41344. Skólanefnd Húsavíkur. Ráðskona Vegna forfalla vantar okkur um óákveöinn tíma matreiöslu- og umsjónarkonu í eldhúsiö. Upplýsingar á skrifstofunni. Veitingastofa B.S.Í. Skrifstofustúlka Fasteignasala sem staösett er í miðborginni óskar eftir skrifstofustúlku. Starfiö er fólgiö í símavörslu, vélritun, uppsetningu samninga ásamt ýmsum öðrum vandasömum tilfallandi störfum. Góö laun eru í boði. Þarf aö geta hafið störf fljótlega. Tilboö merkt „S — 3269“ skilist á'aug- lýsingadeild Morgunblaösins sem fyrst. Frá Fjölbrautar- skólanum í Breiðholti Vakin skal athygli á því aö nokkrar kennara- stöður hafa verið auglýstarlausar til umsókn- ar viö skólann og er umsóknarfrestur til 11. júní n.k. Um er aö ræöa kennslu í eftirtöldum greinum: íslenzku, stæröfræöi, raungreinum (þ.e. eölis-, efna- og náttúrufræöigreinum.) félagsgreinum (sögu), viðskiptagreinum, tón- menntun og íþróttum. Skólameistari verður til viötals í sambandi viö kennararáðningu þá sem hér um ræöir frá 1. til 8. júní kl. 9—12 á skrifstofu sinni í húsakynnum skólans viö Austurberg. Sími ckólameistara er 75710. Fjölbrautarskólinn í Breiðholti. Ljósmæðrafélag íslands 60 ára Saga félagsins og stéttartal ljós- mæðra væntanlegt í haust LJÓSMÆÐRAFÉLAG íslands hélt hátíölejít 60 ára afmæli sitt jafnframt aðalfundi 1979 að Hótel Esju 2. maí s.l. Ljósmæður eru fyrsta stétt ís- lenskra kvenna í opinberu starfi, en Ljósmæðrafélag Islands var stofnað 2. maí 1919. Aðalhvata- maður og brautryðjandi að stofn- un félagsins var Þuríður Bárðar- dóttir, sem einnig var fyrsti for- maður félagsins, ásamt Þórdísi Jónsdóttur Carlqvist, en þær voru báðar umdæmisljósmæður í Reykjavík. I tilefni af 60 ára afmælinu gefur félagið út ritverkið „Ljós- mæður á Islandi", sem er stéttar- tal ljósmæðra frá 1961—1978 og 60 ára saga félagsins, sem Helga Þórarinsdóttir, sagnfræðingur, hefur skráð, auk þess verður í ritinu ritsmíð, sem heitir „Barns- burður", sem Anna Sigurðardóttir hefur skrifað. Ritnefnd vinnur nú ásamt rit- stjóranum Björgu Einarsdóttur kappsamlega að því að ritið geti komið út í haust. í nokkur ár hefur félagið unnið markvisst að útgáfu stéttartals- ins, en grundvöllinn að því lagði Haraldur Pétursson, fræðimaður (fyrrverandi safnhúsvörður), er hann gaf Ljósmæðrafélagi íslands mikið safn heimilda um ljós- mæður um tveggja alda skeið. A afmælishátíðinni var Haraldur Pétursson gerður að heiðursfélaga Ljósmæðrafélags íslands, en sakir lasleika Haralds veitti sonardóttir hans, Sigríður Pétursdóttir, Heiðursskjalinu móttöku. Fjórar ljósmæður voru gerðar heiðursfélagar á afmælisfundin- um: Jensína Óladóttir, Bæ í Víkursveit á Ströndum, sem hefur verið umdæmisljósmóðir í 50 ár. Jóhanna Margrét Þorsteinsdóttir, hún hefur starf- að sem ijósmóðir samfellt í 40 ár, bæði í umdæmum og um árabil á fæðingardeild Landspítalans. Sigurbjörg Júlía Jónsdóttir, sem hefur verið starfandi ljósmóðir á fjórða áratug og um tíma yfirljós- móðir á fæðingardeild Landspítal- Þórdís Ólafsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Jóhanna M. Þorsteinsdóttir, Pálmi Guðmundsson og Sigríður Pétursdóttir með heiðursskjöl Ljósmæðrafélags íslands. ans. Þórdís ólafsdóttir en hún á 40 ára ljósmóðurstarf að baki og var í 25 ár gjaldkeri félagsins. Jensína komst ekki til afmælis- fagnaðarins. Hún var bundin ljós- móðurskyldum í afskekktu héraði. Sonur Jensínu, Pálmi Guðmunds- son, tók á móti heiðursskjali móður sinnar. Skýrslur komu frá landshlutadeildum en þær eru sex og hafa verið stofnaðar hin síðari ár og síðast Suðurnesjadeild á þessu starfsári. í afmælishófinu söng Inga María Eyjólfsdóttir við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Eldri heiðursfélagar voru sér- staklega boðnir. Heillaóskir og gjafir bárust. Fundurinn var fjöl- mennur og fundarstjóri var Valgerður Guðmundsdóttir frá Dalvík. Núverandi stjórn Ljós- mæðrafélags íslands er þannig skipuð: Steinunn Finnbogadóttir, for- maður, Dóra Sigfúsdóttir, vara- formaður, Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, ritari, Anna Astþórsdóttir, gjaldkeri, Hulda Þórarinsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir og Sólveig Matthíasdóttir. Meðfylgjandi ályktun var m.a. gerð á fundinum: „Aðalfundur Ljósmæðrafélags Íslands 2. maí 1979 telur nauðsyn á að samræma sem mest undir- stöðumenntun heilbrigðisstétt- anna í landinu. A þingi Alþjóðasambands ljós- mæðra 1972 í Washington í Bandaríkjunum var starfssvið ljósmæðra skilgreint þannig: „Fæðingarhjálp, umönnun um meðgöngutímann, meðferð ung- barna og mæðra eftir fæðingu, fjölskylduáætlanir og foreldra- fræðsla." Samkvæmt þessu gerir aðalfundurinn kröfu til þess að menntun íslenskra ljósmæðra sé ætíð fyllilega í samræmi við starfssvið og ábyrgð ljósmæðra- stéttarinnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.