Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979 39 Svan H. Trampe flugumferðarstjóri: I fréttum sjónvarpsins síðastlið- inn föstudag (18. þ.m.) birtist örskamma stund á skjánum mynd af forsvarsmönnum flugmála- stjórnarinnar, þar sem þeir höfðu boðað til sín fréttamenn fjölmiðla, til að útlista fyrir alþjóð „að- gerðir" þessara alltafveiku ómögulegu hrokagikkja, flugum- ferðarstjóra. Þarna voru saman komnir þeir Guðmundur Matthíasson deildar- stjóri, Valdimar Ólafsson yfirflug- umferðarstjóri og ErnstGíslason yfirflugumferðarstjóri þjálfunar, allt hinir gjörvilegustu menn, enda myndin hin glanslegasta. Þetta „þríhross" flugmálastjórn- arinnar hefur að undanförnu, svona í gríni, gengið undir viður- nöfnunum ráðgjafarnir „Fláráður, þjálfun nemenda í deildinni". Sannleikurinn í því máli er sá, að aðeins tveir menn eru nú á því stigi, að þeir geti hafið nám í deildinni. Þessa menn hefur flug- málastjórnin tafið í námi um árabil. (Hafa trúlega ekki mátt missa þá úr starfi til náms). Á vinnustað fer aðeins fram verkleg þjálfun (On the job training). Til þess að verkleg þjálfun geti hafist, þarf að ljúka bóknámi fyrst. Flugmálastjórnin hefur engan áhuga sýnt á því að ljúka bóknámi þessara manna, svo AUmga semdir vegna blaða- mannafundar fbig- málastjórnar Fáráður og Vésteinn" innan veggja stofnunarinnar. Um tilurð nafngiftar „Fláráðs" þarf ekki að fjölyrða. Hún skírir sig sjálf. Nafngift „Fáráðs" er til komin vegna þess, að hann fær nánast engu ráðið, vegna ofríkis þeirra, sem hærra telja sig setta. Nafngift „Vésteins" er til komin vegna þess, að hann hefur ásamt þeim nemum í flugumferðar- stjórn, sem hann hefur umsjón með, nánast orðið að leita á náðir véfrétta um það, hvernig námi og þjálfun þessara manna skuli hátt- að. I laugardagsútgáfu sumra dag- blaðanna var svo pistillinn birtur. Engum er til þekkir innan veggja flugmálastjórnar dylst það, hvers handbragð er á tilskriftun- um. Pistilinn skrifaði „Fláráður" ráðgjafi og enginn annar, þó svo að þeir „Fáráður" og „Vésteinn" fengju að vera með á myndinni, svona til skrauts. Eða var það kannski gert til að gera þá samseka? En við skulum aðeins líta á „stílinn“ eins og hann birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 19. þessa mánaðar, undir yfirskrift- inni: „Aðgerðir flugumferðar- stjóra“. Strax í þessari yfirskrift er fyrsta villan í stílnum. Flug- umferðarstjórar hafa ekki staðið fyrir neinum aðgerðum. Af þeirra hálfu hefur miklu fremur verið um að ræða aðgerðaleysi. Hafi um aðgerðir verið að ræða, þá hafa þær verið af hálfu flugmála- yfirvalda. Síðan segir í flenni- stórri fyrirsögn: „Fella niður þjónustu í and- stöðu við gildandi reglur“ Ja, ekki lagast það. Hafi ráð- gjafinn sett um þetta einhverjar reglur, þá hefur hann jafnframt gleymt að athuga það, hvort hægt væri að vinna samkvæmt þeim, án þess að öryggi flugumferðar væri jafnframt stefnt í hættu, og gildi þeirra því í hæsta máta vafasamt. Næst er í „stílnum" vikið að skipunarbréfum, launaflokkum o.fl. þar sem segir: „Eru þeir nú i 19. launaflokki en höfðu viljað vera í 20. launaflokki". Ekki nema það þó. Flugumferðarstjórar hefðu gjarn- an viljað vera í miklu hærri launaflokki, en mér vitanlega er ekki um að ræða neina samninga um röðun í launaflokka fyrr en næst kemur að kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það er í sjálfu sér ekki aðal- atriði í þessu efni, hvort launa- flokkurinn heitir 15., 20., 25. eða 30. Það sem máli skiptir er það, að stjórnvöld virði sín eigin skipunarbréf til manna og ráðningarkjör þcirra. Það hafa þau ekki gert, og slíkt líkar flug- umferðarstjórum ekki. Síðan segir: „En síðar með því að neita að annast verklega að starfsþjálfun gæti hafist. Það er raunar liðinn hálfur annar áratugur, síðan flugumferðar- stjórar vöruðu við því, að mann- ekla yrði til vandræða við flugum- ferðarstjórnina. En flugmálayfirvöld hafa heldur kosið að standa bara og klóra sér, og hafast ekki að. Það má líka alltaf skrökva einhverju upp á flugumferðarstjóra, þegar allt er komið í steik. Á undanförn- um árum hefur flugumferðar- stjórn á íslandi verið haldið gang- andi með yfirgengilegri auka- vinnu. Reyndar ekki svo vitlaus pólitík þess opinbera, þar sem a.m.k. helmingur teknanna fer aftur beint í beinharða skatta. Ég leyfi mér að birta hér bréf yfir- flugumferðarstjóra, frá 27. febrúar síðastliðnum, varðandi samanburð á vinnustundafjölda flugumferðarstjóra á íslandi, Noregi, Danmörku, Englandi og Kanada. Samanburður á vinnustunda- fjölda flugumferðarstjóra. ÍhI. Nor. Danm.EnKl.Kan. Vinnuvika 12 38 32-3fi 31 31 Yfirvinnu- skylda x 10 klst. enx. enK- enK. viku Alm. vinnut. opinb. starfsm. 10 38 10 40 37,5 x Undanfarin ár hefur yfirvinna flugumferðarstjóra á Islandi verið óhóflega mikil. Síðastliðin 4 ár hefur verið unnið samkv. þrískiptu vaktakerfi í flug- stjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, það er að segja til þess að ein vakt kæmist í sumarorlof þurftu hinar þrjár vaktirnar að bæta á sig störfum þeirrar fjórðu tímabilið 1. júní til 30. sept., en einmitt þetta tímabil er flugumferðin tvöfalt meiri en á veturna. Algengt er að flugumferðar- stjórar hafi unnið um 600 klst. í aukavinnu hver, á ári, en það samsvarar 3—4ra mánaða vinnu miðað við 42ja stunda vinnuviku. Slíkt yfirvinna einstaks flug- umferðarstjóra hefur jafnvel komist yfir 900 klst. á ári, eða meira en 5 mánaða starfi. Ofanritað tekið saman að beiðni flugmálastjóra, upplýsingar frá öðrum löndum fengnar símleiðis, nú í dag. Reykjavík 27. febrúar 1979, Valdimar ólafsson yfirflugumferðarstj. Á samanburði þessum má sjá, að algengt hefur verið að flug- umferðarstjórar á íslandi hafi unnið um 600 klst. í aukavinnu hver, á ári, sem svarar til 3—4 mánaða vinnu, miðað við að 42ja stunda vinnuviku. Yfirvinna ein- staks flugumferðarstjóra hefur jafnvel komist upp í 900 klst. á ári, eða sem svarar meira en 5 mánaða starfi. Er þá vinnuárið komið yfir 17 mánuði. Við þetta hafa flugumferðarstjórar orðið að búa í nærfellt áratug. Skyldi nokkurn þurfa að undra, þótt þeim þyki nóg komið af svo góðu, sérstaklega þegar þess er gætt, að meðalaldur starfsmanna í deildinni er yfir 45 ár. Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna í Genf (I.L.O.) hefur gert úttekt á hinum ýmsu starfsgreinum. í skýrslu hennar þar um kemur fram, að ekkert starf er þekkt í heiminum í dag, þar sem vinnuálag og stress er meira en við flugumferðar- stjórn. Til jafns kemst þar aðeins starf orrustuflugmanna, þá er þeir eru í orrustu, segir í skýrslunni. En víkjum aftur að „stílnum", þar sem talað er um „aðgerðir flugumferðarstjóra í febrúarmán- uði síðastliðnum", en þær aðgerðir voru í því fólgnar, að þá unnu tveir flugumferðarstjórar sér það til óhelgi að leggjast í flensu. Fyrir kl. 9 á sunnudagsmorgni var hríngt heim til þeirra og boðuð koma trúnaðarlæknis stofnunar- innar. Ekki var nú að spyrja að hupplegheitunum, að lofa veikum mönnum að sofa út á sunnudags- morgni. Engin dæmi munu vera til þess á Islandi, að veikindi tveggja manna hafi verið auglýst með þeim hætti, sem þá var gert. í fjölmiðlum glumdu hástemmdar yfirlýsingar stjórnvalda, svo sem „veikir að sögn“, „ofboðslaun", „nýjar kröfuY vikulega", þó svo að trúnaðarlæknir stofnunarinnar gengi úr skugga um það, að um lögleg forföll væri að ræða. Ég vil hér með skora á viðkomandi ráðu- neyti, að birta þessar vikulegu kröfur opinberlega, eða hafa sann- leikann í heiðri ella. Varðandi síðari veikindi, þar sem tvo menn vantar af fjórum á vakt, er þetta að segja. Annar þessara manna hefur verið frá störfum í meira en tvö ár vegna alvarlegra veikinda. Hinn, sem telst vera í orlofi, mun vera heima hjá sér, að nostra við magasárið sitt, þótt ekki teljist hann var í veikindafríi. Engu að síður er þetta sívinsælt fréttaefni fjölmiðla, þótt svo að varla þætti það fréttamatur, að loka þyrfti deildum alþingis Islendinga æ ofan í æ, sakir fjarvistra hátt- virtra alþingismanna. Svei mér ef maður getur bara ekki orðið veik- ur af þessu öllu saman. En víkjum þá að breytingu vaktaskrár flugumferðarstjóra. Þar segir í „stílnum“, að „vakta- skránni hafi verið breytt með tilskildum mánaðar fyrirvara." Drottinn minn dýri. Er vesa- lings manninum það virkilega ekki ljóst, að vinnutími manna er alger hornsteinn allra kjarasamn- inga, svo og það hvað greitt er fyrir vinnuna. Og það svo, að slíkt er lögverndað, með lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Vinnutíma manna verður ekki breytt einhliða, enda eru við slíku lagabroti þung viðurlög. Hafi flugmálayfirvöld aðra skoð- un þar á, verður það vart skýrt á annan hátt en þann, að þeir hafi svikist um að læra heimadæmin sín. Forsaga þessarar breytingar á vaktaskránni er þó öllu skraut- legri. En sagan segir, að starfs- maður Flugleiða h.f., fyrrverandi starfsmaður flugmálastjórnarinn- ar, hafi marsérað inn á skrifstofu til yfirflugumferðarstjóra, og sagt þar fyrir verkum um breytinguna. Þessi „litlivísir" íslenskra flug- mála var síðan sæmdur hinni íslensku fálkaorðu fyrir afrekið. Halelúja. Og þá sögðu fulltrúar flugmála- stjórnarinnar „að hraða þyrfti þjálfun flugumferðarstjóra, og að ekki skorti vilja stjórnvalda til að hraða henni." Um þann vilja mætti skrifa heila bók, stóra nokkuð, en við skulum bara taka nýjasta dæmið. Mánudaginn 21. þessa mánaðar átti að hefjast námskeið í skipu- lagningu leitar og björgunarað- gerða í New York á vegum U.S. Coast Guard. Er þetta vikunám- skeið. Tveir af varðstjórum islensku flugumferðarstjórnarinnar voru skráðir til setu á þetta námskeið. íslendingadagurinn í Gimli haldin há- tíðlegur í 90. skipti fslendingadagurinn vcrður haldinn hátíðlegur ( Gimli, Mani- toha í nítugusta skipti í ár. Fjöl- menn undirhúningsnefnd. íslend- ingadagsnefndin. hefur allan veg og vanda af dagskrá hátfðahald- anna ár hvcrt. og formaður nefndarinnar í ár er Terry Terge- son. arkitekt í Winnipeg. Hann er sonur Sven Johan Hanssons, kaupmanns á Gimli, og konu hans, Láru Helgu Júlíusdótt- ur, sem til skamms tíma var formaður Islendingafélagsins í Gimli. Lára fór með hlutverk Fjallkonunnar á íslendingadegin- um í Gimli í fyrra. Terry hefur tekið virkan þátt í starfi Íslendingadagsnefndarinnar í mörg ár. Þar er kennd íslenska, íslensk matreiðsla, íslenskir leikir, sögur, söngvar og sitthvað fleira. Lorna er dóttir Ollu og Stefans J. Stefanssonar, sem er forseti Þjóð- ræknifélags íslendinga í Vestur- heimi. Hátíðahöldin i Gimli eru alltaf fyrstu helgina í ágúst, og mörg undanfarin ár hafa þau staðið í þrjá daga, þ.e. frá iaugardegi til og með mánudegi. í ár er gert ráð fyrir fjölmennum hópi frá íslandi, og venjulega Ahugi íslenskra stjórnvalda var slíkur, að klukkan að ganga sjö að kvöldi föstudagsins 18. þessa mán- aðar lá loksins fyrir leyfi viðkom- andi ráðuneytis til fararinnar. Þá var að sjálfsögðu búið að loka bönkum, og engan gjaldeyri að fá til fararinnar. Má þó vera, að varðstjórarnir hafi stolið glæpn- um og tekið út gjaldeyri sjálfir á eigin kostnað, en eins víst er, að þeir verði að borga námskeiðið úr eigin vasa. Má af þessu glöggt sjá, hver hinn raunvérulegi áhugi stjórnvalda er. Samskipti íslenskra flugum- ferðarstjóra við stjórnvöld gegn um árin er löng raunasaga. Þeir hafa þó ekki borið vandamál sín á torg, en tekið því sem hluta af starfinu, að í þá væri hreytt ónotum. I samningum þeirra við stjórnvöld má finna nærri tíu ára' gömul ákvæði, sem ennþá hafa ekki verið uppfyllt. Þessi sam- skipti gegn um árin væru verðugt verkefni í doktorsritgerð einhvers fræðimannsins, því að af nógu er að taka, sem ekki verður rakið hér. Vissulega væri æskilegra, að þessi samskipti flugumferðarstjóra og stjórnvalda væru betri en þau eru, og eru þau þó, þrátt fyrir allt, nokkuð góð á ýmsum sviðum. En enginn þarf að vænta þess, að endalaust sé hægt að bera á torg óhróður og rangfærslur, án þess að þeim verði svarað. Og sæmra væri stjórnvöldum að vinna af alvöru að lausn þeirra vandamála, er að flugumferðar- stjórninni steðja, heldur en að láta sífellt sem þeim komi þau ekki við. Ella hlýtur að koma að því, að flugumferðarstjórar sjálfir verði að taka að sér rekstur þessarar þjónustu. Flugmönnum má hins vegar segja það til hróss, að þeir líta þessi mál alvarlegri augum. En alþjóðasamtök þeirra i.f.a.l.p.a. samþykktu fyrir nokkrum árum svohljóðandi ályktun. „(1) When the normal ATC system of a region is not available, for safety reasons all commercial flying within it.s limits should cease. (2) IFALPA request the • assistance of the controllers organisations in issuing as much advance warning as possible of all work to rule actions threatened." í þessu sambandi má minna á það, að fyrir nokkrum árum, þegar flugumferðarstjórar í Frakklandi fóru í verkfall, var reynt að láta herinn yfirtaka störf þeirra. Þær ráðstafanir höfðu hinar hörmulegustu afleiðingar í för með sér, strax á fyrsta degi, og voru síðan afturkallaðar. Á fátt eitt hefur hér verið drepið, varðandi málefni flugum- ferðarstjóra, en fleira látið kyrrt liggja. Að sinni. Það er von mín að stjórnvöld láti nú af þeim ósið, að útbýta óhróðurspistlum um flugumferð- arstjóra, því að annars eru þeir tilneyddir að leiðrétta „stílinn", en þeir hafa satt að segja nóg annað að gera. Terry Tergesen. forseti íslend- ingadagsnefndarinnar í Kan- ada. drífur fólk víða að til þess að taka þátt í íslendingadeginum í Gimli. I fyrra munu um 12 þúsund manns hafa verið á hátíðinni, segir í frétt, sem Mbl. hefur borizt frá Jóni Ásgeirss.vni, ritstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.