Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 Gengissig og eldsneytishækkanir: Allt ad 40 þúsund króna hækkun á sólarlandaferðum VEGNA KengissÍKs o« eldsneytis- hækkana hafa íslenzku ferða- skrifstofurnar hækkað verð á sólariandaferðum um 10% og eru 4% af þeirri hækkun vegna gengissigs og 6% vegna eidsneytishækkana. Samkvæmt þessu hækka Spánarferðir um 20—25 þús. kr., ítalíuferðir um 25—30 þús. kr., Júgóslavíuferðir um 30—35 þús. kr. og Grikklandsferðir um 35—40 þús. kr. Tveir menn hand- teknir í gær vegna nauðgunarmála Rannsóknarlögregla ríkisins handtók í gær og gærkvöldi tvo menn vegna tveggja nauðgunarmála sem rannsóknarlögreglan íékk til meðferðar um helgina. Hefur annar maðurinn játað en yfirheyrslur voru að hefjast yfir hinum þegar Mbl. hafði tal af lögreglunni seint í gærkvöldi. Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samband við Arnar Guðmunds- son hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Arnar sagði, að rannsókn þessara mála væri svo skammt á veg komin, að eigi væri hægt að skýra nema að iitlu leyti frá því sem gerst hefði. Hann gæti þó skýrt frá því, að fyrri nauðgunin hefði verið kærð aðfararnótt sunnudags og átti hún að hafa átt sér stað í húsi í Kópavogi. Konan, sem er á þrítugsaldri, kærði ókunnan mann fyrir að hafa nauðgað sér og meitt sig. Seint í gærkvöldi handtók lögreglan mann sem er grunaður um nauðgunina og voru yfirheyrslur að hefjast yfir hon- um. Seinni nauðgunin var kærð aðfararnótt mánudags. Kona á þrítugsaldri kærði mann fyrir nauðgun og annan mann fyrir að hafa veitt aðstoð við nauðgunina, en hún á að hafa gerzt í Öskjuhlíðinni. Hinn kærði var handtekinn í gær og hefur hann játað. Rannsókn er haldið áfram. Fyrsta skipti í ára- tugi að ekki fæst mjólk fyrir ungböm Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. á Raufarhöfn rétt fyrir helgina, en hún sýnir vel það ástand sem ríkir víða um land í maflok. Sjá grein á bls. 16 og 17. Ljósmynd mm. KHstinn Engin samstaða í ríkisstjórninni um lagasetningu: „Vona að fari að stytt- ast í miðlunartillögu” — segja ráðherrar, en nefndin hefur enga slíka í undirbúningi ENGIN samstaða hefur náðst innan ríksistjórnarinnar um aðgerðir vegna kjaramálanna. Þak á vísitölu verður ekki sett fyrir mánaðamót, enda kvaðst Steingrímur Hermannmsson í samtali við Morgunblaðið í gær efast um að unnt væri að setja bráðabirgðalög um það eitt. Þá er heldur engin samstaða um aðgerðir ( farmannadeilunni. í dag mun sáttanefnd rfkisins ætla að hafa fundi með undirnefndum f farmannadeilunni. Bæði Steingrímur og Magnús H. Magnússon kváðust vonast til þess, að brátt sæist miðlunartillaga frá sáttanefnd, en Torfi Hjartarson, rfkissáttasemjari. formaður nefndarinnar, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær að slfkrar tillögu væri ekki að vænta f bráð. UPF ÚR samningamálum slitnaði milli mjólkurfræðinga og vinnu- veitenda síðastliðinn föstudag og í kjölfar sáttafundarins tilkynntu mjólkurfræðingar, að aðeins yrði heimilt að selja 280 þúsund lítra af mjólk og undanrennu f þessari viku. Samkvæmt áætlunum Mjólkursamsölunnar var gert ráð fyrir að þörfin í vikunni yrði 660 þúsund lítrar vegna hvftasunnunn- ar. sem er um næstu helgi. Guðlaug- ur Björgvinsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar, sagði í samtali við Mbl. í gær að ekki hefði verið stætt að setja framieiðsluna í gang fyrir _slíka nánös“, svo að undanþág- unni var hafnað. Guðlaugur kvað hið alvarlegasta í þessu vera, að þessi mjólk, sem seld væri að jafnaði sem neyzlumjólk, skyr eða jógúrt, færi nú í osta og smjör, sem allt annað verð fengist fyrir og allt annar og verri markað- ur væri fyrir. Hér væri verið að tala um vörur, sem neytendur greiddu fullt verð fyrir, en hins vegar um útflutningsvöru, sem yrði að niður- greiða með útflutningsbótum og ekki væri vilji fyrir hendi að framleiða. Morgunblaðið benti Guðlaugi á, að barnalæknir, sem starfað hefði í áratugi í Reykjavík, myndi ekki eftir slíkum degi sem í gær, að ekki fengist einu sinni mjólk fyrir ung- bórn. Guðlaugur Björgvinsson kvað heilbrigðisyfirvöld ekki tilbúin með neins konar skömmtunarfyrirkomu- lag undir slíkum kringumstæðum. Þó hefði talsvert farið út af mjólk í síðustu viku og kvaðst hann vona að fólk ætti enn eitthvað eftir. „Ég hef boðið upp á það,“ sagði Guðlaugur, „að útvega mjólk handa ungabörn- um, ef málið snýst um það og treysti heilbrigðisyfirvöld sér til þess að annast skömmtun á henni." Sagði Guðlaugur að þá yrði eðlilegast að sú mjólk kæmi frá Mjólkurbúi Flóa- manna. Sjá „6 mjólkurfræðingar stöðva vinnu 160 rnanns" á bls. 2. Um næstsíðastliðna helgi lögðu farmenn fram tillögu um breytingu á vinnutímatilhögun, sem að þeirra sögn er veruleg tilslökun frá fyrri kröfum þeirra. Þessar tillögur hafa vinnuveitendur nú haft til skoðunar í rúma viku og er þess vænzt að svör þeirra fari að berast. Magnús H. Magnússon kvað á- standið hafa verið rætt frá mörgum hliðum á aukafundi ríkisstjórnar- innar í gærmorgun, en hann kvað niðurstöðu umræðna hafa verið, að ekki væri ástæða til að sinni að grípa inn í þróun mála. Morgunblað- ið spurði Magnús, hvort miðlunar- tillaga færi að sjá dagsins ljós í deilunni. Hann svaraði. „Ég er að vona það, að það fari að styttast í það.“ Kvaðst Magnús vona að þessi tillaga kæmi fram nú í vikunni. Steingrímur Hermannsson kvað enga ákvörðun hafa verið tekna um bráðabirgðalög og sagði hann þau nánast vera orðin of seint á ferðinni vegna launaútreiknings um mánaðamótin. „Sumir fá ekki greitt fyrr en eftir á og að sjálfsögðu myndu lög ná til þeirra og því yrðu lögin að virka aftur fyrir sig að því er varðar þá launþega, sem fá fyrirframgreitt." Steingriihur sagði ennfremur: „Afstaða okkar fram- sóknarmanna er að visitöluþak yrði að vera í miklu stærri pakka. Er þá mikil spurning, hvort stjórnar- skráin heimilar að setja bráðabirgðalög um vísitöluþak eitt, hvort hægt sé að rökstyðja þau sem brýna nauðsyn. Hins vegar erum við hlynntir því að halda launajöfnun- arstefnu, en við erum að súpa seyðið af samningunum, sem gerðu ráð fyrir visitölugreiðslu upp úr og af ákveðnum yfirlýsingum um að setja samningana í gildi. Því er erfitt við þetta að stríða." Steingriihur kvaðst telja að sátta- nefndin yrði að fá tækifæri til að reyna að gera tillögur. „Við fram- sóknarmenn förum heldur og ekki dult með það að við teljum, að ríkisstjórninni sé ekki stætt ef hún láti verða neyðarástand af þessum völdum." Steingrímur kvað sátta- nefnd verða að meta það hvenær miðlunartillaga kæmi fram, nefnd- inni væri ekki stjórnað frá ríkis- stjórninni. Sér hefði skilizt að til- lögur vinnuveitenda væru væntan- legar „og er það von mín a.m.k. að sáttanefnd geti farið að gera raun- hæfar tillögur. Þarf það að gerast sem allra fyrst. Það er eriftt að fá menn til þess að taka á þessum rnálurn." Hreyfilfestingar Flugleiðatí- unnar voru skoðaðar í nótt DC-10 breiðþota Flugleiða fór í skoðun í nótt í New York í framhaldi af þeirri ákvörðun Douglas-verksmiðjanna og handarfsku flugmálastjórnarinn- ar að hreyfilfestingar á öllum DC-10 þotum verði rannsakaðar, en talið er að bilun í hreyfilfest- ingu hafi valdið flugslysinu f Chicago s.l. föstudag. Skoðun fslenzku breiðþotunnar var ekki lokið þegar Mbl. fór í prentun, en brottför var áætluð til íslands kl. 04 að fslenzkum tíma. DC-10 breiðþota Flugleiða var smíðuð á s.l. ári. Vélin sem fórst í Chicagó er mun eldri og gerð fyrir skemmri flugleiðir, var hún m.a. með minni hreyfla og færri hjól en íslenzka þotan. Þotur af DC-10 gerð fyrir stuttar flugleiðir eru léttbyggðari en þotur fyrir úthafs- flug milli heimsálfa. Bandaríska flugmálastjórnin ákvað í gær að stöðva flug allra DC-10 véla í eigu bandarískra flugfélaga frá og með deginum í dag þar til búið væri að skoða þær allar. í tilskipun bandarískra aðila varðandi rannsókn er gerð grein fyrir því hvernig rannsókn skuli framkvæmd, en hún er aðallega fólgin í leit að málmþreytu í hreyfilfestingum. í fréttatilkynningu frá Flugleið- um í gær segir, að félaginu hafi borizt tilkynning um rannsókn málsins í gær og þá þegar hafi verið ákveðið að þota félagsins færi í skoðun strax að loknu því flugi sem stóð yfir enda þótt vélin væri ein af nýjustu DC-10 þotun- um og þar af leiðandi lítil líkindi til slíkra skemmda. DC-10 þotur eru nú í notkun hjá 41 flugfélagi víðs vegar um heim. Samtals hafa þær flogið yfir fjórar milljónir flugstunda og flutt yfir 225 milljónir farþega frá því þær voru teknar í notkun, en það var í ágúst 1971. DC-10 þotur fara daglega 756 flug og flytja á degi hverjum 137.000 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.