Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 Frá borgarstjórn — Frá borgarstjórn — Frá borgarstjórn — Frá borgarstjórn — Frá borgarstjórn Sjöfn Sigurbjömsdóttir: „Álagning sorphirðugj alds kjánaleg og stendur í vegi fyrir eflingu atvinnulífs” Sem kunnuKt er urðu all snarp- ar umræður á burKarstjórnar- fundi 17. mai vcgna samþykktar meirihluta framkvæmdaráðs KCKn atkvæðum minnihlutans um álaKningu sérstaks sorphirðu- KÍalds á fyrirtæki sem hefðu yfir ákvcðinn fjölda af sorptunnum. Gjöld þessi hefðu samtals numið um 30 milljónum. í meirihluta framkvæmdaráðs voru á þessu fundi: Adda Bára Sigfúsdóttir, Þröstur Ólafsson, Guðmundur Gunnarsson og BjörKvin Guðmundsson, en f minnihluta voru: Hilmar GuðlauKsson, Jónas Elíasson ok Davfð Oddsson. f vetur olli sorphirðuKjald á borKarbúa upp á 300 milljónir KifurleKU fjaðrafoki í borKar- stjórnarmeirihlutanum þeKar einn fulltrúa hans, Sjöfn SÍKur- björnsdóttir, Kreiddi atkvæði KCKn þeirri álaKninKu. Þess má Keta, að tekjustofnar fyrir sorp- hirðu felast í útsvörum ok fast- eÍKnaKjöldum. Kjánalegar tilraunir Sjöfn SÍKurbjörnsdóttir (A) kvaddi sér hljóðs og minnti á, að borgarstjórn hefði í vetur fellt að leggja á sérstakt sorphirðugjald. Sú samþykkt stæði og harmaði hún bjánalegar tilraunir annarra minnihlutamanna að sniðganga það. Sjöfn kvaðst eindregið á móti þessu, hún vildi efla atvinnulíf í Reykjavíkmeð því að Iaða hingað fyrirtæki. Til þess þyrfti að bæta aðstöðu þeirra og meiri álögur á þau væru hreint ekki rétta leiðin til þess. Hún kvaðst hafa kynnt sér skýrslur sem gerðar hefðu verið um sorphirðu í Reykjavík og í ljós kæmi, að sorphirða væri um 50% dýrari hér en í Kópavogi og Hafnarfirði. Sennilega væri um að kenna óhagkvæmni í vinnubrögð- um og mætti eflaust laga það. Athuga mætti hvort útboð væri ekki eðlilegt. M.a. hefði Fram- sóknarflokkurinn látið slíkt í ljós. Ekki bjart fyrir augu og eyru Sjöfn! Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) sagði leiðinlegt, að Sjöfn skyldi í hvert sinn sem sorp bæri á góma hlaupa yfir til íhaldsins. Sorpið hlypi fyrir brjóstið á Sjöfn, en um það ætlaði hún ekki að hafa fleiri orð úr þessum ræðustól. Hún sagðist vona, að Sjöfn settti ekki bjarg fyrir augu og eyru þegar talað væri um sorp, en tíðkast hefði, að hreinsunardeildin hefði komið til manna og hreinsað sérstaklega ef um hefði verið beðið og þá verið fyrir það greitt. Sum fyrirtæki hefðu allt að 90 tunnur og ekki væri eðlilegt að hreinsun á slíku greiddist úr sameiginlegum sjóði. Héraðsbrestur Sjafnar Adda Bára sagði, að vel kynni að vera, að lögspekingar fyndu út, að ekki megi taka þetta gjald, en þetta væri óréttlátt eins og það væri nú. Borgarstjórn hefði í vetur fellt ósk til félagsmálaráð- herra um heimild til þessarar gjaldtöku. Þetta væri ekki stór upphæð nú, en það yrði þó ekki héraðsbrestur þegar Sjöfn gengi til liðs við sjálfstæðismenn í sorpinu, en það væri leiðinlegt. Þá Adda Bára Sigfúsdóttir: Það verður ekki héraðsbrestur þó sorpið hlaupi fyrir brjóstið á Sjöfn og hún gangi í lið með sjálfstæðismönnum. Davíð Oddsson: Hagræðing þýðir ekki auknar álögur. sagði Adda Bára það undarlegt hjá Sjöfn að segja samstarfs- manni sínum Björgvini Guðmundssyni, sem sæti ætti í framkvæmdaráði, ekki frá afstöðu sinni. Mottóið hjá Sjöfn virtist vera „Ég greiði alltaf atkvæði gegn sorpi." Sjöfn í meirihluta Adda Bára Sigfúsdóttir sagði, að ef Sjöfn kysi að búa allt í einu til nýjan meirihluta gæti hún gert það meðan nokkur yndi því, að hún hegðaði sér þannig, en ekki væri þetta góður samstarfsmáti. Sjálf- stæðis- menn: Tekju- stofnar sorp- hirðu eru þegar til Persónulegur skætingur Davíð Oddsson (S) sagði að sjálfstæðismenn hefðu staðið fyrir úttekt á sorphreinsun í borginni og um það hefðu verið samdar skýrslur. Sjálfstæðismenn hefðu lagt ríka áherzlu á að koma á hagræðingu í sorphirðu borgar- innar. Það stæði hinsvegar kloss- fast í Öddu Báru Sigfúsdóttur, að hagræðingu skuli fylgja auknar álögur. Þessar umræddu 30 milljónir væru hluti af 300 milljónunum, sem átt hafi að koma í gegn sl. vetur. Þá sagði Davíð, að Adda Bára væri sérstak- lega persónuleg í garð Sjafnar. Smygl og hnakkadramb Davíð Oddsson sagði, að borgar- stjórnarmeirihlutinn væri með þessari tillögu nú að reyna smygla í gegn hluta af áður felldri tillögu. Þá væri sama hvaða svívirðingu Sjöfn yrði fyrir af hálfu Alþýðu- bandalagsins, aðalatriðið væri, að hún væri sjálfri sér samkvæm, því að hún stæði við fyrri orð. Það væri hins vegar Adda Bára Sigfús- dóttir, sem stofnaði í raun til alls þessa í trausti þess, að Sjöfn brysti, sem ekki gerðist reyndar heldur þvert móti. Líklega ætlaðist Adda Bára til þess, að flokkurinn tæki í hnakkadrambið á Sjöfn og drægi hana til hlýðni. Gríla samstarfs- flokksins Davíð Oddsson sagði það örugglega einsdæmi, að borgar- fulltrúi notaði samstarfsflokk sem grýlu á borgarfulltrúa hans. Þeir sjálfstæðismenn sem fylgst hefðu með samstarfi meirihlutans í æskulýðsráði væru sammála um, að þar hefði Sjöfn Sigurbjörns- dóttir sýnt fulltrúum Alþýðu- bandalagsins einstakt umburðar- lyndi. Þess vegna væri tal Öddu Báru um samstarf léttvægt. Davíð lagði síðan til, að álagningartillög- unni yrði vísað frá Sorphreinsun þegar greidd Albert Guðmundsson (S) minnti á innheimtu fasteigna- gjalda og aðstöðugjalda sem öll fyrirtæki greiddu í einni eða annarri mynd, en með þeim væru þau búin að greiða fyrir sorp- hreinsunina. Það væri langt sótt að reyna gera borgarfulltrúa Aiþýðuflokksins tortryggilegan þegar rætt væri um sorp. Albert sagðist sérstaklega vilja minna á, að hagræðing ætti að vera til sparnaðar en ekki til að auka gjöld. Það væri furðulegt, ef Adda Bára héldi, að borgin gæti ráðstaf- að tekjum fasteigna- og aðstöðu- gjalda án þess að láta fyrirtækin hafa neitt í staðinn. Athafnasemi og kommúnistar Albert sagði einkennandi, að ef minnst væri á einstaklinga eða fyrirtæki þá væri slíkt allt að réttdræpur arðræningi í augum kommúnista, ef hægt væri að koma ól um hálsinn. Þetta væri ljótur hugsunarháttur hjá kommúnistum, enda væri þjóð vor illa á vegi stödd ef ekki hefðu meðal hennar verið framtakssam- ir einstaklingar sem byggt hefðu upp atvinnulíf í landinu. Ekkert baktjaldamakk Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sagðist vilja minna Öddu Báru á, að Alþýðuflokkurinn væri lýðræðis- flokkur og samkvæmt því væri greitt atkvæði í borgarstjórn. Sjöfn sagði, að afstaða sín ætti að vera og hefði átt að vera öllum ljós í þessu máli, ekki hefði svo lítið gengið á fyrr í vetur þegar þetta mál hefði verið til umræðu í meira umfangi. Umræður í borgarstjórn Reykjavíkur ættu að vera frjálsar en ekki baktjaldamakk. Sjöfn, sorpið og íhaldið Adda Bára Sigíúsdóttir sagði Sjöfn, sorpið og íhaldið samtengt. Mjög væri það gott fyrir Sjöfn að hafa jafn tungulipran mann sem Davíð Oddsson í liði með sér. Adda Bára sagðist kunna lítil andsvör við svona ræðum, enda væru þær út í bláinn. Líklega þætti Sjöfn gaman að vera komin út í bláinn. Heilagt fóst- bræðralag í sorpi Adda Bára sagði, að í raun hefði samskonar tillaga sem þessi ekki verið felld heldur hefði þar verið um að ræða ósk. En forsendurnar skiptu ekki máli þegar Sjöfn og sjálfstæðismenn hefðu svarist í heilagt fóstbræðralag í sorpinu sínu góða. Hún kvaðst ekki ætla eyða tíma í að ræða það. Þegar Sjöfn talaði um lýðræðisflokk yrði hún að gera sér grein fyrir, að þar réði meirihlutinn. Skýr afstaða Davíð Oddsson sagði algeran óþarfa fyrir Öddu Báru að veitast svo að persónu Sjafnar, slíkt kæmi úr hörðustu átt, en afstaða Sjafn- ar væri skýr og í samræmi við fyrri ákvarðanir. Grimm stjúpa Markús Örn Antonsson (S) sagði málfltuning Alþýðubanda- lagsins vera þannig, að hann bæri að harma. Svo virtist sem Adda Bára vildi kjósa sér hlutverk grimmu stjúpunnar í Öskubuskuævintýrinu. Hún teldi sig greinilega auðveldlega geta beitt samstarfsaðila járnaga. Það hefði verið ætlun Alþýðubanda- lagsins að gera litið úr persónu Sjafnar með því að klína rusla- bingjum að nafni hennar. Þetta væri óþarft og ósmekklegt en hins vegar venjuleg vinnubrögð kommúnista. Hann undirstrikaði að lýðræðissinnaðir menn stæðu hér í borgarstjórn og greiddu atkvæði samkvæmt eigin sam- bizku en ekki einhvers yfirmanns. Rauðhetta og úlfurinn Albert Guðmundsson sagði, að eins mætti segja, að Rauðhetta hefði étið úlfinn, en hvorugt væri þetta nú rétt. Arásirnar á Sjöfn væru hins vegar ómaklegar. Elín Pálmadóttir (S) sagðist ekki minnast slíks orðbragðs sem kom- ið hefði fram hjá Alþýðubanda- laginu síðan hún fór að kynnast borgarmálum. Frávísunartillagan var síðan samþykkt af fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins og Sjöfn Sigur- björnsdóttir gegn atkvæðum ann- arra. Ólafur B. Thors: Frábið mér stjóm- kerfi vinstri manna ÓLAFUR B. Thors sagði á borgarstjórnarfundinum 17. maí, að stjórnkerfi borgarinnar væri að verða svo flókið, að borgar- stjórn hefði ekki einu sinni tæki- færi til að fylgjast með og borgarfulltrúar væru hálfruglað- ir í ríminu. Skólabókardæmi væri, að embættismenn í vélamiðstöð þyrftu á einhverju að haida. Þeir kæmu því á framfæri við fram- kvæmdaráð, sem vísaði málinu til stjórnar Innkaupastofnunar borgarinnar, þaðan færi málið til borgarráðs og loks til borgar- stjórnar. Ólafur B. Thors sagði, að svona vitleysa að velta málinu með millilendingu á ýmsum stöðum þjónaði engum tilgangi nema rugla borgarfulltrúa svo í ríminu, að þeir vissu ekkert um gjörðir sínar. Slíkt sagðist Ólafur B. Thors vilja frábiðja sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.