Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979 13 Glías Kristjánsson Ekki heldur virðist vera lát á bútastefnunni, sem er stórhættu- leg til frambúðar, því að viðhaldið verður ætíð bútakennt eftir það. Sem dæmi um þetta lagði Vega- gerðin olíumöl á 17 búta í SV-horni landsins árið 1978, meðaltalslengd á bút var 2177 m. Stærsta verkið var Suðurlands- vegur í Holtum, eða 6900 m lang- ur, en blanda varð olíumöl mið- svæðis á Suðurlandi, í Núpanámu í Ölfusi, vegna annarra fram- kvæmda þar, en það hafði mikinn aukakostnað í för með sér í akstri, sem eftirfarandi dæmi sýnir um kostnað vegna aukaaksturs. Puntar til athugunar Færsla á blöndunarstöð tekur ca. 2—3 vikur. Stöðin framleiðir 80 t pr. klst eða 75 klst að framleiða 6000 tonn. Stopp ekki reiknuð með. Af þessu má ráða, að mikið hagræði er að taka stóra kafla fyrir í einu, svo ekki þurfi að færa hverja blöndunarstöð meira en tvisvar á sumri og efnisnámur séu eins nálægt og hægt er. Einnig má bæta við að ekki er raunhæft að flytja blöndunarstöð að Rauðalæk í sumar fyrir 4,5 km. Nýbyggingar ætti að stöðva að miklum hluta (4,0 millj. í ár), en nota féð í slitlög, því það hefur sýnt sig að nýbygging á malarvegi með meiriháttar umferð, 400—700 bílar pr. dag, endist ekki óskemmd meira en 3 ár. Ekki er hægt að nota sams konar mulning undir bundið slit- lag og í malaryfirborð. I malaryfirborði þarf mulningurinn að innihalda það mikið af fínefnum til að hafa samloðun, að efnið er orðið frost- hættulegt, sem gerir það að verk- um, að bundið slitlag brotnar upp og skemmist í þíðu. Dæmi um það er Vesturlandsvegurinn ofan Tíða- skarðs, en þar var búið að fram- leiða efni í malarslitlag þegar þingið ákvað að leggja á olíumöl. Því fór sem fór, efnið hélt í sér raka vegna of mikils fínefna- innihalds (en malarvegir verða að halda í sér raka til að brotna ekki upp í þurrkum) og olíumölin stór- skemmdist af þeim sökum. Þess vegna ætti að nota tækifærið og leggja bundið slitlag á þá vegarkafla sem komnir eru að stærra viðhaldi, eða með öðrum orðum, að keyra þurfi á þá ca. 15 cm af unnu efni. Þá er hægt að velja hentugt efni undir slitlag og ná fullri arðsemi. Skýringin á því hve treglega gengur að fá þingið til að breyta um stefnu í vegamálum er vissu- lega efni í aðra blaðagrein, en að hluta er skýringarinnar að leyta í því að á eftir stríðsárunum, þegar uppbygging atvinnumála var í fullum gangi á Sv-horninu, var fé til vegagerðar í raun eina byggða- sjóðsféð fyrir landsbyggðina. Upp úr því hefur skapast nokkurs konar staðnaður vegagerðar- iðnaður, sem menn úti á landi vilja halda í, en það verður best gert með því að gera ekkert varanlegt, svo hægt sé að vinna sama verkið ár eftir ár á sama svæði. Sem dæmi um þessa augljósu hagsmuni má nefna, að í skýrslu samgönguráðherra segir að u.þ.b. 400 vörubifreiðastjórar hafi unnið fyrir vegagerðina árið 1978 og það hlýtur að þýða 4(j0 bíla líka, og ef reiknað er með að allir þessir bílar hafi verið að vinna í einu í dagvinnu t.d. þann 1. sept. 1978, þá kostar þessi floti 2.358.800 kr. á tímann. Það er því augljóst, að lands- byggðarþingmenn verða fyrir miklum þrýstingi til að verja þessa og ámóta hagsmuni. Það verður því varla búist við, að breyting verði á þessu fyrr en að breyting á kjördæmaskipan á sér stað, en það er líka mikið í húfi fyrir marga að svo verði ekki. Því má búast við á ársskýrsla samsönguráðherra verð áfram óbreytt á milli ára, en eftirfarandi kafli úr skýrslunni -er nokkurs konar samnefnari fyrir allan framkvæmdakafla hennar. Fjár- veiting er þó vel yfir meðallag: 75 Sauðárkróksbraut: 03 Varmahlíð-Sauðárkrókur: Fjárveiting var 30,0 m.kr. Endur- byggður var 2,0 km langur kafli frá Ytra-Skörðugili út undir Glaumbæ. Austur Eylendi: Fjárveiting var 40.0 m. kr. Vinnulán skv. 2.3.0.2 var 4,8 m. kr. (Lánsheimild var 15,0 m. kr.). Greidd var skuld frá fyrra ári að upphæð 3,4 m. kr. Ekið var slitlagi í 7,2 km langan kafla frá Siglufjarðarvegi að Garðási og undirbyggður 2,0 km langur kafli um Utanverðunes. Landar mínir. Stjórnmálamennirnir virðast ekki koma auga á neitt annað til að minnka hinn óviðráðanlega viðhaldskostnað, en hækka gjöld til bifreiðarekstrar. Snúum því vörn í sókn og krefjumst breyttrar stefnu í vega- málum. Kostnaðarmismunur SV 201-28 Akstur á olíumöl Núpar: 40 km x 2 x 32 kr. pr. t km x 6000 t kr. 15.360.000 Krosshóll: 4,5 km x 2 x 32 kr. pr. t km x 6000 t kr. 1.728.000 Mismunur kr. 13.632.000 Tilboðsverð eru gjarnan 0,75% af taxta kr. 10.224.000 afturgenginn. En hvað segja íslenzkir kennarar um fróðleik sem þennan? Eg minntist hér að framan á að svo gæti farið að þýðingarmið- stöðin yrði til að spilla fyrir íslenzkum rithöfundum crlendis. Útgefendur cru farnir að reikna með styrk þaðan. en hann er einkum notaður í því skyni að lækka útsöluverð bókanna, eftir því sem útgefandi minn í Kaupmannahöfn hefur tjáð mér. Afleiðingin getur því orðið sú að margir íslenzkir höfundar fái ekki bækur sínar gefnar út á Norður- löndum, þar sem pólitískir for- dómar íslenzku fulltrúanna standa í vegi fyrir að styrkur verði veittur. — Þetta ber ekki að skilja svo að þýðingarmiðstöðin hafi ekki styrkt ýmsar góðar bækur, enda væri annað með fádæmum. Hitt er aftur á móti víst að hlutdrægni af annarlegum ástæð- um er alls staðar til skaða. Því hefur stundum verið fleygt að þýðingarmiðstöðin hafi haft frumkvæði að því að útbreiða íslenzkar bækur erlendis, en þetta er algerlega rangt. Fyrir og um aldamótin og síðar voru bækur íslenzkra höfunda þýddar á þýzku og önnur mál, svo sem tékknesku auk Norðurlandamálanna. Ýmsar þeirra komu út í hinu heimskunna ritsafni Reclams Universum að höfundum lifandi og fyrsta erlenda Ijóðaantologian kom út á þýzku árið 1905. Þýðendur voru úrvalsmenn og létu engin önnur sjónarmið ráða en bókmenntaleg. Þetta leiðir hugann að þeirri meðferð sem Poul P.M. Pedersn hefur sætt hjá þýðingarmiðstöð- inni eins og glöggt kemur fram í skýrslunum. Það skal tekið fram að hér eru ekki taldir með þeir rithöfundar sem sjálfir hafa samið verk sín á erlendum málum. Hver sem kynnir sér skýrslur þýðingarmiðstöðvarinnar hlýtur að undrast þann mun sem gerður er á þeim höfundum sem hlotið hafa náð í augum sjóðsstjórnar- innar. I reglugerð sjóðsins 2. gr. ségir svo: „Stöttens störrelse vil som hovedregel svare til oversættelses- honoraret. Der kan dog ved særlig investeringskrævende, vanskeligt ellert langsomt afsættelige udgivelser gives en stötte herudove. Dette sidstnævnte gælder især for udgivelser i de mindre sprogomráder." Þegar ég gerði athugasemd við grein eftir Svein Skorra í vetur var mér ekki nógu kunnugt um upphæð þýðingarlauna. Nú veit ég að þau eru 650 dkr. á örk. Þegar bók mín, Valtýr á grænni treyju, kom út haustið 1977 í eigin þýðingu (ísl. frumútg. 1951), en hún er 15 arkir þéttprentaðar, fékk útgefandinn 2000 dkr. í þýðingarstyrk og geta þá allir séð réttlætið og sanngirnina hjá stofnun þessari. Þetta er lægsta styrkveiting miðað við stærð bók- ar sem þýðingarmiðstöðin hefur veitt síðan hún var sett á laggirn- ar. Ég verð að viðurkenna að þetta urðu mér vonbrigði, taldi mig ekki hafa unnið til slíkrar afgreiðslu. En það er smáræði miðað við þá móðgun sem útgefandanum var sýnd, en útgáfa Chr. Erichsens er eitt af elztu og virtustu útgáfufyr- irtækjum í Kaupmannahöfn. Ég sé ekki betur en að slík afgreiðsla sé það sem á Norðurlöndum er nefnt „sabotage", og ég ætla að íslenzkir salónkommúnistar geti skilið það orð. Ég fer svo ekki fleiri orðum um þetta mál að sinni. En það er brýn nauðsyn að frændur okkar á Norðurlöndum fái nákvæmar upplýsingar um starfsemi þýðingarsjóðsins, enda mun þeim verða komið á framfæri í skandi- navískum blöðum áður en langt líður. Þetta er svo þýðingarmikið mál að á því getur oltið hvort íslendingar eiga yfirleitt að taka þátt í þessari starfsemi áfram. Ef við berum ekki gæfu til að velja fulltrúa sem eru algerlega óháðir pólitík eða „ismum" er augljóst mál að við verðum að losa okkur úr þessum félagsskap sem fyrst, þótt það sé leiðinlegt þar sem þýðingarmiðstöðin var stofnuð fyrir tilstilli tveggja íslenzkra rithöfunda sem mátu hugsjónina meira en eigin hag. North West Orient Airlines sýn- ir lítinn áhuga á „ÞETTA bandarfska (lugfélag hef- ur ekki sýnt neinn áhuga á þvf að halda uppi áætlunarferðum hingað til lands,“ sagði Birgir Guðjónsson deildarstjóri f samgönguráðuneyt- inu f samtali við Mbl. Eins og menn rekur eflaust minni til ákvað Carter Bandaríkjaforseti fyrir nokkrum misserum að tilnefna flugfélagið North West Orient Airlines til íslandsflugs í stað Pan Am fiugfélagsins. Þegar tilnefning er komin þarf viðkomandi flugfélag að staðfesta það við flugmálayfir- völd í Bandaríkjunum að það ætli að hefja flug á þeirri flugleið sem Islandsfluginu tilnefningin tekur til. Formlega þarf svo flugið að hljóta samþykki flug- málayfirvalda þess lands, sem flogið er til. Birgir sagði að samkvæmt því sem samgönguráðuneytið bezt vissi hefði North West Orient Airlines ekki staðfest við bandarísk yfirvöld að það ætlaði að hefja íslandsflug og yrði því vafalaust einhver bið á því að það hæfist. Benti þetta til þess að flugfélagið hefði engan sérstakan áhuga á því að halda uppi áætlunarferðum milli íslands, Bandaríkjanna og Evrópu. Dr. Magni Guðmundsson: Á sl. ári sendi svokölluð Verð- bólgunefnd frá sér bók með ofangreindu nafni. Hefi ég ekki séð hennar getið í rituðu máli, en mun.nú reyna að bæta ögn úr því tómlæti. Greinar mínar í Morgunblað- inu eru hlutlausar í þeim skiln- ingi, að þær beinast ekki gegn neinum flokki eða einstaklingi og draga ekki heldur taum neins sérstaks aðila. Málefnin ein ráða skrifum mínum. Það er styrkur Morgunblaðsins — lýðræðis í landinu — að kynna fleiri en eitt sjónarmið. Ýmsan fróðleik er að finna í „Verðbólguvandanum“. Ekki er tekið fram, hver sé höfundur ritsins, en Þjóðhagsstofnun virð- ist leggja mest af mörkum. Þar með telst urmull hagskýrslna í töfluformi. Að þeim er mikill fengur, og vinnsla þeirra er lofsvert framtak. Töflur Þjóð- Magni Guðmundsson. 99 Verðbólgu- vandinn” hagsstofnunar réttlæta bókina, þótt hún hefði ekkert annað sér til agætis. Hins- vegar eru töfl- urnar ekki allar fullgerðar. Sumar ná aftur til ársins 1914, en aðrar yfir fáein ár aðeins. Það gerir samræmda hagkönnun erf- iða, og ber nauðsyn til að bæta úr þessu. Umfram allt þurfa flestar skýrslnanna að taka til áranna 1958—1978, svo að það athyglisverða tímabil megi rannsaka til hlítar. Reyndar er bókin öll hálf unnið verk. Tekizt hefir að safna allmiklu hráefni, en ekki að vinna úr því að neinu ráði. Það stafar liklega af ónógum tíma, sem Verðbólgunefnd hafði til umráða. En ekki er neitt því til fyrirstöðu að halda verkinu áfram og byggjLa á þeim grunni, sem fyrir er. Höfundar virðast gera sér grein fyrir orsökum verðbólgu á Islandi. Þess vegna kemur á óvart, þegar lesinn er kafli um ályktanir og úrbætur í efna- hagsmálum, að ekki er snúizt gegn vandanum sjálfum og lögð á ráð um að taka fyrir rætur meinsins. Þess í stað er leikin gömul grammófónplata um „gengislækkunarleið“ eða „niðurfærsluleið". Gefin eru ótal „dærni" og tilbrigði, sem minna helst atköku-uppskriftir hús- mæðra. Fýsilegast er talið að draga úr launahækkunum með endurskoðun kjarasamninga. Þó er vitað, að kaupkröfur hljótast af verðbólgu, og engin von er til þess, að þeim linni, meðan þensl- an atvöru- og vinnumarkaðinum helzt óbreytt. Ástæðan fyrir afstöðu höfunda kann að ver sú, að þeir einblína á dægurmálin. Énda þótt höfundum „Verð- bólguvandans" sé ljóst, að at- vinnuvegirnir standi höllum fæti og beri ekki hærri kaupgreiðslur, hyggja þeir fyrirtæki geta þolað aukinn lánakostnað. Þannig er lagt til á hæpnum forsendum, að vextir séu hækkaðir. Þeirri póli- tík hefir verið framfylgt — og verður skv. efnahagsmálafrum- varpinu nýja. Vinstri stjórn tel- ur eðlilegt að skerða vísitölu á laun, sem eru lægri hér en erlendis, en hækka hins vegar verðbótaþátt bankavaxta, þó að vextir séu allt að þrisvar sinnum hærri á Islandi en í viðskipta- löndum okkar. Hverjar eru þá hinar raun- verulegu orsakir verðbólgunnar hér á landi? Þær má allar lesa af síðum þeirrar bókar, sem til umræðu er, þó að höfundar hafi annað- hvort misst sjónar á þeim eða kosið að láta þær liggja í þagn- argildi. Hinar helztu skulu nú upp taldar: (1) Ríkisbúið hefir árum sam- an verið rekið með halla, og ríkissjóður safnar stöðugt skuld- um hjá Seðlabankanum, sem jafnframt hefir samið um erlend lán fyrir ríkissjóð. (Tafla á bls. 72 í „Verðbólguvandanum".) (2) Peningaframboðið hefir verið aukið með miklum hraða. (Tafla 51 á bls. 237.) (3) Við lántökur rikis hjá miðbanka vaxa innstæður við- skiptabankanna og reiðufjár- forði þeirra, er skapar grundvöll allsherjar lánaþenslu. (4) HLutdeild opinberrar fjárfestingar í heildar-fjárfest- ingu hefir aukist úr liðl. 1/4 á árunum 1950—1954 í liðl. 1/3 á árunum 1970—1977, og þetta gerðist á tímabili, er heildar fjárfesting fór fram úr sparnaði. (Tafla 31 á bls. 209, sjá ennfr. Töflu á bls. 75). (5) Sala vísitölu-bundinna ríkisskuldabréfa af hálfu Seðla- bankans hefir ekki verið þáttur í venjulegum verðbréfaviðskipt- um miðbanka á opnum markaði í því skyni að stjórna fjármagni í umferð, heldur til þess ætluð að afla fjár í serstakar fram- kvæmda-áætlanir ríkisins. (6) Lögskylt reiðufé viðskipta- bankanna, sem geyma á í Seðla- banka, svonefnd bindiskylda, sem er allt að fimm sinnum hærri en algengast er, hefir verið að fullu endurlánað af Seðlabanka til að fjármagna birgðir afurða o.fl. Með þessum hætti er Seðlabankinn rekinn sem hver önnur innlánsstofnun. Miðstýring peninga, í viðtekinni merkingu þeirra orða, er ekki fyrir hendi á íslandi. Seðlabankalögum frá 1961 er ekki framfylgt. Meðan ofangreindum atriðum, hverju um sig og öllum sameig inlega, er ekki kippt í lag, mun verðbólga halda áfram í okkar landi ásamt sínum fylgikvillum, sem eru m.a. steítarígur, hags- munarekstrar og ófriður vinnumarkaðinum. Brýnasta verkefnið er að rétta halla fjárlögum og koma bankamálum í heilþrigt horf. Ríkisstjórn, sem lætur slíkt undir höfuð leggjast dæmir sjálfa sig úr leik. Engrar viðreisnar er von, meðan hún sækir allt sitt vit til ráðgjafa, er stjórnað hafa hrunadansi verð- bólgunnar um nærfellt tveggja áratuga skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.