Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 Punktar úr Kínaferð III eftir Þorbjörn Guðmundsson Lykill „Jú erlendum ferða- mönnum hefur fjölgað í Kína síðustu árin,“ safíði túlkurinn okkar, þegar hann var inntur eftir því. „en það er takmarkað, hvað við getum tekið við mörg- um. I landinu er enn mikill skortur á hótelum, en sam- kvæmt nýrri áætlun er unnið að því að bæta ástandið.“ í Pekinfj og Shanghai gistum við á venjulegum ferðamannahótel- um. Peking-hótelið er nýtt af nálinni og nýtízkulegt, en hótelið í Shanghai var frá eldri tíma, virðulegt og með glæstum salar- kynnum. Á öðrum stöðum gistum við á sérstökum gestahótelum, þar sem vopnaðir verðir gættu að- keyrsiuleiða. Ekki voru þó ferðir okkar hindraðar á neinn hátt utan á einum stað, á Perluey í Canton. Þar brugðu nokkrir sér á hjól, sem þeir fengu lánuð eða tóku trausta- taki (vafasamt tii eftirspurnar, það!), en enginn komst langan spöl án þess að vera snúið við, með brps á vör. I Canton og Hangchow var mikið flugnanet strengt yfir rekkjurnar, því þar er sumarhiti mikill og skordýr gerast ágeng. Aldrei hef ég gist í stærra hótelherbergi en í Canton. Reiknaðist mér til að það væri um 60 fermetrar auk forstofu og baðs, en fataskapurinn þar hefði mátt vera stærri og brúk- legri. tala kínversku og í landinu sjálfu tala tiltölulega fáir erlend mál. Auk þess hefur hvert fylki í landinu sína sérstöku mállýsku. Þannig skilur t.d. Pekingbúi ekki Shanghaibúa og hvorugur skilur Canton-búa. Þeir, sem kunna að skrifa, geta þó bjargað sér með ritmálinu, því að rittáknin eru hin sömu alls staðar. Þeir, sem ferðast um Kína verða því að hafa túlk, og túlkarnir verða að hafa túlk, ef farið er á milli fylkja. Það er því skiljanlegt að Kínverjar geti ekki tekið á móti mörgum einstaklingum sem vilja ferðast um landið, þeir ráða ekki við annað en hópa. í Peking-hóteli var það til dæm- is algeng sjón, að hóparnir týnd- ust hver af öðrum út úr anddyr- inu, þegar fararstjórarnir höfðu hver og einn heimt sína sauði — og haldið var út í skoðunarferðir. Illið hins himneska friöar inn í „ForhoðniAorgina". aó hótelherbergi - kaö e hefðu svo sannarlega gert honum lífið leitt. „Við höfum verið hund- elt árum saman, skilurðu ... þessi hræðilegi ótti og hatur á útlend- ingum. Eg hefði alls ekki getað yrt á ykkur, en núna ... Hér erum við. Og getum talað um hvað sem er.“ Gamli maðurinn ljómaði. þess að ganga höll úr höll, hallar- garð úr hallargarði og virða fyrir okkur það sem þar er eftir af skreytingum og listaverkum. En margur dýrgripurinn hefur farist í eldi, styrjöldum, verið rænt eða orðið skemmdarvörgum að bráð. Lykill — til hvers? í Luxembourg og Hong Kong var sérstakt spjald í herþergjum hótelanna þar sem gestir voru hvattir til að tvílæsa dyrum og setja öryggiskeðjur fyrir að næt- urlagi. Einnig var tekið fram, að enginn ábyrgð væri tekin á verð; mætum, sem þar væru geymd. I Kína fengum við aðeins einu sinni lykil að herbergjum okkar, í Pek- ing. Við létum þetta gott heita, þar sem við gistum á gesta-hótel- um, sem virtust undir góðri vörzlu. En í Shanghai? Nafnið eitt og gamlar sagnir um spillinguna þar nægði til tortryggni. En það var hlegið, þegar við báðum um lykil. „Til hvers?" Og hlegið meira. — Þeir eru ekki þjófhræddir menn, Kínverjar. Útlendingahatur — liðin tíð Auðvitað geta menn og hafa sagt: Þetta er bara fyrirsláttur hjá Kínverjum, þeir geta hafið hótelbyggingar í stórum stíl og aukið tungumálakennsluna að miklum mun, þeir vilja bara ekki útlendinga inn í landið. Um þetta get ég ekki dæmt. En önnur fullyrðing, sem ég hef heyrt, að Kínverjar líti á útlendinga al- mennt sem óæskileg og óvinveitt aðskotadýr, fær ekki staðizt að mínu mati. Hvort sem við vorum ein á ferð eða í fylgd kínverskra, mættum við ætíð sérstakri hlýju, en þó stundum nokkurri forvitni, sem tíðum á við um sjaldséða fugla. Eg sagði túlknum okkar að ég hefði heyrt áður en ég kom til landsins, að Kínverjar hefðu horn í síðu útlendinga. Hann kímdi á sinn sérstæða hátt, en sagði síðan að svo hefði ef til vill verið á tímum „Fjórmenningaklíkunnar". Þá hefði verið alið á óvild í þeirra garð og fólk hvatt til þess að halda sig sem lengst frá þeim. En það væri liðin tíð, Kínverjar vissu nú að það væri þeim sjálfum til ills, af útlendingum yrðu þeir að læra í sambandi við uppbyggingu lands- Án vegabréfa Þegar við komum til Kína, með lest frá Hong Kong til Canton, tók móttökunefndin vegabréfin okkar og sá um skoðun þeirra svo og farangur. Var þetta að sjálfsögðu mjög þægilegt, þar sem við þurft- um ekki að stilla okkur upp í biðröð eins og það er nú skemmti- legt! Nutum við þess örugglega að vera gestir stjórnvalda. Vegabréf- in sáum við svo ekki aftur fyrr en morguninn, sem við fórum úr landinu. í fyrstu fannst okkur þetta heldur óþægilegt, héldum t.d. að við þyrftum að sýna þau, þegar við skiptum peningum, en þess gerðist ekki þörf. Síðar komumst við að því, að þetta var snjöll ráðstöfun. Innan fylkja í Kína ferðast eng- inn, hvorki innlendur né útlendur, án vegabréfs. Fararstjórarnir hefðu því orðið í hvert sinn, sem þeir fengu fyrir okkur farseðla með flugvélum eða lestum, að fá vegabréfin. Það var því eins gott að þeir hefðu þau alveg. Þá er og annað, mér skilst að það sé ekkert gamanmál að týna vegabréfi sínu í Kína. Gestgjafar okkar hættu að minnsta kosti ekki á neitt siíkt. Túlkar - og túlkar túlka Hótelskorturinn einn kemur ekki í veg fyrir að flóðgáttir Kína verði opnaðar fyrir ferðamönnum. Tungumálið gerir það einnig. Fáir utan landsins, sem hafa mögu- leika á að taka á sig slíkt ferðalag, „Að hugsa sér...“ Nýlega las ég grein, sem Arthur Miller skrifaði eftir heimsókn til Kína. Gamall maður gaf sig á tal við hann á götu og -mælti á sæmilegri ensku. „Að hugsa sér,“ sagði hann, „að hitta ykkur hér á götunni og geta talað svona við ykkur". Síðan bætti hann við að fyrir ári eða svo hefði hann alls ekki þorað það. — Af ótta við lögregluna? Nei, en nágrannarnir „Forboðna borgin“ Hvað geta Kínverjar svo boðið ferðamanninum upp á? Eg kann ekki að nefna það allt, því þó við færum allvíða, sáum við ekki nema brotabrot af landinu. En Kína er örugglega ekki land þeirra, sem fyrst og fremst sækj- ast eftir fjörugu skemmtanalífi. Hlið hins himneska friðar er fordyri „Forboðnu borgarinnar" í Peking. Hún er yfir 700 ferkíló- metrar að flatarmáli, girt háum múr. Þar höfðu keisarar Kína aðsetur allt frá því um 1400 til 1911. Við fórum ekki um nema lítinn hluta þess svæðis, en nóg til List og íburður Það er undir hverjum og einum komið, hvernig hann nýtur heim- sóknar þangað, hversu vel hann er að sér í kínverskri sögu og hversu vel honum tekst að lifa sig inn í löngu liðna tíma, þegar Kínaveldi var stjórnað frá þessum stað. Þekking mín risti því miður alltof grunnt, en listfengi bygginganna, íburðurinn, fjöldi hallanna og hið mikla rými leyndi sér ekki. Hér hefur verið iðandi mannlíf og hér ráðin örlög milljónaþjóðar um aldaraðir. Nafnið „Forboðna borgin" mun af því dregið, að inn fyrir múrana fengu ekki aðrir að koma en hirðin og opinberir embættismenn. Sumarhöll keisaranna stendur á fögrum stað á vatnsbakka í út- jaðri Peking. Meira réttnefni væri að kalla það sumarborg, því þar eru margar skrautlegar hallir og íveruhús með fögrum görðum á milli. Stendur nú yfir endurnýjun þeirra svo hið listræna handbragð fái að njóta sín. Við vorum þarna á sunnudegi, og þvílíkt mannhaf. Þegar straumurinn var á móti veitti svo sannarlega ekki af að hafa jafn góða brimbrjóta og fylgdarmenn okkar voru. „Það kvað vera fallegt í Kína. / Keisarans hallir skína / hvítar við safírsænum", kvað Tómas Guðmundsson. í grafhýsinu harmaði ég enn vankunnáttu mína í kínverskri sögu. En um gerð þess skulu nefndar nokkrar tölur. Það er 27 metrum undir yfirborði jarðar, 87 metrar að lengd og 47 að breidd. Því er skipt niður í nokkur her- bergi, sem eru frá 7,1 upp í 9,5 metra á hæð. í því fundust yfir 2000 gripir, þar á meðal silfur- munir og skreytingar, „sem að verðmæti hefði nægt til að brauð- fæða milljón manns í 6‘/2 ár“, eins og túlkurinn okkar sagði. Þá er þess og að geta að dyrum hvers herbergis var lokað með stein- brandi að innan. Og þeir sem það gerðu hlutu hinztu hvílu með keisara sínum. Hlutu hvflu með keisara sínum Norð-vestur af Peking hafa fundist grafhýsi 13 keisara af Ming-ætt (1368—1644), og hefur eitt þeirra verið grafið upp. Chou En-lai sagði að komandi kynslóðir gætu grafið hin 12 upp, þetta eina væri nóg fyrir þessa. Þegar nálg- ast grafhýsið standa á kafla við veginn margar steinstyttur. Eru þær flestar af dýrum, fílum, gír- öffum, ljónum o>s.frv., en einnig af generálum og prelátum. Múrinn mikli Eftir að hafa snætt skrínukost, sem fylgdarmenn okkar höfðu haft með sér, við grafhýsi Ming-keisarans, var haldið að Múrnum mikla, eða Kínamúrnum, í fjöllunum norðan við Peking. Þegar nálgast tekur Múrinn er haldið á brattann eftir vegi, sem bugðast eftir snarbröttum fjalls- hlíðum. Var þar óspart flautað fyrir horn, ef eitthvað kvikt skyldi leynast bak við næstu snös. Ferð- inni að Múrnum hafði í raun verið frestað um tvo daga vegna snjó- komu og ísingar á veginum. Múrinn sjálfur er einstakur. Á fimmtu öld fyrir Krist fóru furst- ar, sem réðu lendum í norðurhér- uðum Kína, að reisa múra hver við sitt yfirráðasvæði. Gerðu þeir það til varnar herskáum nágrönnum í norðri, þó einkum Húnum, sem veittu þeim oft þungar búsifjar, þegar matarskortur svarf að. Síö- ar, þegar landið komst undir eina stjórn, voru þessir múrar tengdir saman og úr varð þetta gífurlega mannvirki, sem á engan sinn líka. Múrinn er 6.000 kílómetra lang- ur. Meðalhæð hans er um 7,5 metrar og breiddin tæplega 5,5 metrar. Þá eru á honum varðturn- ar með nokkur hundruð metra millibili. Sú skömm gat ekki hent í barnaskóla var mér kennt, að Kínamúrinn væri eitt af sjö furðu- Múrfnn mikll teygrir sig eftir hrjóstrugu fjalllendi. iSteindýrin stara á vejífarendur stjörfum augum. HC/*' '* J.... 1 Brött var sú síðasta jíanjfa upp Múrinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.