Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 sigrar Þór Enn EINS «k fram kom í Mbl. á laugardag sÍKraði Þór Fylki í 2. deild íslandsmótsins f knatt- spyrnu á föstudax með 3 mörkum ííegn 2. Sakir rúmleysis á fþrótta- sfðum blaðsins á laugardag var ekki unnt að gera leiknum þau skil sem venja er og skal úr því bætt nú. Leikurinn fór fram á Sana- velli á Akureyri í vægast sagt leiðinlegu veðri, slyddu og hægri norðanátt. Þrátt fyrir að aðstæð- ur voru ekki sem bestar til knattspyrnuiðkunar á föstu- dagskvöldið iögðu leikmenn beggja liða sig fram enda hvert stigið dýrmætt í þeirri hörðu keppni sem fram undan er í 2. deildinni. Fyrsta markið lét ekki lengi á sér standa. Þegar á 9. mínútu var það staðreynd. Oddur óskarsson sendi þá góða sendingu fyrir mark Fylkis þar sem Guðmundur Skarphéðinsson kom aðvífandi og skailaði í net Fylkis án þess Ögmundur kæmi vörnum við. Fylkir jafnaði leikinn með glæsimarki Hilmars Sighvatsson- ar beint úr aukaspyrnu af um 25 metra færi. Skot Hilmars hafnaði efst í markhorninu, sannariega eitt með glæsilegri mörkum sem sést hafa á Sanavelli. Liðin skiptust á um að sækja næstu mínúturnar og voru Þórsar- ar öllu beittari upp við markið án þess tækist þó að skora. Það var síðan á 40. mín. að gefin var há sending inn að marki Fylkis. Varnarmenn Fylkis fórnuðu hönd- um og töldu sóknarmenn Þórsara rangstæða, og eftirleikurinn var Guðmundi Skarpheðinssyni auð- veldur, tvö gegn einu fyrir Þórs- ara. Réttri mínútu síðar lentu Hilm- ar Sighvatsson og Árni Stefánsson miðvörður Þórsara í návígi, sem lyktaði þannig að Hilmar sparkaði í Árna liggjandi. Dómari leiksins Björn Bjarnason hafði engin um- svif og vísaði Hilmari af leikvelli. Þannig var því staðan í leikhléi, 2 mörk gegn 1 fyrir Þór og Fylkir einum ieikmanni færri. Það var því trú flestra að eftirleikurinn yrði Þórsurum auðveldur en ann- að kom á daginn. Sókn Fylkis var stöðug allan síðari hálfleikinn, og það kom því ekki á óvart þegar Fylkis jafnaði metin á 60. mín. Það var Einar Hafsteinsson sem skallaði í netið eftir aukaspyrnu Ómars Egilssonar. Vörn Þórsara og markvörður voru þarna ákaf- lega illa á verði. Á 68. mínútu ieiksins gerði Guðmundur Skarph- éðinsson síðan út um leikinn. það var raunar fyrsta sóknin í síðari hálfleik af hendi Þórsara sem eitthvað kvað að. Sendur var stungubolti inn fyrir vörn Fylkis og Guðmundur fylgdi vei og skor- aði fallegt mark. Þar með full- komnaði Guðmundur þrennu sína. Það sem eftir lifði leiksins sóttu Fylkismenn ákaft, án þess. að takast að jafna metin. Ekki verður annað sagt en Þórsarar byrji vel í ár, hafa hlotið fjögur stig úr tveimur leikjum, en hlutu einungis eitt stig úr leikjum sínum við sömu lið í fyrra. Því er þó ekki að leyna að Þórsarar voru heppnir að hljóta bæði stigin úr viðureigninni við Fylki. Fylkir var betra liðið í leiknum, þó svo þeir léku einum færri allan seinni hálfleikinn. Það sem helst virðist á bjáta hjá Fylki er óöryggi í vörninni, eins og varnarmennirnir tali ekki nóg saman. Ætii Fylk- ismenn að berjast í efri hluta deildarinnar tali ekki nóg saman. Ætii Fyikismenn að berjast í efri hluta deildarinnar verða þeir að þétta vörnina. Hilmar Sighvats- son var besti maður Fylkis meðan hans naut við, sannarlega eitt mesta efni sem undirritaður hefir séð á vellinum. Þá átti Grettir Gíslason og góðan leik. Vinstri bakvörðurinn Kristinn Guð- mundsson, er sterkur sóknarbak- vörður en mætti leggja meiri rækt við varnarhlutverkið. Guðmundur Skarphéðinsson var besti maður Þórs á föstudag og hefir raunar verið í báðum leikj- um Þórs til þessa. Guðmundur skoraði öll mörk Þórsara í leikn- um og var alltaf að. Veikleikar Þórsara virðast liggja í vörn og markvörslu. Einkum þó í vörninni á miðjunni. Þá eru miðherjarnir ekki beittir, kann ef tii vill að hljóma undariega þegar litið er tii þess að liðið hefir skorað 8 mörk í tveimur leikjum, en öll mörkin á móti Fylki gerði útherji og sum markanna gegn Austra á dögun- um voru hrein útsölumörk. Jón Lárusson, sem verið hefir einna drýgstur Þórsara við markaskor- un undanfarin ár virðist alls ekki með á nótunum, en vonandi kemst það í lag hjá Jóni. LEikinn á föstudag dæmdi Björn Bjarnason og var vægast sagt iélegur dómari. Björn virtist dæma fyrst og fremst eftir pönt- unum, og voru dómar hans oft með ólíkindum. Þá hefir undirrit- aður sjaldan orðið vitni að öðru eins orðbrúki fgarð dómara án þess nokkuð væri að gert. • Eftt besta marktækifæri íslendinga. Ingi Björn er kominn itgott færi en nær ekki að spyrna boltanum. Sepp Maier liggur á grasinu kominn úr jafnvægi. Ljósm. EmiKa. Fer Neeskens til Feyenoord? í ENSKA dagblaðinu Daily öllum líkindum leggja skóna á Telegraph er frá því skýrt íyrir skömmu að hollenski snillingur- inn Johan Neeskens myndi gera það upp við sig næstu 2 vikurnar hvaða lið hann myndi ganga til liðs við. en samningur hans við Barcelona er útrunninn. Neeskens er orðaður við nokk- ur stórfélög, svo sem Arsenal í Englandi, New York Cosmos, Strassburg, PSV Eindhoven og jafnvel Feyenoord, en öll hafa þau gert kappanum tilboð. Eins og sakir standa, er ifklegast að Arsenal hreppi hnossið, þó að slíkir hlutir geti breyst hraðar en nokkuð annað. Það gæti þvf allt eins farið svo að Pétur Péturss«»n leiki við hlið Johans Neeskens næsta keppnistfmabil og ætti það að geta orðið hinn besti skóli. Steve Heighway mun nú að hilluna. Hinn kunni útherji er nú 33 ára gamall og hefur unnið flest verðlaun með Liverpool síðustu árin. Honum hefur gengið illa að vinna sér fast sæti í liði Liverpool að undanförnu og þar sem líkur eru á að Peter Barnes verði keypt- ur til Liverpool, hefur karlinn þótt sem dagar sínir hjá félaginu væru taidir. David McCreery, norður írski landsliðsþjamaðurinn í liði Manchester Utd, hefur vart komist í lið síðustu mánuðina. Fyrir nokkrum vikum bauð Tommy Dochetry, stjóri QPR og áður United, í kappann, en McCreery hafði ekki áhuga. Nú hefur Docherty ítrekað tilboð sitt og er McCreery að sögn kominn á fremsta hlunn að slá til og fara til Lundúna. Fyrir skömmu var frá því skýrt, að Manchester City hefði keypt tií iiðs við sig Mick Flannagan, hinn mikla markaskorara Chariton. Síðan hefur það gerst, að Flannagan hefur aflýst öllu saman á þeim forsendum að Manchester sé of langt frá London. Stjórar Charlton vita vart hvaðan á sig stendur veðrið, þeir segja að ef eitt stærsta félag Englands sé ekki nógu gott fyrir hann, hvað þá? Heist er um það rætt, að Flannagan fari annaðhvort til Arsenal eða Crystal Palace. Arsenal hefur þó að sögn meiri áhuga á Jóhanni Neeskens, en Palace hefur gert tilboð í Flannagan. Palace hefur einnig fest kaup á Gerry Francis frá QPR t fyrir 450.000 sterlingspund. Atli Eðvaldsson, lengst til vinstri á myndinni, skýtur þrumuskoti á i Tilþríi lands TVÖ MÖRK Vestur-Þjóðverja skoruð með aðeins hálfrar mín- útu millibili í fyrri hálfleik í landsleik þjóðanna í Laugardaln- um á laugardag gerðu vonir íslendinga að engu á móti hinum þrautþjálfuðu atvinnumönnum. Að vísu var glæsilegt mark Atla Eðvaldssonar besta manns ísl- enska liðsins sólargeisli í lok ieiksins og fögnuðu áhorfendur því innilega og risu úr sætum, enda kom markið upp úr vel- byggðri sóknarlotu, og endahnút- ur Atla var fallegur. 3—1 sigur Þjóðverja var sanngjarn og hefði vel getað orðið stærri. En ísl- enska liðið átti Iíka sín tækifæri og ekki hefði verið ósanngjarnt að það hefði náð að skora fyrsta mark leiksins er Janus komst einn inn fyrir vörn Þjóðverja og átti aðeins markvörðinn eftir er dómarinn flautaði og stoppaði leikinn og dæmdi brot á einn þýska varnarleikmanninn. Var þetta afar hæpinn dómur þar sem þýska liðið hagnaðist á brotinu. Rétt skömmu síðar var Ingi Björn Albertsson í góðu mark- tækifæri en var heldur of seinn að reka tána í boltann og Sepp Maier náði að góma boltann á síðasta augnabliki. Voru þetta tvö bestu tækifæri íslenska liðs- ins í leiknum. Góð byrjun íslenska liðið byrjaði leikinn vel, og lék af nokkrum krafti og ákveðni. Tvívegis á fyrstu fjórum mínútunum byggir Atli upp góðar sóknir og sendir stungubolta á Pétur sem honum tókst þó ekki að ná til. Islensku leikmennirnir voru ákveðnir í návígjum til að byrja með og var eins og það kæmi þeim þýsku nokkuð á óvart hversu mikla mótspyrnu þeir fengu. En það fór ekkert milli mála er líða tók á leikinn hverjir höfðu yfir- höndina og sýndu meiri knatt- leikni og yfirsýn í leiknum. Þjóðv- erjarnir fóru að sýna klærnar og fengu á skömmum tíma þrjár hornspyrnur og sóttu allstíft án þess þó að þeim tækist að skapa sér hættuleg tækifæri. Bestu marktækifæri íslendinga Á 20. mínútu fyrri hálfleiksins ná Islendingar skyndisókn. Jó- hannes nær boltanum og brunar upp völlinn. Janus tekur á sprett upp kantinn og fær góða sendingu frá Jóhannesi. Janus óð upp að þýska markinu með varnarmann á hælunum sem sá sér þann kost vænstan að halda Janusi til að reyna að stöðva hann. Ekki tókst það og rétt um leið og Janus sleit sig lausan og komst á auðan sjó og átti aðeins markvörðinn eftir flautar dómarinn og dæmir auka- spyrnu á Þjóðverjana. Var þetta í meira lagi furðulegur dómur þar sem augljóst var að þýska liðið hagnaðist verulega á brotinu. Eft- ir leikinn fullyrti Janus að þarna hefði verið tekið af honum mark. Voru þetta slæm mistök hjá hin- um skoska dómara. Upp úr aukaspyrnunni átti Jó- hannes ágætan skalla sem rétt fór yfir markið. Rétt mínútu síðar byggja þeir Atli og Ingi Björn upp fallega sókn með góðum samleik. Ingi fær boltann frá Atla rétt utan við markteigshornið og var kominn í dauðafæri er hann missti boltann aðeins of langt fra sér og náði ekki að reka endahnút- inn en var ákaflega nærri því að skora. Sepp Maier markvörður rétt náði til boltans þar sem hann var kominn úr jafnvægi og lá á vellinum. Það var alveg synd að þessi tvö ágætu tækifæri skyldu ekki nýtast. íslenska liðið hefði átt það fyllilega skilið því það lék vel þessar fyrstu 25 mínútur leiksins, byggði upp fallegar sókn- ir. Tvö mörk á 30 sek. Á 30. mínútu fyrri hálfleiksins pressa Þjóðverjar á íslenska markið. Jón Pétursson bjargar á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.