Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979 LANDBÚNAÐARMÁL í BRENNIDEPLI Sverrir Hermannsson: Stjórnarflokkamir sömdu — engin frekari verðábyrgð Það var samþykkt vantraust á ríkisstjórnina á síðustu dögum þin(?sins. Þingmenn Neðri deild- ar lýstu því yfir með atkvæði sínu, að þeir treystu núverandi ríkisstjórn ekki til að hafa for- ystu um að leysa þann bráða vanda, sem bændur landsins ei(;a nú við að glíma. Þegar ríkisstjórnin leitaði eftir því á Alþingi að fá umboð til að vinna méð sínu lagi að lausn á vanda- málum landbúnaðarins, og fór fram á fjárhagsábyrgð í því skyni, þá var þeirri málaleitan synjað. Rækilegra vantraust er ekki hægt að samþykkja á lands- stjórn, en að hafna forystu hennar í málefnum eins af aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar, sem ofan í kaupið á við háskalegan vanda að etja. Og nú hvarflar Framsóknarmönnum vit af reiði yfir því, að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins skyldu greiða atkvæði með vantrausti á ríkis- stjórnina og stefnu hennar í landbúnaðarmálum! Hvað ber landsstjórn að gera, sem Alþingi neitar um umboð til að sinna málefnum aðalatvinnu- vegar vegna úrræða- og stefnu- leysis stjórnarinnar? Að sú stjórn skuli ekki þegar í stað víkja frá völdum er brot á þingræðisreglum. Samningur stjórnar- flokka — ekki frekari verðábyrgð Það er að vísu fátt eitt, sem núverandi ríkisstjórn hefir náð samkomulagi um innan sinna vébanda frá því að hún settist að völdum. En þó vitum við nú um einn samning sem hún gerði með sér undir forystu Fram- sóknarflokksins, sem oddviti stjórnarinnar, og sérlegri for- ystu núverandi landbúnaðar- ráðherra. formanns Fram- sóknarflokksins: Ríkisstjórn ólafs Jóhannes- sonar samþykkti s.l. vetur að ekki yrði um frekari verð- ábyrgð ríkissjóðs að tefla vegna umframframieiðslu land- búnaðarvara en lög mæia nú fyrir um. Örlög málefna landbúnaðar. Sverrlr Hermannsson er lúta að umframframleiðslu, voru ráðin í ríkisstjórn, þegar Framsóknarflokkurinn og Alþýðuhandalagið féilust á þá kröfu Alþýðuflokksins að rfkis- sjóður tæki ekki á sig frekari fjárskuldbindingar þess vegna á árinu. Sjálfstæðismenn höfðu heyrt Alþýðuflokksmenn halda þessu fram. Þetta reyndist sannleikan- um samkvæmt. í sjónvarpsvið- tali s.l. föstudagskvöld var þetta staðfest af landbúnaðarráð- herra, Steingrími Hermanns- syni, nýkjörnum formanni Framsóknarflokksins. Hann lýsti því yfir, að samkomulag hefði verið um það gert í ríkis- stjórninni að ekki yrði um frek- ari fjárskuldbindingar ríkissjóðs að tefla vegna umframfram- leiðslu landbúnaðarvara. Og ráð- herrann bætti því við, að vegna þessa samkomulags í ríkis- stjórninni hefði hann ekki getað gert tillögur á Alþingi um hina margumtöluðu 3,5 milljarða. Það hefði hins vegar ekkert verið við því að segja þótt einhverjir þingmenn gripu til þess ráðs. A þetta hlustaði og horfði allur landslýður. Hér höfum við fyrir augum hin dæmigerðu Fram- sóknarvinnubrögð, sem kommar eru ævinlega fúsir að styðja, þegar þeir höndunum undir koma. Hin endemislega tvöfeldni lýsir sér þannig: Gert er samkomulag í ríkis- stjórn. Ráðherra kann ekki við að svíkja það sjálfur opinberlega með því að leggja til að svo verði gert á Alþingi. Þess vegna eru fulltrúar stjórnarflokkanna í landbúnaðarnefnd Neðri deildar sendir út af örkinni til að gera tilraun til þess að þingið sjálft rifti gerðu samkomulagi í ríkis- stjórn! Og þetta virðist vera gert í trausti þess, að sjálfstæðis- menn þori ekki annað en að leggja þeim liðsinni. Það sem meira er: Við erum kallaðir afbrotamenn á síðum Tímans fyrir það að hafa ekki viljað vera handbendi Framsóknar og komma í ríkisstjórn við að svíkja þeirra eigið samkomulag! Hefur forystan Vakað á verðinum? Formaður Stéttarsambands bænda sagði í Útvarpinu á dögunum, að þeir þingmenn, sem ekki væru reiðubúnir að hjálpa ríkisstjórninni í þessum sökum væru vitlausir, viljalausir og getulausir og væru marklegt að drekkja þeim í Brúará! Látum manninn, sem þetta mælir, liggja milli hluta, en slík mála- fylgja forystumanns bændasam- takanna er bændastéttinni til vansa og sorgar. Veldur hver á heldur. Allir hugsandi menn hljóta að varpa fram þeirri spurningu hvort forysta bændasamtakanna beri ekki einhverja ábyrgð á því hvernig nú er komið hag bænda. Hefir forystan vakað á verðin- um? Hin raunalega staðreynd málsins er sú að svo er ekki. Allmörg ár eru liðin síðan séð varð hvert stefndi um fram- leiðslu búvara í meðalári um- fram innanlandsþarfir. í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar var oftsinnis vakin athygli á þessum vanda, sem við blasti, og ykist með hverju ári ef ekki yrði breytt um stefnu. Má í því sambandi benda á athugasemdir með fjárlagafrumvörpum á ár- unum 1976 og 1977. Fyrrverandi ríkisstjórn vildi hefjast handa um úrræði til úrbóta, en þær tilraunir strönduðu á Fram- sóknarforystu bændasamtak- anna, sem síðan lamaði Fram- sóknarforystu ríkisstjórnarinn- ar í landbúnaðarmálum. Það er ekki á góðu von þegar slík forysta helzt í hendur, uppi og niðri. Stefnumörkun sjálfstæðismanna Sjálfstæðisflokknum er Ijóst, að taka verður málefni land- búnaöar nýjum og breyttum tökum. Þennan vilja sinn hefir flokkurinn sannað á Alþingi með tillöguflutningi um nýja stefnu- mörkun í málefnum land- búnaðarins sem þingmenn flokksins úr öllum kjördæmum landsins fluttu undir forystu Pálma á Akri. Stefnumörkunin er byggð á eftirfarandi grundvallaratrið- um: 1. Treyst verði sjálfseignarábúð bænda á jörðum og eignar- réttur einstaklinga og sveit- arfélaga á landi og hlunnind- um verndaöur. 2. Unnið verði markvisst að aukinni hagkvæmni í land- búnaðinum ásamt fjölbreytni í framleiðslu og fullvinnslu búvara. 3. Landbúnaðinum verði búin þau skilyrði, að unnt sé að tryggja bændum sambærileg lífskjör og aðrar fjölmennar stéttir þjóðfélagsins búa við. 4. Framleiðsla landbúnaðaraf- urða miðist fyrst og fremst við það, að ávallt verði full- nægt þörfum þjóðarinnar fyr- ir neyzluvörur og hráefni til iðnaðar. Auk þess verði tekið fullt tillit til þjóðhagslegs gildis þeirra atvinnutækifæra annarra, sem landbúnaðar- framleiðslan veitir. 5- Tryggð verði í megindráttum núverandi byggð í sveitum landsins. Komið verði í veg fyrir miklar sveiflur í land- búnaðinum, sem gætu valdið óvæntri búseturöskun. í því skyni verði m.a. nýttir allir hagrænir möguleikar til at- vinnu- og fræðslustarfsemi, sem byggjast á nýtingu lands-, vatns- og sjávargæða. Iðnaður og þjónustustarfsemi í sveitum verði aukin. 6. Sveitafólki verði með lögum veitt sambærileg félagsleg réttindi og þorri annarra þegna þjóðfélagsins nýtur. Aukið verði jafnræði í að- stöðu til mennta og í þjónustu opinberra aðila án tillits til búsetu. 7. Gætt verði hófsemi í um- gengni við landið og náttúru þess. Tryggt verði, svo sem tök eru á, að varðveitt séu sérstæð náttúrufyrirbrigði, gróður, dýralíf og hlunnindi. Ollum verði gefinn kostur á að njóta samskipta við náttúru landsins og í því skyni séð fyrir nægilega mörgum opnum svæðum til útivistar, þjóðgörðum og tjaldstæðum. Ekkert samráð við sjálfstæðismenn Sjálfstæðisflokkurinn ei* nú.sem ávalt áður, reiðubúinn að rétta landbúnaðinum hjálpar- hönd til að leysa vandamál hans, sem nú eru e.t.v. meiri en nokkru sinni, og er þó ekki átt við Á GAGNVEGUM Gunnar Guðbjartsson: Léleg forysta Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendir mér tóninn í Morgunblaðinu 24. þ.m., með lítið virðulegum hætti. í ummælum hans eru þrjár staðhæfingar og allar rangar. 1. Fyrsta fullyrðingin er sú að það hafi staðið á formanni Stétt- arsambands bænda til samvinnu við fyrrverandi ríkisstjórn um lausn offramleiðsluvanda land- búnaðarins, sem svo eru kölluð. Þessu er því til að svara að vorið 1972 var lagt fram frumvarp á Alþingi, sem m.a. fól í sér ráðstaf- anir til að hafa tök á þessum vanda. Ýmsir Sjálfstæðisflokks- þingmenn lýstu sérstakri and- stöðu sinni við stjórnunarákvæði frumvarpsins og það dagaði uppi á Alþingi. Þess var óskað oft af Stéttar- sambandi bænda að þessi mál yrðu tekin til úrlausnar í forsætis- ráðherratíð Geirs Hallgrímsonar og síðast 2. desember 1977 var ríkisstjórninni sent fullmótað frumvarp um þetta efni, sem samþykkt var á aukafulltrúafundi Stéttarsambands bænda 30. nóv- ember 1977. Það var ekki einu sinni sýnt á Alþingi. Fullyrðing Geirs Hallgrímssonar um þetta efni er því ódrengileg og algjör- lega ósönn. Það stóð aldrei á mér, né stjórn Stéttarsambands bænda, að taka á svokölluðum offram- leiðsluvanda og leita lausnar á honum og er sama hvaða ríkis- stjóm hefur setið í landinu. En fullyrðing Geirs Hallgrímsonar sýnir ef til vill bezt hversu hann er illa að sér um málefni bænda og landbúnaðarins yfirleitt, og hefur gert sér lítið far um að kynna sér þau. 2. Geir Hallgrímsson segir að ég hafi neitað að taka þátt í nefnd til endurskoðunar framleiðslu- ráðslaganna með fulltrúa frá A.S.Í. og tafið störf þeirrar nefnd- ar er fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra skipaði 26. maí 1976 til að endurskoða og gera tillögur til breytinga á framleiðsluráðslögun- um. Það er kapítuli sem vert væri að ræða, sérstaklega bréf Geirs Hall- grímssonar tii aðila vinnumarkað- arins dags. 12. júní 1975, þar sem hann lofar þeim aðstöðu til að breyta framleiðsluráðslöggjöfinni, án þess að hafa rætt það við bændur. En sá kafli verður tekinn til umræðu síðar. Mótsögn er aftur á móti í því að ég hafi neitað að 9tarfa í nefnd- inni og samt tafið störf hennar. Hið rétta er að nefnd þessi hóf störf 24. september sama ár og hún var skipuð. Það stóð aldrei á mér að mæta til fundar frá því nefndin var skipuð, ef ég var ekki bundinn í öðrum störfum, þar komu aðrar ástæður til. Hins vegar komu fram á fyrsta fundi nefndarinnar mótmæli frá full- trúum vinnumarkaðarins gegn efnisatriðum í skipunarbréfi nefndarinnar og þeir létu bóka, að þeir myndu ekki vinna samkvæmt skipunarbréfinu. Þetta mun ég sanna með útskrift úr fundargerð- um síðar, ef véfengt verður. Á þriðja fundi nefndarinnar 8. okt- óber 1976, iögðum við fulltrúar bænda fram í nefndinni tillögur Gunnar Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.