Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 Átakalítið þing B.S.R.B.: Gefur ekki kost á sér til endurkjörs I>INGI Bandalass starf.smanna ríkis og bæja, sem staðið hefur undanfarna daga á Hótel Sögu, lýkur síðdegis í dag. Fjölmörg mál hafa vcrið til umfjöllunar á þinginu, svo sem kjaramál, skattamál, efnahagsmál almennt, orlofsmál og önnur réttindamál B.S.R.B. stofnun verkfallssjóðs, sérstakt bæjamálaráð innan B.S.R.B., uppbygging aðstöðunnar í Munaðarnesi, jafnréttismái og mörg fleiri mál. Frekar rólegt hefur verið yfir þinghaidinu og lítið um stór ágreiningsmál. Ekki er heldur búist við miklum átökum í stjórn- arkjöri í dag, þó nokkur óánægja sé innan raða bandalagsins með forystuna síðustu mánuði. Þegar er Ijóst að Hersir Oddsson fyrsti varaformaður B.S.R.B. mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs, og er líklegt talið að Þórhallur Halldórsson verði kjörinn í hans stað. Þá hefur einnig verið nokkur óánægja með það, að Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri B.S.R.B. er einnig annar varafor- maður, en varla mun sú óánægja þó leiða til þess að hann nái ekki endurkjöri. Þó kann svo að fara að Örlygur Geirsson gefi kost á sér. Sjá miðsfðu Myndun sögu Sáms leyfð í Skaftafelli ÞYZKIR kvikmyndatökumenn hafa sótt um leyfi til að fá að kvikmynda Sögu Sáms Per Olof Sundmans hér á landi og sem kunnugt er af fréttum var óskað leyfis til að kvikmynda m.a. á Þingvöllum og í Skaftafelii. Sigrún Valbergsdóttir aðstoðarmaður framleiðanda myndarinnar tjáði Mbl. að leyfi myndi nú hafa fengist fyrir kvikmyndatökunni í Skaftafelli, sem áður hafði verið synjað af náttúruverndarráði, eftir að fallist var á skilyrði ráðsins, m.a. að takan færi fram utan aðalferðamannatímans, og sagði Sigrún nú beðið staðfestingar ráðsins. Þá hefur Þingvallanefnd til umræðu umsókn um kvik- myndun á Þingvöllum og kvað Sigrún vera bráðlega að vænta niðurstöðu hennar, en taka myndarinnar hefst í fyrsta lagi næsta sumar ef leyfi fást. Ljósm. Mbl. Jóhannes Tómasson Loftorku ætti ekki að verða skotaskuld úr því að bæta úr þessu bágborna ástandi atvinnutækis síns, sem svo var komið fyrir eina dagstund við Grundartanga á dögunum. Siglfirðmg- ur á veiðar eftir helgi TOGARINN Siglfirðingur. sem er í eigu útgerðarfélagsins ísa- foldar í Siglufirði, liggur um þessar mundir í Reykjavíkur- höfn vegna bilunar. Skúli Jónas- son framkvæmdastjóri ísafoldar sagði að rafall skipsins hefði bilað fyrir um það bil þremur vikum en skipið var í fyrstu veiðiferð eftir eigendaskiptin, en það var sem kunnugt er áður í eigu Þórshafnarbúa. Sagði Skúli að rafallinn hefði bilað eftir sólarhrings veiði og skipið hefði síðan verið í Reykja- vík til viðgerðar. Kvað hann líklegt að rafallinn hefði blotnað og komizt í hann selta eftir að skipið hefði legið í Akureyrar- höfn og væri viðgerðin alldýr, en hún væri tryggingarmál. Bjóst Skúli við að togarinn kæmist á veiðar um eða strax eftir næstu helgi. INNLENT 800 milljóna kr. tap á kaupfélögum SÍS VERULEGT rckstrartap varð hjá kaupfélögum innan Sambands íslenskra samvinnufélaga eða á áttunda hundrað milljónir samanlagt á síðasta ári. Hjá Sambandinu varð hins vegar rúmlega 80 milljóna króna tekjuafgangur, að því er fram kom m.a. á aðalfundi Sambandsins sem hófst í gærmorgun að Bifröst í Borgarfirði. Um hundrað fulltrúar frá rúmlega 40 Sambandsfélögum sækja fundinn, auk stjórnar Sambandsins, framkvæmdastjórnar og fjölmargra gesta. Tekjuafgangur á rekstrarreikn- rekstri Sambandsins á árinu 1978 ingi Sambandsins var 83.6 millj- ónir á síðasta ári, samanborið við 24,4 milljónir árið 1977. Er þá búið að taka tii greina afskriftir fasta- fjármuna að upphæð 697 milljónir króna, vaxtagjöld 2.171 milljón króna, opinber gjöld 744 milljónir og endurgreiðslur til frystihúsa og kaupfélaga 106 milljónir króna. I heild varð fjármunamyndun í 1.085 milljónir. Brúttótekjur Sambandsins jukust um 61,8% sem er mun meira en veltuaukningin og eru helstu ástæður þess mun betri afkoma skipadeildar en áður og minnkandi hlutdeild umboðssölu í heildarveltu. Rekstrarkostnaður jókst á hinn bóginn mjög mikið og hækkaði gjaldahlið rekstrarreikn- Þýzka skemmtiferðarskipið EUROPA var statt í Sundahöfn í Reykjavík í gær og virðist sem jafnvel hin stærstu skip Eimskipa- félagsins séu ekki annað en smábátar við hlið þess. Ljósm. Kristján. inga um 62% milli áranna 1977 og 1978. Þar af voru laun og launa- tengd gjöld rúmir fimm milljarðar og höfðu hækkað um 57,9% milli áranna. Verulegt rekstartap varð á kaupfélögunum innan Sambandsins, eða á áttunda hundrað milljónir samanlagt. A árinu 1978 skiluðu þannig 12 félög af 41 hagnaði að upphæð samtals 70 milljónir, en 28 félög voru gerð upp með halla samtals nær 780 milljónir króna. Halli umfram hagnað er því 728 milljónir en var 174 milljónir árið áður. Velta þessara félaga var samtals 95.062 milljónir og skiptist þannig: Sala vöru og þjónustu 58.690 milljón- ir, sala landbúnaðarafurða 26.643 milljónir, sala sjávarafurða 9.739 milljónir. Heildarvelta Sambandsins var 62.872 milljónir króna á árinu og jókst hún um 19.443 milljónir eða 44,8% frá fyrra ári. Fjárfestingar Sambandsins árið 1978 námu 1.174 milljónum. Sjóðir og eigið fé Sambandsins voru í árslok 1978 6,8 milljarðar og hækkuðu um 1,5 milljarð á árinu. Starfsmenn Sambandsins voru 1741 í árslok 1978 en 1831 í árslok 1977, þeim hafði því fækkað um 90. Gert er ráð fyrir að aðalfundin- um ljúki síðdegis í dag. Flugið gengið vonum fram- ar þrátt fyrir röskunina DC-10 ÞOTA Flugleiða er enn í flugbanni svo sem aðrar þotur af þeirri gerð, en bandarísk flugmálayfirvöld hafa enn ekki gefið leyfi til að þær mættu fljúga að nýju. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða sagði í samtali við Mbl., að mikið álag væri nú á því starfsfólki félagsins er ynni í flugdeild og farskrárdeild svo og á flugstöðvunum í Keflavík og erlendis. — Við höfum þurft að breyta áætlunum og taka upp nýjar tímasetningar, t.d. færa flug frá árdegi og yfir á síðdegið, sagði Sveinn og starfsfólkið hér leggur á sig mikla vinnu vegna þessarar röskunar til að allt megi ganga sem greiðlegast, því mjög mörg- um ferðum hefur þurft að hag- ræða og breyta. Stundum hafa t.d. verið farnar tvær ferðir til New York með DC-8 og Boeing 720-vél frá Arnarflugi og flaug t.d. DC-8-vélin beint þaðan til Luxemborgar, en Boeing-vélin lenti á íslandi og tel ég að þrátt fyrir þessa röskun hafi flugið gengið vonum framar. ar er Mbl. spurði hann hvort ákveðið hefði verið að taka söguna á dagskrá útvarps. Indriði sagði að lögbann hefði verið sett á söguna í apríl ’75 og eftir löng og ströng málaferli, sem útvarpið hefði sjálft ráðið lögfræðing til að reka, hefði lögbanninu verið aflétt. — Ég hefði þá haldið að lesturinn myndi hefjast hið fyrsta, sagði Indriði einnig, og fyndist mér það undarlegt ef útvarpsráð tekur einhverja aðra afstöðu en Hæstiréttur og gerir sig þar með að æðri dómara. Undarlegt ef útvarps- ráð tekur aðra af- stöðu en Hæstiréttur — segir Indriði G. Þorsteinsson - Ég hefi ekki fylgst náið Ólafur R. Einarsson formaður mcð málinu en mér hefur heyrzt útvarpsráðs upplýsti Mbl. um að að þrátt fyrir íjögurra ára málið hefði ekki verið rætt í baráttu sé útvarpsráð eitthvað útvarpsráði enn, nema hvað búið á tveimur áttum með að Þjófur í væri að kynna niðurstöður paradís verði a’tur á dagskrá Hæstaréttar, en kvaðst gera ráð eftir að sagan varð laus úr fyrir að sagan yrði lesin, enda lögbanni, sagði Indriði G. væri það eindregin ósk höfund- Þorsteinsson höfundur sögunn- ar. Indriði G. Þorsteinsson Vaxtahækkun á gjaldeyrisreikningum; Rúmar 1.728 milljónir ísl. króna á 4.100 reikningum GJALDEYRISREIKNINGAR landsmanna eru nú rúmlega 4.100 talsins í Landsbanka íslands og Útvegsbanka íslands, þ.e. aðalbönk- um ásamt útibúum þeirra. Samtals nema innstæður þessara reikninga um 1.728 milljónum íslcnzkra króna. Vextir á gjaldeyrisreikningum voru hinn 1. júní sl. hækkaðir og eru nú 7% í stað 5% áður nema á vestur-þýzkum mörkum en þar eru þeir áfram 2%. Hægt er að stofna gjaldeyrisreikning í enskum pundum, bandaríkjadöl- um og dönskum krónum auk v-þýzkra marka. í Útvegsbanka íslands ásamt útibúum hans eru alls kringum 900 reikningar og nema innstæður þeirra samtals um 453 milljónum íslenzkra króna. í Landsbanka Islands og útibúum eru gjaldeyr- isreikningar alls 3.229 og er inn- stæða á þeim samtals um 1..275.720.815 kr. umreiknað í ís- lenzkar krónur. í hverjum gjald- miðli fyrir sig eru upphæðir í Landsbankanum og útibúum hans þessar: Bandaríkjadalir: tæpar 373 milljónir ísl. kr. Ensk pund: 150 ísl. kr. Danskar krónur: 569 m. ísl. kr. og vestur-þýzk mörk rúmar 183 milljónir ísl. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.