Morgunblaðið - 14.06.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.06.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNI 1979 27 veitingaþjónaskóli Islands var stofnsettur 1955 (nefnist nú Hótel- og veitingaskóli íslands), og var Sigurður yfirkennari skól- ans allt til ársins 1973, þar af settur skólastjóri í tvö ár. Af þessari upptalningu má ráða að Sigurður hefur verið aðalfræðari og leiðbeinandi geysimargra framreiðslumanna og allir minn- ast þeir hans með hug þakklætis, virðingar og hlýju. Eins höfuðþáttar í lífi Sigurðar er enn ógetið, en það eru ritstörf. Á árunum 1929 til 1949 komu frá hans hendi sjö bækur, og eru það skáldsögur, Ijóð og smásögur. Ég vil að endingu flytja frá Félagi framreiðslumanna sam- úðarkveðju til eftirlifandi konu Sigurðar, Mikkelínu Maríu Sveinsdóttur, barna þeirra og annarra vandamanna. Sveinbjörn Þorkelsson, formaður. bar einkenni ættar sinnar með miklum glæsibrag. Frá henni staf- aði hlýju og gleði og barngóð var hún með afbrigðum. Ég kynntist Kristínu fyrir 21 ári er ég kvæntist bróðurdóttur hennar Jóhönnu Gunnbjörnsdótt- ur. Jóhanna dvaldist raunar tvo vetur þá sex-sjö ára gömul hjá þeim mæðgum þegar þær áttu heima á Akureyri að Brekkugötu 30. Minntist hún oft þeirrar miklu hlýju og ástúðar, sem hún naut hjá þeim Kristínu og Arnþrúði, ömmu sinni. Þá tvo áratugi, sem kynni okkar Kristínar stóðu, sá ég hana aldrei bregða skapi. Mikil tengsl voru þó milli heimilanna að Nökkvavogi 6 og Nökkvavogi 41, enctjá skyldleiki og vinátta mikil. „Stína frænka“ var raunar stórt og mikið hugtak á heimili mínu öll þessi ár, hugtak, sem tengt var gleði, hátíð og ástúð. Börnunum á Nökkvavogi 41 fannst ekkert skemmtilegra en fara í heimsókn til Stínu frænku. Hjá henni urðu fáeinir kubbar að ótrúlegustu ævintýrahöllum, ekkert var hvers- dagslegt, soðin ýsa og skyrhrær- ingur urðu að ógleymanlegum krásum en hápunktur heimsókn- anna var þó að sjálfsögðu þegar Stína frænka sagði eða las sögu. Þá var nú heldur betur hlustað ekki síður en hálfri öld áður þegar hún sagði og lék Loðinbarða sögu fyrir bræður sína. I mörg ár var það föst venja að heimilisfólkið á Nökkvavogi 41 heimsótti þau Kristínu á nýársdag. Var þá ýmis- legt til skemmtunar og sýndu þeir bræður oftast myndir úr byggð eða óbyggð en þeir eru miklir ferðamenn og snillingar við myndatöku. Þó er mér ekki síður minnisstætt hver sægur jóla- kveðja barst jafnan til þeirra Kristínar, hvaðanæva að úr heiminum, jafnt frá skyldmennum sem fornum vinnufélögum úr Sjöfn svo eitthvað sé nefnt. Kristín var hvers manns hugljúfi og þeir er henni kynntust héldu tryggð við hana árum saman fyrir sakir mannkosta hennar. Kristín er því kvödd með miklum söknuðu fjölda fólks en einkum er mér þó þakklæti efst í huga á þessari stund, þakklæti til forsjónarinnar fyrir að hafa þekkt jafn ágæta konu og Kristín Egilsdóttir var. Eftirlifandi bræðrum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Mikið skarð er nú fyrir skildi á heimili Sigurjóns og Jóhannesar. Til þeirra leitar hugurinn á þess- ari kveðjustund. Jakob Jakobsson. ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargrcinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig vcrð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt mcð grcinar aðra daga. Greinar mega ekki vcra í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vcra vclritaðar og með góðu línubili. Staður hagstæðra stóríiuikaupa AUGÚSINfAVTOfANMfH Kjöt, mjólk, brauð, pakkavörur og niðursuðuvörur. Pappírsvörur, kerti-leikföng og gjafavörur. 3TEKKJARBAKKI BANKASTRÆTI 7. SIMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SÍM115005

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.