Morgunblaðið - 14.06.1979, Side 4

Morgunblaðið - 14.06.1979, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979 Bílaleiga Á.G. Tangarhöföa 8—12 Ár- túnshöföa. Símar 85504 og 85544. Höfum Subaru, Mözdu og Lada Sport. Gott útsýni meö BOSCH þurrkublööum Hvert þurrkublaö fer henni og skert útsýni aem samsvarar yflr ætti aft skipta um 100 kilómetra á rúöunni þurrkublöö minnst á ári, og til aö koma einu sinni á ári. i veg fyrir skemmdir á BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 voss ELDAVÉLAR - OFNAR - HELLUR ELÖHÚSVIFTUR Eldavélar: 4 hraðhellur, klukka, hita- skúffa, stór sjálfhreinsandi ofn með Ijósi og fullkomnum grillbúnaði. Hvítar, gulbrúnar, grænar, brúnar. Innbyggingarofnar: Sjálfhreinsandi með Ijósi, fullkomnum grillbúnaði og viftu, sem m.a. hindrar ofhitun inn- réttingarinnar. Helluborð: Ryðfrítt stál, 2 eða 4 hellur, alls 3 gerðir, auk skurðar- brettis og pottaplötu, sem raða má saman að vild. Eldhúsviftur: Útblástur eð hrlngrás, geysileg soggeta, stiglaus hraðastill- ing, Ijós, varanleg fitusía. 4 lltir. Afbragðs dönsk framleiðsla: Vfir- gnæfandl markaðshlutur í Danmörku og staðfest vörulýsing (varefakta) gefa vísbendingu um gæðin. ^onix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Steinunn Jóhannesdóttir Saga Jónsdóttir Útvarp kl. 20.10: „Gæfusmiðir” í kvöld verður flutt í útvarpi leikritið „Gæfu- smiðir“ eftir Ásu Sól- veigu. Leikstjóri er Gísli Halldórsson, en með hlut- verkin fara Steinunn Jóhannesdóttir og Saga Jónsdóttir en flutningur leikritsins tekur tæpa klukkustund. Tvær fráskildur konur, „sú ljósa“ og „sú dökka", hafa íbúð í sameiningu. Hvorug þeirra hefur farið vel út úr skilnaðinum, en þær ákveða að bjarga sér sem best þær geta. Um leið og þær brjóta fortíð og nútíð til mergjar, verður þeim ljóst að skilnaður kostar endur- mat, bæði hvað þær sjálf- ar snertir og aðra. Ása Sólveig er af kyn- slóð hinna yngri rithöf- unda, fædd 1945. Hún hefur þegar skrifað nokk- ur leikrit fyrir útvarp og sjónvarp og á síðasta ári kom út eftir hana skáld- sagan ,,Leyndarmál Stefaníu". Aður hefur út- varpið flutt tvö leikrit eftir Ásu Sólveigu, „Gunnu“ árið 1973 og „Ef ekki í vöku, þá í draumi", árið 1975. Útvarp kl. 22.50: Áfangar í undanförnum þáttum hefur veriö fjallað um tónlistarstefnu sem kölluð hefur verið „nýbylgju- tónlist" en sú nafngift orkar tví- mælis að áliti stjórnenda þáttar- ins. Kynntar hafa verið lítt þekkt- ar hljómsveitir og um þær fjallað án þess að þær séu dregnar í dilka sem dæmi um einhverjar sérstaka nýbylgju eða þh. í þessum þætti verður fjallað um ýmsa listamenn sem fram hafa komið í Bretlandi á síðustu árum og reynt að gera þeim einhver skil. Þar koma fram m.a. Tom Robinson band, Graham Parker og hljóm- sveitin Rumour, en sú hljómsveit hefur leikið á plötum með honum, auk þess sem hún hefur gefið út eigin plötur. Ýmsir þeir tónlistar- menn sem álits njóta í tónlistar- heiminum í dag m.a. meðlimir hljómsveitarinnar Rumour eiga rætur sínar að rekja til hljóm- sveitarinnar Brinsiey Schwarz sem starfaði í upphafi þessa áratugar. Þess má geta að í þeirri hljómsveit var Nick Lowe sem af mörgum er talinn einn að mestu áhrifavöldum svokallaðrar nýbylgjutónlistar sem vinsælda nýtur um þessar mundir, m.a. hefur hann stjórnað upptökum hjá Elvis Costello auk þess sem Elvis þessi hefur leikið inn á plötur ýmis laga hans. Þessi þáttur verður sá síðasti að sinni sem hefur þessi nýbylgjumál til umfjöllunar, en í næstu þáttum munu stjórnendurnir, þeir Ás- mundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson, róa á önnur mið í efnisleit, Útvarpkl. 11.00: „Útflutningsrádgjafi til leigu” Þátturinn Iðnaðarmál er á dagskrá útvarpsins kl. 11 í dag en í honum verður fjallað um tvö mál en þau teljast til nýjunga á sviði íslensks iðnaðar. í fyrsta lagi verður fjallað um byggingariðnaðinn í Reykjavík og nýmæli í því sambandi. Um þessar mundir eru að hefjast í Seljahverfi í Breiðholti bygging- arframkvæmdir og það, sem er nýstárlegt við þær, er að lóða- hafarnir hafa haft hönd í bagga með skipulagi hverfisins, m.a. hönnun húsa, skipulagi gatna og þess háttar en slíkt fyrirkomu- lag hefur ekki þekkst í Reykja- vík fyrr. í þessu sambandi verð- ur rætt við Birgi R. Gunnarsson, einn þeirra lóðahafa sem hönd hefur haft í bagga með uppbygg- ingu hverfisins. í öðru lagi verður fjallað um nýjung í starfsemi Útflutn- ingsmiðstöðvar iðnaðarins. Rætt verður um það sem kallast „út- flutningsráðgjafi til leigu“, sem er í því fólgið, að Útflutnings- miðstöðin gefur minni iðnfyrir- tækjum kost á að koma sér saman um útflutningsráðgjafa sem gefur ráð um markaðsöflun erlendis. Er í þessu mikil hag- ræðing fyrir hin minni fyrirtæki auk þess sem þetta fyrirkomulag hefur sparnað í för með sér. Er þetta algerlega ný leið sem þarna opnast fyrir hin minni fyrirtæki og mælist hún vel fyrir að sögn þeirra sem hlut eiga að máli. Um þetta atriði verður rætt við Gunnar Kjartansson, starfsmann Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins. Útvarp Reykjavík FIMMTUDAGUR 14. júní MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar 7.10 Leikfimi. 7.20 bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Ármann Kr. Einarsson held- ur áfram að lesa ævintýri sitt „Ilöllin bak við hamranau (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Iðnaðarmál. _ Umsjónar- menn: Sigmar Ármannsson og Sveinn Hannesson. Rætt við Birgi R. Gunnarsson húsasmíðameistara og Gunn- ar Kjartansson starfsmann útflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins. 11.15 Morguntónleikar: Eberh- ard Wáchter, Craziella Sciutti og Giuseppe Taddei syngja aríur úr „Don Giov- anni“ eftir Mozart/ Trieste- tríóið leikur Tríó í B-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló op. 99 eftir Franz Schubert. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SIÐDEGIÐ____________________ 14.30 Miðdegissagan: „Kapp- hlaupið“ eftir K&re Holt, Sigurður Gunnarsson les þýðingu sína (8). 15.00 Miðdegistónleikar: Roger Boutry og Kammersveitin í Saar Ieika Konsertþátt í G- dúr fyrir píanó og hljómsveit op. 92 eftir Robert Schu- mann; Karl Ristenpart stj. / Ríkishljómsveitin í Dresden Ieikur Sinfónfu í d-moll eftir César Franck; Kurt Sanderl- ing stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar 17.20 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. ■HliiliiUJBI FÖSTUDAGUR 15. júní 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Prúðu leikararnir Gestur í þessum þætti er leikkonan Marisa Berenson. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Græddur var geymdur eyrir í landinu er f gildi verð- stöðvun. í þriðja þætti Sjónvarpsins um yerðlagsmál verður • fjallað um gildi verðstöðv- unar og framkvæmd henn- ar. Meðal annarra verður rætt við Svavar Gestsson viðskiptaráðherra og Þráin Eggertsson hagfræðing. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 21.20 Rannsóknardómarinn Franskur sakamálamynda- flokkur. Fjórði þáttur. Eldsvoði Þýðandi Ragna Raghars. 22.55 Dagskrárlok 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ """ 19.35 Daglegt mál, Árni Böðv- arsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Leikrit: „Gæfusmiðir“ eftir Ásu Sólveigu. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Persónur og leikendur: Sú ljósa / Steinunn Jóhannesdóttir Sú dökka / Saga Jónsdóttir 21.15 Gestur í útvarpssal: Elfr- un Gabriel frá Leipzig leikur píanóverk eftir . Mozart, Sjostakovitsj, Geissler og Debussy. 21.45 Á ferð með Jóni Jónssyni jarðfræðingi. Tómas Ein- arsson og Jón leggja leið sfna um nágrenni Hafnar- fjarðar. 22.15 Einsöngur: Edith Mathis syngur lög eftir Mozart; Bernhard Klee leikur á pí- anó. ' 22.30 Veðurfregnir, Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Áfangar. Umsjónar- menn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.