Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979 Evrópubikarkep|in- in í frjálsum íþrótt- um um næstu helgi • Vilmundur Vilhjálmsson spretthlauparinn sterki úr KR. mun hafa nóg að gera í keppn- inni. Ilann tekur þátt í fimm greinum. 100, 200, og 400 metra hlaupum og er í báðum boð- hlaupssveitunum 4x100 og 4x400 m. Um næstu helgi tekur íslenska landsliðið f frjálsum íþróttum þátt í Evrópubikarkeppni í frjálsum fþróttum karla og fer keppnin fram f Luxemborg. í riðli með íslendingum eru Portú- galir, írar, Danir og svo heima- menn. Þrjár efstu þjóðirnar í riðlinum komast áfram f undan- keppnina. Möguleikar íslendinga verða að teljast allgóðir að þessu sinni, en bar aftan mun standa á milli íra, íslendinga og Dana um að komast áfram. Islenska lands- liðið hefur verið valið og skipa það eftirtaldir: Vilmundur Vilhjálmsson KR 100, 200, 400 m hlaup og bæði 4x100 — 4x400 m boðhlaup. Jón Diðriksson 800 og 1500 metra hlaup, óvíst mun þó vera hvort Jón getur keppt vegna meiðsla sem hann hlaut fyrir skömmu. Tognaði Jón og jafn- framt er hann slæmur í hásinum og er hann nú í rannsókn og meðhöndlun hjá læknum. Væri það mjög bagalegt ef hann gæti ekki verið með þar sem hann er í góðri æfingu um þessar mundir og hljóp til dæmis 1500 m á 3,45,9 á móti fyrir viku síðan. En einmitt eftir það hlaup tóku meiðslin sig upp. Sigurður P. Sigmundsson FH keppir í 5000 m hlaupi. Elías Sveinsson keppir í 110 m grindahlaupi og stangarstökki. Aðalsteinn Bernharðsson í 400 m grind og 4x400 m boðhlaupi. Ágúst Ásgeirsson í 3000 m hindrunar- hlaupi, og forfallist Jón mun Ágúst einnig keppa í 1500 m. Guðmundur R. Guðmundsson FH keppir í hástökki, Friðrik Þór Óskarsson keppir í langstökki og þrístökki. Hreinn Halldórsson keppir í kúluvarpi, Óskar Jakobsson 4 spjótkasti og kringlukasti. Erlend- ur Valdimarsson í sleggjukasti. Þá munu þeir Sigurður Sigurðsson Á og Oddur Sigurðsson KA keppa í 4x100 og 4x400 m boðhlaupum. Fararstjórar verða Finnbjörn Þorvaldsson og Sveinn Sig- mundsson. Guðmundur Þórarins- son þjálfari. Evrópubikarkeppnin er stærsta verkefni íslenska frjálsíþrótta- fólksins á sumrin og hefur það búið sig af kostgæfni undir keppn- ina. All margir hafa dvalið við æfingar erlendis og koma beint til Luxemborgar víðsvegar að. Ágúst Ásgeirsson hefur dvalið undan- farnar vikur við æfingar í Eng- landi, einnig Sigurður P. Sig- mundsson. Jón Diðriksson dvelst í Vestur-Þýskalandi. Vilmundur Vilhjálmsson hefur æft og keppt í Englandi. Og þeir Óskar Jakobss- on og Hreinn Halldórsson hafa verið við æfingar í Bandaríkjun- um. Það verður fróðlegt að fylgjast með árangri frjálsíþróttamanna á mótinu. - þr. Nýr Pele kominn í sviðsljósið LENGST af hafa menn talið að það kæmi aldrei annar Pele. Það er nokkuð rökrétt ályktun, en hinsvegar gætu hæglega komið fram svipaðir snillingar. Þótt þeir séu ekki á hverju strái, eru flestir sem séð hafa Diego Marad- onna, sannfærðir um að arftak- inn sé loks kominn fram á sjónarsviðið. Það tekur enginn aumingi stöðu Marió Kempes í landsliði Argentinu, en þegar Argentínumenn Iögðu upp í Evr- ópuferð sína fyrir skömmu og sem nýlokið er, var ljóst, að Kempes gæti ekki leikið með liðinu. Hinn 18 ára gamli Diego Maradonna fékk þá tækifæri til að koma ár sinni fyrir borð með argentinska liðinu. Hann greip strax augað og hápunkturinn kom þegar hann skoraði glæsilegt mark gegn Skot- um og lagði upp annað, er skoska liðið var tekið í kennslustund í knattspyrnu. Það er dálítið sem er ótrúlega líkt með því hvernig ferill Marad- onna hófst og ferill Pele. Þegar Pele lék sinn fyrsta leik með aðalliði Santos, tæplega 16 ára gamall árið 1956, skoraði hann mark með því að smeygja knettin- um á milli fóta markvarðarins, Zaluar. „Reyndu að hitta markið litli auminginn þinn,“ kallaði Zal- uar á Pele litla fullur niðurlæging- ar. En það var Zaluar sem var niðurlægður. Eftir leik þennan, sem Santos vann 7—1, hætti Zaluar, svo rosalega skammaðist hann sín. Maradonna lék sinn fyrsta leik með aðalliði Argentín- os Jouniors gegn Talleres í fyrra. Pyrsta skiptið sem hinn smávaxni, en þéttbyggði Maradonna fékk knöttinn, lék hann snilldarlega á núverandi landsliðsmann með því að renna knettinum í gegn um klofið á honum. Faðir Maradonna var sjálfur knattspyrnumaður, en ekki fræg- ur, né með frægu liði. Hann hvatti strákinn til þess að æfa af kappi, hefur sennilega séð hvað í honum bjó. Vettvangur knattspyrnuiðk- ana Diego var hins vegar að mestu bundinn við þröngar götur og stræti. Það var ekki fyrr en hann komst undir hendur Vittorio Spin- etto, snjalls ítalsks þjálfara, sem lagði grunninn að réttri þjálfun fyrir strákinn. Cesar Menotti, þjálfari argent- ínska landsliðsins valdi hann í stóra hópinn fyrir HM síðastliðið • Maradonna á fullri ferð með boltann. Hann hefur vakið feikna athygli að undanförnu f leikjum sínum. sumar, en valdi hann ekki í lokahópinn. „Hann er enn þá of ungur, en hann verður örugglega fyrirliði liðsins á næsta HM á Spáni 1982,“ sagði Menotti. Nú er Maradonna 18 ára gamall og tilbúinn í slaginn. Nú þegar hann er í sviðsljósinu kemur upp vanda- málið um framtíðarbústað. Þegar hefur spænska stórliðið Barcelona boðið ógrynni fjár fyrir kappann. Félag hans Argentínos Jouniors sagði nei takk og sjálfur vill Diego Maradonna leika í Argentínu a.m.k. þar til að HM á Spáni 1982 er yfirstaðið. Það eru góð tíðindi fyrir þann aragrúa knattspyrnu- áhugamanna í Argéntínu, að þurfa ekki að sjá á eftir sínum snjallasta leikmanni til annarra landa (eins og t.d. íslendingar verða að sætta sig við). • í kastgreinunum eiga íslendingar mesta möguleika á fyrsta sæti. í þeim greinum keppa sterku mennirnir. Hreinn í kúluvarpi, Erlendur í sleggjukasti, og Oskar Jakobsson f kringlukasti og spjótkasti. Magnús og Eyjólfur ganga yfir í FH MAGNÚS Teitsson og Eyjólfur Bragason, handknattleiksmenn úr Stjörnunni, munu leika með FH næsta kepppnistímabil. Ilafa þeir félagar tilkynnt félagaskipti og á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. Verður það mikill styrkur fyrir FH að fá þá í sínar raðir þar sem meistaraflokkur félagsins stendur nú á tímamótum og nýtt lið verður byggt upp í kringum unga og efnilega leikmenn. Meistaraflokkur FH mun hefja æfingar á föstudagskvöld og ætlunin er að æfa af krafti í sumar, þar sem farið verður í keppnisferð til Vestur-Þýskalands 18. ágúst. Þá ætla FH-ingar sér stóra hluti í útimótinu sem fram fer í Ilafnarfirði í júlílok og verður tengt 50 ára afmæli félagsins. — þr. • % •' • ' •' V V 4& V iP V.#' Geir þjálfar FH GEIR Ilallsteinsson mun þjálfa meistaraflokk FH næsta keppnistíma- bil og jafnframt leika með liðinu, samkvæmt áreiðanlegum upplýsing- um sem Mbl. hefur aflað sér. Geir mun frekar hafa kosið að taka við FH-Iiðinu en að halda til Ítalíu þar sem hann hefði fengið tilboð um að þjálfa 1. deildarlið. Samningar við ítalina tókust ekki á þeim grundyelli sem Geir hafði óskað og því hætti hann við. Nú hafa fjögur 1. deildarlið ráðið þjálfara. Hilmar Björnsson verður áfram með Val, Bodan með Víking og Karl Benediktsson með Fram. Fjögur lið, ÍR, KR, IIK og Ilaukar, eru enn óráðin og eru að leita eftir mönnum. Ileyrst hefur að Haukar séu að ræða við Viðar Símonarson sem þjálfaði Stjörnuna á síðasta ári. , • » *♦ *♦ •' *' V.#' \ \ jp V.#' V FH-konur í KVÖLD kl. 20.00 vcrður stofnað í veitingahúsinu Gafl-inum í Hafnarfirði félag kvenna, þeirra sem áhugasamar eru um framgang félagsmála hjá FH. Eru sem flestar hvattar til að mæta. Undirbún- ingsnefndin. Einkunnagjöfln Valur: Guðmundur Ásgeirsson 2, Grímur Sæmundsen 3, Vilhjálmur Kjartansson 1, Hörður Hilmarsson 1, Dýri Guömundsson 2, Sævar Jónsson 2, Ingi Björn Albertsson 1, Atli Eövaldsson 3, Jón Einarsson' 1, Guðmundur Þorbjörnsson 2, Albert Guðmundsson 1, Ólafur Danivalsson (vm) 1, Hálfdán Örlygsson (vm) 2. ÍBV: Ársæll Sveinsson 3, Snorri Rútsson 2, Viðar Elíasson 1, Þórður Hallgrímsson 2, Friðfinnur Finnbpgason 2, Sveinn Sveinsson 2, Örn Óskarsson 2, Óskar Valtýsson 3, Ómar Jóhannsson 2, Tómas Pálsson 4, Gústaf Baldvinsson 2, Einar Ingólfsson (vm) 1, Valþór Sigþórsson (vm) 1. Dómari: Þorvarður Björnsson 2. Haukar: Gunnlaugur Gunnlaugsson 2, Daníel Gunnarsson 2, Úlfar Brynjarsson 2, Ólafur Jóhannesson 3, Ólafur Svelnsson 2, Guðmundur Sigmarsson 3, Lárus Jónsson 2, Valur Helgason 1, Gunnar Andrésson 2, Sigurður Aðalsteinsson 3, Ólafur Torfason 1, Hermann Þórisson (VM) 2, Steingrímur Hálfdánarson (VM) 3. ÍA: Jón Þorbjörnsson 2, Guöjón þóröarson 1, Jóhannes Guðjónsson 2, Siguröur Lárusson 2, Jón Gunnlaugsson 2, Kristján Olgeirsson 3, Sveinbjörn Hákonarson 2, Jón Alfreðsson 1, Árni Sveinsson 2, Matthías Hallgrímsson 1, Sigþór Ómarsson 3, Andrés Ólafsson (VM) 2, Guöbjörn Tryggvason (VM) 1. Dómari: Rafn Hjaltalín 3. V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.