Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 36
REGN Ljósm. Kristinn. Greenpeace: Áfram rætt við undirmennina Enginn frnidur boðaður með yfirmönnum ENGINN sáttafundur hafði í gær verið boðaður með yfirmönnum á farskipum og viðsemjendum þeirra. Hins vegar var í gær alllangur fundur með undirmönnum á farskipum og á þeim fundi höfnuðu undirmenn þeim drögum að kerfisbreytingu kjarasamnings farmanna, sem útgerðirnar höfðu lagt fyrir. Nýr sáttafundur með undirmönnum hefur verið boðaður í dag klukkan 14 og munu undirmenn þá hefja samningsgerð á grundvelli hins gamla launakerfis. „Væntum við þess að við- semjendur okkar geri okkur þá kauptilboð,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. „Þeir eru bjartsýnir, undir- menn, ef þeir búast viö kauptil- boði frá okkur á morgun," sagði Jón Magnússon starfsmannastjóri Eimskipafélags íslands, sem er talsmaður skipútgerðanna. Hann kvað menn hafa lokið yfirferð yfir kröfur undirmanna og sömuleiðis yfir þær kröfur sem skipafélögin hefðu lagt fram um kerfisbreyt- ingu. Þeirri kerfisbreytingu höfn- uðu sjómenn. Eins og áður hefur komið fram hafa yfirmenn og útgerðirnar nú náð samkomulagi um kerfisbreyt- ingu, þ.e. ramma að samkomulagi, en eftir er að fylla hann út með kauptölum. í gær virtist svo sem báðir samningsaðilar ætluðust til að sáttanefnd eða sáttasemjari ríkisins legðu fram einhverjar hugmyndir um kauptölur, en þeg- ar Morgunblaðið ræddi við Torfa Hjartarson í gær, vlrtist engan veginn ljóst að af slíku yrði nú. Torfi vildi ekki tjá sig um, hvenær boðað yrði til nýs fundar með yfirmönnum, það yrði til athugun- ar í dag. Þrettán árekstrar ÞRETTÁN árekstrar urðu í um- ferðinni í Reykjavík í gær, en enginn þeirra stórvægilegur og ekki slys á fólki. Níu árekstrar höfðu orðið um kl. 19 og fjórir til viðbótar til kl. 23. Kaskó- trygging hækkar um 54,6% RÍKISSTJÓRNIN hefur heimilað tryggingafélögunum að hækka iðgjald húítrygginga (kaskó) um 54,6% og jafnframt var þeim heimilað að hækka sjálfsábyrgð um sömu prósentutölu. Trygginga- tfmabil kaskótrygginga hófst 1. maí s.l. Trvggingafélögin höfðu óskað eftir rúmlega 70% hækkun á kaskótryggingunni en hins vegar höfðu þau óskað eftir minni hækkun á sjálfsábyrgð en heimiluð var. Tryggingaeftirlitið lagði til að heimilt yrði að hækka iðgjöldin um 62,7%. Jón Ingimarsson skrifstofu- stjóri í tryggingaráðuneytinu sagði í gær að iðgjöld bifreiða- trygginga hækkuðu bara einu sinni á ári og því væri um háar prósentutölur að ræða. Á hitt bæri einnig aö líta að á þessu eina ári hefði verðmæti bifreið- anna sem tryggðar væru aukist samsvarandi í flestum tilfellum. Kaskótryggingin er frjáls trygging en ábyrgðartrygging bifreiða, þ.e. skyldutryggingin hækkaði fyrr í vor um rúmlega 44%. Iðgjaldatímabil ábyrgðar- trygginga hófst 1. marz. Trufluðu veiðar Hvals 8 í gœrkvöldi VSÍ frestaði verk- banni um eina viku SKIPSTJÓRINN á Hval 8 haíði um kl. 23.30 f gærkvöldi samband við Þröst Sigtryggsson skipherra hjá Landhelgisgæzlunni gegnum talstöð og óskaði þess að Land- helgisgæzlan stuggaði við skips- mönnum á Rainbow Warrior, skipi Green peace hreyfingarinn- ar, sem hefðu truflað þá við veiðarnar allt gærkvöld. Þórður Eyþórsson skipstjóri sagði að hann sem íslenzkur þegn ætti rétt á því að landhelgisgæzlan sæi til þess að hann fengi að stunda atvinnu sína í landhelgi óáreittur. Rainbow Warrior mun hafa setið fyrir Hval 8 síðdegis í gær við mynni Hvalfjarðar er hann var á leið á miðin eftir að hafa komið með hvai til hafnar. Hvalur 8 stakk skipið af, en Green peace menn nvonu hafa elt hvalbátinn á hrað- báti sínum. Missti hvalur 8 þannig af einum hval þar sem hraðbátur- inn fældi hvali frá og var öðru hverju í skotlínu hvalbátsins, og kvað skipstjórinn því stórhættu- legt að gera tilraun til að stunda veiðarnar undir þeim kringum- stæðum. Landhelgisgæzlan mun taka mál þetta upp nú í dag og hefur beðið skipstjóra Hvals 8 staðfestingar á atburði þessum með skeyti. SAMBANDSSTJÓRN Vinnuveitendasambands íslands ákvað á fundi sfnum í gærmorgun að hafna beiðni ríkisstjórnarinnar um að sambandið aflýsti boðuðum verkbannsaðgerðum, en hins vegar ákvað stjórnin að fresta því um eina viku að til aðgerðanna kæmi. Kemur boðað verkbann nú til framkvæmda frá og með 25. júní næstkomandi, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Fulltrúar VSÍ tilkynntu forsætisráðherra þetta síðdegis í gær og lýsti þá Ólaíur Jóhannesson ánægju sinni með þessa ákvörðun sambandsstjórnar VSÍ: Eitt félag, Grafíska sveinafélag- ið, hafði boðið til verkfalls sem svar við verkbannsaðgerðum VSI og átti það að koma til fram- kvæmda á sama tíma og verk- bannið. í gær hafði ekki verið tekin ákvörðun um frestun verk- falls Grafi'ska sveinafélagsins, en ráðgerður var stjórnarfundur í dag og samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, voru líkur á því að stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins tæki ákvörðun um frestun boðaðs verkfalls um eina viku. í bréfi, sem fulltrúar VSÍ af- hentu forsætisráðherra síðdegis í gær, segir að sambandsstjórnin geti ekki fallizt á þá beiðni ríkisstjórnarinnar að aflýsa verk- skyni að frestur verði nýttur af viðsemjendum, sáttanefnd og ríkisstjórn til þess að leysa á þeim tíma þá alvarlegu kjaradeilu á farskipum, sem staðið hefur í fullar 7 vikur, og til þess að greiða úr þeim hnút, sem öll atvinnu- starfsemi í Iandinu er að komast í vegna verkfalls yfirmanna á far- skipum, féllst sambandsstjórnin á, fyrir tilmæli ríkisstjórnarinnar, að fresta samúðarverkbanninu til 25. júní n.k. Sambandsstjórn Vinnuveitendasambands íslands á fundi sínum í gær, þar sem tekin var ákvörðun um frestun verkbanns sambandsins um eina viku. Verkbannið tekur gildi frá 25. júní. Ljósm.: Kristján. banninu, sem hefjast átti 18. júní, enda hefði „engin sú breyting orðið á yfirstandandi kjaradeilum, að telja megi forsendur fyrir ákvörðun um samúðarverkbann brostnar." Síðan segir, að ráðherrarnir, Ólafur Jóhannesson, Svavar Gestsson og Benedikt Gröndal hafi sagt á fundi með samningaráði VSÍ, að yrði ekki um aflýsingu verkfalls að ræða, fælist í beiðninni ósk um frestun samúðarverkbanns. „I trausti þess að ósk þessi sé fram borin í því Þyrstir þjófar UM SÍÐUSTU helgi var brotizt inn í geymslu Nestis á Tungu- hálsi. Svo virðist sem þjófarnir hafi verið mjög þyrstir því þeir höfðu á brott með sér 84 lítersflöskur af Kóka Kóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.