Morgunblaðið - 14.06.1979, Side 18

Morgunblaðið - 14.06.1979, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979 Útgefandí Framkvæmdastjóri Rítstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsíngastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Árvakur, Reykjavík. Haratdur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakiö. Eldhúsrabb og ráðherradómur Þegar slappaö er af yfir kaffibolla frammi í eldhúsi, er skeggrætt um daginn og veginn og ýmsu slegið fram í gamni og alvöru. Menn láta skoðanir sínar óspart í ljósi og þakka húsfreyju fyrir sig, þegar upp er staðið. Svo er þráðurinn tekinn upp að nýju næsta dag. Forsætisráðherra samdi efnahagsfrumvarp sitt að vísu á eldhúsborðinu heima hjá sér. Allt um það hefur fram að þessu verið litið svo á, að það væri ekkert eldhúsrabb, þegar ráðherra gæfi yfirlýsingar í blöðum, heldur fylgdi því rammasta alvara. Það væri stefna ríkisstjórnar, sem verið væri að lýsa. En nú er svo komið, að farið er að líta á ríkisstjórnarfundi sem snakk yfir kaffibolla. Svavar Gestsson sagði t.a.m. í blaðaviðtali 28. maí: „bráðabirgðalög um vísitöluþak hljóta að koma næstu sólarhringa, þótt ekki verði það í dag“. Síðan eru liðnir 15 dagar. Og 7. júní var forsætisráðherra spurður, hvort ekki væri von á bráðabirgðalögum bráðlega. Hann svaraði stutt og laggott með þveru nei-i. í þann mund sem farmannaverkfallið skall á sagði Magnús H. Magnússon: „Mér persónulega finnst ekki hægt að ríkisstjórnin standi aðgerðarlaus og horfi upp á þetta ófremdarástand, sem er að skapast með farmannaverkfall- inu. Þetta ástand verður ekki hægt að þola, einkum ef lengi stendur." Sex vikum síðar, þegar forsætisráðherra var nýkominn að vestan og orðinn heiðursdoktor, var hann spurður eftir ríkisstjórnarfund, hvort Alþýðubandalagið hefði breytt afstöðu sinni til bráðabirgðalaga. „Það var ekki á dagskrá ríkisstjórnarfundarins í morgun," sagði forsætis- ráðherra. „Þar voru bara tekin fyrir afgreiðslumál.“ Nú er að vísu erfitt að trúa því, að ríkisstjórnarfundur sé svo haldinn, að farmannaverkfallið sé ekki á dagskrá, eða það öngþveiti, sem efnahags- og atvinnumálin eru komin í. En vitnisburður forsætisráðherra verður að gilda í þeim efnum. Hann hlýtur að ráða því, hvað ráðherrarnir snakka yfir kaffibollanum uppi í ráðuneyti, þegar þeir þykjast vera að halda ríkisstjórnarfund. r Lagsbræðurnir Olaf- ur og Steingrímur Olafur Jóhannesson var ekki fyrr farinn 'vestur en Steingrími Hermannssyni óx svo ásmegin að hann kallaði framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins saman til þess að marka stefnu. Þar var ,því m.a. slegiö föstu, að flokkurinn væri reiðubúinn til að standa að víðtækum bráðabirgðalögum, sem gripu inn á launa- og kjaramálin. A almennum fundi sl. mánudag hnykkti Steingrímur enn á þessu, þegar hann sagði, að það væri skylda stjórnvalda að grípa inn í, ef í óefni stefndi — og svo væri nú. Það væri skoðun framsóknarmanna, að ríkisstjórnin hefði þegar beðið of lengi. En forsætisráðherra lætur sér fátt um finnast, þótt Steingrímur ólmist. Nei og aftur nei segir hann við bráðabirgðalögum. Það sé stefna ríkisstjórnar hans að aðilar farmannadeilunnar eigi að leysa hana með samningum, enda sé ótímabært að grípa inn í með aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Af þessu má ljóst vera, að deilurnar innan ríkisstjórnar- innar eru komnar á nýtt stig. Forsætisráðherrann er einangraður í sínum flokki en þráast við að sitja. En formaðurinn, Steingrímur Hermannsson, hamast á honum, — en ekki gengur rófan, eins og þar stendur. „Samningsrétt- urinn á að vera í höndum félaganna44 „KJARAMÁLIN eru aöalmál þessa þings;“ sagði Ágúst Geirs- son, formaður Félags íslenskra símamanna. Einnig taldi hann að nefna yrði í því sambandi nokkrar breytingar á skipulagi BSRB varð- andi bæjarstarfsmenn. „En það eru skattamálin og sú áhersla sem bandalagið hefur ávallt lagt á að allir borguðu skatta í samræmi við raunveru- legar tekjur og að komið verði í veg fyrir skattsvik sem einkum eru ofarlega í hugum manna hér,“ sagði Ágúst. „Að mati okkar símamanna er mjög þýðingarmik- ið að fá fram hvaða kröfur sam- bandið setur í samningsréttarmál- um, en við höfum verið eindregið á þeirri skoðun að samningsréttur- inn eigi allur að vera í hendi einstakra félaga á sama hátt og er hjá ASÍ. Það er ekki ennþá komið í ljós hvaða undirtektir þessi sjónarmið fá hér á þinginu," sagði Ágúst ennfremur. Annað þýðingarmikið mál fyrir símamenn sagði Ágúst vera orlofsheimilamálin. „Við höfum rekið slíka starfsemi í tæp fimmtíu ár og leggjum á það áherslu, nú eins og jafnan áður, að samið verði um fast orlofsheimila- gjald frá vinnuveitendum okkar á sama hátt og almennt tíðkast á vinnumarkaði og er einnig al- mennt hjá félögum bæjarstarfs- manna. Það gjald renni til félag- anna sjálfra sem aftur greiði til BSRB í samræmi við fulltrúatölu sína þar,“ sagði Ágúst. Hann sagði að úrslit atkvæða- greiðslunnar um þrjú prósentin settu einnig sinn svip á þingið. „Greinilega túlka menn niður- stöðu hennar eftir því hvort þeir hafa mælt með samþykktinni eða ekki,“ sagði Ágúst, „en hvort það rót, sem úrslit atkvæðagreiðslunn- ar olli í bandalaginu, hafi áhrif á kosningar til forystu BSRB er ekki hægt að segja um á þessu stigi. „Tryggja verður kaup- máttínn í komandi samningum44 „Mikilvægustu málin eru ugg- laust ályktanirnar um efnahags- málin og skattamálin, en einnig undirbúningurinn undir næstu samninga sem er ákaflega viða- mikið mál,“ sagði Albert Kristins- son úr Hafnarfirði, en Albert hefur gegnt forsetastörfum BSRB-þingsins. Ágúst Geirsson. Hann sagði að störf þingsins hefðu gengið vel og mikið starf hefði verið unnið í nefndum. „Þó hafa enn sem komið er ekki orðið neinar umtalsverðar deilur," sagði Albert, „en búast má við miklum umræðum í dag og jafnvel eitt- hvað fram á nótt þar sem mál eru að koma frá nefndum og fyrst hægt að ræða þau í dag. Það greinilegt að í þeim samn- ingum sem framundan eru verða samtökin að reyna að tryggja kaupmátt launa," sagði Albert um viðhorfin í kjaramálum. „Það verður að sporna við síversnandi kaupmætti launa og raunar vinna að aukningu kaupmáttarins." „Vona að stjórnarskiptin hafi ekki slæm áhrif á B.S.R.B.44 „HELSTA mál þessa þings er væntanlega stefnumörkun B.S.R.B. í kjaramálum opinberra starfsmanna, og eru ýmsar tillög- ur þar á lofti, og einnig skattamál, efnahagsmál, jafnréttismál og fleiri mál,“ sagði Elín Ólafsdóttir kennari í samtali við Morgunblað- ið. Elín sagði þingið hafa verið frekar kraftlítið og lognmollulegt enn sem komið væri að minnsta kosti, þrátt fyrir miklar svipting- ar í kjaramálum opinberra starfs- manna að undanförnu. Sagði hún það vera að sumu leyti nokkuð einkennilegt að ekki skyldi hafa verið meiri hugur í mönnum í þessum efnum. Lítill ágreiningur virtist vera meðal þingfulltrúa um stefnuna í kjaramálum, þó ýmis- legt virtist nú benda til þess að menn væru að ná áttum, en stefnu B.S.R.B. sagði hún hafa verið reikula á undanförnum mánuðum að sínu mati. Þetta sagði hún nú ef til viil vera að breytast, enda hefði opinberum starfsmönnum gefist margvíslegt tilefni til að þjappa sér saman í kjarabarátt- unni að undanförnu. Raddir Andófsmanna sagði Elín enn lítið hafa heyrst. Um kosningarnar til stjórnar B.S.R.B. í dag sagðist hún lítið vilja segja, en ýmsar raddir hefðu þó heyrst um ágreining þar um, þó sennilega yrði reynt að ná ein- hverju heildarsamkomulagi. Því gæti svo farið að lítið yrði um breytingar, þó margir teldu að breytingar á forystunni væru fyllilega tímabærar. Fyrirsjáan- legt væri þó að 1. varaformaður gæfi að öllum líkindum ekki kost á sér aftur, og eins væru raddir um að óæskilegt væri að fram- kvæmdastjóri bandalagsins væri jafnframt varaformaður, og sama væri að segja um aðra starfsmenn B.S.R.B. Mörgum þætti það óheppilegt að þeir væru jafnframt embættismenn í stjórn. „Ég vil svo bara vona, að stjórn- Albert Kristinsson arskiptin á síðasta ári hafi ekki þau áhrif á B.S.R.B. sem stéttar- félag, að það gefi í neinu eftir af því sem eru réttindamál þessa sambands," sagði Elín að lokum. Skattamál, efna- hagsmál, kjara- mál og stofnun bæjarmálaráðs mikilvægustu málin „Þetta þing hefur ekki verið frábrugðið öðrum þingum Banda- lagsins, og áberandi mál hafa verið eins og svo oft áður skatta- mál, efnahagsmál og orlofsheimilamál og kjaramál al- mennt, auk þess sem nú er mikið rætt um bæjarmálaráð eða bæjar- starfsmannaráð innan B.S.R.B.," sagði Hersir Oddsson 1. varafor- maður B.S.R.B. er Morgunblaðið ræddi við hann um þingstörfin. Hersir sagði að stofnun þessa bæjarmálaráðs væri mál sem snerti bæjarstarfsmannafélögin mest, og væri mikill áhugi innan raða bæjarstarfsmanna á að koma þessu máli fram. Hersir sagði stofnun sem þessa geta orðið mikilvægan tengilið milli bæjar- starfsmannafélaganna og auð- veldað margvísleg samskipti Elín Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.