Morgunblaðið - 14.06.1979, Side 3

Morgunblaðið - 14.06.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 3 Eru þeir að fá 'ann •? ■ 36 LAXAR voru komnir á land úr Laxá í Aðaldal í gærkvöldi og verður það að teljast betra en þokkalegt, þar sem áin hefur oltið fram í stórflóði alla veiði- dagana til þessa. Hún var þó heldur farin að lagast í gær. Fyrsta veiðidaginn, sunnudag- inn 10. júní, veiddust 18 laxar, allir í Kistukvísl og 8—13 pund. 13 pundarinn, sem Árni Jónsson veiddi, er enn stærsti laxinn sem komið hefur á land. í fyrradag komu 10 laxar á land og 8 í gær. Sem fyrr segir hefur flóð verið mikið í ánni, margir hólmar hafa verið í kafi og áin í þokka- bót kolmórauð. Samt fá þeir ’ann. Álafoss: Hráefni endist fram að sumarleyfistíma — VIÐ höfum fyrir nokkru gert ýmsar ráðstafanir til að treina okkur hráefnið þannig að það á að endast okkur fram að sumarleyfum sem hefjast 6. júlí. sagði Ólafur Ottósson fulltrúi framkvæmdastjóra Álafoss er Mbl. innti hann eftir gangi mála hjá fyrirtækinu. Ólafur kvað það ekki rétt, sem komið hefði fram í fjölmiðlum, að fólki hefði verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en hins vegar hefði verið hætt við að ráða kring- um 20 manns eins og ráðgert hafði verið í vor þegar verkfall farmanna kom til framkvæmda. Kvað Ólafur fyrirtækið eiga nokkuð af þeim hjálparefnum, er til þyrfti við framleiðsluna, í skipum í höfninni og að sumarleyfistíminn yrði notaður til að afla frekari birgða til að hafa í ágústbyrjun er sumar- leyfum lyki, þ.e. ef verkfallið leyst- ist. Hins vegar sagði hann aö verkbannið lamaði alla starfsemi fyrirtækisins ef það kæmi til fram- kvæmda. Ólafur sagði, að útflutn- ingur Álafoss hefði gengið nokkurn veginn eðlilega í farmannaverkfall- inu, en þó hefðu aukizt flutningar með flugvélum síðustu vikurnar. Fœreying- ar komnir með helm- ing kvótans FÆREYSKU skipin, er verið hafa að veiðum hér við land, eru um þcssar mundir búin að veiða tæplcga helming þess, sem þeim hefur v?rið heimilað. Skv. upplýs- ingum Landhelgisgæzlunnar hafa þau veitt rúmar 8.200 lestir samtals, þar af rúmar 2.600 lestir af þorski. Þröstur Sigtryggsson í stjórn- stöð gæzlunnar sagði að Færey- ingar hefðu leyfi fyrir 17.000 tonna afla og mætti þorskur ekki vera yfir 6.000 tonn af þeim afla. Landhelgisgæzlan sér um eftirlit og fær reglulega tilkynningar um afla færeysku skipanna og hefur leyfi til að fara um borð í skipin til að sannreyna að afli sé í samræmi við uppgefnar tölur. Auðurí úrslitin AUÐUR Bjarnadóttir ballett- dansari, sem nú keppir í listdans- keppni í borginni Kuopio í Finn- landi er ásamt mótdansara sínum meðal 8 para er komust f úrslit keppninnar, sem verða í dag. Áuður keppti í fyrradag í klassiskum dansi og í gær í nútímadansi og sagði Örn Guð- mundsson hjá íslenzka dans- flokknum að hún og mótdansari hennar hefðu verið klöppuð upp í gær eftir atriði þeirra og að þeim hefði verið vel tekið. Hefði frammistaða þeirra vakið athygli og m.a. hefði verið samtal við Auði í finnska sjónvarpinu. Úrslita- keppnin fer fram í dag og eins og áður sagði er Auður þar á meðal, en keppendur eru alls 20 pör. 2 skip seldu íBretlandi TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla erlendis í gær, bæði í Brctlandi. Glófaxi seldi 32,5 tonn í Fleetwood fyrir 12,9 milljónir króna, meðalverð 396 krónur og Dagný seldi 100 tonn í Hull fyrir 37,7 milljónir króna, meðalverð 377 krónur kílóið. Tónleikar íEyjum í frétt um ljóðatónleika John Speight, baritónsöngvara og Sveinbjargar Vilhjálmsdóttur, píanóleikara í blaðinu í gær féll niður að tónleikarnir væru í Félagsheimilinu við Heiðarveg í Vestmannaeyjum. Tónleikarnir eru í kvöld kl. 20.30. Lestu. þessa augtýsingu. -Og þúveistþaö i^jasta í ísLenskum tískuheiinl í dag klukkan 13 opnar nýjasta tískuversl- unin í bænum, að Laugavegi 27. Við köll- um hana ,,Studio“. Hér verður á boð- stólum fatnaður fyrir ungt fólk á öllum aldri, — fatnaður frá háborgum tískunnar: New York, Kaupmannahöfn, London, Róm og Reykjavík. Hér fæst allskonar fatnaður. Vanti þig satín — fatnað til að fara í á ball, eða vanti þig þægilegar gallabuxur til að gifta þig í. Vanti þig fatnað fyrir fríið eða fatnað fyrir diskótekið. Vanti þig nærbuxur. Vanti þig skyrtu. Hér fæst það allt. Kíktu við og kynntu þér það nýjasta. Skoðaðu lengstu búð landsins og þá nýstárlegustu LAUGAVEGI27 / SIMI1 44 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.