Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 13
MORGIJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 13 > ■ i A ROKSTOLUM HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON: Er jafnadarstefn- an alþjóðleg? Fyrir skömmu barst mér bók eftir hinn heimskunna, bandaríska hagfræðing Arthur M. Okun, sem var einn aðalráðunautur Kennedys og Johnsons á sjöunda áratugnum. Bók hans ber nafnið „Jöfnuður og hagkvæmni“ (Equality and Efficiency), kom út 1975 og er um nokkur megin- ágreiningsefni stjórnmál- anna. Mér fannst þegar við lestur fyrstu blaðsíðna bók- ar hans andinn svipaður og í bók Gylfa Þ. Gíslasonar prófessors, fyrrverandi for- manns Alþýðuflokksins, Jafnaðarstefnunni, sem kom út 1977, enda hefur Gylfi vitnað með velþóknun til Okuns í minni áheyrn. En ég komst að því, þegar ég bar efni þeirra nánar sam- an, að það er á mörgúm blaðsíðunum ekki einungis svipað, heldur hið sama með örlitlum orðalagsmun! Sama efnið er á bls. 20—22 í bók Gylfa og á bls. 6—9 í bók Okuns. Til dæmis má taka, að Gylfi segir á bls. 20: „Það er einkenni mann- réttinda, að það kostar ekk- ert að njóta þeirra, — gagn- stætt því, sem á sér stað um efnisleg verðmæti, fæði og klæði, húsnæði o.s.frv. Menn virðast yfirleitt sammála um, að svo skuli vera. En nokkurt íhugunarefni er engu að síður tengt þessari meginreglu. Ef það kostaði eitthvað að hringja á slökkviliðið, gæti verið, að menn hugleiddu nánar en menn gera, hvort það sé nauðsynlegt í ákveðnu til- viki.“ En Okun segir á bls. 6: „An obvious feature of rights — in sharp contrast with economic assets — is that they are acquired and exercised without any monetary charge. Because citizens do not normally have to pay a price for using their rights, they lack the usual incentive to economize on exercising them. If the fire department charged for its services, people would be at least a little more reluctant to turn in an alarm and perhaps a bit more systematic about fire prevention." Orðalagsmunur er örlítill, en efnið hið sama. Sama efnið er á bls. 25—30 í bók Gylfa og á bls. 10—31 í bók Okuns, þótt frásögn Gylfa sé styttri. Og efnið á bls. 30—35 í bók Gylfa minnir mjög á efnið á bls. 32-34 og 51-64 í bók Okuns, þótt Gylfi taki alls ekki eins afdráttarlaust undir rökin fyrir einkafram- Hannes Hólmsteinn Gissurarson takinu og Okun, sem segist sammála Friedrich A. Hayek um sumt! Sama efnið er á bls. 36—39 í bók Gylfa og á bls. 42—51 í bók Okuns. Til dæmis má taka, að Gylfi segir á bls. 36: „Hér vaknar spurningin um það, hvað ráði verðmæti framlags hvers einstaklings á hrein- um samkeppnismarkaði. Er endurgjaldið fyrir þetta framlag í raun og veru sann- gjarnt? Sú þjónusta, sem maður getur lagt fram í þágu framleiðslunnar á hugsanlega hreinum sam- keppnismarkaði, getur verið fólgin í eða átt rót sína að rekja til ferns: (1) Þeirrar þekkingar og þeirra eigna, sem maður hefur aflað sér á lífsleiðinni. (2) Þeirra hæfi- leika, sem hann hlaut í vöggugjöf, og þeirra eigna, sem hann hlaut í erfðir. (3) Þeirrar áreynslu eða þess átaks, sem hann er reiðu- búinn til þess að leggja á sig. (4) Framboðs á og eftir- spurnar eftir þjónustu, svip- aðri þeirri, sem hann leggur fram.“ En Okun segir á bls. 42: „What determines the competitive market value of the services of any citizen? Are the resulting rewards really fair? The productive contribution of the services I could sell in a hypothetical competitive market depends on four sets of elements: (1) the skills and assets that I have acquired through my lifetime; (2) the abilities and talents with I was born; (3) the effort I am willing to expend; and (4) the supply and demand situations for other services related to the ones I can offer.“ Annar orðalagsmunur er eftir þessum. Aðrir kaflar bókar Gylfa eru flestir teknir óbreyttir úr bæklingi hans, Jafnaðarstefnunni, sem kom út 1949. En hver er skýringin á þessu sama efni? Jafnaðar- stefnan er að vísu alþjóðleg, en varla svo alþjóðleg, að ríkisafskiptasinnum beri saman í einu og öllu. Hvergi er til Okuns vitnað eða í bók hans vísað í Jafnaðarstefnunni. Ég bendi á þetta í þeirri von, að einungis hafi verið gerð, mannleg mistök, að Gylfi Þ. Gíslason, sem notið hefur virðingar sem hagfræðingur og stjórnmálamaður, skýri þetta. Lawrence Wheeler íslenzk- ættaður í Lincoln- center BANDARÍSKUR lágfiðluleikari af íslenzku bergi brotinn. Lawrence Wheeler. hélt fyrir skömmu tónleika í Lincolncenter í New York. Móðir Lawrence. Jenfrid Hallgrímsson, er frá Siglufirði en er búsett í Banda- rfkjunum. Jenfrid er dóttir Kaja Hallgrímsson og Kristjáns Hallgrímssonar. Lawrence hefur leikið með ýmsum sinfóníuhljóm- sveitum Bandaríkjanna. Ilann er 29 ára gamall. Arið 1970 lék Lawrence með Sinfóníuhljómsveit íslands á Listahátíð og sama ár lék hann fyrir Ríkisútvarpið. Lawrence er nú tónlistarprófessor við Tón- listarháskólann í Houston í Texas þar sem hann býr. Ljóðakvöld í stúdenta- kjallaranum Á föstudagskvöldið n.k. 15. júní verður ljóðakvöld í Stúdenta- kjallaranum og koma þar ýmis skáld fram og lesa úr verkum sínum. Auk þess verður á dagskrá tónlist og vínveitingar á boðstól- um. Frá stúdentaráði. TOGCUR Töggur hf heitir nýja SAAB umboðið.Við erum á sama stað og fyrra umboðið að Bíldshöfða 16, ínýja SAAB húsinu.Og það er töggur í okkur. Auk þess að bjóða 1979 árgerðir hinna viður- | kenndu og vönduðu SAAB og ** Autobianchi bíia getum = við nú útvegað nokkra SAAB 99 af 1978 árgerð, sjálfskipta og hlaðna allskyns lúxus, á sérstöku verði. TOGGURHF SAAB UMB&ÐIÐ SAAB 99 1978 sjálfskiptur á sérstöku veröi BILDSHOFÐA 16 — SIMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.