Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 35 Pezzey skoraði oddamarkið af 7 AUSTURRÍKISMENN unnu Englendinga í landsleik í knattspyrnu sem fram fór í Vínarborg í gærkvöldi að viðstöddum 31.000 áhorfendum. Leikurinn var vináttu- landsleikur og hafði enga þýðingu aðra, enda bar hann þess glögg merki, hann var opinn í báða enda, f jörugur, vel leikinn og spennandi. Austurríkismenn skorðu 4 mörk en Englendingar 3, staðan í hálfleik var 3, staðan í hálfleik var 3—1 fyrir Austurríki. Englendingarnir voru daufir í fyrri hálfleik og þá höfðu heima- menn nokkra yfirburði. Thomas Pezzey skoraði strax á 18. mínútu og nýliðinn Welzl breikkaði bilið á 26. mínútu. Kevin Keegan, besti maður Englands sem fyrr, minnkaði muninn aðeins mínútu síðar, en lokaorðið í fyrri hálfleik átti Welzl, sem skoraði þriðja mark Austurríkis og annað mark jitt at39. mínútu. Englendingarnir voru mjög sókndjarfir í síðari hálfleik, eink- Reyna aftur ÖNNUR tilraun verður gerð í kvöld með leik ÍBK og Fram í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Honum var frestað á mánudaginn vegna þess að vall- arskilyrði í Keflavík voru ekki eins og best var á kosið, einkum eftir vatnsveðrin sem þá voru nýbúin að ganga yfir. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Fyrsta deild- in er nú öll í einum graut, öll liðin eiga eins og er jafna mögu- leika á því að falla og vinna titilinn. Þetta hleypir meiri spennu í mótið en verið hefur nokkuð lengi. Þá fer einnig fram einn leikur í meistaraflokki kvenna, UBK og Heimsmet í spjótkasti AUSTUR-ÞÝSKA stúlkan Ruth Fuchs setti í gærkvöldi nýtt heimsmct í spjótkasti kvenna í Dresdcn. Varpaði hún spjótinu 69,52 metra. Fyrra metið átti Kathy Schmidt frá Bandaríkjun- um, 69,32 metra. Skúli lyftir breskum lódum Kraftlyftingakappinn kunni, Skúli Óskarsson, verður í sviðs- ljósinu um helgina, en þá tekur hann þátt í opna breska meistara- mótinu í kraftlyftingum. Það verður gaman að fylgjast með árangri Skúla, því að hann ætlar að öllum líkindum aö vega að heimsmeti og er hann einfær um það, eins og menn geta ímyndað sér. um voru paö Keegan og ateve Coppell, sem tættu vörn heima- manna sundur á hægri vængnum. Coppell skoraði á 47. mínútu og á 64. mínútu jafnaði Ray Wilkins fyrir Englendinga. Englendingar sóttu þó meira af kappi en forsjá og aðeins 5 mínútum síöar skoraði Pezzey það sem reyndist vera sigurmarkið eftir skyndiupphlaup. Englendingar sóttu án afláts allt til leiksloka og bæði Keegan og Coppell áttu stangarskot en inn vildi knötturinn eigi, því austurrískur sigur, 4—3. í Keflavík FH mætast á Kópavogsvelli og hefst leikurinn klukkan 20.00. Svarfdælir unnu Magna! NOKKRIR leikir fóru fram í bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. Úrslit nokkurra þeirra urðu eft- irfarandi. Reynir Ársk. — Tindastóll 0—5 Magni — Svarfdælir 6—7 UBK — Stjarnan 3—1 Ármann — Víðir 3—1 Jafnt var eftir venjulegan leik- tíma í leik Magna og Svarfdæla 2—2, en Svarfdælir höfðu betur í vítakeppni að lokinni framleng- ingu. Mörk Tindastóls gegn Reyni skoruðu Rúnar Björnsson, Þór- hallur Ásmundsson, Sigurjón Magnússon, Björn Sverrisson og Sigurfinnur Sigurjónsson. Meistararnir í vandræðum íslandsmótið í knattspyrnu kvenna er komið á fulla ferð og þegar hafa 4 leikir farið fram. Gallinn er bara sá, að það eru aðeins 5 lið í deildinni. Úrslit þeirra leikja sem fram hafa farið eru þesii: ÍA—Valur 2—2 UBK—Fram 3—1 Valur-UBK 0-0 FH-ÍA 0-0 íslandsmeisturunum frá því í fyrra, Val, hefur gengið brösug- lega að fylgja sigri sínum eftir og hefur til þessa orðið að sætta sig við jafntefli í fyrstu leikjum sín- um. Sama er að segja um ÍA, sem varð íslandsmeistari innanhúss. Stórsigur Júgóslava JÚGÓSLAVAR sigruðu ítali í vináttulandsleik í knattspyrnu í gærkvöldi með 4 mörkum gegn einu. Paolo Rossi skoraði fyrir ítali og náði forystu í fyrri hiálf- leik, en þrenna Susic og það fjórða frá Zajec kollvarpaði ítölum. 35.000 heimamenn mættu á völl- inn og kættust geysilega eins og gefur að skilja. • Janus Guðlaugsson (t.h.) rennir sér a svissneskan varnarmann. Verður hann næsti atvinnumaðurinn? Fer Janus til Fortuna Köln? MÖGULEIKI er. á því að Janus Guðlaugsson bætist í hóp ís- lensku atvinnumannanna í knatt- spyrnu í haust. Ilann var fyrir nokkru á ferðinni í Vestur-Þýska- landi með frekara íþróttanám fyrir augum og ef svo verður, er ekki ólíklegt að hann leiki knatt- spyrnu með einhverju liðinu í næsta nágrenni. Ilefur 2. dcildar liðið Fortuna Köln verið nefnt í því sambandi. Varla er vafi, að Janus myndi standa sig með sóma með hvaða liði sem er, en hann yrði ellefti íslenski leikmaðurinn sem leikur með erlendu liði um þessar mund- ir, hinir eru Teitur Þórðarson, Árni Stefánsson og Jón Pétursson, sem leika í Svíþjóð, Arnór Guð- johnsen, Ásgeir Sigurvinsson, Karl Þórðarson og Þorsteinn Bjarnason sem leika í Belgíu, Pétur Pétursson sem leikur í Hollandi, Jóhannes Eðvaldsson sem leikur í Skotlandi og Guðgeir Leifsson sem leikur í Bandaríkj- unum. - þr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.