Morgunblaðið - 14.06.1979, Page 20

Morgunblaðið - 14.06.1979, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979 Mál W allenbergs rætt við Brezhnev? Jerúsalem. 13. júní. AP, Reuter. ÍSRAELSK stjórnvöld hafa íorm- lega farið þess á leit við Carter Bandaríkjaforseta að hann taki upp mál sænska stjórnarerind- rekans Raoul Wallenbergs við Brezhnev forseta Sovétríkjanna á fundi þeirra í Vínarborg í næstu viku. Wallenberg er talinn hafa bjargað um 20 þúsund ungversk- um Gyðingum úr klóm nazista í síðustu heimsstyrjöld, en hann var handtekinn af Rússum fyrir misgáning í stríðslok og er ekk- ert vitað með vissu um afdrif hans síðan. Sovézka stjórnin til- kynnti sænskum yfirvöldum árið 1957 að Wallenberg hefði látizt í Veður víða um heim Akureyri 5 rigning Amsterdam 17 rigning Apena 34 bjart Barcelona 25 bokumóóa Berlín 18 rigning Brussel 20 úrkoma í flr- Chicago 20 rigning Denpasar 32 bjart Frankfurt 27 skýjaó Feneyjar 28 mistur Genf 23 skýjaó Helsinkí 20 bjart Hong Kong 25 skýjaó Jerúsalem 26 bjart Jóh.borg 7 8ÓI Las Palmas 23 léttskýjað Lissabon 22 bjart Kaupmannah. 17 skýjaó London 16 rigning Los Angeles 38 bjart Madríd 28 sól Miami 28 skýjaó Majorka 25 skýjaó Malaga 31 léttskýjaó Moskva 16 skýjaó Nýja Delhi 35 skýjaó New York 21 bjart Osló 19 sól París 22 skýjaó Reykjavík 7 rigning Rio de Janeiro 32 bjart Rómaborg 30 skýjaö San Francisco 16 bjart Stokkhólmur 18 skýjað Sydney 19 skýjað Tel Aviv 29 bjart Tókíó 25 skýjaó Vancouver 19 skýjaó Vínarborg 26 skýjaó sovézku fangelsi á árinu 1947, en vitni telja sig hafa orðið vör við hann í fangelsum á síðustu árum. Ættingjar Wallenbergs og sænsk stjórnvöld hafa gert ítrek- aðar tilraunir til að upplýsa mál hans til hlítar, en ekki hefur tekizt að fá fram aðrar upplýsingar frá Sovétstjórninni en þær sem gefn- ar voru 1957, en þá var jafnframt viðurkennt, að Wallenberg hefði verið handtekinn fyrir mistök. Wallenberg hefur verið heiðraður í Israel vegna framgöngu hans í þágu Gyðinga í stríðinu. Gerry Spiess, 39 ára gamall Bandarfkjamaður, sést hér í báti sínum, sem hann er nú að reyna að sigla á einn síns liðs yfir Atlantshafið. Spiess lagði af stað í lok maí og hyggst komast til Englands áður en yfir lýkur. Þingdeildir gart höggviðvilja Washington 13. júní. Reutcr. TALSMAÐUR fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Thomas O'Neill, sagði í dag að hann byggist við því að deildin myndi íylgja fordæmi Öldungadeildarinnar og samþykkja að aílétta viðskiptabarninu á Zimbabwe Ródesíu. Það var í gærkvöldi að öldunga- deildin gekk í annað sinn á fjórum vikum í berhögg við vilja Carters er hún samþykkti að þessum hömlum skyldi aflétt. Með því greiddu 52 atkvæði, en 41 var á móti. Talsmenn þess að viðskipta- banninu verði létt segja að annað myndi spilla sambúð Bandaríkj- anna við svörtu Afríku og minnka einnig líkur á því að Bretum tækist að koma á samkomulagi sem allir aðilar gætu við unað. Þeir sem eru fylgjandi Carter Fjölskylda Vins burt úr Sovétrík junum Moskva 13.júní AP. FJÖLSKYLDA hins þekkta and- ófsmanns Georgy Vins komst frá Sovétríkjunum í dag og hélt flug- leiðis til Frankfurt eftir níu klukkustunda töf á flugvellinum í Moskvu. Bentu fréttir af þessari töf til þess í fyrstu að ætlunin kynni að vera að stöðva fólkið, cn svo var þó ekki gert. Frá Frankfurt mun fólkið fara til Bandaríkjanna og er þarna um að ræða eiginkonu Vins, móður hans og fimm börn. Þetta er fyrsta fjölskylda andófsmanns sem fær heimild til þess að halda á braut frá Sovét síðan fimm þekktum and- ófsmönnum var sleppt þann 27. apríl í skiptum fyrir tvo sovézka menn sem höfðu verið dæmdir fyrir njósnir í Bandaríkjunum Georgy Vins sem var baptista- prestur var fyrst handtekinn árið 1966 og aftur fyrir fimm árum. Þá var hann dæmdur til að vera fimm ár í þrælkunarbúðum í Síberíu og síðan fimm ár í útlegð. Hann var borinn þeim sökum að hafa unnið gegn hagsmunum Sovétríkjanna með prestsstorfum sínum en mikil herferð var skipulögð vítt um ver- öld til að láta í ljós andúð á ofsóknum á hendur honum. Carter. forseta í þessu máli, en hann hefur þvertekið fyrir að fallast á að viðskiptabanninu skuli aflétt, segja að munurinn sé svo mjór að deildin muni ekki geta borið for- setann ofurliði. Hann muni nú beita neitunarvaldi og til þess að brjóta á bak aftur gildi neitunar- valds þarf tvo þriðju atkvæða þingmanna. Bók seld fyrir 56 milljónir London 13.júní AP FYRIRTÆKIÐ John F.Flening inc. sem verzlar með bækur, greiddi í dag tæplega 56 milljónir íyrir bók með ljóðum og teikn- ingum eftir William Blake. Bók- in var gefin út 1789 og var síðast í eigu bandarísks safnara.Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir einstaka bók. Bókin heitir “ Songs of Innoc- ence and Experience„, 54 blaðsíður að stærð og í henni jafnmörg ljóð og teikningar eftir Blake. Þetta var fyrsta uppboð af fjórum, sem verður haldið á merkismunum bandaríska safnarans. Meðal ann- arra bóka sem seldust fyrir offjár á uppboðinu í dag voru meðal annarra sjaldgæft eintak af hinni frægu bók Elizabethar Barrett Browning “Sonnets from the Port- uguese„ og “ Instauratio Magna,, eftir Sir Francis Bacon, útgefin 1620. Viljoen nýr forseti IlölðaborK 13.júní Rcuter.Ap. MARAIS Viljoen verður fram- bjóðandi Þjóðarflokksins í Suður Afríku, þegar nýr for- seti verður kosinn. Hann var forseti öldungadeildar þings Suður Afríku og leikur ekki vafi á um kjör hans. Viljoen tók við sem bráðabirgða for- seti þegar Vorster neyddist til þess að segja af sér fyrir fáeinum dögum eins og marg sagt hefur verið frá. Forseta- kosningarnar verða þann 19. júní og tveir aðrir frambjóð- endur verða í kjöri. Viljoen er 63 ára gamall. Hann hefur verið þingmaður borgarinnar Alberton í Transvaal síðustu 26 árin. Ný orkuáætlun EBE BriÍHsel. 13. júní. AP, Reuter. Fastanefnd Efnahagsbanda- lags Evrópu gerði um það tillögu í dag, að árlegur olfuinnflutning- ur Efnahagsbandalagsrikjanna fram til ársins 1990 verði hinn sami og f ár, en vaxandi orku- eftirspurn verði mætt með auk- inni notkun kola og kjarnorku- framleiðslu. Tillögur þessar eru hluti umfangsmikilla ráðgerða EBE, sem miða að því að gera Efnahagsbandalagið minna háð innfluttum orkugjöfum. Guido Brunner, sem fer með orkumál í fastanefnd EBE, sagði á blaðamannafundi í dag, að Efna- hagsbandalagsríkin yrðu að fjár- festa jafnvirði 50 milljóna dollara árlega um næstu framtíð ef ná ætti markmiðum þessarar áætl- unar. Yrði jafnt um að ræða fjárfestingu, sem miðaði að orku- sparnaði og þróun nýrra orku- gjafa. Tillögur nefndarinnar verða að hljóta samþykki á fundi orku- málaráðherra EBE-landanna í Luxembourg í næstu viku til að ná fram að ganga og búizt er við að þær verði eitt helzta umræðuefnið á leiðtogafundi EBE í Strasbourg í lok júní. PállHermannsson stýrimaður: Athugasemd vegna árásar Sigurð- ar Líndal á farmenn í sjónvarpsþættinum „Verkföll — verkbönn" sl. þriðjudagskvöld var á einkar ósmekklegan hátt skotið inn eintali prófessors Sigurðar Líndal um persónulega afstöðu hans til verkfalla. Hefði pistli þessum verið valinn annar staður í dagskrá þessa eða annars fjölmiðils og rækilega verið kynnt að aðeins væri um leikmannsþanka prófessorsins að ræða, væri fátt um töluna að segja annað en að hún væri gagnlegt innlegg í þarfa umræðu um vinnu- löggjöf. Þá hefði Sigurði sjálfsagt fyrir- gefist skreytni og ónákvæm með- ferð staðreynda í viðkvæmu deilu- máli. En nú á þessum degi, þegar farmenn hafa verið 49 daga í verkfalli, finnst mér Sigurður hafa borið í bakkafullan Iækinn og að illa dulinni árás hans á far- menn megi ekki láta ósvarað. Þegar við farmenn lögðum fram kröfur okkar í lok mars s.l. töldum við okkur geta rökstutt hvern einasta lið kjarakrafna okkar með tilvísun til meginþorra þeirra kjarasamninga sem í gildi voru á s.l. hausti. Datt engum manna í hug innan okkar samtaka að við þyrftum ekki að gefa eftir hluta af kröfum okkar. En með þeim höf- um við lýst yfir að við stefnum að sambærilegum kjörum við aðra launþega. Þar á ég m.a. við að yfirmenn á farskipum fái sama álag vegna óreglulegs vinnutíma og aðrir og ábyrgð menntun og starfsreynsla verði metin til launa samanborið við önnur störf um borð. Kröfum okkar var svarað með stóryrtum yfirlýsingum og áróð- ursherferð þar sem aðaluppistað- an var að kröfur farmanna væru geypilegar og að laun þeirra væru svo svimandi há, að þar væri engu við bætandi. Löglærðir forsvars menn VSÍ gerðu sig seka, bæði í blaðagrein- um og í sjónvarpi, um að ýkja tekjur yfirmanna gróflega. Eink- um þóttu laun stýrimanna og vélstjóra vænleg til „lyftingar". Stéttir þessar hafa oft umtals- verða yfirvinnu. Ekki gátu þessir heiðursmenn stillt sig um að tíunda ríflega tekjur skipstjóra, en þeir eru án yfirvinnugreiðslna og því auðvelt að afsanna lygar VSI. Það skal sagt lögfræðingum VSÍ til hróss að þeir hafa hvergi minnst á kjör loftskeytamanna og bryta en yfirvinnugreiðslur til þeirra eru hverfandi og grunnlaun lág. En svo oft má endurtaka lygina að jafnvel grandvörustu menn trúa og bera hana á borð fyrir Páll Hermannsson stýrimaður aðra. Svo fór fyrir prófessor Sigurði. Með fyrirlitningartón sagði hann að á sjálfan sjómannadaginn hefðu menn í áróðursskyni minnst á grunnlaun sem engu máli skipta. Prófessor Sigurði og öðrum skal á það bent að yfirmenn á farskip- um hafa mismikla yfirvinnu, þeir hafa ekkert álag fyrir vinnu utan hins venjubundna dagvinnutíma og því eru grunnlaun það eina sem yfirmenn eiga trygg. Sé ekki um yfirvinnu að ræða á skipum þeirra eiga þeir aðeins kost á að lengja vinnuár sitt þ.e. taka ekki út frídaga fyrir unna laugardaga, sunnudaga og aðra tyllidaga. Vegna uppétins frasa Sigurðar um að farmenn vinni átta mánuði og séu í fríi heima hjá sér í fjóra, skal þess getið að engin stétt yfirmanna tók út alla sína frídaga á síðasta ári, og mun meðal skráningartími manna vera um 285 dagar. Prófessorinn getur sjálfur flett upp í sínu dagatali og fundið út hversu marga daga ársins hann og kollegar hans verða að vinna til að skila sínu ársstarfi. Hann sagði að meðallaun yfir- manna á farskipum væru milli 500 og 600 þúsund á mánuði fyrir vinnu átta mánuði á sjó, laun greidd í tólf mánuði. Heimildir fyrir þessum tölum getur hann engar haft aðrar en tilbúning VSÍ. Farmenn hafa margsinnis farið fram á við stofnanir sem fást við staðlaðan samanburð launa að launakjör þeirra verði sundur- greind eins og laun annarra laun-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.