Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 VIÐTAL VIÐ SNÆBJORGU SNÆBJARNARDOTTUR • • ongurinn sameinar og fœrir friðí sálirnar ÞEGAR sól hækkar á lofti og vorar, dregur gjarnan af íslendingum og þeir gefa sig á vald stuttu sumri, en geyma margvísleg áhugamál og menningarviðleitni til næsta hausts. Ekki hún Snæbjörg Snæbjarnardóttir og Skagfirska söngsveitin, sem hún stjórnar. Þar er enn allt í fullum gangi, og æfingar flest kvöld. Enda standa fyrir dyrum tónleikar í Austurbæjarbíói á laugardag, og þar á eftir hljómleikaferð um Skotland. — Já, aumingja krakkarnir, þetta hefur verið strangt hjá kórnum, enda óvenju mikið starf í allan vetur, sagði Snæbjörg, er blaðamaður Mbls. hitti hana að máli fyrir skömmu. Við vorum með jólatónleika í Reykjavík og Hveragerði og æfðum fyrir þá nýja söngskrá. Þá tók við undir- búningui fyrir hefðbundinn söng á árshátíð Skagfirðinga félagsins. Og raunar víðar, því við höfum verið að safna fyrir Skotkaldsferð- inni. M.a. þurfti að æfa nýja söngskrá með körlunum einum fyrir árshátíð Meistarafelags byggingamanna. Allur kórinn söng svo í Fóstbræðraheimilinu og víðar. Og við fórum að venju í sjúkrahúsin og á elliheimilin, eins og við reynum altaf að gera. Það er semsagt alltaf verið að æfa. Kórfólkið er ákaflega duglegt. — Og nú er verið að æfa fyrir tónleikana og utanlandsferðina? — Já, við byrjuðum á því eftir áramótin, með öllu öðru. I fyrsta lagi þarf að æfa fyrir hljómleik- ana hér og síðan viðbót af íslenzk- um lögum, sem við förum með tii Skotlands. Hvað? A tónleikunum í Austurbæjarbíói syngjum við hina frægu ástarvalsa Brahms opus 52. Þetta er yndisfögur tónlist, sem var frumflutt í Karlsruhe 6. októ- ber 1869. Baldur Pálmason ís- lenzkaði textann, sem er mjög látlaus, á laust mál. En þýzki textinn, sem sunginn er, er úr ljóðabókinni „Polidora" eftir þýzka skáldið George Friedrich Daumer, sem uppi var frá 1800 til 1875. Taiið er að þar sé stuðst við þjóðvísur frá ýmsum löndum, svo sem Tyrklandi, Sikiley, Serbíu, Póllandi, Rússlandi og Lithauga- landi. Þá tökum viö íslenzk lög eftir ýmsa höfunda. M.a. frum- flytjum við lög eftir Jón Björnsson og eftir Skúia Halldórsson, sem þeir hafa sérstaklega tileinkað kórnum. — Kemur það oft fyrir að sérstaklega sé samið fyrir ykkur? — Já, já, við höfum fengið heilmikið af tileinkunum. Mörg mög falleg lög, sem okkur þykir ákaflega vænt um. Við flytjum þau og reynum svo að hafa þau á söngskránni og halda þeim við. Lag Jóns Björnssonar, sem hann tileinkar sveitinni, er við ljóð Davíðs „Klipptir vængir“, samið f.vrir einsöng og tvísöngskór. En lag Skúla er við ljóð eftir Vestur- íslendinginn Sigurð Júl. Jóhann- esson, og nefnist „Sumarrós". Þetta er hugljúft og fallegt lag. Svo erum við með Draumljóð eftir Skúia, sem við frumfluttum líka, við Ijóð Theodóru ömmu hans. Ljóðið mun vera þannig til komið að vinkonu hennar dreymdi hana eftir að hún var látin, en þær höfðu komið sér saman um að láta vita af sér. Ljóðið er svo fallegt. Það hefst á þessum orðum: Yfrum álinn bátinn bar, blikaði sól um fold og mar Ég ýtti að hlein og eygði þar ástina og lífið hvar sem var ... Við erum í allt með 4 lög eftir Skúla. Einnig við Daglát eftir Jón Thoroddsen, langafa hans. Það er mjög kát drykkjuvísa með sér- kennilegum texta. Við erum stolt af því að allir einsöngvararnir eru núna úr kórnum sjálfum. Það eru þau Margrét Matthíasdóttir, Guðrún Snæbjarnardóttir, Sverrir Guðmundsson og Bjarni Guðjóns- son. Og við höfum í þetta sinn tvo afbragðs undirleikara, Guðrúnu Kristinsdóttur og Ólaf Vigni Al- bertsson. En Ólafur er okkar traustasta stoð, búin að vera með okkur öil árin. Ég veit ekki hvað ég gerði án hans. — Syngið þið þessi íslenzku lög frá hljómleikunum í Skotlands- ferðina? — Já, íslenzku lögin höfum við á söngskránni úti, svo og íslenzk þjóðlög í útsetningu Jóns Ás- geirssonar. Þetta er okkar fyrsta utanlandsferð á 9 ára starfi kórs- ins. Við förum 2. júlí til Edinborg- ar, og syngjum svo vítt og breitt um Skotland. Verðum þar í 11 til 12 daga. Við förum með maka og börn í ferðina, verðum á annað hundrað talsins. Þetta á jafnframt að verða skemmtiferð. Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Ljósm. Emilía. — Ætlið þið ekki að syngja inn á aðra plötu, úr því þið eruð búin að æfa svona mikið af góðri músík? — Okkur langar til þess. Ég veit ekki hvort hægt er að láta taka upp íslenzku lögin ytra. En svo erum við líka með kirkjulega tónlist, svo sem kantötu úr „Oiivetti to Calgary", sem við fluttum í fyrra og úr Schubert- messu. — Þetta hlýtur að vera óskap- lega áhugasamt fólk í kórnum. Eruð þið alltaf að? — Já, já, við æfðum þrjú kvöld í viku í allan vetur og svo er bætt við aukaæfingum. Við höfum aldrei æft jafn mikið og í vetur. Og aldrei á einu ári bætt við okkur jafn miklu nýju efni. En það kemur til vegna ferðarinnar. Ekki nóg með æfingarnar, heldur hefur fólkið líka lagt heiimikia vinnu í að safna upp í ferðakostnað, með kökubösurum og bingói í félags- heimiiinu, og búið er að afla heilmikils fjár í vetur með söng. — Og allir í fullri vinnu? — Já, allir í vinnu — sem ekki hefur þá verið sagt upp, segir Snæbjörg og hlær. Æfingarnar verða oft langar hjá mér. Ég er alveg voðaleg með það, að vita aldrei hvað tímanum líður. — Það er þá ekki sögusögn að Skagfirðingar séu söngglatt fólk og félagslynt? — Nei, þetta er mjög kátur hópur og félagslyndur Ég raddæfi og raddþjálfa sjálf, og meðan ég er með einhvern hópinn, þá spila hinir gjarnan bridge úti í horni. Á borðinu liggur bók með myndum af tónleikum nemenda Snæbjargar og fleiru. Þar má sjá þakkir, m.a. í ljóðum, svo sem þetta: I okkar hug er stundin stór, styrk þú veittir litlum kröftum Megi list þín — kjarkur, kór kveikja eld í þjóðar hjörtum. • Getur ekki látið vera Enn er reynt að víkja talinu að Snæbjörgu sjálfri og söngferli hennar, náminu í Motzarterum í Austurríki og verðlaununum er hún sigraði í söngvakeppninni í Salzburg. En hún segir bara að það hafi oft áður verið á dagskrá. — Líklega hafði ég ekki nægilega hörku og kunni ekki að notfæra mér tækifærin úti, segir hún. Og ég sé ekkert eftir því. Samt getur maður ekki látið vera að syngja. vifangsefni. Félagslega er mjög gott að vera með í kór. Maður lærir svo mikið af slíkum félags- skap. — Kóramenning er geypilega mikil í landinu, og ótrúlega margt fólk, sem syngur í kórum. Ekki geta þó allir sungið, þótt viljinn sé fyrir hendi. Falla ekki sumir úr? — Jú, jú, þótt fólk geti sungið melódíu og haldið lagi, eins og sagt er,þá er erfiara að syngja raddir. Og margir treysta sér ekki þegar til kemur Það er alveg rétt að það er mikill áhugi á söng. Skagfirðingar hafa alltaf verið með kóra, bæði karlakóra og blandaða kóra. En mér finnst kórarnir rjúka upp núna. Áhuginn glæðist með tónlistarskólunum. Aðstæðurnar eru orðnar svo breyttar. Nú er kennt tónmennt í skólum og al%ir geta lært sem vilja. Mínir krakkar hafa til dæm- Ljósmyndari blaðsins leit inn á æfingu hjá söngsveitinni í Félagsheimili Skagfirðinga í vikunni. Snæbjörg var, svo sem sjá má, að æfa hluta af kórnum og undirleikararnir, ólafur Vignir og Guðrún Kristinsdóttir, bæði við píanóið. Ljósm. Kristján. Það varð geysiiegur munur á aðstöðu eftir að við fengum félags- heimili Skagfirðingafélagsins í Síðumúla. Við erum hluti af Skagfirðingafélaginu og þar er einnig starfandi sérstök kvenna- deild og öil höfum við aðstöðu í félagsheimilinu. Áður þurftum við alltaf að leigja húsnæði og það er jafnan erfitt að komast að með svo stóran hóp. Hve mörg? Venjulega erum við 62—63 talsins. Það verða oft mikii skipti á fólki. Núna er óvenjumikið af ungu fólki, sem hefur verið hér í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna verða þau ekki öll með á hljóm- leikunum eða í utanlandsferðinni. Samt er alltaf fastur kjarni, sem hefur verið með frá byrjun, en söngsveitin var stofnuð 1970,- • Styrk þú veittir Hingað til hefur Snæbjörg alltaf með lagni vikið talinu að kórnum, þegar spurningar beindust að henni sjálfri, söng hennar og öðrum störfum. En nú sleppur hún ekki lengur. — Nei, nei, ég er ekki hætt að syngja sjálf. Hefi meira að segja sungið óvenjulega mikið í vetur. Ég er líka að kenna í einkatímum, er með 14 nemendur. Sumir hafa verið hjá mér lengi, aðrir eru nýir. Við áformum nemendatónleika seinni hluta sumars. Ég sný mér að því, þegar hljómleikum söng- sveitarinnar er lokið. Ég æfi sjálf og reyni að komast út öðru hverju til að fá þjálfun. Fór síðast til Vínarborgar. Maður verður alltaf að endurnýja sig, hvort sem maður ætlar að syngja sjálfur eða kenna. — Þú hefur sungið heilmikið í vetur, er það ekki? — Jú, ég ætlaði í rauninni ekki að gera það, en svo kom löngunin aftur. Ég þori varla að segja það, en mig langar núna til að efna til tónleika. Ég var að syngja í síðustu viku fyrir danska Odd- fellowa og þá kom þetta aftur yfir mig. Ég er raunar búin að hugsa oft um það. En maður verður svo gagnrýninn með árunum — og þá missir maður kjarkinn. Álagið er svo mikið og kjarkurinn fer. — Áður en maður veit af, hefur Snæbjörg enn vikið talinu að öðrum verkefnum en eigin söng. Við erum aftur farnar að tala um kóra. Nú Karlakór Reykjavíkur, en hún hefur æft eldri félagana í vetur. — Þar eru óskaplega fínar raddir, segir hún. Þó að þeir séu kallaðir eldri félagar, eru það ekki gamlir menn, heldur líka ungir menn, sem af einhverjum ástæð- um gefa sér ekki lengur tíma til að syngja með aðalkórnum. Nú, svo hefi ég líka verið að raddþjálfa hjá yngri kórfélögum. Og ef maður kemst í gott söngvaraefni, er farið að þjálfa það upp í einsöngvara. Þetta er ákaflega skemmtilegt is haft mjöggóða tónmennta- kennslu. Það er allt annað að vinna þetta, þegar fólk þekkir nótur og kann að lesa þær. Áð vísu geta menn haft feikigóðar raddir, þótt slík kunnátta sé ekki fyrir hendi. En þá fer meiri tími í að kenna og þjálfa. En það er ómet- anlegt að syngja þannig saman í kór. Það er heilmikið félagslegt uppeldi. Söngurinn sameinar og færir frið í sálirnar. Þú ert nú ákaflega félagslega sinnuð, og átt gott með að um- gangast fólk, er það ekki, Snæ- björg? Ég hefi séð þig við af- greiðslu með manninum þínum í verzluninni Snæbjörgu vestur á Bræðraborgarstíg og sýnist þú þekkja alla? — Já, mér finnst gaman að vera í búðinni. Vesturbæingar eru svo gott fólk og notalegt. Engin takmörk virðast fyrir því, sem Snæbjörg kemur í verk. Áhuginn er alveg ótrúlegur. Og hann virðist smita út frá henni. Enda dygði áhugi hennar einnar skammt, ef fólkið í söngsveitinni legði sig ekki líka fram og teldi ekki stundirnar. Laun erfiðis síð- ustu vikurnar fá þeir svo væntan- lega á hljómleikunum í Austurbæjarbíói 16. júní og í utanlandsferðinni til Skotlands - E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.