Morgunblaðið - 14.06.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 14.06.1979, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 S víar gera viðskipta- samning við Kínver ja Frá Önnu Bjarnadóttur í Stokkhólmi Iláttsettasti fulltrúi kín- versku stjórnarinnar sem heim- sótt hefur Norðurlönd. Geng Biao. varaforsætisráðherra Kína kom með fríðu föruneyti til Svíþjóðar sama dag ok Carl Philip Edmund Bertil. krón- prins. fæddist. Biao kom tii vikudvalar en hápunktur heim- sóknar hans var undirritun viðskiptasamninxs Kína og Sví- þjóðar til fimm ára. Svíar snötígir að hoíja samskipti við Kínverja Genjí Biao o(j Ola Ullsten, forsætisráðherra, undirrituðu samnin(;inn 15. maí, dafjinn eftir að Bandaríkjamenn ojí Kínverj- ar undirrituðu viðskiptasamning sem var sá f.vrsti sem Kínverjar (jera við Vesturlönd. Aður hafa Svíar orðið aðrir í röðinni við að hefja samskipti við Kínverja en Bretar urðu á undan þeim að viðurkenna stjórn Maós á sínum tíma. Jafnaðarmenn voru þá við völd 0){ bor(íaraflokkarnir Ka(;n- rýndu ákvörðunina um að viður- kenna kommúnistastjórnina svo fljótt. Nú eru jafnaðarmenn í stjórn- arandstöðu og (ja(ínrýna gerð viðskiptasamnintisins. Þeir telja að stjórn Frjalslynda flokksins hafi látið ginnast af hinum stóra markaði í Kína og fetað of fljótt í fótspor Bandaríkjamanna. Þeir hafa einnig notað tækifærið og gagnrýnt Hans Blix, utanríkis- ráðherra, fyrir að hafa farið harðari orðum um innrás Víet- nama inn í Kambódíu en Kín- verja inn i Víetnam. Olof Palme og Sten Anderson, formaður og framkvæmdastjóri Jafnaðar- mannaflokksins, afþökkuðu kvöldverðarboð til heiðurs Kín- verjunum. Fyrrvorandi scndi- horra í Svíþjóð Ári eftir flótta Chiang Kai-shek til Formósu kom Geng Biao til Svíþjóðar með rússnesku skipi sem fyrsti sendiherra Kína. Hann dvaldist hér á árun- um 1950—1956 en gegndi sendi- herrastörfum til ársins 1967. Nú er Geng sjötugur og hefur verið áhrifamaður um utanríkismál í Kína frá 1969. Greind hans og klókindum er þökkuð löng valda- staða hans. Hann er fæddur í heimahéraði Maós, Hunan, og gekk strax 1928 til liðs við hann. Fyrir komu Kínverjanna ótt- uðust sænsk stjórnvöld að þeir yrðu með yfirlýsingar um Sovét- ríkin sem ættu ekki við í hlut- lausu landinu. Blaðamannafundi var aflýst er Finnar ákváðu að halda engan slíkan á meðan Kínverjarnir dvöldust í Finn- landi. Ótti Svíanna reyndist ástæðulaus því að Geng var hingað kominn til að ræða að- eins samskipti Svíþjóðar við Kína. Hans Blix lýsti umræðun- um sem formlegum en hrein- skilnum og sagði að ljóst væri að þjóðirnar litu ekki sömu augum á hættuna sem stafar af Sovét- ríkjunum og réttmæti aðstoðar Svía við Víetnam sem á næsta ári mun nema 400 millj. s.kr. Áhugi á sænskri tækniíramleiðslu Sænskir framleiðendur binda góðar vonir við viðskiptasamn- ing Svía og Kínverja. Kínverjar hafa fyrst og fremst sýnt áhuga á sænskri tækniframleiðslu. Geng Biao lýsti því yfir að Kínverjar ætluðu að hverfa frá uppbyggingu kjarnorkuvera og leggja frekar áherzlu á vatns- orku í framtíðinni. Á því sviði sagði hann að Kínverjar hefðu mikið að læra af Svíum. Ullsten bauð Kínverjum 1.5 milljarða s.kr. í lán sem ríkisstjórnin vonar að þeir noti sem fyrst til fjárfestingar í Svíþjóð. Svíar munu aðallega kaupa létta iðnaðarvöru frá Kína. I samningnum er grein sem veitir þeim rétt til að leggja verndar- tolia á innflutninginn svo að samkeppnin við sænskan iðnað verði ekki of hörð. Þetta er í fyrsta skipti sem Kínverjar sam- þykkja slíka grein en hún er talin Svíum mjög í hag. Tvær sýningar Miles Parnell Matstofan, „Á næstu Grösum", að Laugavegi 42, selur ekki ein- ungis hollustufæði, heldur eru húsakynni hennar einnig orðin að litlu og vinalegu „galleríi". Hver sýningin rekur aðra og er skipt um sýnendur á mánaðarfresti, þannig að hér eru menn ekkert að flýta sér. En það sem mesta athygli vekur eru gæði sýninganna, sem eru langt yfir meðallag fyrir matstað og skagar hátt í bestu sýningarsali borgarinnar. Að sjálfsögðu er það mjög hæpinn grundvöllur að geta sýn- inga á veitingastofum nema í þeim tilvikum, sem eitthvað óvenju ásjálegt er á ferðinni, sem kveikir í okkur listrýnum. Svo hefur einmitt verið um allar þær sýn- ingar, sem undirritaður hefur séð á nefndri matstofu og það væri gleðilegt, ef framhald yrði hér á, en þó er ekki víst að jafnan gefist tækifæri til að rita um sýningarn- ar. Það var óverðskuldað, að ekki skyldi vera neitt ritað um sýningu Ómars Skúlasonar í maímánuði, því að hún var um margt athyglis- verð. Er undirritaður hugðist skrifa um hana, þurfti hann óvænt að bregða sér til Kaup- mannahafnar og sýningunni var lokið, er hann kom til baka. Óhætt er að slá því föstu, að haldi Ómar áfram á sömu braut og slaki hvergi á, kemst hann fljótlega í hóp efnilegustu myndlistarmanna okkar af yngri kynslóð. — En hér var ætlunin að rita um þann, er sýnir um þessar mundir, Englendinginn Miles Parnell, — sá er auglýsingahönn- uður, er starfað hefur hérlendis sl. þrjú ár. — Það er skemmst frá að segja, að þetta er mjög notaleg sýning er kemur um margt á óvart. Parnell vinnur myndir sín- ar mjög vel og nostrar við þær með mikilli tilfinningu. Litir falla vel saman og myndbyggingin er traust og stöðug, má næstum segja að myndheildirnar falli Miles Parnell stundum líkt og flís við rass! Þetta þarf ekki endilega að skoðast sem hól, því að óaðfinnanleg mynd- bygging getur virkað ólifræn og stöð — einum of „symmetrisk", eins og við myndlistarmenn myndum orða það. Hér finnst mér að auglýsingahönnuðurinn gægist á stundum einum um of yfir öxl listamannsins. — Myndirnar eru ekki númeraðar og engin sýning- arskrá fylgir, svo ég á erfitt með að benda á ákveðnar myndir orðum mínum til áréttingar. En slíkar myndir eru í minnihluta á sýningunni, þvert á móti ber meir affínum blæbrigðum í lit og lífrænum formum, sem iðulega eru sótt í náttúrunnar ríki. Tré, blóm, fugl, fiskur, sporðdreki, hestur, kýr — allt eru þetta fyrirbæri, sem oftast koma fram ein sér einhvers staðar í byggingu mynda Milesar Parnell, og þá yfirleitt sem þungamiðja, „kontra- punktur". Ég hafði mikla ánægju af að skoða þessar myndir og hefði óskað eftir stærri sýningu og í . Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON veigameiri sýningarsal. Á einu furðar mig, og það er, að ekki skuli jafn vel gerðir hlutir ganga betur út en raun er á, því að verði er mjög stillt í hóf. Er líkast sem að fólk sækist frekar eftir því að lyfta klaufanum og klastraranum á stall frekar en að rækta það og umbuna, sem vel er gert og af næmri tilfinningu. Jóhann G. Jóhannsson Ég vil fara nokkrum orðum um sýningu Jóhanns G. Jóhannsson- ar, er hann hélt að Hamragörðum og nú er nýlokið. Jóhann er iðinn við kolann, hvað sýningar áhrærir og munu t.d. einungis fáir mánuð- ir síðan hann sýndi einhversstað- ar í Ártúnshöfða. Því miður komst ég ekki á þá sýningu og á enda óhægt um vik með að skoöa sýningar utan borgarkjarnans. Ég hefði þó gjarnan viljað sjá þá sýningu til að hafa hér einhvern samanburð. Sýningin að Hamra- görðum kom mér nefnilega um sumt á óvart og hér kemur í fyrsta skipti fram, að það er efniviður í verulega góðah myndlistarmann í Jóhanni G. Einkum kom mynd nr. 10, „Svipur", mér mjög á óvart fyrir umbúðalaus og tjáningarrík vinnubrögð. Þá voru og nokkrar smámyndir á sýningunni, er minntu sterklega á niðurlenzkar „mínatúríur" og voru mjög undir- furðulegar í tækniútfærslu allri. — Sýningin var þó í heild mjög misjöfn, en bestu myndirnar báru þess vott, að Jóhann er á réttri leið. Væri vel ef Jóhann færi sér hægar á næstunni, hvað sýningar áhrærir, því að þær eru í sjálfu sér ekkert takmark hjá góðum lista- manni, — miklu oftar ill nauðsyn. í staðinn gæti Jóhann einbeitt sér að því um nokkurt skeið að rækta af alefli sínar bestu hliðar í málaralistinni og er það trúa mín, að hann kæmi þá fram næst sem mun sterkari og hrifmeiri mynd- listarmaður. Bragi Ásgeirsson. Sigurður Líndal, prófessor: „Verkföll eru átök þar sem afli er beitt en ekki yitsmunum,, „Verkfallsrétturinn, eins og honum er beitt, brýtur niður skipulega stjórnarhætti og býð- ur heim geðþóttastjórn. Verkföll eru átök þar sem afli er beitt en ekki vitsmunum. Sá, sem telur sig ráða yfir nægilegum styrk, telur sig ekki þurfa að standa neinum reikningsskap gerða sinna eða bera ábyrgð, enda slíks ekki krafist," sagði Sigurður Líndal, prófessor við Lagadeild Háskóla íslands, þar sem hann kennir m.a. vinnurétt, í sjón- varpsþætti um kjaramálin á þriðjudagskvöld. Sigurður lauk máli sínu með því að segja að allir menn, að undanskildum nokkrum ofsafengnum en áhrifamiklum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sæju að lífskjör yrðu ekki bætt með því að stöðva atvinnulífið og eyðileggja skipulega stjórn landsins, enda færi svo að lokum að ekkert yrði eftir til skiptanna. „Ef launþegar," sagði Sigurður, „vilja bæta lífskjör sín, verða þeir að byrja á að krefja eigin forystumenn reikningsskapar gerða sinna." Sigurður sagði að svigrúm aðila vinnumarkaðarins til að beita vinnustöðvunum, verkföll- um og verkbönnum væri lítt takmarkað hér á landi og hann þekkti ekkert land, þar sem aðilar vinnumarkaðarins nytu jafnmikils fulltingis landslaga í umsvifum sínum. Sagðist hann í þessum orðum sínum einungis eiga við verkföll en fram til þessa hefði verkbönnum lítt verið beitt. Sagði Sigurður að ákvörðun stéttarfélags um verk- fall bæri öðrum félagsmönnum að hlíta og það væri því villandi að tala um verkfallsrétt, heldur ætti miklu fremur að tala um verkfallsskyldu. Sigurður sagði kjarasamning- um nánast veitt gildi sem ófrá- víkjanlegum lögum og þetta væri forráðamönnum verkalýðs- hreyfingarinnar harla ljóst, enda ósparir á að minna á styrk hennar. En þrátt fyrir þennan styrk hefði verkalýðshreyfingin náð takmörkuðum árangri við það að bæta lífskjör umbjóðenda sinna. Forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar teldu verkfalls- réttinn öflugasta vopn hennar og undirstöðu styrks hennar gagn- vart viðsemjendum sínum. Spurði Sigurður gegn hverjum verkföll beindust. Rétt væri að þau beindust gegn atvinnurek- endum en þó einungis að nokkru leyti og vitnaði í því efni til þeirra verkfallsaðgerða, sem staðið hafa yfir síðustu vikur. Sagði Sigurður að verkföll yfirmanna á farskipum, mjólk- urfræðinga, flugmanna og flug- umferðarstjóra væru framar öðru árás á aðra launþega í landinu, sem flestir væru miklu tekjulægri en verkfallsmenn. Verkfallsrétturinn, eins og hon- um væri beitt, veitti þvi einstök- um launþegahópum algerlega óeðlilega aðstöðu til áhrifa og færi til að hrifsa til sín laun langt umfram það, sem þeir ættu siðferðilega tilkall til. Tók Sig- urður í þessu sambandi dæmi af launum flugmanna og far- manna. „Verkfallsrétturinn veldur því að hugtakið frjálsir samningar verður merkingar- og mark- laust," sagði Sigurður „og með beitingu hans er stofnað í hættu ómældum verðmætum, sem eru ekki í neinu hlutfalli við þá hagsmuni, sem verkfallsmenn hafa af framgangi krafna sinna. Samningar sem eru gerðir við aðstæður, sem jafna má til fjárkúgunar eru sjaldnast haldnir, enda oftast ógerlegt, og rof á þeim ekki talin siðferðilega ámælisverð." Sagði Sigurður að þetta mætti best marka af því að allar ríkisstjórnir hefðu gengið á gerða samninga eða raskað þeim með einhverjum hætti. Samn- ingar sem þvingaðir væru fram með þessum hætti gætu skipt sköpum í öllu efnahagslífi þjóð- arinnar og þetta knúði ríkis- stjórn til afskipta af gerð kjara- Austurbæjarbíó: Rómantísk, saka- mál og blús Austurbæjarbíó hefur hafið að sýna bandarísku kvikmyndina „Söng útlagans“ (Outlaw Blues) sem gerð er eftir handriti B.W.L. Nortons. Framleiðandi er Steve Tisch en leikstjóri er Richard T. Heffron. Myndin er gerð hjá Warner Bros-fyrirtækinu. Með aðalhlutverkin fara Peter Fonda, Susan St. James, John Crawford og Lames Callahan. Myndin greinir frá Bobby nokkrum Odgen sem hefur verið dæmdur í nokkurra ára fangelsi og meðan hann afplánar dóminn fær hann tilsögn í gítarleik. Síðan fer hann að setja saman lög og þegar þekktur dægurlagasöngvari kemur í heimsókn í fangelsið leyfir hann Bobby að leika eitt laga sinna. Söngvarinn syngur síðan lag Bobbys inn á plötu og skráir það sem sitt en er Bobby kemur úr fangelsinu krefst hann höfundar- launa. Óvænt atvik leiðir til þess að lögreglan fer að elta Bobby, en söngkona nokkur, Tina Waters, hjálpar honum að fara huldu höfði. Þau gefa út plötu með lögum Bobbys og flýja loks til Mexikó þar sem þau gifta sig. INNLEIMT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.