Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 Kvikmyndaeftirlit á Nordurlöndunum: Frá fundi norrænu kvikmyndaeftirlitsmannanna í Norræna húsinu. Ljósm. Kristinn. Vaxandi ofbeldi í kvik- myndum veldur eftir- litsmönnum áhuggjum Kvikmyndaeftirlitsmenn á Norðurlöndum komu saman til fundar í Reykjavík 29. og 30. maí s.l. Aðalumræðuefnin á fundinum voru með hvaða móti kvikmyndaeftirlit gæti haft afskipti af sjónvarps- snældum og gerfihnattasendingum, auk þess sem Gustav Lindebaum frá Svíþjóð kynnti fundargestum tillögur sem upp hafa komið þar í landi um að lækka flutninggskostnað þeirra kvikmynda sem þykja góðar. Þá var rætt um kynþáttamisrétti og mismun á aldurtakmörk- um á Norðurlöndum. Ef bera á saman kvikmyndaeftirlit á Norðurlöndum eru Danmörk og ísland yfirleitt sett á sama bás gegnt hinum Norðurlöndunum. Arið 1975 voru engar kvikmyndir bannaðar á Islandi og í Danmörku en á sama tíma voru 72 myndir bannaðar á hinum þremur Norðurlöndunum, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Engar kvikmyndir eru klipptar á íslandi þar sem kvikmyndaeftir- litið hefur hvorki aðstöðu né tækni til slíks, an árið 1975 voru 52 metrar klipptir af kvikmyndum í Danmörku. en 6822 samtals á hinum Norðurlöndunum. Þar af voru 5384 metrar klipptir af kvikmyndum í Svíþjóð en 1666 í Noregi. Aldurstakmörkin lægst í Danmörku í Danmörku einu Norðurland- anna er leyfilegt að sýna kvik- myndir án undangenginnar skoð- unar kvikmyndaeftirlits, en þó aðeins börnum eldri en 16 ára. Að loknum fundi kvikmynda- eftirlitsmannanna hér náði blaða- maður tali af nokkrum þeirra, Jerker A. Eriksson frá Finnlandi, Else Germeten frá Noeregi, Jörgen Bruun Pedersen frá Danmörku og Gustav Lindebaum frá Svíþjóð. „Eitt af því sem við höfum rætt mikið um hér, er hversu miklu lægri aldurtakmörkin eru í Dan- mörku en á öðrum Norðurlönd- um,“ sagði Lindebaum. „Það er til í dæminu að mynd sem er bönnuð innan 16 ára aldurs í Noregi er bönnuð innan 12 ára í Danmörku. Það er hins vegar ekki fyrr en nú á síðustu árum að Danir hafa skorið Algjört bann má aðeins setja á klámmyndir Engin sérstök lög eru til um kvikmyndaeftirlit á íslandi en kafla um eftirlitið er að finna í lögum um vernd barna og ung- menna. I reglugerðinni segir m.a. svo: „Enga kvikmynd má sýna börnum innan 16 ára aldurs nema að undangenginni athugun sem framkvæmd sé af þar tií hæfum mönnum. Ráðherra tilnefnir, að fengnum tillögum barnaverndar- ráðs, sérstaklega þar til hæfa menn til fimm ára í senn til að annast skoðun kvikmynda. Skoðunarmenn skulu meta, hvort mynd getur haft skaðleg áhrif á siðferði eða sálarlíf barna eða á annan hátt. Skulu þeir hverju sinni ákveða, hvort mynd er óhæf til sýningar börnum innan 16 ára aldurs eða á tilteknum aldursskeiðum innan þess aldurs." Kvikmyndaeftirlitið á Islandi er skipað þremur mönnum. Tveir þeirra skulu sjá hverja mynd en sá þriðji getur gilt sem uppbótar- maður. Engin lög eru til um það á íslandi að hægt sé að meina fullorðnu fólki að sjá tiltekna kvikmynd, en slík lög finnast á hinum Norðurlöndunum. Telji kvikmyndaeftirlitið að banna beri sýningar einhverrar kvikmyndar verður það að snúa sér' til lög- reglustjóra sem síðan sker úr um það hvort hann telur viðkomandi kvikmynd hæfa til sýninga. Lög- reglustjóri getur aðeins bannaö sýningar á klámmyndum sam- kvæmt kafla í lögreglusamþykkt sem bannar að fólk hagnist af sölu eða sýningu klámmynda. Að öðru leyti er íslenska reglugerðin um kvikmyndaeftirlit víðtækara en tilsvarandi reglugerð t.d. í Danmörku. John Travolta hefur orðið til þess að hinar svokölluðu diskómyndir hafa orðið vinsælar meðal ungl- inga. Þótt margar diskómyndir sé nokkuð meinlausar og inni- haldslitlar eiga þýðendur í mikl- um erfiðieikum með slæmt orð- bragð í þeim myndum. sig svo mjög úr í sambandi við aldurstakmörkin." — En hver er tilgangurinn með þessum fundum eftirlitsmanna? „Við komum saman til þess að ræða um hlutina, hvers vegna þetta og hitt er svona og 'svona, en ekki til þess að ákveða að eitt eða neitt skuli vera á einhvern sér- stakan hátt. Okkur finnst það mjög mikils vert að skiptast á skoðunum og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig annars staðar," sagði Germeten. Kvikmyndaeftirlitsmennirnir voru sammála um það, að starf þeirra væri hvorki auðvelt né vinsælt. „En þar sem lög segja svo til um að kvikmyndaeftirlit skuli vera starfandi verður maður að reyna að gera sitt besta.“ „Það er staðreynd að ofbeldi í- kvikmyndum verður sífellt meira og meira, eftir því sem ofbeldið vex í heiminum. Kvikmyndin endurspeglar mannlífið. En það er eins og fólk verði aldrei mett af að sjá ofbeldi. Eftir því sem það verður meira og hrikalegra, því meira vill fólk sjá. En það er líka hægt að sjá strauma sem nú eru að ryðja sér til rúms í kvikmyndum, sem ætlaðar eru unglingum. Það eru Kvikmyndaeftirlitsmenn á Norðurlöndum eru sammála um að ofbeldi í myndum fari vaxandi og stefna beri að því að stcmma stigu við innflutningi og sýningu slfkra mynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.