Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 VlEP ‘<p KAFP/NO 1 I>að er ekki von að þú svona ný í starfi vitir það að fólk er óvant því á skrifstofum hins opinbera, að sagt sé takk! Það liði yfir þau heima í Grinda- vík ef þau vissu að ég sæti í baðkari með karlmanni! Hvað eru mann- réttindi? Anna Hannesson hafði sam- band við Velvakanda og hafði eftirfarandi sögu að segja: Morgun einn um kl. 11 var ég stödd við Austurstrætið og beið eftir strætisvagninum. Þá kom eldri kona út úr verslun þar rétt hjá. Konan var um það bil 65 ára og gekk mjög rólega út úr verslun- inni. Kom þá afgreiðslustúlka og eigandi verslunarinnar þjótandi út og undu sér að konunni og byrjuðu á því að rífa af henni töskuna. Mér skildist þá að þau sökuðu gömlu konuna um þjófnað. Gamla konan grét og sagði í sífellu: „Eg gerði ekkert", en afgreiðslustúlkan sagði að hún ætti eftir að borga eitthvert efni, en konan hélt í annarri hendinni á poka sem á stóð 1300 krónur. Konan tók upp veski sitt og lét eigandann fá 200 krónur sem hann tók við en er hann bað konuna að koma inn sagðist hún ekki vilja það. En það liðu 15 mínútur áður en afgreiðslustúlkan og eigandinn létu konuna fara. Margt fólk hafði safnast í kringum þau þar sem þetta var á mesta annatíma í stærstu verslunargötu borgarinn- ar. Ég hef aldrei séð svona ljótar aðfarir. Ég er útlendingur og mér hefur alltaf fundist ísland vera frjálsasta land í heiminum. En ég veit ekki hvað mannréttindi eru ef einhverjum líðst að saka eldri konu um þjófnað og stöðva hana og spyrja í þaula í mestu verslunargötu Reykjavíkur og á mesta annatíma í þokkabót. Það var auðséð á konunni að hún var enginn þjófur og ég talaði við hana á eftir. Hún var mjög miður sín, hún var hrædd og feimin, en hún sagðist ekki hafa gert neitt. Ég hef sjálf unnið í verslun og hef alltaf haldið þá reglu að ekki mætti saka við- skiptavin um þjófnað nema að vera algjörlega viss í sinni sök. Það nægir ekki að halda að við- komandi hafi stolið einhverju. Og svo mikið veit ég að þessi góðlega BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Vissulega er vafasamur mögu- leiki betri en enginn. Og venju- lega er því svíning ckki rcynd nema annað betra sé ekki fyrir hendi. En hvenær er svíning skársti kosturinn? Austur gaf, austur-vestur á hættu. Norður S. 102 H. K4 T. K10532 L. KD75 Vestur S. G H. D97632 T. 9864 L. 32 Suður S. ÁK94 H. G T. G7 Austur opnaði á einum spaða og suður stökk i þrjú lauf, sem norður hækkaði beint í fimm lauf og varð það lokasögnin. Vestur spilaði út spaðagosa. Sagnhafi spilaði spilið beint eftir sínu nefi. Hann tók fyrsta slaginn með kóng, tók trompin og svínaði síðan tígultíu. Austur tók þattvo slagi á tígul og einn á hjarta — Búið spil. Að vísu var ekki útilokað, að vestur ætti tíguldrottninguna. En eftir sögn austurs var mjög ósennilegt, að tígulsvíningin tæk- ist. En aftur á móti mátti telja öruggt, að austur ætti báða ásana. Og útspilið, spaðagosinn, blátt áfram sagði drottninguna vera á hendi austus. Og að þessu athug- uðu var hægt að vinna spilið þannig. Láta spaðatíuna undir gosann og kónginn í fyrsta slag. Taka síðan á trompás og kóng og svína spaðaníunni. Láta lága hjartað frá borðinu í spaðaásinn og trompa fjórða og síðasta spað- ann í borðinu. Þá væri undirbún- ingnum lokið og austur mætti eiga næsta slag þegar hjartakóngnum væri spilað. Hann ætti þá fárra kosta völ. -Gæti spilað öðrum hálitanna út í tvöfalda eyðu eða spilað tígli. Og þessir kostir gefa báðir ellefta slaginn. Austur S. D87653 H. Á1085 T. Ád L. 4 Hverfi skelfingarinnar Eftír Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. 63 kreppti hnefana svo að neglurn- ar skárust inn í lófann. Svo leið ósjálfrátt undrunarstuna frá brjósti hennar, þegar veran kom inn í geislann frá götuljós- inu. Enda þótt kraginn væri brettur upp var Caja ekki nokkra stund í vafa um hver þar var á ferð. Já, auðvitað þetta hafði verið röddin í sím- anum. Hún stóð grafkyrr og reyndi að vera róleg þegar hringing dyrabjöllunnar skar í eyrum. Góð stund leið svo virtist gest- urinn óboðni verða fyrir ein- hverri truflun eða hvort hann varð var einhverra mannaferða því að loks gafst hann upp og hraðaði sér á brott. Hún kveikti aftur ijósið, gekk úr skugga um að tjöidin væru vel dregin fyrir alla glugga. Hreiðraði aftur um sig í sófanum og sökkti sér ofan í Billedbiadet.. Hún hlaut að hafa sofnað. Allt í einu var hún glaðvöknuð og ieit á úrið sitt. Klukkuna vantaði fimm mínútur í eliefu. Hljóð utan úr forstofunni barst að eyrum hennar og hárin risu á höfðinu af skelfingu. Það var ljós frammi. Kirsten hafði ekki haft lykil. Þú verður hér þegar ég kem hvort eð er, hafði hún sagt. Dyrnar opnuðust hægt. Bo stóð í gættinni. Hann hvarflaði augum um stofuna og stöðvaði við Caju, ailhissa. — Bo, æpti hún ær af gieði. Hún stökk til hans, krækti höndunum um háls hans og kyssti hann tryilingslega og hjúfraði sig að honum cins og barn. Ilann iosaði sig gætilega úr faðmlaginu og spurði lágróma: — Hvar er Kirsten? — Hún er hjá ... já en Bo, af hverju ertu svona í framan? Hvað hefur komið fyrir, vein- aði hún. — Ekkert sem er í frásögur færandi, svaraði hann stutt- lega. Hann var þakinn djúpum rispum á kinnum og hálsi. — Hjá hverjum er Kirsten? — Hjá arkitektinum, sagði Caja til skýringar. — Þess vegna er ég að gæta að Lars. ó, Bo, ég hef verið svo hrædd um þig. Heldurðu að nokkur hafi séð þegar þú komst. Hann hristi höfuðið og kast- aði sér niður f stól. Caja settist á góifið við stólinn, tók um hendur hans og strauk þær gætiiega meðan hún horfði fast á hann. — Hvað hefur eiginlega kom- ið fyrir þig? spurði hún aftur. — Ég lenti í slag, svaraði hann stuttur í spuna. — Ég verð að fá mér sfgarettu. Eru þær tiJ? Ilún spratt á fætur og skund- aði að sófaborðinu, fann síga- rettu og kveikti í með borð- kvcikjaranum. Svo gckk hún aftur til Bos og settist á stól- arminn og horfði á hann til- beiðslulegu augnaráði. Hann sogaði græðgisiega að sér reyk- inn. — Hvað segir íólk hér í grenndinni? spurði hann svo. — ó, þú getur ekki ímyndað þér hvað margir eru andstyggi- iegir, sagði hún og tárin spruttu í augum hennar. — Þau trúa öll að það sért þú sem gerðir það. Ilún lagði vanga sinn að hans og hvíslaði: — En ég veit að það varst ekki þú ... — Hvað veizt þú? sagði hann hörkulcga og grcip f handlegg hennar svo að hún kveinkaði sér. — Á ég að segja þér hvernig ég fékk þessi sár í andlitið? Hún kinkaði þegjandi kolli. — Það var kvenmaður sem reif mig svona og tætti þegar ég tók hana kverkataki í nótt sem leið. Caja hrast í grát. Bo saug djúpt að sér reykinn áður en hann tók um andlit hennar og kyssti tárvota kinnina. — Ég trúi því ekki, hvfslaði hún skömmu síðar. — Þú gætir aldrei gcrt svoleiðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.