Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 15 íslendingar sækja kvikmyndahús mikiu oftar en frændur þeirra á Norðurlöndunum. Einnig hefur það komið í ljós f könnun að þáttur bandarískra kvikmynda hér á landi er mun stærri en á öðrum Norðurlöndum. Árið 1947 voru 79,5% af kvikmyndum sem hér voru sýndar bandariskar eða 376 talsins. Þáttur bandarískra kvikmynda var næstur í Svíþjóð eða 61,9% af sýndum kvikmyndum þar í landi. ástarsögumyndirnar og svokall- aðar diskómyndir sem eru orðnar vinsælar hjá ungu kynslóðinni eftir að John Travolta kom fram á sjónarsviðið. En þessar diskó- myndir geta bæði verið fallegar og grófar og fullar ofbeldi. Eitt af þeim vandamálum sem diskómyndirnar hafa innleitt er ljótt og ósæmilegt orðbragð sem þýðendur eiga í miklum vandræð- um með,“ sögðu efirlitsmennirnir. Lélegar kvik- myndir skatt- lagðar í Finnlandi Meðal þess sem rætt var á fundi kvikmyndaeftirlitsmanna var hvernig stemma skuli stigu við ofbeldi í kvikmyndum. Meðal annars var rætt um hugmyndir sem fram hafa komið í Svíþjóð um að lækka flutningsgjald þeirra kvikmynda sem þykja góðar. Einnig kynntu finnsku fulltrúarn- ir það fyrirkomulag sem uppi er þar í landi að lélegar kvikmyndir eru skattlagðar um 30%, auk þess sem rætt var um frekari leiðir sem fara mætti í baráttunni við ofbeldi í kvikmyndum. íslendingar sækja kvikmyndahús oftar en nágrannarnir í könnun sem Jesper Bruun Pedersen gerði um kvikmyndir og kvikmyndaeftirlit á Norðurlönd- unum kemur það í ljós, að saman- borið við Dani fara íslendingar mjög oft í bíó. Árið 1975 fór hver Reykvíkingur 15 sinnum í bío yfir árið, á meðan hver Kaupmanna- hafnarbúi fór 4 sinnum. Þar kem- ur einnig fram, að árið 1974 voru 199 kvikmyndir sýndar á Islandi en 204 árið 1975 sem er % hlutar af kvikmyndaframboðinu í Dan- mörku sem hefur 25 sinnum fleiri íbúa. Frá árinu 1967 til 1974 voru 42 kvikmyndahús á íslandi en flest voru þau í Svíþjóð á þessum tíma, 1329 árið 1974. Áberandi er í könnuninni, hversu miklu oftar Islendingar sækja kvikmyndahús en nágrannaþjóðir okkar. Árið 1974 fór hver íslendingur 10,8 sinnum í bíó meðan Danir fóru 3,8 sinnum, Svíar 2,9 sinnum, Norð- menn 4,5 sinnum og Finnar 2,2 sinnum. Tala kvikmyndahúsgesta hefur farið lækkandi á Norður- löndum öðrum en Islandi. Árið 1967 sótti hver íslendingur kvik- myndahús að jafnaði 10,7 sinnum en síðan fór talan lækkandi til ársins 1970. Síðan hefur kvik- myndahúsferðum Islendinga fjölgað jafnt og þétt og má senni- lega leita orsaka þess i því að nýjabrumið er farið af sjónvarpinu. „Með lagasetningu má stuðla að því að vandaðar kvikmynd- ir verði sýndar“ „Það er ákaflega gagnlegt fyrir okkur að fá tækifæri til að skipt- ast á skoðunum við kvikmynda- eftirlit hjá nágrannaþjóðum okkar. Þannig fáum við meiri yfirsýn yfir hvað er að gerast á þessu sviði úti í hinum stóra heimi. Auk okkar í kvikmynda- eftirlitinu hér sátu þennan fund Magnús Magnússon fulltrúi í menntamálaráðuneytinu og Guðr- ún Erlendsdóttir Iögfræðingur en þau eiga bæði sæti í nefnd sem skipuð hefur verið til að endur- skoða íslenzk lög um kvikmynda- eftirlit," sagði Hulda Valtýsdóttir, einn hinna íslensku kvikmynda- eftirlitsmanna. „Þróun í þessum málum er ör eins og víða. Nýir fletir koma fyrr upp á Norðurlöndum en hjá okkur svo við getum notfært okkur reynslu manna þar að svo miklu leyti sem hún samræmist íslenzk- um aðstæðum — bæði varðandi kvikmyndir ætlaðar börnum, unglingum og fullorðnum. Solshenitsyn sagði í frægri ræðu nú í vetur, sem birt var í Morgunblaðinu, að ýmislegt væri varhugavert meðal vestrænna þjóða í sambandi við þróun kvik- myndaiðnaðarins og átti þá sér- staklega við þau spillandi áhrif sem vaxandi framleiðsla ofbeldis- kvikmynda gæti haft á ungt fólk. Og þá er auðvitað gerður glöggur greinarmunur á kvikmyndaiðnaði og kvikmyndalist. Ég held að það sé full ástæða til þess að fólk almennt taki afstöðu til þessa. Yfirleitt þykir ekki ákjósanlegt að viðhafa skýlaus boð og bönn í sambandi við sýningar á kvik- myndum og okkar hlutverk er ekki fólgið í öðru en banna sýningar fyrir börn yngri en 16 ára, en við getum því miður lítið gert til að örva kvikmyndahúseigendur til að taka til sýningar góðar barna- myndir, þótt það væri æskilegt. Hins vegar má með lagasetn- ingum á ýmsan hátt stuðla að því að vandaðar og góðar kvikmyndir veljist til innflutnings bæði fyrir börn og fullorðna og það hefur verið gert bæði í Finnlandi og Svíþjóð. Ef samstaða um þetta næst meðal þeirra þjóöa þar sem mark- aðurinn er stærstur, má vænta þess að slíkt geti orðið framleið- endum leiðarvísir og aðhald." r.m.n. Röskur mán- udurí „glaón- inginn” SKATTSKRÁIN í Reykja- vík verður lögð fram síðast í júlímánuði, væntanlega á tímabilinu 25. til 31. júlí, að því er Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, tjáði Morgunblaðinu í gær. Sagði Gestur þetta vera svipaðan tíma og verið hefði undanfarin ár. Skattstjóri sagði að miklar hækkanir væru á gjöldum frá því sem var í fyrra, enda væru laun miklu hærri, en að öðru leyti yrði það með svipuðu sniði og undanfarin ár. Tökum m.a. handsnyrtingu andlitsböö og vax meöferð. húöhreinsun Ath. 15% afsl. af litun húöhreinsun plokkun fyrir skólafólk. Snyr,is.°,an HRUND Sími 44088, j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.