Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 t Fósturfaöir minn og bróöir, GÍSLI SIGURÐSSON bóndí Búlandi í Skaftártungu, lézt á Vffilsstaðaspítala, þriöjudaginn 12. júní 1979. Siguróur Péturason, Póll Sigurösson. SVEINN SIGURÐUR HARALDSSON fró Tandrastööum í Noröfiröi, lézt að Elliheimilinu Hlévangi í Keflavík 12. júní. Guörún Haraldsdóttir, Áslaug Ólafsdóttír. SigurðurB. Gröndal rithöfundur - Minning Fæddur 3. nóv. 1903. Dáinn 6. júní 1979. Kveðja frá Félagi framleiðslumanna. Þeir hverfa óðum af vettvangi dagsins brautryðjendurnir í starfi og skóla okkar framreiðslumanna. Með þessum fátæklegu kveðjuorð- um vil ég fyrir hönd Félags framreiðslumanna votta hinum látna virðingu og þakklæti. Sigurður B. Gröndal var fæddur í Ólafsvík 3. nóvember 1903, sonur hjónanna Benidikts Þorvalds- sonar Gröndal og Sigurlaugar Guðmundsdóttur. Árið 1922 hóf hann nám í framreiðslu á Hótel íslandi, starfaði síðan að iðn sinni á skipum Eimskipafélags Islands, Hótel Borg — þar sem hann var yfirframreiðslumaður, Hressingarskálanum og Café Höll. Á Hótel Valhöll var hann hótel- stjóri árum saman. 1932 gekk Sigurður í stéttarfélag fram- reiðslumanna, sem þá nefndist Matsveina- og veitingaþjónafélag íslands. Hann var alla tíð mjög virkur í félagsstarfinu og gegndi þar fjölda trúnaðarstarfa, var m.a. formaður félagsins 1933 og síðan aftur 1941 til 1946, var formaður prófnefndar 1952 til 1954, svo eitthvað sé nefnt. Árið 1964 var Sigurður valinn fyrsti heiðursfélagi Félags framreiðslu- manna. Þekking Sigurðar á öllu því er varðar veitinga- og gistihúsa- rekstur var mikil, bæði bóklegum þáttum sem og verklegum. Því var það að sjálfsagt þótti að leita til Sigurðar er Matsveina- og + Bróöir minn, HARALDUR WEYSE HALLGRÍMSSON, fyrrverandi bakari, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn, 15. júní kl. 3. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Guöbjörg Hallgrímsdóttir. Bróöir okkar. + GUDMUNDUR MARTEINSSON, Öldutúni 2, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 15. júní kl. 2 e.h. Fyrir hönd systkina hins látna og annarra aðstandenda, Marta Marteinsdóttir. + Útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður okkar, SÓLVEIGAR JÓHANNSDÓTTUR, Ásvallagötu 65, fer fram föstudaginn 15. júní kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Guömundur Halldór Guömundsson Óskar Guömundsson, Friörik Guömundsson, Sigríöur Sigurjónsdóttir, Guömundur J. Guðmundsson, Elín Torfadóttir, Jóhann Guðmundsson, Kristín Þorsteinsdóttir og barnabörn. + Útför fööur okkar og tengdafööur, JÓHANNS KARLSSONAR, fyrrv. stórkaupmanns, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 15. júní kl. 13.30. Hjördís Jóhannsdóttir, Marinó Davíösson, Ólöf Jóhannsdóttir, Guðmundur Sigurösson, Guörún Jóhannsdóttir, Ásgeir Helgason, Karl Jóhannsson, Sveiney Sveinsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ALEXANDER MAGNÚSSON, Faxabraut 1, Keflavík, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 15. júní kl. 2 e.h. Ólafía Haraldsdóttir, Eygló Alexandersdóttir, Ragnar Hauksson, Gunnar Alexandersson, Jenný Wolfram, Sæmundur Alexandersson, Rut Þorsteinsdóttir, Haraldur Alexandersson, Halldóra Jónsdóttir, Alma Alexandersdóttir, Guömundur Þórir Einarsson og barnabörn. Kristín Egilsdóttir — Minningarorð Kristín Egilsdóttir var fædd að Laxamýri í Þingeyjarsýslu hinn 22. nóvember 1897 og var því á áttugasta og öðru aldursári, þegar hún lézt hinn 5. júní s.l. eftir að eins sólarhrings legu á sjúkrahúsi. Andlát hennar kom vinum hennar og vandamönnum því á óvart enda hafði hún nýlega glaðst í þeirra hópi við fermingu og brúðkaup frænkna sinna tveggja. Kristín var dóttir hjónanna Arnþrúðar Sigurðardóttur og Egils Sigurjónssonar, gullsmiðs og bónda. Þau Arnþrúður og Egill bjuggu allan sinn búskap, um þrjá áratugi, að Laxamýri. Foreldrar Kristínar voru af þekktum þingeyskum og eyfirzkum ættum sem alkunna er. Kristín var þriðja barn foreldra sinna, eldri voru Snjólaug og Sigurður, en yngri þeir Sigurjón, Stefán Gunnbjörn og Jóhannes. Kristín ólst upp í foreldrahúsum við hinar beztu aðstæður. Laxamýri var þá eitt mesta höfuðból landsins og í tíð þeirra Arnþrúðar og Egils var heimilið rómað fyrir hlýju og eindrægni jafnt húsbænda sem hjúa. Það kom í hlut Kristínar kornungrar að gæta yngri bræðra sinna þriggja. Enda þótt þeir yrðu síðar einhver hin mestu prúð- menni, sem ég hef fyrir hitt, er mér sagt, að í æsku hafi þeir eins og ungra sveina er siður verið tápmiklir í meira lagi og hafi Kristín því átt fullt í fangi með að gæta þeirra. Kom þá þegar í ljós frábær lagni hennar við börn og brá hún oft á það ráð þegar þurfti að stilla þá bræður að segja þeim sögu og lék þá söguhetjur um leið og sagan var sögð. Lærðu bræður fljótt þær sögurnar, sem oftast voru sagðar og mátti stóra systir í engu hnika hvorki orðalagi né raddbrigðum ef hún vildi sleppa við leiðréttingar þeirra bræðra. Heimiliskennsla var alla tíð á Laxamýri og naut Kristín hennar sem önnur börn á heimilinu. Á unglingsárum stundaði hún einnig nám í kvöldskóla á Akureyri vetrarlangt. Veturinn 1917—18 dvaldist Kristín í Reykjavík og var þá í vist hjá Christensen lyfsala í Reykjavíkur spóteki. Þennan vetur hélt hún fróðlega dagbók og kemur þar meðal annars fram að ungir Þingeyingar í Reykjavík héldú þá mjög hópinn og virðist heimili Sigurðar Jóns- sonar frá Yzta-Felli, ráðherra, hafa verið eitt helzta athvarf hópsins. Um vorið lagði Kristín land undir fót og gekk ásamt vinkonu sinni, Málfríði Jónsdóttur frá Klömbrum alla leið heim að Laxamýri og munu þær vinkonur hafa verið hálfan mánuð á göng- unni. í annað sinn dvaldist Krisín vetrarlangt í Reykjavík, sennilega veturinn 1919—20. Hún bjó hjá Þuríði Jónsdóttur hjúkrunarkonu en lærði listsaum hjá nunnum í Landakoti og orgelspil hjá Kjartani Jóhannssyni. Þetta haust veiktist Kristín hastarlega af innflúensu eins og ýmsir utan- bæjarmenn, sem ekki höfðu verið í Reykjavík, þegar spánska veikin + Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, BJÖRNSJÓNSSONAR, fyrrum bónda í Laugahlfö, Svarfaröardal. Börn og aörir vandamenn. f Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hluttekningu viö fráfall og jaröarför, MARÍU ALBERTSDÓTTUR, Uröarstig 3, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir sendum viö starfsfólki á Sólvangi. Kristinn J. Magnússon, börn, tengdabörn og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Sími 81960 + Innilegar þakkir fyrir vinarhug og hlýju til okkar vegna fráfalls móöur og tengdamóður, VILHELMÍNU BALDVINSDÓTTUR, Njarövíkurbraut 32, Innri Njarövík. Páll Krístinsson, Sigrún Óladóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. gekk árið áður. Mun hún aldrei hafa náð sömu líkamshreysti eftir þessa legu. Á þessum árum dvöld- ust jafnan erlendir laxveiðimenn á Laxamýri að sumarlagi. Var Kristín stundum matselja þeirra og gat sér hið bezta orð við þessa iðju eins og allt annað, sem hún tók sér fyrir hendur. Einn þessara manna, Parsons að nafni, bauðst til að útvega henni vetrardvöl í Skotlandi, og varð það úr, að veturinn 1922—23 var Kristín í Edinborg og bjó þá hjá presthjón- um í góðu yfirlæti unz hún kom heim um sumarið. Parsons þessi var mikið tryggðartröll og sendi Kristínu jólagjöf um hver jól meðan hann lifði. Segir þetta meira en mörg orð um þá miklu ástúð og vinarþel, sem Kristín átti svo auðvelt með að vekja í hug- skoti þeirra, sem hana þekktu. Árið eftir heimkomuna lézt Egill, faðir Kristínar, langt um aldur fram. Var hún þá mikil stoð móður sinnar er bjó ásamt börn- um sínum að Laxamýri fram til 1928, er þau fluttust þaðan alfarin. Þær mæðgur settust þá að á Akureyri og varð Kristín þá matráðskona við heimavist menntaskólans næstu þrjú árin (1928—31). Má enn lesa í skóla- skýrslum innileg þakkarorð Sigurðar skólameistara til Kristínar fyrir frábæra frammi- stöðu í þessu starfi. Vetrardvölin í heimavistinni kostaði þá um 400 krónur á mann og komst niður í 383 krónur síðasta ár Kristínar. Þó var matur nægur og góður og þyngdust heimilispiltar meira en aðrir skólasveinar að sögn meistara. Eitt ár var Kristín ráðskona hjá Jóni Stefánssyni ritstjóra á Akur- eyri, en vann síðan í sápugerðinni Sjöfn í 14 ár, lengst áf verkstjóri. Á þessum árum bjuggu þær mæðgur lengst af að Brekkugötu 30. Árið 1947 byggðu þeir bræður Sigurjón og Jóhannes myndarlegt íbúðarhús að Nökkvavogi 6 í Reykjavík og fluttust Kristín og Arnþrúður þá til þeirra. Bjó Kristín móður sinni og bræðrum hið elskulegasta heimili og vann því í þrjátíu og tvö ár. Arnþrúður lézt í hárri elli, níutíu og sjö ára, árið 1963. Var hún rúmföst nokkur síðustu árin og naut þá frábærrar umönnunar Kristínar og þeirra bræðra. Kristín var fremur lágvaxin kona, björt yfirlitum, sviphrein og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.