Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JULl 1984 „Framleiðsluráð ákveði ekki hvað fólk borðar“ — segir Geir Gunnar um viðbótarálagningu „MÉR FINNST keimurinn af þessu vera sá að þessum mönnum ofbjóði það hvað nevsla á kjúklinga- og svínakjöti hefur aukist mikið sem auðvitað kemur niður á lambakjöts- neyslunni. Með þessu geta þeir stöðvað aukningu í þessum búgrein- um. Ég er alfarið á móti því að Framleiðsluráð ákveði það hvaö Geirsson eggjabóndi á kjarnfóðurgjaldi fólkið í landinu borðar,“ sagði Geir Gunnar Geirsson eggjabóndi á Vallá á Kjalarnesi í samtali við Morgun- blaðið er álits hans á nýsamþykktri 70% hækkun kjarnfóðurgjalds var leitað. Geir Gunnar er félagi í nýstofn- uðu Félagi alifuglabænda en sagði Guðni K. Gunnarsson verkfrœðingur látinn Guðni K. Gunnarsson, verkfræð- ingur, lést í gærmorgun á heimili sínu í Bandaríkjunum 58 ára að aldri. Guðni fæddist í Vestmannaeyj- um 25. október 1925, sonur hjón- anna Gunnars Marels Jónssonar, skipasmíðameistara, og konu hans, Sigurlaugar Pálsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og Beng-prófi frá McGill Univers- ity, Montreal, 1950 og Meng-prófi í efnaverkfræði frá sama skóla 1952. Starfaði sem verkfræðingur hjá Fisheries Research Board of Canada, Technological Station í Halifax 1952—54 og 1957—59. Starfaði hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna í Reykjavík 1962—63 og hjá Coldwater Sea- food Corporation, Nanticoke, Maryland, í Bandaríkjunum 1954-56 og 1960-61. Gerðist verksmiðjustjóri verksmiðjunnar þar 1963 og gegndi þeirri stöðu til 1%8 er hann gerðist verksmiðju- stjóri í verksmiðjunni í Cam- bridge, Maryland. Guðni var meðal þekktustu manna á sviði fiskiðnaðar í Bandaríkjunum. Eftirlifandi kona hans er Em- ilía Eygló Jónsdóttir frá Vest- mannaeyjum og eignuðust þau tvö börn. að ekkert samráð hefði verið haft við félagið vegna þessarar gjald- töku og félagið ætti heldur ekki fulltrúa í nefnd þeirri sem gera ætti tillögur um endurgreiðslu kjarnfóðurgjaldsins. Sagði hann að með þessu fyrirkomulagi væri verið að koma á nokkurs konar kvótafyrirkomulagi á þessar bú- greinar án samráðs við þær. Menn mættu kaupa kjarnfóður með lægri kjarnfóðurskattinum miðað við fóðurkaup undanfarin tvö ár. Möguleikar væru á allskonar sukki í þessu kerfi og hætta á að nefndin mismuni mönnum við endurgreiðsluna þannig að sum bú fengju ekki tækifæri til að þróast og auka við sig en önnur fengju viðbót eftir einhverri hentisemi. Sagði Geir Gunnar að það væri mikill misskilningur að þessi gjaldtaki næði yfirlýstum tilgangi sínum sem væri að draga úr mjólkurframleiðslunni. Til þess þyrfti að hækka gjaldið miklu meira en nær væri að framfylgja því kvótakerfi sem heimild væri til. Geir Gunnar sagðist hafa stefnt landbúnaðarráðherra, Fram- leiðsluráði og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs vegna kjarnfóður- gjaldsálagningarinnar sem upp- haflega var lögð á með bráða- birgðalögum 1980. Sagðist hann telja álagninguna ólögmæta og gera kröfu um endurgreiðslu, meðal annars vegna ólöglegrar ráðstöfunar kjarnfóðurgjaldsins og þess að gjaldtakan stangaðist á við stjórnarskrána. Stefna Geirs Gunnars var þingfest 24. maí sl. fyrir bæjarþingi Reykjavíkur en stefndu hafa fengið frest til að skila greinargerð í málinu fram i september. Leiðangursmenn um borð f „Galathée" f Akraneshöfn. Gera kvikmynd um „Pourquoi pas?“ HÉR á landi er staddur 10 manna hópur Frakka f þeim tilgangi að gera hcimildarkvikmynd um frönsku rannsóknaskútuna „Porquoi pas?“ sem fórst út af Mýrum fyrir um 48 árum með öllum sem um borð voru nema einum. Leiðangursstjóri var dr. Charcot, beimsfrægur vísindamaður, og á kvikmyndin að fjalla mikið um hann. Hluti Frakkanna kom með 15 tonna seglskútu, „Galathée", og eru þeir með aðstöðu á Akranesi og í Straumfirði á meðan þeir dvelja hér. Leiðangursstjóri er Jean Yves Blot, fornleifafræðingur, en með í ferð eru m.a. kafari, ljósmyndari og kvikmyndatökumenn. Á mánu- dag köfuðu Frakkarnir ásamt ís- lenskum aðstoðarmönnum sínum við skerið Hnokka fyrir utan Straumfjörð þar sem skipið fórst, en fundu ekki neitt úr þvi en vitað er að eitthvað úr skipinu er enn þarna, meðal annars voldugar ank- erisfestar. Svanur Steinarsson í Borgarnesi fór með Frökkunum á skútunni til Straumfjarðar á mánudag sem leiðsögumaður, og tók hann þá meðfylgjandi myndir. Leiðangursstjórinn setur flugmódel á loft, en það var með kvikmyndatökuvél- ar innanborðs og varð notað til að taka myndir af skútunni fyrir utan Straumfjörð og af slysstaÖnum. Morgunbladid/Svanur Steinarsson. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Drukknaði í Elliðaánum DRENGURINN, sem fórst í Ell- iðaánum síðdegis á mánudag, hét Friðþjófur Ingi. Hann var 9 ára gamall, fæddur 26. marz árið 1975. Foreldrar hans voru Elísabet Ingvarsdóttir og Sverrir Frið- þjófsson, til heimilis að Eyja- bakka 9 í Reykjavík. Friðþjófur Ingi var í miðið af þremur bræðr- um. Tekinn með 60 grömm af amfetamíni MAÐLR var tekinn höndum á Kefla- víkurflugvelli á laugardag vegna meints smygls á 60 grömmum af am- fetamíni, sem fundust í fórum hans við tollskoðun. Maðurinn var að koma frá Lúx- emborg og var úrskuröaður á sunnu- dag í gæsluvarðhald til 20. þessa mánaðar. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni. þágu settir þess af þeim sökum að segja upp kjarasamningum. Þarna kemur margt til, á einhverjum sviðum hefur orðið launaskrið og einnig hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir í þágu þeirra sem verst eru settir með hækkun á tryggingarbótum, með sérstök- um barnabótum og mjög um- fangsmiklum aðgerðum í þágu þess fólks sem stendur höllum fæti. Þetta var gert í samkomu- lagi við ASÍ. Þessar ráðstafanir verður auðvitað að taka með þegar verið er að meta breytingu kaupmáttar. Það er hrein blekking að koma núna og segja: Við reiknum þetta ekki með, að vísu sömdum við um þetta við ykkur, þið féll- ust á þetta að okkar beiðni, en við ætlum ekki að reikna þetta með þegar meta á kaupmáttinn. Það er ekki heil brú í málflutn- ingi af þessu tagi. Það eru engin kaupmáttarrök fyrir uppsögn samninga, það eru þá einhver önnur rök eða annar tilgangur sem menn sjá í því.“ — Áttu von á að bann við vísi- tölutengingu launa nái fram að ganga í viðræðum stjórnarflokk- anna í ágústmánuði? „Ég held að það sé mjög víð- tæk samstaða um að halda áfram stöðugu gengi og bann við vísitölutengingu launa er mjög samtvinnuð þeirri stefnu. Ef gef- ið verður eftir á öðrum hvorum vígstöðvunum þá fellur hin, og þá fengjum við aftur gamal- kunna óðaverðbólgu, sem ekki er ósk launafólks í landinu." Vísitölukerfíð ekki í þeirra sem verst eru „ÞVÍ ER FYRST að svara að þetta persónulega hnútukast vegna minna fyrri starfa er auðvitað ekki svaravert og fyrir neðan virðingu forseta Alþýðusambandsins að grfpa til málflutnings af þessu tagi,“ sagði Þor- steinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins þegar blaðamaður Morgun- blaðsins bar undir hann ummæli Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ í samtali við Morgunblaðið í gær. En þar gagnrýnir Ásmundur orð Þor- steins Pálssonar, þess efnis að nauðsynlegt sé að framlengja banni við vísitölutengingu launa, og koma þannig í veg fyrir verðþenslu. Ásmundur sagði meðal annars: „Hún gefur nánast til kynna að hann eigi erfitt með að stíga upp af stóli Vinnuveitendasambandsins, þó hann sé búinn að færa sig annað." — Forseti ASÍ telur að bann við vísitölutengingu launa sé skerðing á mannréttindum? „Það er ekki verið að tala um skerðingu á samningsfrelsi eða takmörkun á því að menn í kjarasamningum reyni að við- halda kaupmætti. Launþegar og vinnuveitendur eru frjálsir að leggja hvaða viðmiðanir sem er til grundvallar í sínum samning- um og í þessu felst ekki á neinn hátt skerðing á samningsfrelsi. Það kom greinilega í ljós í vetur sem leið að bæði launþegar og vinnuveitendur voru tilbúnir að gera kjarasamninga undir nýj- um kringumstæðum og gerðu þá með öðrum hætti en áður hafði tíðkast, einmitt út frá því að þeir voru að reyna að tryggja eða viðhalda ákveðnum kaupmætti. Þetta er mönnum frjálst að gera. Hinu verða menn að gera sér grein fyrir að þessi sjálfvirkni í hagkerfinu, vísitölubinding á öll- um sviðum, keyrði upp verðbólg- una og hún færði launþegum engar kjarabætur — hún var engin trygging fyrir kaupmætti, sem rýrnaði jafnt og þétt þrátt fyrir vísitölukerfið. Ég hygg að það sé samdóma álit flestra að það sé miklu áhrifameiri kaup- máttartrygging að viðhalda stöðugu gengi og þessir tveir þættir eru samtvinnaðir, að viðhalda stöðugu gengi og hafa ekki vísitölutryggingu. Það sem ég er einfaldlega að segja er að mikilvægt er að halda áfram á sömu braut." — Björn Þórhallsson, vara- forseti ASÍ, hefur sagt að þessi yfirlýsing þín sé ótímabær? „Þetta er auðvitað fráleitt. Menn ættu miklu fremur að meta það að ekki er komið aftan að þeim, heldur viti fyrirfram að hverju er verið að vinna." — Forustumenn launþega- hreyfinganna hafa margir hald- ið því fram að þeir hópar sem minna mega sín verði helst út undan þegar vega þarf upp á móti verðhækkunum og vísa þá til banns við vísitölutengingu launa? „Þetta er auðvitað alrangt og ég held að engum hafi blandast hugur um að vísitölukerfið mældi á engan hátt í þágu þeirra sem lakast voru settir. Ég hef ekki heyrt neinn forustumann verkalýðsfélags né nokkurn mann halda því fram að það hafi mælt þeim verst settu í hag. Það er búið að gera verulegar ráð- stafanir í þágu þessa fólks, þó að það gleymist og Morgunblaðið muni ekki eftir því í leiðara- skrifum." — Ásmundur Stefánsson hef- ur lýst því yfir að laun þurfi að hækka um 7% þann 1. septem- ber nk. í stað þriggja prósenta, til að kaupmáttur haldist óbreyttur miðað við fjórða árs- fjórðung síðastliðins árs? „Þetta er rangt. Hagtölur sýna að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna verður sá sami seinnihluta þessa árs eins og í upphafi, þannig að það eru engin rök til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.