Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 Líbanon: Líf að færast í eðlilegt horf Beirút, 10. júlí. AP. YFIRVÖLD í LÍBANON eru farin að búa sig undir að taka við stjórn í fjöllunum þar sem drúsar halda til, eftir velheppnaða valdatöku í austur- og vesturhlutum Beirút. Amin Gemayel átti tveggja stunda viðræður í dag við Rashid Karami, forsætisráðherra, og leið- toga shíta, Nabih Berri, um vandamál Líbanon, en leiðtogi drúsa, Walid Jumblatt, var ekki viðstaddur. Átta erlend skip sigldu inn á líbanskar hafnir í dag, með ýmsan vaming, s.s. korn, járn og pappír. Flugvöllurinn í Beirút opnaði aft- ur á mánudag eftir að hafa verið lokaður i fimm mánuði. Opnun hans hafði tafist vegna mótmæla sem fjölskyldur gísla, sem hurfu í borgarastríðinu, héldu uppi í fjóra daga. Fulltrúar fjölskyldnanna ræddu við Amin Gemayel, forseta, og ákváðu eftir það að fjarlægja vegatálma af götum nálægt flug- í Frakklandi hefur víða verið máluð mynd af arabískum olíukóngi á mörgum bensínafgreiðslustöðvum, eins og sjá má af þessari mynd frá bænum Colmar í héraðinu Elsass. Þannig eru ökumenn minntir á áhrif araba í olíumálum í hvert skipti sem þeir láta fylla tankinn hjá sér. vellinum og hætta mótmælum. Talsmaður flugfélagsins í Beir- út sagði að áætlunarflug til og frá Evrópu og Miðausturlöndum væri að komast i eðlilegt horf þó að ekki hafi verið mikil umferð fyrsta daginn. Lögreglan í Líbanon tilkynnti á sama tíma að líbýska sendiráðs- manninum, sem rænt var af hópi stuðningsmanna Sadrs, hefði ver- ið sleppt nálægt landamærum Sýrlands og Líbanon. Ræningj- arnir kröfðust þess að allir Líbýu- menn í landinu yfirgæfu það hið snarasta og þegar Feitouri var sleppt, höfðu flestir sendiráðs- menn Líbýu og starfsmenn líb- ýsku útvarpsstöðvarinnar yfirgef- ið landið. Taiwan: 133 námamenn lokaðir inni Tmipei, Taiwan, 10 júll. AP. BJÖRGUNARSVEIT reynir nú að bjarga 133 námamönnum, sera lok- aðir eru í námagöngum skammt frá Taipei, eftir að eldur braust út í kolanámunni í morgun. Er þetta í annað sinn sem eldur Washington-Moskva: Endurbætur á neyðarlínunni Washington, 10. júlL AP. SOVÉSK sendinefnd fer til Wash- ington í lok vikunnar til að ræða við bandaríska embættismenn um leiðir til að bæta neyðarlínuna milli land- anna. Þessu beina sambandi milli Washington og Moskvu var komið á fyrir um 20 árum á dögum kalda stríðsins til að draga úr hættunni á kjarnorkustyrjöld vegna mis- skilnings, en tækjabúnaðurinn þykir orðinn nokkuð úreltur. verður laus í kolanámu á Taiwan á stuttum tíma. Björgunarsveitarmenn sögðu að verið væri að dæla hreinu lofti þangað sem námamennirnir eru innilokaðir, en möguleikarnir á að bjarga þeim færu hraðminnkandi. Námamennirnir eru 2,2 km. frá námuopinu, en námagöngin hafa hrunið á nokkrum stöðum. Forsætisráðherra Taiwan, Yu Kuo-Hwa, sem sjálfur hefur tekið við stjórn hjálparstarfsins, hótaði í dag að loka öllum þeim námum í landinu, sem fullnægðu ekki ör- yggisskilyrðum, og sagði það einu gilda hvort það kæmi niður á kola- framleiðslunni. Ættingjar þeirra námamanna sem lokaðir eru inni í námugöng- unum söfnuðust saman ásamt öðr- um námamönnum úr nágrenninu fyrir utan kolanámuna eftir að eldsins varð vart. Lögreglan kvaðst ekki vilja staðfesta þann orðróm að fimm námamenn hafi af eigin rammleik komist úr námunni. Lorraine Downes frá Ástralíu krýnir Yvonne Ryding frá Eskilstuna í Svíþjóð Ungfrú alheim. 1 vw m Sls *.: i , hm: ^ - • - ■ > m i Ungfrú „Ungfrú UNGFRÚ Svíþjóð, Yvonne Ryding, 21 árs gömul, bar sigur úr býtum í keppninni um titilinn Ungfrú al- heimur (Miss Universe) á Miami í Flórída, en úrslitín voru tilkynnt sl. mánudagskvöld. f öðru sæti hafnaði ungfrú Suður-Afrika, Tisha Snyman, 20 ára, og í þriðja sæti ungfrú Venesúela, Carmen Maria Montiel, 19 ára. Fulltrúi ís- lands í keppninni, Berglind Jo- Svíþjóð kjörin alheimur 1984“ hansen, fegurðardrottning Islands, komst ekki í úrslit. í samtali við blm. Mbl. í gær sagði Þórir Gröndal, fréttaritari Mbl. á Miami, að keppninni hefði verið sjónvarpað um heim allan og er talið að um sjö hundruð milljónir manna hafi fylgst með henni. Um þrjú hundruð og fimmtíu blaðamenn voru við- staddir þegar úrslitin voru til- kynnt. Berglind Johansen hélt í gær til New York ásamt Baldvini Jónssyni, fulltrúa Miss Uni- verse-keppninnar á íslandi, þar sem þau munu ræða við erlenda snyrtivöruframleiðendur, mód- elsamtök og kvikmyndafram- leiðendur sem sýnt hafa áhuga á að fá Berglindi til liðs við sig. Afganistan: V arnarmálar áðher rann skaut og særði sam- göngumálaráðherrann Nýju Delhi, lO.júlí. AP. ABDUL Qadel, varnarmálaráðherra Afganistans, skaut og særði sam- göngumálaráðherra landsins, Mo- hammad Watanjar, f sfðustu viku, eftir að komið hafði til harðra deilna milli tveggja helztu fylkinganna inn- an afganska kommúnistaflokksins. Atburður þessi átti sér stað í höfuðborginni Kabúl og varpar ljósi á þær miklu deilur, sem átt hafa sér stað að undanförnu milli Khalq og Parcham, aðal fylk- inganna f kommúnistaflokknum. Watanjar er einn helzti foringi Khalq, sem er andvíg sovézka hernáminu í Afganistan, en Qadel er í hópi forystumanna Parcham, sem styður sovézka hernámsliðið. Babrak Karmal, forseti Afganist- ans, tilheyrir sjálfur Parcham- fylkingunni. Átök innan afganska kommún- istaflokksins hófust í sfðasta mán- uði og hafa margir forystumenn flokksins og embættismenn stjórnarinnar verið drepnir i þeim. Uppreisnarmenn gegn stjórn- inni f Kabúl hafa haft sig mikið í frammi að undanförnu. Þannig skutu þeir tveimur flugskeytum á útvarpsstöðina þar 8. júlf og eitt flugskeyti lenti á hliði bandaríska sendiráðsins, sem er aðeins 100 metra f burtu. Engin slys urðu þar á fólki. Uppboði frestað á dagbókum Guevaras London, 10. júlí. AP. ALLAR líkur eru á, að frestað verði uppboði á dagbókum argentínska byltingarmannsins Ernesto „Che“ Guevaras, sem fara átti fram í næstu viku. Hefur verið kveðinn upp réttarúrskurður þar að lútandi í deilu bólivísku stjórnarinnar og Southeby’s-uppboðsfyrirtækisins. í júnímánuði sl. kvað hæsta- réttardómarinn sir Christopher Staughton upp úrskurð, þar sem lagt var bann við þvf, að bæk- urnar yrðu settar á uppboðið 16,—17. júlí. Á fundi sem sir Staughton hélt í gær með lög- fræðingum málsaðila mælti hann svo fyrir, að bannið gilti þangað til málið kæmi fyrir rétt. Ef uppboðsfyrirtækið hyggst fara dómstólaleiðina, er útilok- að, að banninu verði aflétt fyrir uppboðsdaginn. Talsmaður Southeby’s sagði, að fyrirtækið hefði ráðfært sig við seljanda dagbókanna og hygðist nú fara fram á tafar- lausa niðurfellingu uppboðs- bannsins. Talsmaðurinn sagði enn frem- ur, að gengið hefði verið úr skugga um, að bækurnar væru ófalsaðar, og væri það hafið yfir allan vafa. Kvað hann fást fyrir þær milli 250 og 400 þúsund pund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.