Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLl 1984 25 jr Matthildur Agústs- dóttir — Minning Fsdd 28. júlí 1900. Diin 18. júní 1984. Nú þegar jarðvistardögum tengdamóður minnar, Matthildar Ágústsdðttur, er lokið, vil ég minnast þessarar góðu konu með nokkrum orðum. Matthildur var fædd í Staka- gerði í Vestmannaeyjum 28. júlí árið 1900. Foreldrar hennar voru Guðrún Þorsteinsdóttir og Ágúst Gíslason, útvegsmaður, sem byggðu sér myndarlegt heimili, Valhöll, þar sem Matthildur ólst upp með systkinum sínum. Jafnan var þar mannmargt, eins og títt var hjá útvegsbændum þess tíma, og varð hún því snemma að taka til hendinni við heimilisstörfin. Þetta var harður skóli hverjum unglingi en gagnlegur og þar margt numið, sem kom sér vel að kunna síðar, þegar til eigin heim- ilis var stofnað. Þar naut Matt- hildur tilsagnar móður sinnar i matargerð, en hún var orðlögð matreiðslukona, sem fengin var til eftirlits og umsjónar, þegar opin- berar veizlur voru haldnar í Eyj- um. Þetta og margt fleira nam Matthildur með ágætum, sem kom vel í ljós í hennar búskap, sem stofnað var til á kreppuárunum; þegar útsjónarsemi og nýtni var aðal hverrar húsmóður, en í hönd- um hennar varð oft mikið úr litlu, á undraverðan hátt. Ung sigldi Matthildur til Kaup- mannahafnar og lærði þar sauma- skap. Stundaði hún þar einnig önnur störf og undi sér þar vel og var oft hrein skemmtan að heyra hana segja frá þessu skeiði ævi sinnar, á þann hátt, sem henni einni var gefið, fullum af kímni og frásögnin leikandi létt. Þessi eiginleiki, ásamt léttu skapi og jákvæðu hugarfari, ávann henni marga vini, sem títt sóttu hana heim. Gaman var að fylgjast með því græskulausa fjöri, sem ríkti á þeim vinafund- um. Árið 1922 Iézt faðir Matthildar af slysförum. Kom hún þá heim frá Kaupmannahöfn og varð móð- ur sinni stoð og stytta á heimilinu. Árið 1927 giftist hún Sigurði Bogasyni frá Búðardal. Þau bjuggu allan sinn búskap i Vest- mannaeyjum, fyrst í Valhöll, en þó lengst af i Stakagerði. Sigurður starfaði í mörg ár sem bæjarfógetaritari, en seinni árin var hann skrifstofustjóri Vest- mannaeyjabæjar. Hann andaðist 20. nóvember 1969. Þeim hjónum varð 7 barna auðið, sem öll eru á lífi. Þau eru: Guðrún Ágústa, gift Svend Brander, byr í Kaupmanna- höfn, Ragnheiður, gift Sigurjóni Jónssyni, Bogi, giftur Fjólu Jens- dóttur, Haukur, giftur Úrsulu Georgsdóttur, Þórdis, gift Sveini Gíslasyni, Þorsteinn, giftur Ág- ústu Olsen og Sigurður giftur Gretu Kortsdóttur. Þegar ég hugsa til baka, til fyrstu kynna minna af þeim Stakagerðis-hjónum, þá er mér efst í huga, á hve látlausan og eðli- legan hátt þau tóku á móti mér á heimili sínu, þar sem ég kom sem gestur dóttur þeirra. Allur kviði, sem hafði byggst upp innra með mér, hvarf eins og dögg fyrir sólu og áður en varði fannst mér ég vera orðinn einn af fjölskyldunni, sem og seinna varð. Glaðlegt og hlýtt viðmót Matthildar og sterk- ur persónuleiki Sigurðar er hverj- um manni ógleymanlegur, sem þeim kynntust. Margra sameiginlegra stunda er að minnast, þar sem fjör og gleði ríkti og átti Matthildur þá jafnan smellna sögu eða frásögn, sem xZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! kitlaði hláturtaugarnar svo um munaði. Hún var einnig mjög fróð um sögu Vestmannaeyja og var ósínk á þann fróðleik til fjölskyldu sinnar sem og annarra og skein þá ávallt í gegnum frásögnina ást hennar á Eyjunum og á því mannlifi sem þar var fyrir hendi. Hvergi undi hún sér betur en í Eyjum og þar vildi hún eyða sínu ævikvöldi, trú sínum æskuslóðum, þó henni byðist annað, því hún var aufúsugestur allra sinna barna. Aðfaranótt 18. júní sl. lést Matthildur á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja eftir nokkra legu. Út- för hennar fór fram frá Landa- kirkju 23. júní og hvflir hún nú við hlið manns síns í Vestmannaeyja- kirkjugarði. Lífsskeiði enn einnar húsmóður og móður er lokið. Störf hennar voru ekki blásin upp í fjölmiðlum, engar frásagnir af sigrum hennar eða sorgum, gleði hennar eða vonbrigðum. Þó var henni falin mikil ábyrgð, sem og öðrum 1 hennar stétt, og sem þjóðfélagið tekur sem hvern annan sjálfsagð- an hlut, að vel sé af hendi leyst, en fáir leiða hugann að, hve mikillar fórnfýsi og sjálfsafneitunar oft er krafist, svo að vel til takist. Og Matthildi tókst svo sannarlega vel að standa undir þessari ábyrgð. Hún sá um sitt heimili og ól upp börnin sín, með dugnaði og skiln- ingi á hvers eins vanda. Jákvætt viðhorf hennar til manna og mál- efna var öðrum til fyrirmyndar og mótuðu hennar nánustu. Nú er Matthildur horfin yfir móðuna miklu og ég mun sakna hennar, eins og aðrir í fjölskyld- unni, en ég mun ávallt minnast hennar með gleði og þakklæti fyrir allar þær góðu og skemmti- legu stundir, sem hún veitti mér og fjölskyldu minni í gegnum tið- ina. Blessuð veri minning mætrar konu. Sigurjón Jónsson Ef þú kaupir fyrir meira en 4.999 krónur gerumst við ótrúlega sveigjanlegir i samningum. Láttu reyna á það! Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.