Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLl 1984 Guðrún Gísla- dóttir — Minning Amma mín, Guðrún Gísladóttir, er farin úr sjáandi lífi í annað og betra tilverustig. Er ég frétti af andláti hennar kom það mér mjög á óvart, þvi einhvern veginn svona innst inni fannst mér að þessi erna og andlega hrausta kona, „hún amma mín,“ ætti mörg ár eftir ólifuð. Ég man, að það var alltaf viss viðburður í minni bernsku að fara niður til ömmu og afa, og fá rúg- brauð með osti og smjöri — sem var þykkara en brauðsneiðin sjálf. Að ógleymdum jólum og páskum, þá voru alltaf haldnar veislur sem glöddu okkur barnabörnin. Já, örlætið og hlýjuna vantaði ekki hjá ömmu og afa. „Það var svo gaman að fara niður til ömmu löngu," sagði dótt- ir mín við mig um daginn. „Nú get ég ekki heimsótt hana lengur," en eftir langa þögn: „Pabbi, ég heim- sæki hana bara seinna, þegar ég fer til Guðs.“ í þessum saklausa barnshuga felst minning um góða konu og í hjarta minu á ég minningu sem fylgir mér allt mitt líf. Eg vil þakka ömmu minni fyrir allt og allt með orðum úr Spámanninum eftir Kahlil Gibr- an. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öidum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns? Ættingjum og venslafólki votta ég mína samúð og samhryggð með þessum orðum: Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. t Eiginmaöur minn og faöir, JAKOB ALFREÐ STEFÁNSSON, Ásvallagötu 10, lést i Borgarspítalanum 7. júlf. Ráöhildur Guömundsdóttir, Valgeröur Jakobsdóttir. Maöurinn minn. t ÁGÚST INGI DIEGO, Bérugötu 34, lést 9. júlí. Léra Cummingi Diago. t Útför eiginmanns míns, ÞORSTEINS AUSTMARS, Hvannavöllum 2, Akureyri, veröur gerö frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12. júlí kl. 13.30. Fyrir mfna hönd, barna okkar, tengdabarna, barnabarna, og barnabarnabarna, Sigrún Áskelsdóttir. t Móöir okkar, ELÍNBORG EIRÍKSDÓTTIR, húsfreyja, Knarrarnesi, Mýrarsýslu, andaöist 30. júnf sl. Bálför hefur fariö fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Eiríkur Árnason, Guömundur B. Árnason, Erlendur G. Árnason, Guörfóur J. Árnadóttir. t Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og hlýju viö fráfall HALLDÓRSRUNÓLFSSONAR. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á öldrunardeild Landspítal- ans aö Hátúni 10. Katrfn Valdimarsdóttir, Kristbjörg Halldórsdóttir, Runólfur Halldórsson, Hulda Matthfasdóttir. t Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, LÚDVÍKS ÁGÚSTS NORDGULEN, fyrrverandi sfmaverkstjóra, Brávallagötu 8. Þórunn Nordgulen, Lúóvík Siguröur Nordgulen, Sigrföur Einarsdóttir, Ásta Lúóvfksd. Nordgulen, Ásgeir Karlsson, barnabðrn og barnabarnabörn. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Megi það sem valdið hefur sorg ykkar gera ykkur glaða. Jón Emil Kristinsson. í dag verður Guðrún Gisladóttir lögð hinstu hvílu við hlið lífsföru- nautar sins um fimmtíu ára skeið, Jóns Lýðssonar, er hún missti fyrir rúmlega áratug. Þau hjón voru af aldamóta- kynslóðinni, þeirri kynslóð sem á mannsaldri hreif þjóðina úr fá- tækt til rikidæmis og núlifandi ís- lendingar eiga efnalega velmegun sína að þakka. Líf þeirra hjóna endurspeglar dug og áræði kyn- slóðar þeirra. Sjálf brutust þau með elju og ráðdeild úr fátækt til bjargálna. Þau lögðu alúð við upp- eldi barna sinna og höfðu vakandi auga með velferð þeirra, og einnig fjölskyldna þeirra i fyllingu tim- ans. Börn þeirra Guðrúnar og Jóns voru mörg. Uxu þau úr grasi í skugga heimskreppunnar. Hefur verið ærinn starfi að standa fyrir stóru heimili i Reykjavík á þessum árum, er atvinnuleysið var stöðugt i sjónmáli og ógnaði tilveru þorra heimila bæjarins. En Guðrún stóðst þessa raun með prýði. Með- an heilsa entist, og raunar miklu lengur, féll Guðrúnu aldrei verk úr hendi. Voru afköst hennar oft með ólíkindum. Yfir heimili henn- ar ríkti jafnan myndarbragur og gestrisni var henni i blóð borin. Rausnarskap hennar var og við- brugðið. Hún var glöð i lund, fróð og ræðin í bestu merkingu þess orðs, ekki sist er liðna daga bar á góma. Ákveðin var hún í skoðun- um, stóð fast á sínu og lét engan komast upp með moðreyk. Atvikin höguðu því á þann veg, að flest börn þeirra Guðrúnar og Jóns stofnuðu heimili i húseign þeirra hjóna að Grettisgötu 73, þar sem þau hjón bjuggu lengstan sinn aldur. Þetta nábýli var til að tengja Jón og Guðrúnu sterkari böndum við börn sín og tengda- börn, og barnabörnunum gafst kostur á daglegri umgengni við Minning: Kristinn Hjörleifur Magnússon skipstjóri Fæddur 13. aprfl 1918 Díinn 3. júlí 1984 Þeim mönnum fækkar nú óðum, sem háðu skefjalausa baráttu við Ægi um og fyrir miðbik þessarar aldar. Að sækja sjó á litlum bát- um við hafnleysi suðurstrandar- innar hefur ekki verið á færi allra. Þar hefur þurft kunnáttu, skap- festu og æðruleysi augliti til aug- litis við vægðarlaust brimið. Einn þessara manna, Kristinn Hjörleifur Magnússon, fyrrver- andi skipstjóri lést í Borgar- sjúkrahúsinu 3. júlí sl. eftir erfið veikindi. Sú fregn kom þeim sem þekktu hann ekki algerlega á óvart. Átján ár eru síðan hann varð fyrir alvarlegum heilsubresti af völdum heilablæðingar og bar þess menjar æ síðan. Hann hafði verið skipstjóri á bátum í Sand- gerði allar götur síðan 1941. Það hefur því verið þungt áfall fyrir mann á besta aldri að missa að mestu starfsþrekið. Fötlun sina bar hann þó af sama æðruleysinu og þegar hann horfðist i augu við brimölduna við erfiða sjósókn á árum áður. Hann stundaði létta vinnu þar til á útmánuðum, sótti mannamót og ferðaðist. í einkalffi var Kristinn gæfu- maður. Árið 1942 kvæntist hann Aðalheiður Halldórs- dóttir — Minning Við vinamissi verður okkur helst hugsað til gengins tíma, hins skamma og undarlega ævintýrs sem tilvera okkar er. Þannig er mér farið nú við frá- fall vinkonu minnar, Aðalheiðar Halldórsdóttur. Þrjátíu og sex ár er stór kafli í æfi hvers. Samt eru svo gamlar minningar skýrar frá fyrstu kynnum minum við þessa fríðu og fínlegu konu þar sem hún sat í myndarlegu heimili sínu við hannyrðir en hún var einstaklega hög og afkastamikil á þeim vett- vangi. Þá hófst kunningsskapur milli mín og verðandi tengdamóð- ur minnar sem með árunum breyttist í hlýja vináttu. Aðalheiður var fædd á Eskifirði 10. nóvember 1907. Þegar starfs- æfi hennar hófst varð hún eins og margt alþýðufólk að leita vítt um land eftir atvinnu. Hún varð aldr- ei aftur heimilisföst á Austurlandi en leit alltaf á sig sem Austfirðing og bar sífellt í sinni austfirska glaðværð. 13. maí 1932 giftist hún Jóhanni Hjörleifssyni sem seinna varð út- fararstjóri Fossvogskirkju. Eðl- iskostir beggja, glaðlyndi og prútt dagfar varð þeim til farsældar og vissi ég ekki betra hjónaband. Held ég enginn skuggi hafi fallið á t Eiginkona mín, móölr, tengdamóöir og amma. GUÐNÝ SIGRÍÐUR SIGURDARDÓTTIR, Meöalholti 4, Hafnarfiröi, sem lést þann 5. júlí veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnar- firöi 12. júlí kl. 13.30. Jón Guöni Hafdal, Siguröur Pétursson, Stafén Pétur Jónsson, Siguröur Karl Árnason, Jón Þórir Jónsson, Ellert Högni Jónsson, Vigdís Helga Jónsdóttir, Hafþór Hafdal Jónsson, Katrín Sigríóur Jónsdóttir og barnabörn. Árdis Siguröardóttir, Birna Matthíasdóttir, Lilja Matthiasdóttir, Heiöveig Helgadóttir, Siguröur Hauksson, Margrét Gunnarsdóttir, afa og ömmu. Það eru gæði, sem börn og unglingar nú á dögum njóta í sífellt minna mæli í kjölfar þess umróts, sem orðið hefur á öllu fjölskyldulífi síðustu áratug- ina. Fyrir barnabörnin var það ómetanlegt öryggi að vita af björtu og hlýju heimili afa og ömmu í kallfæri. Þar voru þau ætíð velkomin. í eldhúsinu var amma, og ekki stóð á góðgerðum af þeirri gerðinni, en einkum hugnuðust litlum munnum. Sömu hlýju og athygli nutu barnabarnabörnin síðar. Er Guð- rúnu varð erfiðara að bera sig um, varð nánast föst venja að halda sem leið lá af fæðingarstofnun og kynna nýjan þjóðfélagsþegn lang- ömmu. Guðrún tók þá börnin í fang sér og hjalaði við þau stund- arkorn. Við skírn þeirra færði Guðrún þeim ætið Passíusálma Hallgríms Péturssonar að gjöf. Okkur, sem að þessum skrifum stöndum, þykir vænt um þessar gjafir Guðrúnar. Finnst okkur val hennar á skírnargjöfum til barna- barnabarna benda til þess, að hún hafi verið trúuð á „þjóðlegan hátt“. Hún hafi metið sálmaskáld- ið góða að verðleikum fyrir skáldgáfu og trúarhita, rétt eins og mætir íslendingar hafa gert í 300 ár. Eftir langan og farsælan ævi- dag var Guðrún mjög tekin að tapa heilsu, þótt andlegu atgervi héldi hún til hinstu stundar. Af dauðanum stóð henni engin ógn. 1 huga hennar var hann miklu eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Steinunni Eyjólfsdóttur. Þar eign- aðist hann þann förunaut sem aldrei brást. Trú hennar, jákvæð hugsun og fegurð hins einfalda lífs studdu hann og börnin á erfiðum sambúð þeirra. Mörg dæmi um einhug og samvinnu þeirra eru til- tæk, þó held ég að elja og sam- heldni hafi birst einkar ljóslega í endurnýjun sumarhúss þeirra og ræktun lóðar þess. Þau eignuðust fjögur börn Guð- rúnu Hafdísi, gift undirrituðum, Halldóru Eddu, gift Magnúsi V. Ágústssyni, flugmanni, Sveinn Einar, raftæknir, kvæntur Ester Árelíusardóttur, og Sigríður Magnea, gift Ragnari Einarssyni, bókbindara, búsett á Akureyri. Barnabörn eru þrettán og bamabarnabörn eru þegar tíu. Er það mannvænlegt fólk og þeir sem sprottnir eru úr grasi hafa komist vel til manns. Á yngri árum kunni Aðalheiður skil á fleiri sporum en sporum nál- arinnar. Voru þau hjón oft fengin v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.