Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 27
fremur líkn. Við vitum, að nú hef- ur hún öðlast frið. Vinum og vandamönnum eftirlætur hún fjársjóð minninga. Laufey Guðrún Kristinsdóttir og fjölskylda. Mánudagskvöldið 2. júlí barst okkur sú fregn að hún amma væri dáin. Hennar lífshlaup er nú liðið eftir langa ævi. Margar góðar minningar eigum við frá Grettis- götunni, þar sem hún bjó lengstan hluta af sinni ævi. Amma hafði gaman af að rifja upp minningar frá því hún var ung, og ekki síst frá þeim tíma er hún bjó sig undir ferminguna og lærði Kverið. En fleira lærði hún á sínum yngri ár- um og það furðaði okkur ætíð hvernig stólpaminni hún hafði. Hún hafði mikla unun af Biblíu- ljóðum Valdimars Briem. Fram á síðustu ár gat hún farið með hvern ljóðabálkinn af öðrum svo til án þess að hiksta eða líta í bók, því það leyfði sjónin ekki. Við höfðum unun af því að heyra hana fara með þessi ljóð og jafnframt að heyra hve hún naut þess sjálf. Þetta gerði hún er hún gaf sér tíma til að setjast niður með okkur í kyrrð og ró. En minn- ingarnar eru ekki allar þannig að hún hafi setið í kyrrð og ró, því hennar starf, húsmóðurstarfið, var erilsamt starf og gestkvæmt var á heimilinu. Hún var því oft á sífelldum þeytingi við að þjóna gestunum, sjá um að öllum liði vel og að allir fengju nóg. Eitt er víst. tímum. Þeim varð sex barna auðið sem öll lifa. Þau reistu bú sitt að Suðurgötu 8 í Sandgerði, glæsilegt heimili og vettvang margra ógleymanlegra samverustunda barna, tengdabarna og tíu barna- barna. í þeim hópi allra aldurs- hópa naut Kristinn sín best, hann var óþrjótandi sagna- og fróð- leiksbrunnur um lifsbaráttu og sjósókn fólks á Suðurnesjum. Um staðhætti á sjó og landi þurfti ekki að efast, sjóróðrar frá ferm- ingaraldri og formennska á bátum hafði krafist fullkominnar kunn- áttu á því sviði löngu fyrr. Að leiðarlokum er margs að minnast. Fátt eitt af því er hægt að klæða búningi orða. Til þess skortir þann búning, — það geyma menn í hjarta sínu sem ljúfa minningu um góðan dreng sem nú er genginn. Minninguna um elsku- legan föður, tengdaföður og afa, brosandi með stafinn sinn, fær enginn tekið. Það er huggun í harmi. Leifur Helgason til að sýna dans. Gleði Aðalheiðar var augljós þegar sá eiginleiki endurspeglaðist svo rækilega á þann hátt hjá afkomendum henn- ar að alþjóð lofar. Á þeim tíma sem hæft hefði Jóhanni og Aðal- heiði voru fáir möguleikar til auk- ins þroska á þeim vettvangi. Eins er farið með sönggleði hennar og dansgleði, náinn ætt- ingi hefur ávaxtað vel það pund. Aðalheiður átti einn albróður, Lórens Halldórsson, sem búsettur er á Akureyri, og tvö hálfsystkini, Halldóru Guðnadóttur og Eirík Guðnason, búsett á Eskifirði. Sendi ég þeim samúðarkveðjur. Efalaus og einlæg trú gerðu meðfædda bjartsýni hennar ör- ugga á hverju sem gekk. Sjúkdóm- ur sem hefti eðilega tjáningu vann því aldrei bug á glaðlyndi hennar og bjartsýni. Hún hélt sitt eigið heimili til hinstu stundar, drengi- lega studd af félagasamtökum sem bregða einkar manneskju- legum svip á samtíð okkar, að ógleymdum stórum vinahópi, grönnum hennar á Bústaðavegin- um, fólkinu í Hafnarfirði sem gerðu ýmis tilefni að hátíð og til- hlökkun, vinum og vandamönnum sem færðu henni aukna tilbreyt- ingu og heiðursmanninum Berg- steini Guðjónssyni, sem alltaf var reiðubúinn til hjálpar. Einhvers staðar um undrageim í himinveldi háu er ríki gleðinnar. Þar er gjallandi hlátur, barnsleg tilhlökkun og gleðin sjálf aðal og prýði hvers. Þar er hún Heiða mín dáður þegn. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLf 1984 Enginn fékk að fara svangur út af því heimili. Fyrir okkur sem yngri erum er lærdómsríkt að kynnast því fólki sem lifað hefur þrjár kynslóðir, sem lifað hefur frá upp- hafi þessarar aldar, og gengið hef- ur í gegnum allar þær miklu breytingar sem orðið hafa á þess- ari öld. Biblíuljóðin kunni amma mörg utanbókar. Hún þekkti vel þann boðskap sem Biblían færir okkur, kærleiksboðskapinn. Sá boðskapur var ekki einvörðungu sem einber þekking, heldur var hann lifandi staðreynd, raunveruleiki í lífi hennar. Amma þekkti einnig þann vonar- og gleðiboðskap sem krist- indómurinn færir okkur. Lífinu lýkur ekki hér á jörð. Dauðinn er ekki hið endanlega. Orð Bibliunn- ar: „Dauðinn er uppsvelgdur í sig- ur“ eru sá vonar- og gleðiboðskap- ur, sem hver kristinn maður á. Líf vonarinnar heldur áfram. Þessa vissu átti amma, og finnst okkur rétt að draga hana fram hér þegar amma er dáin. Við biðjum góðan Guð að biessa og varðveita góða minningu um góða ömmu, og að sú minning megi verða hvatning til okkar að feta í fótspor hennar, að feta stig kærleikans og vonarinnar. Við viljum enda þessi orð með því að taka undir orð Sigurbjörns Einarssonar biskups: Fræ í frosti sefur, fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur, kom þú og ver mín sól. Drottinn dó á krossi, dæmdur og grafinn var, sonur Guðs, er saklaus syndir heimsins bar. Móti hans elsku magnlaus dauðinn er. Kristur, með þinn kærleik kom þú og hjá oss ver. Sólveig, Hilmar og synirnir Tómas og Aron í Gautaborg. Krossar á leiöi Framleiði krossa á leiöi Mismunandi geröir Uppl. í síma 73513 kl. 6.30—9 á kvöldin ' t Þökkum auösýnda samúö og vinsemd vegna andláts og jaröarfar- ar SIGURBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Hólmgaröi 17. Guörún J. Árnadóttir, Niels E. Karlsson, Hrönn Árnadóttir, Kristinn P. Kristinsson, Díana Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, SNÆBJARNAR GUDMUNDSSONAR OTTESEN, bónda, Syöri-Brú. Guðrún S. Ottasan, Ása Snssbjörnsdóttir, Inga Snæbjörnsdóttir, Bsrgþóra Ottasan, Guömundur Snæbjörnsson, Hildur Ottesen, barnabörn og Siguröur Sígurösson, Þorkall Kjartansson, Björn Guömundsson, Gréta Jónsdóttir, Guömundur Gissurarson, Lars Wannström, ba rna barnabörn. ÆTLAR ÞÚ TIL PORTÚGAL ÍSUMAR? í Búnaöarbankanum getur þú keypt Visa feröatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal. Við bjóöum einnig: * Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum og frönskum frönkum, * ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America, * feröatékka frá American Express í Bandaríkjadollurum, * Visa greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum vlðskiptum. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Einar M. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.