Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 13
MORGUyBLÁÐEÐ, 'WIÐVIKUD'AGUR 11; JÚLÍ1984 <»rl3 Söluturn Söluturn í góöum rekstri f Vesturbænum, vel búinn tækjum. Mlklir möguleika. Nánari uppl. á skrifstofunni. FASTEJGNASALAN FJÁRFESTING ARMULA 1 105 REYKJAVfK SIMI 68 77 33 Lögfræöingur: Petur Þór Sigurösson hdl. Vesturberg - eignaskipti Var aö fá í einkasölu 3ja herb. íbúö á 4. hæö í lyftuhúsi viö Vesturberg. íbúöin og sameign eru í góöu standi, svalir. Eignahlutdeild í sameiginlegum vélum í þvottahúsi. Laus strax. Verö 1.650 þús. Æski- leg skipti á 4ra herb. íbúö í Seljahverfi. T kvökteimi: 21155. 68-77-33 Höfum veriö beðnir að útvega 130—180 fm skrifstofuhúsnæði fyrir einn af viöskiptavinum okkar til kaups eða leigu. Húsnæði vestan Elliöaáa koma eingöngu til greina. Traustir aðilar. Uppl. á skrifstof- unnl. UMJLA 1 105 RCYKUVfc SM 6077 J3 Lögfr.: Pétur Þór Sigurösson hdl Einbýli — Jakasel Einbýlishús á 2 hæöum, 234 fm, skilast fullbúið að utan en í fokheldu ástandi aö innan nú í október. Teikningar og nánari uppl. á skrifstofunni. Verð 2,6 millj. Lögfr.: Pélur Þór Slgurðsson hdl. FASTEKNASALAN fjArfesting ARMLILA 1 105 REYKUVfc SM 68 77-33 STÓRAGERÐI - BREKKUGERÐI Vorum aö fá í einkasölu hálfa húseignina Stóragerði 27, ca. 240 fm aö stærö. 2 stórar stofur, 5—6 svefn- herb., 2 baöherb. Á jaröh. er innb. bílskúr og tveir inngangar, þvottahús og geymslur. Allt sér þ.á m. garöur móti suöri. Aöalinngangur Brekkugeröismeg- in. Getur losnaö fljótlega. Mögul. á 50—60% útborg- un. Eftirstöövar til 8—10 ára. Verö 4.900 þús. Upplýsingar gefur: Húsafell FASTEIGNASALA Langholtsveg, ,15 Adalsteinn PáturSSOn (Bæiaríeiöahusmu I simn B 1066 Bergur Guónason hdl Einbýlishúsalóð í Ártúnsholtinu Höfum fengiö til sölu 830 fm einbýlishúsalóö á glæsi- legum staö í sunnanveröu Ártúnsholti. Teikningar af 190 fm glæsilegu húsi fylgja. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Wsm EIGNAMIÐLUN Þingholtsstræti 3 % i im0m nl U í$> s ð Metsölubladá hverjum degi! AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHN DORNBERG Erfiðleikar frjálsra demókrata ógna stjórnarsamstarfinu í Bonn FRJÁLSIR demókrater (FDP), sem svo oft hafa haft oddaaóstöðu í vestur-þýzkum stjórnmálum, eiga nú undir högg aö sækja. Afleiðingin er sú, að sambandsstjórnin í heild, sem er samsteypustjórn kristilegra demókrata (CDU/CSU) og FDP, stendur nú veikari fótum en áður. etta kemur fram á mörgum sviðum. Skiptir þar engu, hvort það eru erfiðleikar í efna- hagslifinu, verkföll, hneykslis- mál eða eitthvað enn annað. Alls staðar magnast vandinn vegna hnignunar FDP og minnkandi gengis Hans-Dietrich Genscher utanrikisráðherra, sem er leið- togi flokksins. Það er að visu rétt, að endalokum flokksins hefur verið spáð áður hvað eftir annað, en örlög hans eru undir því komin, að hann haldi að minnsta kosti 5% atkvæða í al- mennum þingkosningum, þegar þær fara fram. Til þessa hafa slíkir spádómar ekki reynzt á rökum reistir. Nú aftur á móti virðist þetta óhjákvæmilegt. Núna á FDP þingmenn á að- eins 5 af 11 fylkisþingum í land- inu. í kosningunum til Evrópu- þingsins fyrir skömmu fékk flokkurinn aðeins 4,8% og því ekki nauðsynlegt fylgi til þess að eiga þar áfram sæti, en 5% þarf til þess að fá þar mann kjörinn. Afsögn Lambsdorffs Ekki hefur afsögn Otto Lambsdorffs sem efnahagsmála- ráðherra bætt úr skák. Hann sá sig tilneyddan til þess að láta af embætti, eftir að ákæra hafði verið gefin út á hendur honum fyrir mútuþægni. Þá er talið, að Hans Engelhard, þriðji ráðherra flokksins, njóti ekki mikils stuðnings sem dómsmálaráð- herra og hefur vegur hans sízt vaxið að undanförnu. Þannig hefur gengi FDP á stjórnmála- sviðinu í Vestur-Þýzkalandi far- ið mjög minnkandi og hefur það orðið tilefni mikilla bolla- legginga og getgátna um framtíð stjómarsamstarfsins. Rætt er um margar leiðir. Ein þeirra er sú, að Kohl kanslari víki FDP úr stjórnarsamstarfinu og stjórni áfram fram að næstu þingkosn- ingum í marz 1987, annað hvort með minnihlutastjórn eða í sam- vinnu við jafnaðarmenn (SPD). Er jafnvel talið, að frjálsir demókratar taki sjálfir þann kostinn, að binda endi á stjórn- arsamvinnuna á þeirri forsendu, að þeir geti því aðeins náð vin- sældum á ný, að þeir segi skilið við Kohl kanslara og CDU/CSU. Þá er enn sá möguleiki fyrir hendi, að kristilegir demókratar efni til nýrra kosninga í von um að fá hreinan meirihluta á þingi. Sjálfur hefur Genscher til- kynnt formlega, að hann hyggist hætta sem leiðtogi FDP ekki síð- ar en i febrúar á næsta ári. Sam- tímis gaf hann þó í skyn, að hann hygðist gegna áfram emb- ætti utanríkisráðherra, sem virðist fremur óraunsætt, hætti hann sem leiðtogi flokksins. Enn meira vandamál virðist þó að finna honum eftirmann. Talið er víst, að Genscher hafi sjálfur augastað á Martin Bangemann, sem fram að ósigri flokksins í kosningunum til Evrópuþingsins var þar formaður 4 manna þing- flokks FDP og um leið annarra frjálslyndra flokka, sem þar áttu sæti. Genscher valdi hann sem eft- irmann Lambsdorffs og féllst Kohl á þá ráðstöfun. Það er hins vegar með öllu óvíst, hvort Bangemann tekst að vinna sér stuðning hinna mismunandi hópa innan flokksins. Og margir efast um hæfileika hans sem efnahagsmálaráðherra. Hann býr ekki yfir neinni reynslu sem fjármálamaður eða efnahags- sérfræðingur. Hann er vissulega röggsamur og vel máli farinn, en enginn veit enn, hvort þessir hæfileikar dugi til þess að lyfta flokknum upp úr jjeirri logn- mollu, sem hann er nú í. Óttaðist fylgistap Erfiðleikar flokksins eiga sér langa sögu, sem náði hámarki haustið 1982, er þeir Genscher og Lambsdorff komu þvl til leiðar, að slitnaði upp úr stjórnarsam- vinnu FDP og jafnaðarmanna, en gengið var til samstarfs við CDU/CSU. Það flýtti mjög fyrir þessari breytingu, að Genscher óttaðist fylgistap flokks síns í komandi fylkis- og sambands- þingkosningum. Breytingin varð hins vegar aðeins til þess að hraða hnignun flokksins. Á undanförnum áratugum hefur tilvera FDP verið á rökum reist í augum kjósenda, sem töldu, að flokkurinn væri þriðja aflið, gæti komið fram með nýj- ar hugmyndir og miðlað málum milli stóru flokkanna. I stjórn- arsamvinnu við kristilega demó- krata undir forystu Konrads Adenauers og Ludwig Erhards, varð flokkurinn til þess að flýta fyrir umbótum á sumum sviðum innanlands og hagsýnni stefnu í utanríkismálum, einkum gagn- vart Sovétríkjunum. Frá árinu 1969 í stjórnar- samvinnunni við SPD virkaði FDP sem hemill og kom í veg fyrir, að þeir fyrrnefndu héldu of langt til vinstri. En þegar FDP sneri enn einu sinni við blaðinu og gekk til samvinnu við CDU/CSU 1982, þá reit flokkur- inn sína eigin minningargrein. í stjórnarsamvinnunni við Kohl gerir FDP lítið annað en að leggja til þann meirihluta, sem kanslarinn þarfnast á sam- bandsþinginu. Nú er flokknum það lífsnauðsyn að móta sér sjálfstætt yfirbragð með hug- vitsömu frumkvæði og skapandi stefnu, sem væri frábrugðin stefnu kristilegra demókrata. „Strauss-vandamálið“ Kohl aftur á móti hefur varla efni á því að leyfa FDP að taka að sér slíkt hlutverk. En án þeirra síðarnefndu yrði hann vafalaust að taka Franz Josef Strauss, leiðtoga CSU í Bæjara- landi, inn í stjórnina. Sá síðar- nefndi á einu sinni að hafa sagt: „Mér er sama, hver er kanslari undir minni forystu". Pólitísk framtíð Kohls er því komin undir því, að framhald verði á stjórnarsamvinnu, sem fáir vænta sér mikils af. Jafnvel þó að hann tæki þeirra áhættu að efna til kosninga i von um að vinna þar hreinan meirihluta — en þau úrslit virðast með öllu óviss, ef byggt er á niðurstöðum skoðanakannana að undanförnu — þá stæði hann eftir sem áður frammi fyrir „Strauss-vanda- málinu" óleystu. Og stjórn- arsamvinna við SPD gæti vel kostað Kohl pólitíska framtíð hans. Joba Doruberg er fréUtmaður rið Intcrnational Herald Tribune.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.