Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 "é Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gynnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 25 kr. eintakið. Jan Mayen-svæðið Hjá foraeta tslands á BessastöAum í gær. Fulltrúar íslands og Portúgal í viðskiptaviðræAum. Alvaro Barreto í viðtali við Mbl. í gæn 99 Okkur er pólitísl nauðsyn að fá sal en jöfnuður verður að nást í viðskiptum Fyrir hönd íslenskra stjórnvalda færði sendiherra íslands í Osló, Páll Ásgeir Tryggvason, norska utanríkisráðuneyt- inu síðastliðinn föstudag mótmæli vegna samkomu- lags Norðmanna og Dana um loðnuveiðar á Jan May- en-svæðinu, sem gert var án samráðs og vilja íslend- inga. í mótmælunum var lýst megnri óánægju ís- lenskra stjórnvalda með umrætt samkomulag og var vísað til réttinda íslands á svæðinu sem viðurkennd eru í Jan Mayen-samkomu- laginu milli íslendinga og Norðmanna frá 1980. I Jan Mayen-samkomu- lagi íslendinga og Norð- manna er gert ráð fyrir að raunhæfri verndun og skynsamlegri nýtingu verði komið á. Þá er einnig viður- kennt mikilvægi sam- ræmds, náins og vinsam- legs samstarfs milli land- anna tveggja til að tryggja að þessum markmiðum verði náð og lögð áhersla á skipulagt samstarf við önn- ur lönd sem hlut eiga að máli. Og í 1. gr. samnings- ins er kveðið á um að ls- land og Noregur skuli hafa samstarf um framkvæmda- atriði á sviði fiskveiða. Með samkomulaginu eru íslendingum tryggð jöfn réttindi á við Norðmenn á Jan Mayen-svæðinu. í mót- mælum íslenskra stjórn- valda er því lýst yfir að veiðimagn þriðja aðila, Dana í þessu tilfelli, hljóti að koma til frádráttar veiðikvóta Norðmanna sjálfra. Þá voru einnig látnar í ljós áhyggjur ís- lendinga vegna áforma norskra stjórnvalda að halda ekki uppi löggæslu með varðskipum á svæðinu og tryggja þar með ekki raunhæft eftirlit með veið- unum. Eyjólfur Konráð Jóns- son, alþingismaður og for- maður utanríkisnefndar Alþingis, hefur um árarað- ir látið hafréttarmál mikið til sín taka og hefur verið manna duglegastur að öðr- um ólöstuðum, að benda á og tryggja hagsmuni ís- lendinga á þeim vettvangi. í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag sagði Eyjólfur Konráð, þeg- ar hann var inntur eftir áliti hans á umræddu sam- komulagi Norðmanna og Dana, meðal annars: „Ég fagna því að utanrík- isráðuneytið skyldi mót- mæla þessum svokölluðu samningaviðræðum því það er alveg ljóst að Norðmenn hafa enga heimild til að semja við einn eða neinn fram hjá okkur íslending- um um nein fiskveiðirétt- indi á Jan Mayen-svæðinu, því samkvæmt Jan Mayen- samkomulaginu hafa ís- lendingar nákvæmlega jafnmikinn rétt til hagnýt- ingar þessara auðiinda og Norðmenn. Þessum rétt- indum verðum við að halda fram þannig að það geti engum dulist að þetta svæði sé sameign íslend- inga og Norðmanna, en ekki þeirra eign. Þar að auki hefur verið samið um það að íslendingar eigi meiri réttindi en Norð- menn hvað varðar loðnuna, þar sem við getum einir ákveðið heildaraflamagn á loðnu. Við megum ekki glutra niður þessum rétti okkar með afskipta- leysi... “ Auðvitað er það rétt hjá Eyjólfi Konráð Jónssyni, að íslendingum er það nauð- syn að standa fast á rétti sínum. Og það er réttmæt krafa af hálfu íslendinga að Norðmenn standi við gerða samninga, en hunsi þá ekki. Norsk stjórnvöld hafa vísað mótmælum íslend- inga á bug á þeirri for- sendu, að ekkert samkomu- lag hafi verið gert við Dani, en Norðmenn hafi gert ítrekaðar tilraunir til að koma á þríhliða viðræðum milli Norðmanna, íslend- inga og Dana. En auðvitað voru það rétt viðbrögð utanríkisráðuneytisins ís- lenska að koma strax við- horfum íslendinga á fram- færi. Samkvæmt sam- komulaginu er Norðmönn- um alls óheimilt að veita annarri þjóð réttindi til veiða á Jan Mayen-svæð- inu, nema að það komi til frádráttar þeirra eigin aflakvóta. Bæði löndin eiga sameig- inlegra hagsmuna að gæta á þessu svæði og báðum er það nauðsynlegt að gott samstarf ríki á milli þeirra. „ÉG TEL þrennt mikilvegast af því sem komið hefur fram í viðræðum mínum við íslenska ráðamenn í dag. Augljóst er að sú ákvörðun okkar að setja tólf prósent tollinn á hefur verið mistúlkuð. Ég ítreka og legg áherslu á að tollurinn mun ekki hafa áhrif á verðið á nokkurn hátt á þeim fiski sem samið hefur verið um og skaðar því ekki íslendinga. f öðru lagi er nauðsynlegt að íslendingar auki viðskipti sín við Portúgal á næstu ár- um og verður ekki nógsamlega undir- strikað hversu mikið við leggjum upp úr því. Það verður tekið með í reikn- inginn þegar samningar hefjast um kaup á saltfiski héðan, hvort jöfnuður befur að nokkru náðst. Nei, það felst ekki í þessum orðum nein hótun. Þetta er í takt við nútímamilliríkja- viðskipti. f þriðja lagi vil ég benda á að við munum kaupa fisk héðan eins og við getum og stöndum við alla þá samninga sem við höfum þegar gert við íslendinga á þessu ári og væntum þess að okkar vörur verði keyptar frá Islandi í auknum mæli.“ Þetta sagði Alvaro Barreto, utan- ríkisviðskiptaráðherra Portúgals, meðal annars i samtali við blm. Mbl. í svítu hans á Hótel Sögu eftir „ÞAÐ HEFUR komið fram í viðræð- um viðskiptaráðherrans bæði við Matthías Á. Mathiesen f morgun og nú við mig, að Portúgalir ætla sér ekki að mismuna íslendingum, við sitjum við sama borð og aðrir sem eiga við- skipti við þá, þrátt fyrir 12 prósent toliinn, sem lagður verður á saltfisk frá fslandi,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, að lokn- um fundi með Barreto. „Viðskiptaráðherranum er fullljóst að um veiðiheimildir innan okkar lögsögu gæti ekki verið að ræða, enda hefur ekki verið farið fram á þær. Barreto hefur einnig skýrt sjónarmið Portúgala fyrir okkur og lagt áherslu á þá erfiðu efnahagsstöðu sem er í land- inu, Portúgalir glíma við 20% við- skiptahalla, við erum sjálf óhress með 4 %, svo að það er á margt að líta. Það verður sjálfsagt að skoða þessi mál mjög gaumgæfilega innan þeirra möguleika sem eru fyrir hendi. að hann hafði átt fundi í gærmorg- un með Matthíasi Á. Mathiesen og ýmsum fulltrúum viðskiptaráðu- neytisins og síðan hitt Steingrím Hermannsson forsætisráðherra. „Það hefur komið skýrt fram að það var engin ástæða fyrir þessum gremjulegu viðbrögðum, sem hér urðu og þar í kjölfarið fylgdu svo allar þessar mistúlkanir. Ég út- skýrði það fyrir Matthíasi Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, á fundi okkar í morgun og lagði áherslu á að Portúgalir stæðu við það að kaupa þau tólf þúsund tonn af saltfiski sem samið hefur verið um fyrir yfirstandandi ár. Meiri kaup, allt að 15 þúsund, kæmu sann- arlega til greina, en mér hefur skil- ist að tólf þúsund tonn sé hámark þess sem þið treystið ykkur til að láta okkur fá. En víst værum við fúsir að kaupa meira, það er raunar óhugsandi frá pólitísku sjónarmiði að við fáum ekki saltfisk ..." Barreto sagði að þrátt fyrir toll- inn yrði fiskurinn fluttur inn og seldur á sama verði enda saltfisk- verð háð verðlagsákvæðum og ráðstafanir yrðu gerðar í þá átt af hendi portúgölsku ríkisstjórnarinn- Saltfisksala í Porgúgai er á einni hendi eins og menn vita, ekki frjáls. Svo að þeir hafa möguleika til að færa til fjármagn til að jafna þenn- an toll út, þótt mér sé á þessu stigi ekki ljóst hvernig þeir muni standa að því, enda má segja að það sé ekki okkar að segja þeim til um það.“ Steingrímur Hermannsson sagði að hann teldi að ráðherrann færi frá íslandi með glöggan skilning á stöðu mála og það hefði verið þarft og nauðsynlegt að af heimsókninni varð til að báðir aðilar gætu skýrt sín sjónarmið. Matthías Á. Mathiesen, viðskipta- ráðherra, sagði á blaðamannafundi sem var í síðdegis ( gær, að hann væri eindregið þeirrar skoðunar að heimsókn Barretos hefði tekist vel og þeir hefðu átt mjög opinskáar viðræður, sem sýndu ljóslega að báðir aðilar vilji ná samkomulagi ar, sem ákvarðaði verð á saltfiski. Því væri ekki ástæða til að tala um að íslendingum væri á nokkurn hátt mismunað. Alvaro Barreto sagði að Portúgal- ir hefðu einnig endurtekið það sem hefði þó áður komið fram í Mbl., að aldrei hefði verið ætlunin að fara fram á veiðiheimildir við íslend- inga, af þeirri einföldu ástæðu að Portúgölum væri fullkunnugt um við hvaða vanda væri að glíma hér. Aðspurður sagði Barreto að Portúgalir keyptu nú saltfisk af fjórum þjóðum, Bandaríkjunum, Kanada, íslandi og Noregi, en frá þeirri síðasttöldu er um að ræða þurrverkaðan saltfisk. Hann sagði að þeir hefðu fengið veiðiheimildir hjá þremur þessara landa og myndu ekki óska eftir frekari heimildum. Hann sagði að samið hefði verið um að kaupa 5 þúsund tonn frá Noregi, 10 þúsund frá Bandaríkjunum og allt að 27 þúsund tonn frá Kanada og svo fáum við 12 þús. frá íslandi eins og áður er nefnt. „Viðskiptahallinn sem hefur verið á viðskiptum íslendinga og Portú- gala veldur okkur miklum áhyggj- um, ekki hvað sist nú þegar við eig- sem þeir gætu unað við. Matthias kvaðst benda á, að Barreto væri hér i opinberri heimsókn sem hefði ver- ið ákveðin áður en EFTA-fundurinn og tollamálið komu uppá. „Að ráð- herrann skuli síðan halda héðan degi fyrr en ætlað var sýnir að mín- um dómi þann góða vilja sem hann hefur til að leysa þau mál sem kalla að, m.a. í sambandi við islenska skipið sem hefur ekki fengið af- greiðslu." Matthías sagði að skipst hefði verið að skoðunum um tólf prósent tollinn. Þar greindi menn á, en málið myndi að því er hann best fengi séð enda farsællega. Hafa yrði í huga að sú breyting væri í vænd- um að Portúgalir færu úr EFTA er þeir gerðust meðlimir Efnahags- bandalagsins. Það ætti raunar einn- ig við um annað saltfiskviðskipta- land okkar, Spán, og það ylti á miklu hvernig samkomulag yrði gert við þá. Steingrímur Hermaimsson: „Sitjum við sama borð ir í viðskiptum við Pori

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.