Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 3
3 Fri Norðurá. Eru þeir að fé 'ann ■? Mikið af stórlaxi í Laxá í Þingeyjarsýslu Jöfn og góð veiði hefur verið í Laxá í Aðaldal það sem af er þessu veiðitímabili, þannig veiddust 15 laxar í ánni í gær- morgun og voru þá komnir 470 laxar á land. „Laxinn hefur veiðst upp um alla á, heldur lítið á neðstu svæðunum upp á síð- kastið, en þau voru best fyrst. Miðsvæðin hafa verið lökust, en best veiðist nú á efstu svæðun- um. Laxinn hefur verið afar vænn og varla sést fiskur undir 10 pundum. Sá minnsti í sumar var minnir mig 8 pund og sá stærsti var 20 pund. I gærmorg- un var aflinn allur 10—17 punda,“ sagði Jóhanna Pálsdótt- ir i veiðihúsinu Vökuholti að Laxamýri i samtali við Mbl. i gær. Jóhanna gat þess einnig að veiðin hefði verið heldur upp og niður og raunar örlítið dræm síðustu dagana þar til i gær- morgun, en aldrei hefði hún ver- ið svo lítil að athygli hefði vakið. Stærsta laxinn sagði hún 20 pund, en hann var skráður á þá Laxamýrarbræður Jón og Vig- fús, en laxinn veiddu þeir á Toby-spón í Flösinni í Kistu- kvisl. Talsvert hefur veiðst á flugu siðustu vikurnar sem venja er þegar laxinn fer að veiðast frammi i dal. Aðeins að glæðast í Langá Eftir afspyrnulélega byrjun hefur verið að koma dálitið líf í Langá á Mýrum síðustu dagana. Mbl. hafði samband við ýmsa landeigendur við ána í gær, á Ánabrekku, Jarðlangstöðum og Stangarholti og niðurstaðan er sú, að í gær voru komnir milli 140 og 150 laxar á land úr ánni allri, eitthvað um 100 af neðstu svæðunum, Langárfossi og Ána- brekku, rúmlega 30 af mið- svæðunum, Jarðlangstöðum, Hvítstöðum og Stangarholti, og eitthvað um 20 af efstu svæðun- um, Grenjum og Litla-Fjalli. 15—20 laxar hafa fengist á dag siðustu dagana og á það við ána alla. Ekki mikil veiði i jafn langri og stangamargri á, en stórum betra en i byrjun veiði- tímans. Talsvert af aflanum er mjög vænn fiskur, allt upp i 15 pundr en smálaxinn er sannkall- aður smálax, 3—4 punda kóð. Ekki árennileg byrjun í Hofsá Veiðin hófst í Hofsá síðdegis i fyrradag og veiddust þá tveir laxar, en á nokkrum bændadög- um þar á undan höfðu fengist fjórir laxar þannig að á hádegi i gær höfðu sex laxar veiðst i ánni. „Það hefur sést dálitið af laxi upp á síðkastið," sagði við- mælandi Mbl. í veiðihúsinu Árhvammi siðdegis í gær. Var og uppgefið að laxarnir hefðu verið sæmilega vænir, 8—10 punda, aðeins einn smálax. Þoka og rigning hefur verið síðustu dag- ana i Vopnafirði. — gg- .. NÝJU FILM SXJORNURNAR FRAKODAK! Nyju 35 mrn litfilmurnar fra Kodak, |KODACOLOR VR.skila hlutverki sinu Imeösoma við olikustu skilyrði I litljosmyndunar, enda eiga þær ekki llangt að sækja frabæra í ..lithæfileika" sina. Li0v»ryjiwn*xrvWfo /íi'b.wíww MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 Helsingjadrápið í Skagafírði: Rannsókn miÖar lítt Fólkið enn innilokað f Kverkfjöllum Kgibwtööum, 10. Júlí. JÖKULHLAUPIÐ úr Hnútulóni sem féll um Kverká og Kreppu í Jökulsá á Fjöllum skolaði vegfyllingunni beggja megin við brúna yfir Kreppu í burtu á stórum kafia. Skarðið f veginum er 20 metra breitt og 6 metra djúpt austan við brúna en hcldur minna vestan megin, að sögn Völundar Jóhannessonar sem fór með Björgunarsveitinni á Egilsstöð- um að brúnni í fyrrakvöld til að kanna aðstæður og athuga hvort fólk væri þarna í hættu statt. Völundur sagði að björgunar- sveitarmenn hefðu náð sambandi við bílstjóra á rútu frá Guðmundi Jónassyni sem kom að brúnni á leið úr Kverkfjöllum og hefði hún snúið aftur inn í Kverkfjöll þar sem fólkiö væri enn í góðu yfirlæti. — Steinþór. RANNSÓKN á belsingjadrápinu svonefnda stendur enn yfir og að sögn Ófeigs Baldurssonar hjá rann- sóknarlögreglunni á Akureyri, sem hefur rannsóknina með höndum, hafa yfirheyrslur farið fram, en eng- ar játningar liggja fyrir. Málið er nú í biðstöðu vegna anna hjá rann- sóknarlögreglunni, og vildi Ófeigur ekkert segja til um það hvenær niðurstöðu væri að vænta. Samkvæmt upplýsingum full- trúa sýslumannsins á Sauðárkróki hafði embættið aðeins með hendi frumrannsókn og hefði málið ver- ið sent bæjarfógetanum á Akur- eyri 5. júní sl. til frekari aðgerða, enda ættu þeir sem undir grun sætu þar varnarþing. Eins og lesendur Morgunblaðs- ins rekur minni til komst upp um fjöldadráp á helsingja, sem er friðaður, snemma í vor og sendi Fuglaverndarfélag íslands þegar kæru á hendur þeim er það gerðu til sýslumannsembættisins á Sauðárkróki. Beindust böndin fljótt að aðilum á Akureyri, en eins og fyrr segir liggja engar játningar fyrir og er málið í bið- stöðu. AUK hl. Auglysingastofa Kristinar 91.43 KODAK UMBOÐIÐ 200 400 KOOACOLOR VR 100 er sú skarpasta, mjög ffnkorna og þvf einkar vel fallin til stækkunar. KODACOLOR VR 200 er sú fjölhæfasta. Hún ræöur jafn vel viö mis- jöfn birtuskilyrði sem óvæntar uppákomur. KODACOLOR VR 400 er mjög Ijósnæm og fin- korna og skilar afar lit- sterkum myndum. KODACOLOR VR 1000 er sú allra Ijósnæmasta - Filma nýrra mögu- leika. Baly fyrir rétti vegna stulds á erninum Ikarus — Fálkaþjófarnir bera íslenskum yfírvöldum illa söguna Daun, Ið. júlf. Frá Önnu Bjnrnndóttur, fréttarítara Morgunblaónins. STROKUMAÐURINN Peter Baly var færður fyrir rétt í Daun í Eifel í Vestur-Þýskalandi f dag. Hann er ákærður fyrir að hafa stolið gullerni úr fálka- og úlfagarði í um 150 km. fjarlægð frá Köln fyrir rúmu ári. Réttarhöld- unum var frestað um eina viku eftir að nafn Konny Ciesielsky, þekkts eggjaþjófs og fuglasala frá Köln, blandaðist í málið. Ciesielsky-fjölskyldan hefur látið greipar sópa í fálkahreiðrum á fslandi eins og Baly og Ciesielsky er í landgöngubanni þar. Sonur hans, Markús, er nú í haldi í Norður-Amer- íku fyrir eggjaþjófnað. Baly var klæddur í gráan há- skólabol, sem á stóð „138 km“, á meðan á réttarhöldunum stóð — það er kannski hraðinn sem þýska skipið sigldi með hann á út úr Reykjavíkurhöfn. Hann sagði í stuttu samtali í réttarhléinu að hann hefði einfaldlega litast um á höfninni í Reykjavík eftir hugs- anlegri undankomuleið. Honum var ljóst að hann gæti ekki borgað sektina sem hann átti yfir höfði sér fyrir fálkaeggjaþjófnaðinn. Hann bar íslensku lögreglunni heldur illa söguna og kona hans, Gabriela Baly, sagðist hafa lést um tíu kíló á þeim fimm dögum sem hún sat inni á íslandi. Fjöl- skylda hennar hjálpaði henni um peninga svo hún kæmist úr landi. Hún sagðist ekki hafa vitað, þegar hún skrifaði undir pappíra á ís- landi, að hún mætti eícki áfrýja málinu eftir að hún kæmi aftur heim til Þýskalands . Baly situr nú í fangelsi. Hann á yfir höfði sér nokkuð þunga refs- ingu ef hann verður fundinn sekur um arnarþjófnaðinn. Hann þarf þá að sitja af sér eins árs fangels- isvist fyrir gamalt afbrot sem hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir, og sæta hegningu fyrir arn- arþjófnaðinn. En það mál er ekki eins einfalt og það virtist í upphafi. Baly er ákærður fyrir að hafa klifrað yfir girðingar og múr inn í kastala- garð, þar sem verðmætir ernir og fálkar eru geymdir. Hann er sagð- ur hafa leyst örninn Ikarus, haft hann á brott með sér í poka, en gengið svo frá, að helst virtist sem fuglinn hefði losað sig sjálfur. Gæslumaður dýranna, Dominik Kollinger, sá þó fljótt að fuglinum hafði verið stolið. Það hafði verið fiktað við festar annarra fugla og þær ekki hnýttar aftur á sama hátt og hann gerir sjálfur. Hann kærði málið til lögreglunnar, en komst sjálfur að því, eftir nokkrar símhringingar, hvar fuglinn var niðurkominn. Maður að nafni Hiebler hafði keypt örninn fyrir 3.000 mörk, sem er gjafverð fyrir slíkan fugl. Hann hafði keypt hann af Polacek nokkrum, sem þekkti Baly. Þeir voru saman í þýska fálkafélaginu fyrir nokkr- um árum, en félagið hefur leyst upp og þeir segjast ekki hittast oft. Polacek segir að Baly hafi hringt í sig í júní í fyrra og boðið sér örn til kaups fyrir 3.000 mörk. Hann segist alls ekki hafa viljað kaupa stolinn fugl og trúði að Baly myndi senda sér skilríki arnarins nokkrum dögum seinna. Hann keyrði fuglinn til Hiebler, sem býr í grennd við Múnchen og seldi honum fuglinn. Það kom strax í ljós þegar Kollinger talaði við Hiebler, að hann hafði keypt stol- inn fugl og Hiebler skilaði Ikarus aftur til heimahúsanna. En Baly neitar öllu og segir að Polacek ljúgi upp á sig. Kona hans segist aldrei hafa séð Polacek- hjónin, en þau fullyrða bæði að Baly-hjónin hafi komið með fugl- inn fyrir ári síðan og fengið kaffi. í lok réttarhaldanna í dag, sem virtust illa undirbúin og margir misbrestir voru á, kom í ljós Pol- acek-hjónin voru einnig með tvo förufálka, sem eru mjög verðmæt- ir, í farangrinum fyrir Hiebler þegar þau fluttu honum örninn. Þar blandaðist Ciesielsky inn í málið, en hann er einn af höfuð- paurunum í allri fálkasölu í Vestur-Þýskalandi. Gæslumaðurinn, Kollinger, sagði í samtali í dag, í kastala- garðinum, þaðan sem Ikarus var stolið, að hann væri sannfærður um að Baly hefði verið þar að verki. „Þessi maður hefur lifað af fálkaránum undanfarin fimm ár. Atburðirnir á íslandi eru bara síð- asta dæmið um það. Allt bendir til þess að hann hafi verið hér að verki.“ Baly vildi ekki segja'hver borg- aði fyrir ferð hans til íslands, í réttinum í dag. Hann sagðist óttast um líf sitt, meðlimir fálka- mafíunnar hikuðu ekki við að drepa konuna sína og hann vildi svo sannarlega ekki komast upp á kant við þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.