Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 '7 Rannsóknastyrkir EMBO í sameindalíffræöi Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organízation, EMBO), styrkja vísindamenn sem starfa í Evrópu og ísrael til skemmri eða lengri dvalar við erlendar rannsóknarstofnanir á sviði sameindalíffræöi. Nánari upplýsingar fást um styrkina í menntamálaráöu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. — Umsóknar- eyðublöö fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, Postfach 1022.40, D-6900 Heidelberg 1, Sambandslýöveldinu Þýskalandi. Umsóknarfrestur um styrki til 3ja mánaöa eða lengur er til 15. ágúst en um styrki til skemmri tíma má senda umsókn hvenær sem er. Menntamálaráðuneytiö 4. júlí. ^5? SRItfVlHHM ^ÖLUBOÐ VEX ÞVOTTALOQUR rsiofn"; 2 LITRAR NILDA ÞVOTTADUFT 5Kg MOLASXKUR ÞAÐ HRESSIR! luYlfi 1 Rg LJÚFFENGAR SÚPUR 60 gr pakkar ...vöruverð í lágmarki Benco 01-1400 AM/FM C.B. heimastöð á aðeins 4.500 út og 1.650 á mánuði í 8 mánuöi • Eina C.B. heimastöðin á íslandi • 40 rásir AM/FM • Notar venjulegan 220 volta hússtraum • Stórir og góöir mælar • Stór og vandaöur hátalari • Innbyggður mögnunarhljóönemi • Skiftir og úttak fyrir 2 loftnet • Úttak fyrir heyrnartæki og m.fl. Útborgun aðeins 4.500 og 1.650 á mán. í 8 mán. Benco Bolholti 4, sími 84077. Skuggi yfir Eyjafirði Halldór Blöndal, alþing- ismadur, ritaói grein f ís- lending á Akureyri sl. fimmtudag um hugsanlega byggingu álvers við Eyja- Ijöró. Þar segir maðal ann- ara „Nú er sumar yfir Norð- urlandi. Enginn kastar lengur tölu á sólskinsdag- ana, sem komið hafa (runu eins og á færibandi. Þetta hefur áhrif á landið og fólkíð og gefúr tilefni til að ætla, að friður og heiðríkja hvfli yfír vötnunum. En samt er skuggi yfir Eyja- firði. Á þessum sömu dög- um er tekist hatrammlega á um það, hvort stóriðja skuli rísa við Eyjaljörð. Samt liggur fyrir, að ótal spurningum er ósvarað, áð- ur en í rauninni er hægt að taka afstöðu til þess máls, nema menn gefi sér niður- stöðuna fyrirfram. Nema menn segi að vísindalegar rannsóknir og athuganir á náttúrufari skipti ekki máli. Á valdaskeiói Hjörleifs Guttormssonar sem iónað- arráðherra var skipuð stór- jðjuncfnd, er valdi nýiðn- aðarhugmyndum stað á landinu. Trjákvoðuverk- smiðja átti að risa við Húsavík og kísilmálmverk- smiðja við Reyðarfjörð. Um Eyjaljörð var aftur sagt, að vegna fjölmennis og fjöl- breyttra atvinnuhátta væri þar eina byggðarlagið á landinu utan Suðvestur- lands, þar sem gerlegt væri að reisa fyrirtæki, sem befði í þjónustu sinni þann mannafia, sem álver krefð- isL Af þeim sökum krafðist ég þess á Alþingi, að nauð- synlegar rannsóknir á nátt- úrufari f Eyjafirði yrðu gerðar án tafar, svo að úr þvf fengist skorið í eitt skipti fyrir öll, hvort þvflik mengun stafaði af álveri að fásinna væri að vefja þvi stað þar. Það hefur verið skoðun mín, að óverjandi sé að kasta möguleikum á byggingu álvers við Eyja- fjörð á glæ, meðan á rann- sóknum stendur. í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa f huga, að staða Eyjafjarðar gagn- Halldór Blöndal Álver við Eyjafjörð íslendingur á Akureyri birti sl. fimmtu- dag grein eftir Halldór Blöndal, alþing- ismann og varaformann þingflokks sjálfstæöismanna, og bar hún yfirskrift- ina: „Af áii og djöflum". Kaflar úr grein Halldórs Blöndal, sem fjallar um hugs- anlega byggingu álvers viö Eyjafjörö, eru birtir í Staksteinum í dag. vart öórum nýiðnaðar- hugmyndum styrkist, ef niðurstöður bera það með sér, að þvflík mengun stafi frá áiveri, að náttúrufari í Eyjafirði sé hætL Ef sú verður niðurstaðan rjúka enda allar hugmyndir um átver við Eyjafjörð út f veð- ur og vind. Hvers vegna stóriðju? Það er mikill miskilning- ur, ef menn halda, að smá- fyrirtækin á Akureyri, sem kannski gefa bænum mesta sjarmann, haldi velli, ef íbúum hættir að fjölga eða fer kannski fækkandL Um þetta geta menn sannfærst, ef þeir kynna sér þau verkefni, sem verið hafa uppistaðan i rekstri þessara fyrirtækja. Mörg þeirra hafa stuðst j beint og óbeint vió bygg- ingariðnaöinn. Það er mergurinn málsins. Það er af þessum sökum, sem menn hafa velt fyrir sér möguleikum á fyrirtæki á borð við Slippstöðina eða Útgerðarfélagið að mann- afia nú, þegar atvinnulífið bér er í ökfudaL Umræð- urnar um atvinnumálin bera að sjálfsögðu keim af þvf að sjávarafii hefur brugðisL svo að engum kemur lengur í huga að reisa hér nýtt frystihús eins og hreyft var nokkr- um misserum. Miklu frem- ur virðist þróunin vera sú að frystibúnaði sé komið fyrir í skipunum sjálfum með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir landverka- fólk. Á vel undirbúnum fundi, sem Bandalag háskóla- manna efndi til fyrir nokkrum árum um at- j vinnumál og lífskjör á fs- landL var það samdóma nióurstaóa, að það væri borin von að lífskjör gætu til langframa orðið þau sömu hér á landi og f grannlöndum okkar nema okkur tækist að nýta það afl, sem býr í vatnsorkunni og iðrum jarðar. Þessi spá hefúr orðið að veruleika fyrr en nokkurn grunaðL Sú almenna umræða, sem á sfðustu misserum hefur orðið um launa- og kjara- mál færir okkur líka heim sanninn um það, að íslend- ingar ætiast til þess að lífskjör fari batnandi frá einu ári til annars og að hvers konar þjónusta við íbúana sé bætL Og |>essi krafa er ekki ósanngjörn, þegar horft er tif þess, að landió okkar býr yfir möguleikum, sem gera okkur þetta kieift, ef vió höfúm djörfung og fram- sýni til að nýta þá. Hvað kostar atvinnutæki- færið? Það befúr valdið mér ekki lítilli undrun að sjá þaö og heyra frá ólíkleg- ustu mönnum, að ekki megi ráðast f stóriðju vegna þess að hvert „at- vinnutækifæri" sé svo dýrt Það kosti svo og svo mikið að virkja árnar og svo og svo mikið aö reisa verk- smiöjuhúsin og kaupa þann tæknibúnað, sem til þarf... Og svo þetta: Eigum við að leggja togurunum af því að ódýrara sé aó gera út árabáta? Sú yrði niðurstað- an, ef sá mælikvarði væri einhlftur, að dýrt fyrirtæki i stofnkostnaði væri vont fyrirtækL Eða hefði Slipp- stöðin nokkru sinni risið, ef Skafti Áskelsson hefði hugsað í hefium og hand- sögum? Horfði Laxárvirkj- un til framfara? Hefúr Kís- iliðjan orðið lyftistöng fyrir Húsavík eður ei? Hvers konar steinaldarhugsun- arháttur er það, að það sé af hinu vonda að láta orkuna vinna fyrir sig og létta undir með manns- bendinni? Ekki myndu erf- ióismenn taka undir það.“ Embætti lögreglustjórans f Reykjavík: Varðandi rannsókn ávana- og fíkniefnamála Við embætti lögreglustjórans f Reykjavík hefur frá 1970 starfað sér- stök deild sem vinnur að rannsókn ávana- og fíkniefnamála, frá 1973 í góðri samvinnu við sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum. Náin samvinna er meó rannsóknardeildinni og hinni al- mennu deild lögreglunnar en reynsl- an befur sýnt að slfk samvinna er nauðsynleg til þess að ná megi árangri í baráttunni gegn meðferð fíkniefna. Er þessi skipan í samræmi við það sem er i nágrannalöndunum en þar fara lögreglustjórar hver f sfnu umdæmi með alla stjórn löggæslu og lögreglurannsóknar. Hjá öðrum þjóðum mun óþekkt það skipulag sem er í Reykjavfk og næstu umdæmum þar sem lög- reglurannsókn er að hluta aðskilin frá annarri löggæslu. Þannig eru flest brot á almennum hegningar- lögum rannsökuð hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins og meðferð þeirra slitin úr samhengi við löggæslu- og rannsóknarstörf lögreglustjóranna á hverjum stað. Það yrði tvímælalaust til bóta ef lögreglan gæti unnið sameinuð að almennri löggæslu og rannsókn brota. Yrði það þvf til tjóns fyrir rannsókn fíkniefnamála ef sundrað yrði kröftum þeirra sem sinna þeim í dag með því að fela Rannsóknar- lögreglu rfkisins rannsóknina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.