Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 18
18 XVr * Tf'«▼ »r rrr-'.'frTrrun»M rr\rt * »nr/»r MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 Fjármagn tO rannsókna og þróunarstarfsemi í iðnaði: Nærri tíu sinnum meira á hinum Norðurlöndunum ÍSLENSK iðnfyrirtæki vörðu að meðaltali 0,4% af vinnsluvirði sínu til rann- sókna og þróunarstarfsemi á árinu 1981, en fyrirtæki á hinum Norðurlönd- unum vörðu að meðaltali 3,5% af vinnsluvirði sínu til þessa á sama tíma. Þetta kemur fram í samanburði sem gerður hefur verið og birtur er í júníbefti fréttablaðs Nordforsk. Ljósm. Mbl. Haukur Snorrason. Þessi mynd var tekin að lokinni guðsþjónustu í Hofskirkju I Öræfum, en það var fyrsta kirkjan sem biskup vísiteraði I vísitasíu sinni um austurhluta Skaftafellsprófastsdæmis. Á myndinni má sjá herra Pétur Sigurgeirsson ræða við eitt sóknarbarnanna. Biskup íslands vísiteraði í austurhluta Skaftafellssóknar I samanburði sem gerður var á opinberum stuðningi við iðnrann- sóknir á Norðurlöndum kemur í ljós að i Svíþjóð var 7,1% af vinnsluvirði iðnfyrirtækja að meðaltali varið til rannsókna og þróunarstarfsemi sem er hæsta Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hór segir: HULL/GOOLE: Dísarfell 23/7 Dísarfell 6/8 Dísarfell 20/8 ROTTERDAM: Dísarfell 24/7 Dísarfell 9/8 Dísarfell 21/8 ANTWERPEN: Dtsarfell 25/7 Dísarfell 10/8 Dísarfell 22/8 HAMBORG: Dísarfell 13/7 Dísarfell 27/7 Dísarfell 8/8 Dísarfell 24/8 HELSINKI/TURKU: Hvassafell 24/7 Hvassafell 18/8 LARVIK: Jan 16/7 Jan 30/7 Jan 13/8 Jan 27/8 GAUTABORG: Jan 17/7 Jan 31/7 Jan 14/8 Jan 28/8 KAUPMANNAHÖFN: Jan .... 18/7 Jan .... 1/8 Jan .... 15/8 Jan .... 29/8 SVENDBORG: Jan .... 19/7 Jan .... 2/8 Jan .... 16/8 Jan .... 30/8 ÁRHUS: Jan .... 20/7 Jan .... 3/8 Jan .... 17/8 Jan .... 31/8 LENINGRAD: Hvassafell .... 24/7 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell .. 29/7 HALIFAX, KANADA: Skaftafell .... 30/7 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 hlutfallið á öllum Norðurlöndun- um. Næst á eftir kemur Danmörk með 2,5%. I fréttabréfinu er ennfremur birtur samanburður sem gerður var á opinberum fjár- stuðningi við rannsóknir og þróunarstarfsemi í iðnfyrirtækj- um og séu heildartölur fyrir hvert land bornar saman sem hlutfall af vinnsluvirði iðnaðar í hverju landi fyrir sig, kemur í Ijós að opinber stuðningur við rannsóknir og þróunarstarfsemi í iðnaði á Is- landi er töluvert undir því sem gerist í nágrannalöndunum. Þá eru engir styrkir veittir til vöru- þróunar (rannsókna og þróunar- starfsemi) hér á landi, heldur ein- göngu lán. Á hinum Norðurlönd- unum er að meðatalti 38% alls Viniisluviröi í iönaði GAMLA Akraborgin kvaddi heima- höfn sína sl. föstudag og sigldi til nýrra heimkynna. Eins og áður hefur verið sagt frá hefur skipið verið selt til Hus- um í V-Þýskalandi en það er borg ná- lægt landamærum Danmerkur og V-Þýskalands. Akraborgin kom til landsins sumarið 1974 og var þá fyrsta far- stuðnings i formi beinna styrkja til fyrirtækjanna. I frétt sem Mbl. hefur borist frá Rannsóknaráði íslands í tengslum við framangreindar niðurstöður segir m.a. að mörg lönd hafi ný- lega ákveðið að stórauka stuðning við þróun hátækniiðnaðar til að greiða fyrir nýsköpun og breyting- um á grunngerð atvinnulifs til að auka samkeppnishæfni þess. Til að mynda hafi Danir nýlega ákveðið að verja 1,5 milljörðum danskra króna til upplýsingaiðn- aðarins á næstu fjórum árum og að af þessu megi vera ljóst að ís- lenskur iðnaður búi við mun lak- ari stöðu að þessu leyti en iðnaður í helstu samkeppnislöndum okkar. Þá segir í fréttinni að til að tryggja samkeppnishæfan iðnað hér á landi þurfi að koma til átak hins opinbera og fyrirtækja, til að leiðrétta stöðuna og auka hlut rannsókna og þróunarstarfsemi í íslenskum iðnaði. þega- og bílferja landsmanna. Hún hóf siglingar 29. júní það ár og á þessum tíu árum er áætlað að hún hafi flutt 1,5 milljónir farþega og 350 þús. bifreiðir. Það er sjö manna áhöfn frá Skallagrími hf. sem siglir skipinu til V-Þýskalands. Skipstjóri er Þorvaldur Guðmundsson. JG NÝLEGA vísiteraði biskupinn yfir Is- landi, herra Pétur Sigurgeirsson, aust- urhluta Skaftafellsprófastsdæmis. Með honum í ferðinni var eiginkona hans, frú Sólveig Ásgeirsdóttir, og séra Fjal- ar Sigurjónsson prófastur í Skaftafells- prófastsdæmi. 1 vísitasíu biskups er hann við- „ÞVÍ MIÐUR lítur út fyrir að trassa- skapur þeirra bifreiðaeigenda, sem fengu bfla sína skoðaða eftir hinum nýju reglum, verði til þess að draga úr líkum á að þetta fyrirkomulag verði almennt tekið upp, en aðeins um þriðj- ungur þeirra, sem slíka skoðun fengu, hafa gengið frá bflum sínum eins og við krefjumst," sagði Sigurður Indriða- son, forstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins á Akureyri. Nýjung sú sem hann talar um og tekin var upp um mánaðartíma hjá eftirlitinu á Akureyri, fólst í því að bílar sem komu til skoðunar á þess- um tíma, og ekki reyndust vera í fullkomnu lagi, fengu fullnaðarskoð- un, ef ekki var um alvarleg öryggis- atriði að ræða sem gerðar voru at- hugasemdir við. Jafnframt fullnað- arskoðun fengu þeir að velja sér bif- staddur guðsþjónustur og prédikar gjarnan sjálfur. Að lokinni guðs- þjónustu hittir hann safnaðarfólk og heldur sérstakan fund með sóknar- nefnd á hverjum stað. Fyrsta kirkj- an sem biskup vísiteraði í þessari vísitasíu var Hofskirkja í öræfum og var meðfylgjandi mynd tekin þar. reiðaverkstæði þar sem gera skyldi við umræddar bilanir innan 14 daga. Viðkomandi bifreiðaverkstæði gefur síðan skýrslu til bifreiðaeftirlitsins um þá bíla sem gert hefur verið við. En eins og fram kom hjá Sigurði, eru heimtur slæmar í þessum efnum og nú líður óðum að þvi að bifreiðaeft- irlitið krefjist stöðvunar á viðkom- andi bílum, berist ekki vottorð um að bilunum hafi verið kippt í lag. Að sögn Sigurðar var þetta fyrst og fremst hugsað til hagræðis fyrir bifreiðaeigendur, en vissulega kæmi þetta til með að létta störfum af bif- reiðaskoðunarmönnum. En sem sagt, trassaskapur virðist ætla að koma í veg fyrir að athyglisverð nýj- ung við skoðun bifreiða nái fram að ganga. Laxaseiðin til Noregs: 10-11 %drápust í brælu við Vestfírði LAXASEIÐIN 140 þúsund sem fjórar íslenskar laxeldisstöðvar seldu norskum fiskeldisstöðvum í sumar og fiutt voru út með tank- skipi eru nú komin á áfangastað og gekk fiutningurinn vel að sögn Þóris Dan Jónssonar fiskifræðings sem fylgdi þeim ÚL Sagði Þórir að kaupendur seiðanna væru ánægðir með seiðin og vildu ólmir fá fleiri næsta ár. Þórir Dan fór með skipinu út og er nú í Finnmörku þar sem fiskeldisstöðvar kaupendanna eru. Hann sagði í samtali við Mbl. í gær að menn önduðu nú léttar. Flutningur seiðanna hefði gengið vel í heildina litið. Ferðin hefði þó ekki byrjað glæsilega því þegar siglt hefði verið fyrir Vestfjarðakjálkann hefðu þeir fengið leiðindaveður. Mikill velt- ingur hefði verið á skipinu sem farið hefði svo illa með seiðin að sum drápust. Tvisvar hefði orðið að leita vars til að hlífa þeim. Eftir þetta hefði allt gengið vel og seiðin verið vel útlitandi þeg- ar til Noregs var komið. Sagði Þórir að 10—11% seiðanna hefðu drepist á leiðinni, flest í brælunni við Vestfirði. Þórir sagði að bændurnir væru ánægðir með seiðin og væru þegar farnir að falast eftir meiru. Væri verið að ræða um tvöfalt fleiri seiði næsta ár til áframhaldandi reynslu. Sagði hann að aðalspurningin væri sú hvort laxinn yrði of fljótt kyn- þroska. Norðmennirnir vildu geta alið hann í tvö ár áður en hann yrði kynþroska því eftir að hann verður kynþroska dregur mjög úr vextinum. Sagði hann að þarna í Norður-Noregi ættu að vera skilyrði til þess vegna lágs sjávarhita. Ef þetta gengi vel væri mikill markaður fyrir laxaseiði i Noregi. Gæti orðið markaður fyrir eina milljón seiða í Norður-Noregi svo dæmi væri tekið. m. Skr. Opinber stuöninjfu'' m-Skr. % af v.v. |ur af styrkir % Danmörk 50.840 193 0,38 55,4 Finnland 70.700 242 0,34 30,5 ísland 2.750 3,1 0,1 0 Noregur 89.230 204 0,23 34,5 Svíþjóð 99.820 412 0,4 36,4 Alls 293.340 1054,1 0,36 38,0 Gamla Akraborgin kveður Akranesi, 9. júlí. Ljósm. GBerg. Sigurður Indriðason, forstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins á Akureyri. Tilraun með nýjung í bifreiðaskoðun á Akureyrí: Kemur trassaskap- ur bifreiðaeigenda í veg fyrir breytingu? Akureyri, 9. júlí. GBerg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.