Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 22
"'22 MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 Punktar um stjórnmál í Portúgal Eftir harkalegar efnahagsað- gerðir og erfiða tíma gæti senn farið að rofa til Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Ramalho Eanes, forseti. við. Einnig yrði keppt að því að minnka skuldir við útlönd, en þær námu um 14 milljörðum dollara. Til þess að ná þessum markmiðum lækkaði stjórnin gengi gjaldmiðils- ins um tólf prósent, hækkaði skatta og dregið var stórlega úr útlánum. Það er athyglisvert, hversu stjórn- inni hefur gengið bærilega að upp- fylla kröfur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og í sumum atriðum jafn- vel náð betri árangri. Á hitt ber að líta að hinn almenni borgari verður ekki svo að neinu nemi enn var við neinn bata. Þvert á móti. Og vegna þess að enn nema skuldir Portúgala við útlönd um 14,7 milljörðum dollara hefur held- ur ekkert verið hægt að gera enn til að létta byrðar borgaranna. Á þessu ári munu Portúgalir þurfa að taka erlend lán upp á að minnsta kosti 3 milljarða dollara til að halda þjóðarbúinu á floti og ekki þurfi að ganga á gull- og gjaldeyr- isforða Portúgala. Á síðasta ári seldu Portúgalir um sextíu tonn af 660 tonna gullforða sínum til að greiða af lánum erlendis. Gull- og gjaldeyrisforði Portúgala nemur þvi nú um 8 milljörðum dollara í stað tíu fyrir tveimur árum. Þessar efnahagsaðgerðir eru harkalegar í landi þar sem þjóðar- tekjur eru að meðaltali sem svarar um 70 þúsund ísl. krónum. Það er m.a.s. lægra en í Grikklandi og á Spáni. Verðbólgan var að meðaltali um 25,5 prósent sl. ár og fyrsta ársfjórðung 1984 fór hún í 33 pró- sent. Eins og áður segir hefur stjórnin dregið mjög úr niður- greiðslum með alvarlegum afleið- ingum fyrir neytandann hart keyrðan fyrir. Þá hafa fyrirtæki barizt í bökk- um, vegna þess hve mjög hefur ver- ið dregið úr útlánum og þeim hefur gengið erfiðlega að standa við laun- agreiðslur til starfsmanna. Gjald- þrotum fjölgaði um 28 prósent á sl. ári og við það jókst atvinnuleysi enn. Um þessar mundir eru um níu prósent atvinnufærra manna í Portúgal atvinnulaus. Andstaöa gegn stjórninni enn vaxandi og hryöju- verk færast í vöxt Eins og áður var vikið að ráða kommúnistar flestum stærri verkalýðsfélögum í landinu og hafa upp á síðkastið haft ærið tilefni til að halda uppi gagnrýni á stjórn Mario Soares. Víða í Lissabon eru slagorð máluð á veggi gegn stjórn- inni: „Soares — góður Kani, afleit- ur Portúgali" og fleira í þeim dúr. Þetta ástand í landinu hefur einnig orðið til þess að glæpir og skemmd- arverk hvers konar hafa færzt f vöxt. Og um þær mundir sem ég var í Portúgal var verið að hand- taka hóp manna sem kallar sig FP25. Þessi hópur hefur haft sig í frammi siðustu mánuði sér í lagi, lagt hefur verið til atlögu gegn ýmsum frammámönnum í atvinnu- lífinu sérstaklega. Þá voru tveir lögreglumenn drepnir og fyrir skemmstu varð lítið barn í land- búnaðarhéraðinu Aljentejo fyrir sprengju, sem reyndar hafði verið ætluð afa barnsins. FP25 hefur lát- ið frá sér fara aðskiljanleg skrif, sem sum eru ekki ýkja vitsmunaieg né málefnaleg, þar er blandað sam- an slagorðum byltingarinnar og ungæðislegum yfirlýsingum.Það sem FP25 hefur látið frá sér fara er afar ólíkt yfirlýsingu „Öreiga- flokksins" svonefnda — en flestir frammámenn hans voru hnepptir í fangelsi 1979 — en það er þó ekki talið algerlega útilokað að ein- hverjir meðlimir hans hafi gengið til liðs við FP25. Að sögn blaða og ýmissa þeirra sem ég talaði við er áhangendur FP25 helzt að finna í hópi ungra atvinnuleysingja. Frá Lissabon. Það þarf ekki mikla glöggskyggni til að skynja það í Portúgal að „kreppan“ í efnahagslífi landsins er meiginumhugsunarefni fólks, helzta umræðuefni þess og vandamál. Bent er á að ekki hafi dregið úr atvinnuleysinu, kjararýrnun hafi numið sem svarar 9 prósentum á sl. ári og verði ámóta á árinu 1984 og stöðugar vöruhækkanir hafi verið á nauðsynjum, sem hafi meðal annars komið til af því hve stjórnin hefur stórlega dregið úr niðurgreiðslum. Portúgal er eitt efnaminnsta land Evrópu, þar finnur hinn almenni borgari á langtum áþreif- anlegri hátt fyrir efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnar Mario Soarcs en hefur verið hér, hvað sem öllu líður. Þó eru ýmis teikn á lofti um að betri tíð kunni að vera í vændum. Nú eru liðnir rösklega tólf mánuðir af átján mánaða áætlun ríkis- stjórnar Mario Soares og hún er byrjuð að skila árangri þótt það sé ekki farið að bera ávöxt inn á við. Soares og samráðherrar hans hafa verið ósparir að hvetja fólk og reyna að telja í það kjark. „Þraukið ár í viðbót. Okkur hefur miðað áleiðis og komumst brátt á leiðar- i enda,“ það hefur vitaskuld verið stjórninni mikil stoð, hversu afger- andi meirihluta hún hefur á þingi, samkomulag innan stjórnarinnar hefur verið allgott og almennt er viðurkennt, að stjórnarandstaða Miðdemókrata og Kommúnista- flokksins hafi verið veik. Hins veg- ar ber þess þó að geta að flest fjöl- mennari verkalýðsfélög í Portúgal lúta stjórn kommúnista og forysta þeirra hefur ekki lagt sig fram um að benda á raunhæfar úrlausnir og heldur færzt i aukana nú upp á síð- kastið að ala á ólgu og gremju — sem er svo sem ekki ýkja djúpt á. Efnahagsaðgerðir stjórnarinnar gætu farið aö skila árangri Þær „sjokk-aðgerðir“ sem stjórn Mario Soares greip til eftir hún tók við stjórnartaumum í fyrra voru vissulega ekki gerðar út í bláinn, Portúgal var á barmi gjaldþrots og hrun blasti við hvarvetna. Erlend- ar skuldir hrönnuðust upp, við- skiptahalli við útlönd var gríðar- legur og framleiðni hafði dregizt saman. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krafðist þess um þær sömu mundir, að efnahagsráðstafanir yrðu gerð- ar sem skilyrði fyrir því að landið nyti áfram stuðnings úr sjóðnum. Krafa sjóðsins var sú, að stjórnin gerði ráðstafanir sem dygðu til þess að halli í þjóðarbúskapnum lækkaði úr 3,2 milljörðum dollara í 2 milljarða dollara á síðasta ári og næðist síðan niður i 1,25 milljarða dollara á þessu ári, að fjárlagahalli næðist niður í 11 prósent á sl. ári og 8,5 prósent á þessu ári, en hann var 13 prósent, þegar stjórnin tók Mario Soares, forsætisráðherra. Ýmsir halda því fram að FP25 tengist einnig á einhvern hátt þeirri hreyfingu FUP, sem var komið á laggirnar árið 1980 til að styðja Otelo Saraiva Carvalho til forsetaframboðs. Carvalho var einn af frumkvöðlum byltingarinn- ar á sínum tíma og lét að sér kveða, einkum og sér í lagi varð hann áberandi í portúgölsku þjóðlífi 1975, en var síðan halaklipptur eft- ir að núverandi forseti, Ramalho Eanes, kom upp um samsæri sem Carvalho var augljóslega viðriðinn. Hann reyndi tvívegis að bjóða sig fram til forseta með heldur snaut- legum árangri og hefur nú verið handtekinn. Handtaka hans hefur svo á hinn bóginn vakið upp á ný minningar um „heita sumarið 1975“ og ýmis mál í kringum bylt- inguna. Sumir staðhæfa að allt málið varðandi FP25 kunni að leiða til riingulreiðar í þjóðlífinu, svo fremi stjórn Mario Soares sýni ekki fulla einurð í stjórn landsins. Staða forystumannanna — deilur viö Eanes enn Það er ekki að efa, að þrátt fyrir allt er staða Mario Soares sterk. Hann hefur flesta þá kosti til að bera sem stjórnmálamaður þarf; hann er slyngur og snjall, frábær ræðumaður og hefur skírskotun til fólks, hann hefur „karisma" sem er raunar óþýðanlegt orð en merkir í raun það sem upp var talið á und- an. Samstarfsflokkur hans í ríkis- stjórn, PPD, hefur hins vegar ekki jafn sterkum forystumanni á að skipa. Mota Pinto varaforsætis- ráðherra er án efa gegn maður og talinn ágæta vel greindur, en menn segja að hann skorti forystuhæfi- leika og það vandamál virðist hafa fylgt Sósíaldemókrötum allar göt- ur frá því Francisco Sa Carneiro lézt í flugslysi árið 1981. Innan Kommúnistaflokksins situr Alvaro Cunhal enn við stýri; þrátt fyrir að menn greini á um stjórn hans í flokknum er þó eftirtektarvert að kommúnistar hafa ekki tapað fylgi svo að neinu nemi í síðustu kosn- ingum. Lucas Pires formaður Mið- demókrata er nokkuð umdeildur, ýmsir prísa hann, aðrir segja að Miðdemókrataflokkurinn hafi látið mikið á sjá eftir að Freitos do Am- aral dró sig í hlé. Lucas Pires hefur lagt áherzlu á að laða ungt fólk — jafnvel innan kosningaaldurs — til fylgis við flokkinn. Ég minnist þess að hann sagði einmitt við mig í við- tali í fyrra, að þetta unga fólk myndi skila sér inn í raðir flokks- ins og verða honum til eflingar, þótt nokkur ár liðu unz sú fylgis- aukning færi að koma í ljós. Á flokksþingi, sem Miðdemókratar héldu ekki alls fyrir löngu, er mér einnig sagt að ungt fólk hafi verið áberandi og áhugasamt og sú stefna Pires, sem reyndum flokks- mönnum hefur þótt heldur hæpin, reynist kannski farsæl flokknum þegar horft er til framtíðar. Mario Soares hefur ekki farið í launkofa með það að hann hyggst bjóða sig fram til forseta þegar kjörtímabili Eanes lýkur á næsta ári. Sósíalistaflokkurinn missir þar með frá sér sterkan forystumann, en innan PS virðist þó forystu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.