Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 29 hlíðum Miöfells á leið upp á Snæfell. (y6sm Hreinn Ma‘rnÚ980n) Alfred Guarente ásamt konu sinni, með borðfánann er honum var gefinn 1944. íslensknm borðfána skílað eftir 40 ár Snjóflóð felhir framundan. (Ljósm. Hreinn Magnússon) „Vindkælingin sam- svarar áreiöanlega 20 til 30 stiga frosti og sér til þess að engir hátíða- sálmar hljóma fyrir eyr- um manna, þótt tindur- inn hafi verið ósnortinn fram til þessa.“ Nú gildir að finna skjól, nærast, klæðast betur og ræða málin. Hvílast ögn. Framundan er söðull og tvær brattar brekkur upp á jökulkollinn, norðan undir horn- inu, hinu eiginlega Snæfelli. Norð- ur úr söðlinum er skriðjökull, suð- ur úr hvilftin sem endar í snjó- flóðagilinu. „Förum niður hlémegin, efst í hvilftina," hrópar Ari á móti vind- inum. Stutt en brött ísbrekka liggur af tindinum að söðlinum. Allt í einu missir Árni annan mannbroddann og dettur. Hreinn er horfinn fram af brúninni en hinir þrír frjósa í sporum sínum. Árni stöðvast í einni svipan, — kafrekin ísöxi hans heldur þunganum og brodda- ólarnar aftur fyrir hæl sjá til þess að járnin skoppa ekki niður í skriðjökulinn. Þarna er of bratt og of kalt til að festa broddana aftur. Árni fikrar sig einbrodda niður á sléttuna. Brátt eru félagarnir samankomnir í sæmilegu skjóli. Nú er um að gera að líta í mal- inn og styrkja sig fyrir lokaáfang- ann. Hér er heitur drykkur á hit- abrúsa, kjarngott áleggsbrauð, súkkulaði og rúsínur; allt velþekkt fjallafæði og bráðnauðsynlegt. Meðan grynnkað er á nestinu er ákvörðun tekin eftir nokkrar vangaveltur: Fimm klukkustundir hingað, tvær til þrjár á tindinn, óljóst með niðurferð, en áfram skal haldið. Ósnortinn tindur Menn væðast dúnúlpum og tvennum vettlingum og stefna á jökulinn, ofurhægt, í takt við hrímið sem hleðst á heit andlitin og með vindinn skáhallt í bakið. Stundum marka broddarnir varla í ís, stundum sökkva menn í hné. Hornið er nærri lóðrétt að sjá og ljóst að það tekur að minnsta kosti tvær stundir aukalega að klífa það að norðan. Hópurinn hefur ekki þann tíma og auk þess er of hvasst. „Reynum að vestan," segir Olgeir. Menn fikra sig á ská að jökul- gjánni sem sker brekkuna við ræt- ur tindsins. Fáein axarhögg og all- ir komast yfir og síðan upp fyrir hengjuna ofan við. „Vá, maður,“ hikstar Höskuld- ur. „Rather spooky", hermir Hreinn eftir breskum yfirstéttarherra og dregur seiminn. Útsýnið er makalaust: Máva- byggðir og Esjufjöll, Öræfajökull og allur Breiðamerkurjökull. Djúpt undir fótunum eru Veður- árdalsfjöll, djúpir dalir og hvítar hvilftir. í suðri tengir stórkostleg- ur hryggur, óskadraumur fjalla- mannsins, Snæfellsbunguna við Þverártindsegg. Leiðin er augljós úr þessu: Bratt, skáhallt hliðarklifur uppi yfir 300—400 metra langri ís- brekku, að ísfláa með um 70 gráðu halla (20 metrar á hæð) og þaðan upp í stutta íslænu. Sjálfur há- tindurinn sést ekki. Einn af öðrum klífa félagarnir fimm upp í skafbylshryðjunum. Þeir höggva ísöxi og íshamri jafn- hátt fyrir ofan sig, sparka fram- broddunum á fótjárnunum föstum í ísinn, fyrst eitt skref upp og svo annað. Þvínæst eru handverkfær- in losuð, færð ofar, sami fótaburð- ur endurtekinn og þannig áfram, eins og flugur á vegg. Frostnæð- ingurinn bítur. I Ijós kemur að fyrsti maður kemst bara einn fyrir á hárfínni egginni og hver og einn verður að leggjast eða krjúpa til að fjúka ekki. Mínúta á mann. Athöfnin tekur rúma klukkustund. Menn verða að bíða hver eftir öðrum og kólna upp. Vindkælingin samsvar- ar áreiðanlega 20 til 30 stiga frosti og sér til þess að engir hátíða- sálmar hljóma fyrir eyrum manna, þótt tindurinn hafi verið ósnortinn fram til þessa. Hvert skal halda? Ánægjan léttir niðurförina. Á söðlinum verður að taka nýja ákvörðun, — hvar á að fara niður? Norðuraf er skriðjökullinn og endar í hrunbelti. Könnunarferð í upphafi dvalarinnar hafði afhjúp- að það. En kannski mætti síga eða klífa niður ísfossana? En klifur afturábak er enn sein- unnara en upp og áfram. Og sig er tímafrekt og getur orðið afar erf- itt, sérstaklega ef sigleiðin er löng og brött þannig að torvelt reynist að búa til sigfestur við línuendann hverju sinni. Línan er nefnilega ávallt toguð úr festunni fyrir ofan og notuð að nýju. Fimm saman? Nei, kostirnir eru báðir vondir. Suðuraf er snjóflóðahvilftin. sem blasti við fyrr um daginn. I austri liggur hryggur Miðfellsins, — eflaust fær, en líklega fimm til sex klukkustunda erfitt klifur. Of mikið fyrir þreyttan hóp. í umræðunni minnir einhver á snjóléttan hamrahrygg sem nær upp í miðja hvilftina. Að vísu þarf þá að skera hana og síðan eina snjóflóðarás neðan við hrygginn, en nú hefur frostið hert með lækk- andi sól. Samanlagt virðist þetta vænlegasta leiðin. Og á hana er kýlt. Einn í einu! Fyrst eftir boga- dregnum skafli, síðan yfir mjóan og djúpan snjóflóðafarveg og svo beint niður á höfðann, efst á hryggnum. Ekkert óvænt gerist. Hryggurinn reynist auðveldur. Hvergi þarf að klífa eða síga. Að vísu endar hann óþarflega nærri hrunskriðunum úr jöklum Þver- ártindseggjar. En þeir verða ekki færðir. Handan við snjóflóðarásina safnast hópurinn saman. Menn brosa, þrátt fyrir lúann. Einni marsipanstöng er skipt, menn deila dreggjunum úr brúsunum. Enn er eins til tveggja klukku- stunda gangur í tjaldbúðirnar. Himneskt, hvað sem öllu líður. Þar húka tvö tjöld, umkringd snjógarði. Frostþurrkaður matur bíður, heit kássa, nógur drykkur, mjúkt undirlag og hlýja. Fjórtán klukkustunda erfiði hefur tekið sinn toll. Kátínan í tveggja manna tjaldinu, þar sem fimmmenningarnir liggja, er þreytuleg af og til. Kæruleysi og létti bregður fyrir og menn af- greiða kássuna langþráðu: Einn slökkviliðsmaður, tveir jarðfræð- ingar, verslunarmaður og mynd- listarskólanemi. Daginn eftir er von á Fjölni bónda á Hala á aflóga Rússanum að sækja liðið. Þangað til má meira að segja ná að gera áætlan- ir um nýjar ferðir. „Þessi svarti, hái þarna hinum megin er flottur,“ segir einhver, „í sumar ættum við að ...“ Arí Trausti Guðmundsson, kennarí rið Menntaskólann rió Sund. — fékk fánann gefins árið 1944 Fyrir skömmu var staddur hér á íslandi Alfred Guerante fyrrum kapteinn i bandaríska hernum. Ein ástæða heimsóknar hans var að skila aftur borðfána sem nokkrir íslenskir vinir hans gáfu honum árið 1944. Alfred Guarente var kapteinn í bandaríska hernum á íslandi árin 1941 til 1944 og hafði aðsetur í Surner-búðunum á Keflavíkur- flugvelli og í Pusking-búðunum i Reykjavík, höfuðstöðvum Banda- ríkjahers á íslandi. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Alfred Guarente að á þeim tæpum fjórum árum sem hann gegndi her- þjónustu hér á landi hefði hann eignast marga vini: „Ég mun aldrei gleyma þeim. Eitt skipti þegar jeppinn minn bilaði á fjallvegi i miklum frostum, ók fram á mig ís- Félagsmálaráðherra: lenskur vörubílstjóri, þegar ég var orðinn kaldur og hrakinn. Hann tók mig uppí og keyrði mig til sins heima, þar sem hann fékk mér þurr föt, heitt kaffi og dreif mig síðan í rúmið. Þessi saga er aðeins eitt dæmi þeirrar vinsemdar sem alls staðar mætti mér hér á íslandi. Þessum íslenska borðfána vil ég skila til íslands, hér á hann heima. Það er ósk mín að hann verði varð- veittur sem tákn þeirrar vináttu og hlýhugar, er mér var sýndur. Minn- ingin um þá vini sem ég þá eignað- ist mun aldrei verða burtu máð.“ Stefnir að bráða- birgðalausn um skip- an sexmannanefndar Á NÆSTU DÖGUM verða, að sögn Alexanders Stefánssonar félagsmálaráð- herra, hafnar viðræður við þá aðila, sem eiga að skipa fulltrúa neytenda í sexmannanefnd sem verðleggur landbúnaðarvörur, um bráðabirgðalausn á þeim vanda sem skapast hefur vegna þess að allir aðilarnir hafa ýmist lýst því yfír að þeir muni draga fulltrúa sina úr nefndinni eða hafa þegar gert það, eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu. Alexander sagði að biðstaða væri í málinu þar sem lögin um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og verð- lagsmál landbúnaðarmála almennt væru í endurskoðun á vegum stjórnarflokkanna. Því hefði hann lagt til í ríkisstjórninni að rætt yrði við þessa aðila og jafnvel fleiri um bráðabirgðalausn sem gilti þar til framtíðarskipan yrði komið á. Þeir aðilar sem skipa eiga fulltrúa neyt- enda í sexmannanefnd eru: Alþýðu- samband íslands, sem dró fulltrúa sinn úr nefndinni fyrir nokkrum ár- um en síðan hefur félagsmálaráð- herra skipað mann í hans stað; Sjó- mannafélag Reykjavíkur, sem ákveðið hefur að draga fulltrúa sinn úr nefndinni frá og með 1. september nk., og Landssamband iðnaðarmanna, en forseti þess hef- ur lýst því yfir í samtali við Mbl. að búast megi við að sambandið dragi fulltrúa sinn úr nefndinni á næst- unni. Samið um sérkröfur hafnarverkamanna: Vaktavinna verður tek- in upp í auknum mæli — Allt að 13 % kauphækkun SAMKOMULAG um sérkjarasamning fyrir hafnarvinnu náðist í síðustu viku milli Dagsbrúnar og Vinnuveitendasambands fslands fyrir hönd Hafskips og Eimskips. Samningurinn felur í sér 4—13% kauphækkun eftir starfsaldri og reynslu og kemur I stað sérkjarasamnings frá 1974. Um það var kveðið í aðalkjarasamningi Dagsbrúnar frá því seinnipartinn í vetur að sérkjarasamning- ur fyrir hafnarvinnu yrði tilbúinn fyrir 1. maf. Samningurinn er afturvirkur til 21. febrúar. „Það hefur orðið gífurleg tækni- þróun í hafnarvinnu á undanförnum árum, og fyrirsjáanlegar enn frek- ari breytingar með tilkomu gáma- krana í Sundahöfn," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að einnig hefði samist um breytingar f mönnun, fjölda manna i lestum og vinnuaflið yrði hreyfanlegra. Hann sagði að fengist hefði fram nokkur viður- kenning á sérþjálfun manna í hafn- arvinnu. Þá sagði hann að tekin yrði upp strax á næstunni vaktavinna á stærstu lyfturum og yrði vakta- vinna f stöðugt ríkari mæli tekin upp við hafnarvinnu í framtíðinni, enda hefði vinnutími þar verið óhemju langur. Guðmundur sagði að starfsmenn hefðu þegar samþykkt samninginn og hann gerði ráð fyrir að skipadeild Sambandsins yrði einnig aðili að samningnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.