Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 17
MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 17 (Lóósm. Mbl. Júlíus.) tfisk l landanna" um við meiri efnahagsvanda að etja en nokkru sinni fyrr. Þvf bfðum við nú eftir því að myndarlegt átak verði gert til að jafna þennan mikla mun. Það gekk bærilega fyrir nokkrum árum, þegar tekið var boð- um Portúgala í alls konar orku- framkvæmdir, smíðaðir voru tveir togarar í Portúgal og fleira mætti nefna. Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að við getum ekki vænst þess að allt gerist í einu vet- fangi vegna þess hve fámenn þjóð tslendingar eru og markaðurinn þar af leiðandi takmarkaður. En við höfum mikinn hug á að gera tilboð f verk við Blönduvirkjun sem verður boðið út í ágúst, slík stórverk geta farið mjög langt til að jöfnuður ná- ist. Fiskur er ykkur mikilvægastur, hann er ykkur það sem rafvélabún- aður er hjá okkur, en sá iðnaður stendur á háu stigi og hefur tekið stórkostlegan fjörkipp á tiltölulega fáum árum. Ýmis önnur atriði kæmu til greina, en þetta verður væntanlega allt saman kannað vel og vandlega. Við erum ekki að fara fram á for- réttindi, fjarri því. Við erum frjáls- ar þjóðir sem búum við frjáls mark- og aðr- túgali" Á blaðamannafundinum var vikið að þeirri tregðu sem hefði verið af hálfu íslendinga að kaupa portú- galskar vörur og að fslenskir kaup- sýslumenn hefðu kvartað undan seinni afgreiðslu frá Portúgal. Barr- eto sagði að skriffinnska væri hvarvetna vandamál. Kannski væri þó ekki sfður um að kenna áhuga- leysi ytra, markaðurinn hér væri litill og einatt vanmetinn og þyrfti að kynna hann betur portúgölskum viðskiptaaðilum. Barreto og föruneyti hans sat há- degisverðarboð Landsvirkjunar f veitingahúsinu Arnarhóli að Iokn- um fundinum með fulltrúum við- skiptaráðuneytisins. Hann gekk á fund forseta íslands á Bessastöðum og í gærkvöldi sat hann boð Matthí- asar Á. Mathiesen f Ráðherrabú- staðnum. Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, Raquel Ferreira, aðstoðarviðskipta- ráðherra, og Alvaro Barreto, utanrfkisviðskiptaráðherra. aðskerfi, en gagnkvæm viðskipti eru sjálfsögð og f takt við tfmann, þar eð Portúgalir hafa margt að bjóða íslendingum og á því verði sem þeir geti við unað. Barreto sagði að honum hefði þótt mjög fróðlegt að skoða sig um á Svartsengi á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. Á sviði varmaveitna kynni einnig að finnast grundvöllur til samstarfs. Á Azor-eyjum væri jarðhiti í jörðu, og er það eini stað- urinn af portúgölsku landi þar sem svo er. Barreto sagði að þarna kynnu einnig að vera möguleikar sem gætu eflt samvinnu íslands og Portúgals. Eins og fram kemur f baksfðu- frétt hefur Barreto ákveðið að flýta för sinni heim til Portúgal, hann heldur héðan f fyrramálið i stað þess að fara síðdegis. Ástæðan er augljóslega að hann vill beita áhrif- um sínum til að liðka fyrir þvf að Keflavík, saltfiskskipið sem hefur beðið afgreiðslu f Aveiro í tíu daga, verði affermað. „Ég hef haft sam- band við mína menn f Lissabon varðandi þetta mál,“ sagði hann. „Það er nú oft svo þegar nýjar reglugerðir eru settar, að það eru alls konar mistúlkanir og hindranir, m.a. vegna breytingar á tollskrán- ingu o.fl. og síðan vefst þetta fyrir sjálfu sér í öllu kerfinu. Þar sem ég fór frá Portúgal fyrra mánudag, vissi ég ekki af þessu fyrr en ég kom hingað. Ég er bjartsýnn á að málið verði leyst um það leyti sem ég kem heim síðdegis á morgun, ef ekki mun það gerast snöfurmannlega eftir heimkomu mfna. Það mun síð- an flytja mikið timbur og dyrafarm frá Portúgal til íslands, sem eru geysileg verðmæti. Barreto sagði að hann hefði verið bjartsýnn fyrir þessar viðræður. Menn hefðu talað saman af einurð og viti og menn hér gerðu sér grein fyrir erfiðri stöðu Portúgala og að ekki yrði hér neinu um breytt varð- andi tollaálagningu, þó svo að hún breytti engu með tilliti til verðsins sem um hefði verið samið. Hann sagði að fiskfloti Portúgala væri orðinn heldur hrörlegur og kallaði á endurnýjun hið fyrsta. Þessar toll- tekjur sem þannig kæmu inn yrðu lagðar óskertar til uppbyggingar hans. „Ég sagði það þegar við hittumst í Lissabon, að íslendingum yrði ekki mismunað. Ég hef ftrekað það hér og mér finnst menn hafa sýnt ótvf- ræðan skilning á stöðu okkar og ég vona að ég geti leyft mér að segja, að það er af minni hálfu gagn- kvæmt,“ sagði Alvaro Barreto að lokum. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Steingrímur Hermannsson og Alvaro Barreto. „Hélt mér í neta- dræsu þar til hjálpin barstu — segir Sigtryggur Bjartur Kristinsson, átta ára, sem bjargaði fímm ára gömlum bróður sín- um frá drukknun í höfninni á Seyðisfirði Seyðtefirði, 1«. júlí. EINS OG fram kom í blaðinu í gær vann átta ára gamall drengur, Sig- tryggur Bjartur Kristinsson, það af- rek að bjarga fimm ára gömlum bróður sínum, Baldri, frá drukknun í höfninni hér á Seyðisfirði síðastlið- inn laugardag. Fréttaritari Mbl., ásamt Ijósmyndara, heimsótti dreng- ina, sem eru í heimsókn hjá afa sín- um og ömmu, ásamt móður sinni og eldri bróður. „Við vorum að leika okkur á Pöntunarbryggjunni og vorum saman þrír bræðurnir, ég, Baldur ogörn," sagði Sigtryggur Bjartur. „Eg var að veiða með færi, en þeir Baldur og örn voru skammt frá og reyndi Baldur að stökkva út í lít- inn bát sem var við bryggjuna. Bilið milli báts og bryggju var kannski tvö til þrjú skref og skrik- aði honum fótur og féll í sjóinn. Örn bróðir kallaði strax og sá ég þá hvað komið hafði fyrir. Ég henti frá mér færinu og hljóp á staðinn og sá hvar Baldur svaml- aði í sjónum. Ég gat klifrað niður bryggjuna á þverspýtum og henti mér síðan í sjóinn og náði fljót- lega taki á Baldri. Sfðan synti ég með hann að bryggjunni, en þurfti að fara svona tíu metra meðfram henni þar sem ég sá netadræsu hanga niður og náði að halda mér í hana með annarri hendi, en hélt Baldri uppi með hinni þar til hjálp barst. Menn sem voru að vinna við fiskvinnsluna hafa sennilega heyrt í Erni og komu til okkar og hjálpuðu okkur upp.“ „Var mér ekki kalt? Nei, ekki þegar ég var í sjónum, en þegar við komum upp úr þá varð okkur voðalega kalt. Við vorum fluttir beint heim og settir í heitt bað og fengum líka heitt kakó og þá hlýn- aði okkur fljótt,“ sagði Sigrtyggur Bjartur. Hann sagðist vera alveg syndur og færi í sundhöllina í Vestmannaeyjum á hverjum degi. Baldur bróðir hans fer líka oft með og hann var á sundnámskeiði í vor og kann svolftið að synda. Þess má geta að þeir bræður eru synir hjónanna Sigrúnar Guð- mundsdóttur og Kristins Sig- tryggssonar, sem bæði eru héðan frá Seyðisfirði en búa nú í Vest- mannaeyjum. Ólafur Már Morgunblaðiö/Kj artan. Þremenningarnir Baldur, Örn og Sigtryggur Bjartur á Seyðisfirði f gærdag. Jóhann með 4 vinn- inga eftir 11 umferðir JÓHANN Hjartarson hefur átt við talsverðan mótbyr að stríða á móti því sem hann hcfur tekið þátt f að undanförnu í Leningrad f Sovétríkj- unum. Hann er kominn með 4 vinn- inga að afloknum 11 uroferðum af 13 og sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann hefði verið óheppinn og oft tapað slysalega. „Eg tefldi við Kociev, sovéskan stórmeistara, í dag og tapaði slysalega. Ég var með góða stöðu og hann bauð mér jafntefli í bull- andi tímahraki okkar beggja, en ég hafnaði því maður verður að reyna að bæta stöðu sína í mótinu og lék ég skömmu síðar af mér,“ sagði Jóhann. Staðan á mótinu er óljós vegna fjölda biðskáka, en efstir og jafnir með 6Vfe vinning eru Rivas frá Spáni og Cherepkov og Lukin frá Sovétríkjunum. Mótið er lokað þannig að allir keppa við alla og af 14 keppendum eru fimm frá lönd- um utan Sovétríkjanna. Jóhann sagði mótið vera sterkt og í raun sterkara en stigin gæfu til kynna, því Sovétmennirnir fengju fá tækifæri til að keppa á Vesturlöndum og hækka í stigum. Hann sagði að það væri eins og eitthvað skorti á úthaldið hjá sér, því hann hefði oft leikið niður góð- um stöðum á fimmta tímanum. Mótinu lýkur 14. júlí og hvað Jóhann allan aðbúnað og skipu- lagningu hafa verið til fyrirmynd- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.