Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 23 Mota Pinto, varaforsuetisrádherra. mannavandamálið ekki eins áber- andi og hjá PPD. Jaime Gama utanríkisráðherra gæti til dæmis þótt góður kostur að margra dómi. Þegar leitað er svara við því hver sé um þessar mundir staða Eanes forseta, verða þau jafnmörg og þeir sem spurðir eru. Sumir fullyrða, að hann sé í þann veginn að stofna nýjan flokk og hyggist storma inn á stjórnmálasviðið eftir að kjör- tímabili hans sem forseta lýkur. Aðrir hafa ekki nokkra trú á því, að slíkur flokkur myndi draga til sín fylgi, svo að neinu næmi. Enn aðrir segja í spaugi, að Eanes myndi helzt kjósa að Manuela kona hans færi í forsetaframboð, svo að hann gæti a.m.k. fengið að vera nærri embættinu, „enda þykir Ean- es sérstaklega skemmtilegt að vera forseti" segja margir Portúgalir og ég þóttist verða vör við að Eanes væri ekki jafnvinsæll og hann hef- ur verið. Samkomulag þeirra Mario Soar- es og Ramalho Eanes er stirt. Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig, hversu erfiðlega Eanes hefur gengið að lynda við forsæt- isráðherra sína. Mönnum ætti að vera í minni sá fulli fjandskapur sem var með honum og Sa Carneiro á sínum tíma. Mario Soares studdi Eanes við siðustu forsetakosn- ingar, en þeim hefur svo ekki geng- ið nema rétt mátulega að eiga þol- anleg samskipti síðan Soares myndaði ríkisstjórn sína. Ég las einhvers staðar í blaði, að Soares gerði hitt og annað — á mjög svo gætnislegan og klókindalegan hátt — til að niðurlægja Eanes og draga úr áhrifum hans. Menn greindi á um þetta atriði eins og önnur, þeg- ar ég spurði um það. Og kannski kemur svo betri tíð Portúgalir binda vonir við inn- göngu í Efnahagsbandalagið, þegar þar að kemur. Portúgalskir ráða- menn trúa þvf — að sögn — statt og stöðugt, að árangur efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar muni senn fara að skila sér. Það er engum vafa undirorpið, að stjórn Mario Soares hefur sýnt mikla útsjónar- semi og stjórnvizku — þrátt fyrir alla gagnrýni. Aukin áherzla verði lögð á eflingu atvinnuveganna og útflutning og í því skyni hafa portúgalskir ráðamenn meðal ann- ars farið bæði til Japan og Banda- ríkjanna nýverið. Og erindi Alvaro Barreto, utanríkisviðskiptaráð- herra, í Reykjavík ætti að vera öll- um kunnugt. Það er skiljanlegt að Portúgalir leggi áherzlu á að jafna viðskiptin við ísland og við mætt- um hafa í huga að árið 1983 flutt- um við vörur að verðmæti samtals fyrir 18.623.000 króna og þar af saltfisk til Portúgals fyrir 1.142.000 króna. Portúgalir voru árið 1983 í fimmta sæti þeirra þjóða sem kaupa mest af fslenzkum vörum. Það mætti hafa f huga. Hvað sem erfiðleikum Portúgala líður segja þó efnahagssérfræð- ingar að meiri líkur en ekki séu til að efnahagsstefna stjórnarinnar lánist. Það vonar áreiðanlega ekki sízt hinn almenni borgari í Portú- gal. Galdrabrennur - tortryggni — eftir Richardt Ryel Galdrabrennur. Megna lykt frá bálköstum miðalda leggur enn að vitum okkar. Talið er að um 10 milljónir manna, einkum konur, hafi látið lífið í Evrópu fyrir galdra, villutrú, eða samsæri við djöfulinn, allt frá miðöldum og framundir 1840. Raunar er enn verið að murka lífið úr fólki sem haldið er illum öndum eða bara „trúvillingum" en þ.e. eins og kunnugt er fólk sem hefur aðra trú en þú og ég. Þar sem fólk er hvorki lesandi né skrifandi verður að koma boð- um til þess með öðrum hætti en hinu ritaða orði. Boðorðin voru túlkuð bokstaflega. Flekklaust sið- ferði var skilyrðislaust lögmál al- múgans. Páfinn og klerkaveldið óskeikult. Þannig var umhorfs þegar bálkestirnir- voru kyntir undir þeim sem misstigu sig á braut siðgæðis, nornum, galdra- konum — og körlum, útsendurum djöfulsins eða bara þeim sem ekki voru nógu fróðir í heilagri ritn- ingu. Rirhardt Ryel „Það væri vissulega gleðiefni að geta skilið við nornir, hindurvitni og hleypidóma hér. Kveðið fortíðina með ofstæki og fáfræði í kút- inn. En maður líttu þér nær.“ Þannig er sagt frá fólki sem missti hönd eða fót fyrir að ganga fram hjá Maríu mey án þess að signa sig. Ennfremur urðu menn að kunna bænirnar sínar á góðri latínu. 1 Frakklandi t.d. er getið um mann sem missti augað er hann hugðist þylja bænirnar sínar á frönsku. Góð latína, guði þókn- anleg, hét boðorðið. Svo undarlega brá við er slokkn- aði í síðustu brennunni að norn- irnar hurfu með öllu. Voru þær e.t.v. aldrei til, aðeins hugarburð- ur þeirra sem ofsóttu öðruvísi þenkjandi? Við viljum nú gjarnan gera gott úr þessu, og hér á jónsmessu leika Danir þennan leik er þeir brenna „heksen“ á „Skt. Hans“. Dansað er um bálköstinn og sungið. „Heks- en“ sem ríður á kústskafti fer til Bloksbjerg (í Harzen) eða að Hekkenfeld til. Fæstir Danir vita nú að „Hekkenfeld" er Hekla fjeld, og því fer „heksen" á fund kölska í Heklu, en þaðan er styst leið til undirheima. Það væri vissulega gleðiefni að geta skilið við nornir, hindurvitni og hleypidóma hér. Kveðið fortíð- ina með ofstæki og fáfræði í kút- inn. En maður líttu þér nær. í blaðinu í dag getur vafalítið um öfgafulla ofstækismenn úti í heimi sem fórna vilja lífi og lim- um æsku landsins til að berja á andstæðingum sínum sem haldnir eru „villutrú", eða guð sé oss næst- ur, trúlausir með öllu. MacCarthy sá púka í hverju horni laust eftir síðari heimsstyrj- öldina, og fræg eru þau lög frá Bandaríkjaþingi sem sett voru til höfuðs öllum rauðleitum púkum, einkum ef þeir voru af erlendu bergi brotnir, en þeir hurfu að vísu líka eins og dögg fyrir sólu þegar lögin voru afnumin. And- skotinn er af grísk/arabískum uppruna svo ekki viljum við eigna okkur hann, og hefur þó hver sinn djöful að draga. Andstæðinginn tortryggjum við þeim mun meira sem við þekkjum minna til hans. E.t.v. ætti Reagan bara að læra rússnesku, eða Chernikoff ensku þá skyldu þeir hvor annan betur og tortryggnin hyrfi úti við sjón- deildarhring. Til hins valkostsins, „stóru- brennu", megum við ekki hugsa. Stórubrennu, þar sem enginn kemst lífs af. Stórubrennu, sem til varð af misskilningi, með yfir- skriftinni „Tortryggni". CORDA Fyrsta flokks þjónusta! Við bióðum ferðaskrifstofuna ATLANTIK velkomna í hópinn! Nú hefur ferðaskrifstofan ATLANTIK tengst CORDA, fullkomnustu farbókunartölvu sem til er hérlendis. ATLANTIK getur nú pantað og staðfest flug, hótel og bílaleigubíla um allan heim á svipstundu, útvegað aðgöngumiða ýmisskonar og veitt nákvæmar upplýsingar um lestarferðir frá Amsterdam um Evrópu og önnur ferðalög. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.