Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 Tjaldstaðurinn innarlega í Kálfafellsdal. (LjÓ8m. Hreinn Magnússon.). Kálfafellsdalur — eftir Ara Trausta Guðmundsson Suðursveit er fyrsta byggðarlagið austan við Breiðamerkursand. Á milli byggðabverfisins að Breiða- bólsstað og Kálfafellsstaðar er breitt dalsmynni. Innaf er um þrettán kfló- metra langur dalur, sem sveigir til vesturs, og er einna mestur dala sem skerast í sunnanverðan Vatnajökul. Heitir hann Kálfafellsdalur. Dal- botninn er þakinn framburði jökul- og leysingavatna, en sjálfur er dalur- inn sorfinn af skriðjöklum ísaldar. Víða liggja fannir og smájöklar að dalnum og Vatnajökull sendir einn arm, Brókarjökul (700—900 metra fall), niður í dalbotninn. Þar skammt frá eru líka hrunjökl- ar ofanúr Þverártindsegg. Hún er hrikalegur, 5 kílómetra langur fjalishryggur úr basalti, vestan megin dalsins, og er hæst fjalla þarna um slóðir, 1554 metrar yfir sjó. Margir tindar, bæði hvassir og kollóttir, eru umhverfis dalinn, 700—1400 metra háir, svo sem Miðbotnstindur (716 m), Birnu- dalstindur (1326 m), Kaldárnúpur (1406 m), Snæfell (1383 m) og Þverártindur (1113 m). í dalsmynninu er Steinadalur, kjarrivaxin hvilft, en annars sker- ast helst gil inn í dalshliðina vest- an megin. Að austanverðu eru fremur stuttir, brattir þverdalir og kallast þeir botnar. Jarðlög eru aðallega úr basalti (hraunlögum) og lítt röskuð við utanverðan dal- inn. Eftir því sem innar dregur ber meira á misgengjum, um- mynduðum jarðlögum, ljósu lípar- íti, göngum og bergæðum og jáfíi- vel grófkornóttu djúpbergi og flikrubergi, úr eldskýi á borð við hamfarirnar í St. Helenu-fjalli vestanhafs. Má ætla að þarna séu rætur og ummerki stórra, fornra eldstöðva. Snæfellið, takmark fimm fjalla- manna úr íslenska alpaklúbbnum, er í raun stór jökulhöfði með sér- kennilegu og hvössu horni upp úr hvirflinum, um 100 m háu að norð- anverðu (um 200 m að austan- verðu). Sjálf klifurleiðin varð á endanum 1100 hæðarmetrar, í meðallagi erfið. Erfiðustu klif- urhreyfingar töldust vera af 2. gráðu (af 5). Ekki er vitað til að menn hafi komið á Snæfell áður. Snæfell, 1383 metrar — snjóflóð ógna „Nei, þetta gengur ekki.“ Hreinn Magnússon fleygir frá sér skóflunni og hristir höfuðið. „Þetta er fullkomin snjóflóða- brekka. Hér förum við ekki." Hann hefur kannað snjóalögin með fingrunum í nýgrafinni holu. Þar er að finna vindbarinn og nokkuð mjúkan snjó ofan á hjarni með ávölum hrímkristöllum. Lítið álag þarf til að efsta lagið brotni upp og renni á hjarninu líkt og á kúlulegum. Hætta á flekahlaupum er yfirvofandi. Hópurinn hikar. Menn skýla andlitunum fyrir snjódrífunni. Aftan við þá eru djúpar, nýlegar snjóflóðadreifar og á uppleiðinni höfðu þeir orðið vitni að einu snjóflóði svo nærri, að kófið sem þaut á undan þvi, náði þeim. Á vinstri hönd er um 300 metra hár jökulbunki, krosssprunginn, og himinhá Þverártindseggin ofan við, en á þá hægri snarbrött 600 metra há fjallshlíð með hryggjum og hamrabeltum. Dalurinn er þröngur og skýlir fjallgöngumönnunum dálítið fyrir skafbylnum meðan vindurinn ólmast á brúnunum og þeytir strókum hátt í bláan himininn. Staðhæfing Hreins verður ekki dregin í efa: Löng jökulbrekka, neðan við hvilft, þrengist og verð- ur að gili. Snjórinn liggur i dyngj- um og bfður óvarkárra ferðalanga. Aðstæður eru kennslubókardæmi um varasamar slóðir. „Fáið ykkur súkkulaði, drengir," segir sá sem ber gamla gæruhúfu með deri og slaufu á hökuböndun- um. Hann heitir Olgeir Sigmars- son. Og það má alténd éta svoddan nokkuð meðan menn íhuga stöð- una á 5. degi páskaferðar, eftir þriggja daga veðurbið og nærri 500 km ferðalag að heiman. Nú eru góð ráð dýr. Að vísu er ekki skammarlegt að snúa við en ... • Þrír ótaldir í hópnum maula súkkulaðið þegjandi og hugsa sitt: Árni Árnason, Höskuldur Gylfa- son og Ari Trausti Guðmundsson. Eftir nokkrar umræður er niðurstaðan ljós: Upp á fjalls- hrygginn til hægri og sjá hvað set- ur. Kannski er fært eftir honum upp í jökulhlíðar Snæfellsins. „Ef j)að er stætt þarna uppi,“ segir Árni og glottir. Útbunaður- inn er góður: Dúnföt, tvöfaldir skór, línur, öll helstu klifuráhöld, skóflur og annað til viðlegu í snjó- húsi ef í nauðirnar rekur. Dúnfötin eru sögð vera gerð fyrir háfjallaleiðangra í Himalaya og skórnir eru af nýjustu gerð: Plastskór með liðamótum utan yf- ir þjálum leðurskóm. Klifuráhöldum hafði verið skipt á milli manna til að jafna byrð- arnar. Þar á meðal eru snjóakkeri, líkust skóflublaði með vir úr miðj- unni, ísskrúfur til að festa 11 millimetra svera lfnuna sem notuð er til að tryggja menn ef með þarf. Og nóg er af karabínunum, ómiss- andi, eins konar málmhringjum, sem hægt er að opna og smeygja línunni f. Þeir eru notaðir með fs- skrúfunum, því ella væri ekki hægt að tengja línuna f skrúfurn- ar. Að auki ber hver maður ísöxi og íshamar, en slík tól þarf til að klffa á mannbroddum upp brattan ís, jafnvel alveg lóðréttan. Upp skaltu á kjöl klífa... „Þetta er fullkomið alpalands- lag,“ æpir Ari, „fínasta alpaleið." Hann er kominn af stað upp fyrsta hrygginn að neðsta hamra- beltinu. Snjórinn nær upp í miðja kálfa. Efst af hryggnum liggur leiðin hliðhallt undir klettum. Þar skoppa grjót og ísklumpar niður vegna sólbráðar. Hjálmar eru settir upp og áfram skiptast félag- arnir fimm á að troða spor. Takt- urinn jafn og stutt á milli spor- anna. Hver um sig reynir að leggja leiðina þannig að hún verði sem næst berginu og í sem minnstri snjódýpt. Snæfell að baki. Leiðin lá npp Qalbhlíðina tíl hægri í dalnum og eftir öxlinni að horninu, en síðan upp tindinn að suðvestan (í hvarfi). (Ljósm. Hreinn Magnússon) Útsýn af ónefndum tindi yfir i Þverártindsegg og innanverðan Kálfafellsdal. Ljósm. Hreinn Magnússon. Snjóflóð eru einn hættulegasti óvinur fjallamanna: Óútreiknan- legur og snöggur upp á lagið. Rétt leiðarval og varkárni er eina vörn- in, því snjóflóð falla skyndilega og fátt er til varnar. Hluti hlíðarinn- ar myndi líkt og lifna við, taka á rás og sópa með sér öllu lauslegu. Stórir flekar, nokkrir tugir senti- metra að þykkt, verða fljótt að nokkurra metra þykkum ruðningi sem nær ef til vill 100 kílómetra hraða á klukkustund. Menn gætu litla björg sér veitt. Þeir grafast máski undir samanþjöppuðum snjógörðum og krókna eða kafna, hafi þeir ekki særst til ólífis við að kastast í kletta og grjót. Framundan er fyrsta íshaftið: Tveir nokkurra metra háir kaflar, sá efri lóðréttur. Þetta kryddar tilveruna. Mannbroddar og lína tryggja að allir komast þar upp fyrir og á hlykkjóttan hrygg, — tilvalinn til stuttrar hvíldar. Vindurinn emjar, snjórinn þyrlast inn um hverja smugu í verstu gus- unum. Handan hins nafnlausa þverdals rís Þverártindseggin í öllu sínu veldi, með 400 metra háu ísklömbruðu þverhnípi og tveimur hrikalegum hrunjöklum, nærri því í seilingarfjarlægð. Menn minnast þess hvernig fs- turnar sýndust velta líkt og í hæg- gengri kvikmynd að sjá úr tjald- búðunum, kvöldið áður, hinum megin i Kálfafellsdal. Drunurnar heyrðust eftir á, — eins og þrum- ur. í austri sjást allir tindarnir við framanverðan Kálfafellsdal, hvít- ir f sólinni, en ofan við er skörðótt egg Miðfells, með tveimur áber- andi tindum og fleiri fshöftum. Hópurinn stefnir f skarð milli tindanna. Er það hið rétta? „Vonandi þurfum við ekki að fara hér niður," tautar einhver. Lausasnjórinn er óstöðugur, brattinn orðinn 50—60 gráður og efsta brekkan endar f snjóburst með hengju, upp við kistulaga tindinn. Hreinn tekur á rás, fram- úr fremsta manni. Alltaf hugsar hann um að ná myndum á réttum augnablikum. Efst sést hann baða út öllum öngum. Orðaslitur heyr- ast gegnum vindinn: „Þetta er það!“ Greinilega rétt skarðj Greini- lega tilviljun. Já eða nei? Fimmmenningarnir safnast saman, halla sér i vindinn. Jökul- kuldinn smýgur um rakan fatnað- inn. Nú sést yfir Vatnajökul, að Karli og Kerlingu, yfir Brókarjök- ul allan og vel til austurs og vest- urs. Inni á jöklinum er allt svart í norðaustanbeljandanum og hvítar gusur fram af öllum eggjum. Heyrst hafði yfir útvarpið að franskur höfuðsmaður hyggðist ganga einsamall yfir jökulinn. Ekki vildu menn vera þar nú, en hugsa samt hálft í hvoru hlýlega til kollegans sem ætlar að reyna sig við Vatnajökul, — galgopinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.