Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 15
jkftor í.kV. rr w*» wmww MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 lá Prestar reknir frá Nicaragua Managua, Nicaragua, 10. júlí. AP. STJÓRNIN vísaði sl. mánudag 10 erlendum kaþólskum prestum úr landi. Var þeim gefið að sök að hafa stundað undirróðursstarf gegn stjórn landsins með því að stofna til illdeilna milli kirkju og ríkis. Dagblað Vatíkansins í Róm, L’Osservatore Romano, fordæmdi í dag brottvísun prestanna, og sagði Sandinistastjórnina vilja með framferði sinu koma óorði á kirkjuna. Telja fréttaskýrendur þetta mál muni magna enn frekar þá tog- streitu sem hefur verið milli stjórnarinnar í Nicaragua og páfagarðs. Brottvísun prestanna sigldi í kjölfar fyrstu mótmælaaðgerða, sem kirkjan hefur staðið að í Nic- aragua. Tóku 27 prestar og 300 aðrir þátt í þeim til að lýsa yfir stuðningi við prest, sem ásakaður var fyrir andbyltingarstarfsemi gegn stjórn landsins. Herþotur farast SUde, Vestur Þýskalandi. 10 júli. AP. TVÆR herþotur af Starfighter-gerð fórust í Vestur-Þýskalandi í dag með þeim afleiðingum að ein kona lét lífið og tveir menn slösuðust. Fyrra óhappið varð með þeim hætti að þota hrapaði á bóndabæ í grennd við Hamborg, og fórst ein kona og tveir menn slösuðust, en flugmaðurinn slapp ómeiddur. Nokkrum klukkustundum síðar fórst önnur þota á svipuðum slóð- um, þegar hún rakst á varnargarð á afmörkuðu svæði þýska sjóhers- ins í Eggebeck, en flugmanninum tókst að komast út úr flugvélinni áður en hún hrapaði til jarðar og varð alelda. Vestur-þýska varnarmálaráðu- neytið gaf út þá yfirlýsingu í dag að 220 herþotur af „Starfighter"- gerð hefðu eyðilagst af þeim 900 sem teknar voru í notkun á sjöunda áratugnum. Hjartaprófið barg lífí sölumannsins SÖLUMAÐUR einn í Minneapolis í Bandaríkjunum sem seldi lækninga- tæki var að hefja kynningu á nýju tæki á spítala þar í borg, þegar aðstoðarmaður hans þurfti nauðsynlega að bregða sér frá. Hann hafði engar vöflur á, heldur tengdi skynjarana við brjóstið á sjálfum sér — og þa uppgötvaði hann, að hann er að leggja hann að velli. Það eru liðin tvö ár frá því að þetta gerðist, og nú bíður sölu- maðurinn, Richard Marlin, sem er 42 ára að aldri, eftir hjarta- ígræðslu. Segja læknar slíka að- gerð einu lífsvon hans. En það getur reynst þung þraut að finna hæfan hjarta- nn hjartasjukdomi, sem e.t.v. a eftir gjafa handa Marlin, því að hann er stór maður vexti og 115 kíló að þyngd. Það sem nú heldur lífi í sjúkl- ingnum er stöðug inngjöf örv- andi lyfja, segir hjartasérfræð- ingurinn, sem annast hann. Flúðu á ferða- lagi um Japan Tokýó, 10. júlí. AP. ANNAR sellóleikari ríkissinfóníu- hljómsveitar frá Austur-Berlín, flúði Dollar lækkar London, 10. júlí. AP. DOLLARINN fór að lækka í dag eftir aðgerðir bandaríska seðla- bankans til að létta af þrýstingi á hækkun vaxta. Gull hækkaði hins vegar. í dag og fiaug til V-Þýskalands, en hljómsveitin var á ferðalagi um Jap- an. Þetta er f annað skipti á einni viku sem hljómsveitarmeðlimir nota tækifærið og flýja til V-Þýskalands, en báðir höfðu samband við v-þýska sendiráðið í Tokýó áður en þeir héldu til V-Berlínar. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Jap- an síðan 15. júní og á að snúa heim á fimmtudag. Sovéskur balletdansari, sem yf- irgaf flokk sinn 29. júní sl., bfður enn í Tokýó eftir að fá landvistar- leyfi f Bandaríkjunum. Rændu tólf ferðamenn TVEIR vopnaðir menn ruddust inn í rútu með 12 bandarískum ferða- mönnum innanborðs, og rændu af þeim öllu fémætu. Einn ferðamann- anna særðist lítillega. Hópurinn var á leið til Napólí eftir stutta ferð til Pompeii, er tveir ungir menn réðust inn f bíl- inn. Annar safnaði saman fjár- munum af ferðamönnunum, með- an hinn otaði að þeim byssu. Einn Bandaríkjamannanna fékk skot í fótinn, er hann neitaði að láta af hendi myndavél sína. Ræningj- arnir stukku síðan út úr rútunni og stöðvuðu bíl sem átti leið um. Ráku þeir eigandann úr bílnum og notuðu farartækið á flóttanum. Lögreglan hafði ekki hendur í hári ræningjanna, þegar síðast spurðist, en þeir komust undan með tæplega 2.000 dala virði í pen- ingum og fjármunum. Ferðafólki finnst spennandi að skoða sig um ( Kristjaníu, en nú segist lögreglan ekki geta ábyrgst öryggi gestanna. Kristjanía er orðin hættuleg NÚ ER SVO komið að Kaup- mannahafnarlögreglan ræður ferðafólki eindregið frá því að fara inn í Kristjaníu vegna ofbeldis- verka og jafnvel manndrápa, sem þar hafa átt sér stað, segir í frétta- frásögn í Berlingske Tidende fyrir nokkrum dögum. Svo rammt kveður að ofbeldis- verkunum, að enginn gestkom- andi er óhultur í Kristjaníu. Nýlega var 17 ára drengur skot- inn í bakið á einum af hinum ólöglegu veitingastöðum þarna. Er hann enn í lífshættu. Á sunnudag var það aðeins fyrir hreint kraftaverk að fjög- urra ára stúlkubarni var bjargað af svæði, þar sem Bull Shitt- rokkarar æfðu sig í skotfimi. Knud Olsen, lögreglumaður á Amager, segir að ástandið hafi stórlega versnað á síðustu mán- uðum: „Það hefur verið meira um hrottalegar lfkamsárasir en nokkru sinni fyrr,“ segir hann, „en enginn þorir að rétta okkur hjálparhönd. Menn virðast óttast það mest að lenda í því sama og fórnardýr ofbeld- ismannanna hafa orðið að þola.“ Lögreglan telur ástandið orðið gersamlega óþolandi og bitni mest á saklausu fólki. „Astæðan er m.a. sú, að stjórnmálamenn- irnir eru tvístígandi,“ segir Knud Olesen. „Þeir hafa ekki getað tekið á sig rögg og ákveðið að loka staðnum." Evrópudómstóllinn: Handtaka Kirks var ólögleg Lúiemborg, 10. júlí. AP. í GÆR úrskurðaði Evrópudóm- stóllinn að Bretar hefðu ekki haft neinn rétt til að handtaka dansk- an sjómann og sekta hann um 30 þúsund pund fyrir að vera að veiðum á fiskimiðum, sem breska stjómin hafði lýst yfir að væru innan breskrar lögsögu. Breski flotinn tók togskip Kent Kirks innan tólf mílna frá ströndum Bretlands hinn 6. janúar í fyrra. Vakti atburður- inn mikla athygli fjölmiðla, þar sem útgerðarmaður skips- ins, sem var með í þessari veiðiferð, var einn af þing- mönnum Evrópuþingsins. Það var aðeins degi fyrr en Kirk var handtekinn sem full- trúanefnd úr Evrópuþinginu hafði gefið leyfi til þess til reynslu, að Bretar tækju upp 12 mílna fiskveiðilögsögu. Hinn 25. janúar settu stjórnir Evr- ópubandalagsríkjanna lög í samræmi við tillögu fulltrúa- nefndarinnar og voru lögin gerð afturvirk til 1. janúar. í forsendum dómsins sagði m.a. að ekki væri unnt að byggja refsidóma og sektir á afturvirkum lögum, eins og átt hefði sér stað með Kirk. í dag sagði Kent Kirk í Kaupmannahöfn, að það mik- ilvægasta við dóm þennan væri að fá vissu fyrir því, að „ein- staklingar geta átt þau rétt- indi, sem ekki einu sinni stjórn fjölmenns aðildarríkis getur hrifsað af þeim“. SIGURGYÐJAN NIKE Hjá grikkjum til forna treystu afreksmennirnir á sigurgydjuna NIKE til árangurs. Á okkar dögum treysta helstu afreksmenn heimsins enn á NIKE. PEGASUS eru mjög alhliða íþróttaskór frá NIKE. Peir eru búnir hinum einstaka loftsóla í hæl ásamt venjulegum millisóla. Að framan er EVA-sóli, svo það er óhætt að spyrna duglega. Og loftið undir hælnum tryggir mýkstu fjöðrun. Rifflaðir fletir á sóla veita góða vörn gegn höggum og gefa gott grip í hálku. Hællinn er sérsniðinn eftir svonefndu „þrýstingsmiðju“-kerfi, sem er nýnæmi í hönnun og gerir skóna eins stöðuga og frekast er unnt. Pegasus eru frábærir æfingaskór, með gott tárými vel sniðinn hælkappa, sem fellur að fætinum og reimarnar má hafa á ýmsa vegu. Allt þetta hafa margir frægustu íþróttamenn okkar tíma sannreynt á undanförnum árum og þeir treysta á að NIKE skilar þeim til sigurs í harðri keppni. Þannig var það líka hjá grikkjum. >b| Aisturbakki hf. r 1 I BORGARTUNI20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.