Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.07.1984, Blaðsíða 32
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SlMI 11340 OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 aU5Turstræt/ 2* r INNSTRÆTI, SlMI 3 ' MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Saltfiskútflutningur til Portúgal: 12 % tollurinn breytir ekki verðinu á árinu Barreto flýtir heimför vegna tregðu á losun saitfiskskipa frá íslandi „SÁ TOLLUR sem hefur verið ákveðið að leggja á íslenskan saltfisk kemur ekki til með að hafa áhrif á verð fisksins á samningsárinu og þar af leiðandi eru þær ásakanir algerlega úr lausu lofti gripnar, að Islendingum sé mismunað í viðskiptum við okkur,“ sagði Alvaro Barreto, viðskiptaráðherra Portúgals, í gær. Morgunblaðiö/Friöþjófur Brugðið á leik í fótbolta FYRRIJM heimsmeistarar Vestur-Uýskalands leika lands- leik í handknattleik gegn íslend- ingum í Seljaskóla í kvöld. Þýska liðið kom til landsins síðdegis í gær og í gærkvöldi æfði liðið á keppnisstað. Þýsku leikmennirnir létu sér þó ekki nægja að kasta boltanum á milli sín, þeir brugðu einnig á leik og skiptu i tvö lið í fót- bolta, enda hávertíð knattspyrnumanna hér á landi um þessar mundir. Á myndinni er það frægasti leikmaður þýska liðsins, Erhard Wund- erlich, sem bregður á leik. Sjá nánar á íþróttasíðu bls. 31. Hann sagði, að Portúgalir keyptu saltfisk af fjórum þjóð- um, og hefðu farið fram á fisk- veiðiheimild af þremur þeirra, gegn því að tollurinn yrði aðeins þrjú prósent. Þessi lönd væru Noregur, Kanada og Bandaríkin. Fallist var á beiðni Portúgala af ríkisstjórnum landanna þriggja. Barreto sagði að það hefði aldrei komið til greina að óska efir fiskveiðiheimildum við fsland, enda gerðu Portúgalir sér grein fyrir ástandi fiskstofna hér nú. í samtali við blm. Mbl. sagði Barreto að hann teldi sjálfgert, að farið yrði vel ofan í viðskipta- mál landanna næst þegar sam- ningar um saltfisksölu standa fyrir dyrum og þá væri einnig æskilegt, að verulegur árangur hefði náðst í að auka kaup ís- lendinga á vörum frá Portúgal. Barreto sagði, að Portúgalir hefðu m.a. hug á því að gera til- boð í verk við Blönduvirkjun, sem verður boðið út í næsta mánuði. Barreto ákvað að flýta heim- för sinni og heldur til Lissabon árdegis í dag í stað þess að fara til Vestmannaeyja eins og fyrir- hugað var. Matthías Á. Mathie- sen, viðskiptaráðherra, sagði á fundi með blaðamönnum í gær, að hann teldi þetta óræka sönn- un þess að Barreto væri mikið í mun að greiða fyrir því að upp- skipun yrði þegar leyfð á salt- fiski úr íslensku skipi sem hefur ekki fengið löndunarleyfi í Aveiro í tíu daga. Matthías og Barreto voru á einu máli um að heimsókn hans hingað, þótt stutt væri, hefði verið ánægjuleg og rutt úr vegi ýmsum misskilningi sem komið hefði upp varðandi viðskipti landanna. Sjá miðopnu. Embætti borgarfógeta: Fé horfið úr vörslu skipta- ráðanda Rannsóknarlögregla ríkisins hefur gert kröfu um gæsluvard- hald tveggja manna til 1. ágúst vegna gruns um aðild þeirra að hvarfi peninga sem voru í vörslu skiptaráðandans í Reykjavík og er gert ráð fyrir úrskurði Saka- dóms í dag. Rannsóknarlögregla ríkisins vildi ekki að svo stöddu gefa upp um hve mikla upphæð væri að ræða, en um talsverða upphæð mun vera að ræða. Rannsókn málsins hófst 2. júlí síðastliðinn, en þá var gerð tilraun til að taka peninga út úr bankabók í Vegamótaútibúi Landsbankans, sem var í vörslu skiptaráðandans I Reykjavík. Tilraunin mistókst, en maðurinn sem reyndi að taka peningana út komst und- an. Könnun á því fé sem skiptaráðandinn hefur undir höndum leiddi í ljós að fleiri bankabækur höfðu horfið og höfðu peningar verið teknir út úr þeim. Annar maðurinn, sem óskað hefur verið gæsluvarðhalds yf- ir, vinnur í tímavinnu fyrir skiptaráðandann i Reykjavík og hinn maðurinn starfaði áð- ur um nokkurt skeið fyrir skiptaráðanda á sama grund- velli. Siglt á Fossvogi Morgunblaðið/Friöþjófur. Landsmenn hafa notað góða veðrið sfðustu daga af kappi til hvers konar útivistar. Dag eftir dag hafa siglinga- menn siglt fleyjum sínum í fjörðum og vogum eins og sjá má á þessari mynd, sem tekin var á Fossvogi í gær. Ekkert samkomulag hefur enn verið gert — segir aðstoðarsjávarútvegsráðherra Noregs vegna mót- mæla Islendinga gegn veiðum Dana á Jan Mayen-svæðinu Aðstoðarsjávarútvegsráðherra Noregs, Svein Munkejord, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mótmæli íslendinga vegna sam- komulags Norðmanna og Dana um loðnuveiðar á Jan Mayen- svæðinu væru með öllu tilefnislaus, þar sem engir samningar hefðu verið gerðir á milli Norðmanna og Dana. Aðspurður sagði Svein Munke- jord, að íslensk stjórnvöld fengju svar frá Norðmönnum við mót- mælunum í þessari viku. Hann vildi þó ekki upplýsa efnisatriði, en sagðist halda að svar norsku ríkisstjórnarinnar yrði fullnægj- andi fyrir íslendinga. Hins vegar viðurkenndi Svein Munkejord að viðræður hefðu átt sér stað milli Norðmanna og Dana en ítrekaði að ekkert samkomulag hefði verið gert en ef til þess kæmi taldi hann eðlilegt að afli Dana kæmi til frá- dráttar kvóta Norðmanna, en ekki íslendinga. Ein af ástæðum þess að íslend- ingar sendu umrædd mótmæli mun hafa verið ótti þeirra við að með samningum við Dani yrðu loðnuveiðar gerðar fýsilegri fyrir lönd Efnahagsbandalagsins. En samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru loðnumið sem eru innan lögsögu Grænlands ekki eins hagkvæm til sjósóknar og miðin á Jan Mayen-svæðinu, og er vafasamt að loðnuveiði þar borgi sig I síðdegisútgáfu norska dag- blaðsins Aftenposten í gær segir Truls Paulsen, skrifstofustjóri í norska sjávarútvegsráðuneytinu, það ljóst að þar sem Danir eru aðilar að Efnahagsbandalaginu séu þeir skuldbundnir til að leyfa öðrum löndum bandalagsins veið- ar á sömu veiðisvæðum og þeir hafa heimild til. En að sögn Truls Paulsen er ein meginástæða þess að þríhliða samkomulag íslands, Noregs og Efnahagsbandalagsins hefur ekki tekist, sú að Norðmenn vilja draga hugsanlegan kvóta Efnahags- bandalagsins að mestu leyti frá kvóta íslendinga, en á það hafa þeir ekki viljað fallast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.