Morgunblaðið - 29.11.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 29.11.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 7 Sigmund á leiðtogafundi A HVERJU ári síðastliðin 7 ár hefur Prenthúsið sf. sent á jóla- bókamarkaðinn bók með teikn- ingum eftir hinn góðkunna skopmyndateiknara, Sigmund. Áttunda bókin er nú komin á markaðinn og sennilega hefur Sigmund aldrei fjallað um jafn heimsfræg og heit efni og nú, enda ber nafn bókarinnar og útlit þess merki. „Sigmund í stjörnustríði" flytur aðdáendum teiknarans úrval 126 mynda frá þessu ári. Hún er m.a. prýdd fjölda mynda frá stjömustríði leiðtogafundar Reagans og Gorbachevs í Höfða fyrr á þessu hausti, auk þess sem teiknarinn kynnir okkur á sinn skarpa og sérstaka hátt fyrir annars konar stjörnustríði, nefnilega innan- landseijum, þrætum og stjóm- málaþrefi, eins og segir í frétt frá forlaginu. í formála sem Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur skrifar að bókinni segir m.a.: „Þessi stjömu- stríðsbók Sigmund ber sömu einkenni og fyrri bækur hans þótt tilefnin seu ný. Enda hefur það gerst að ísland komst með óvenju- legum hætti í heimsfréttir og þeyttist inn í stjömustríðsþoku stjómmálanna með fundi Gorbachevs og Reagans, þeirra tveggja höfuðpáfa sem leggja fyrir sig íþróttir á sviði heimsfriðar og kalda stríðs ... En fleiri iðka nú stjömustríð um þessar mundir en þjóðhöfðingjar stórvelda einir. íslenskir stjóm- Sigmund Jóhannsson málamenn eiga í sínu stjömustríði sem fyrr, og fer það harðnandi vegna þess að á næsta ári skal kosið til alþingis. í alvöru stjömu- stríði er ætlast til að skotið sé spútnikum og oirustuvöllurinn lýst- ur upp með lasergeislum. Hér á hjaranum eru það stjömumar sjálf- ar sem beijast." Bókin var prentuð í Prenthúsinu sf., Barónsstíg 11, sem einnig er útgefandi. Leiðtogum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna munu verða gefin sérbundin árituð eintök bókarinnar, og verða þau afhent í sendiráðum rílqanna. (Fréttatilkynníng). Bæjartíðindi: Nýtt vikublað í Vestmaiuiaevjum Voahnannaoviiim Vestmannaeyjum. NÝTT vikublað, Bæjartíðindi, kom út í Vestmannaeyjum síðast- liðin fimmtudag. Blaðið er 12 síður í heldur minna broti en dagblöðin, eða 38x51 cm. Blaðið er borið ókeypis í hvert hús i bænum og mun koma út siðdegis hvern fimmtudag. Það er samnefnt útgáfufélag, Bæjartíðindi, sem gefur blaðið út og annast þriggja manna ritnefnd um ritstjómina, Vilhjálmur Kr. Garðarsson ábyrgðarmaður, Ómar Jóhannsson og Guðlaugur Guð- mundsson. Blaðið er prentað hjá Prentsmiðjunni Eyrúnu hf. Útgef- endur segja að blaðið verði hefð- bundið fréttablað, óháð og opið öllum sem vilja skrifa í það. Mikil gróska er í blaðaútgáfu í Eyjum. Bæjartíðindi er þriðja viku- blaðið sem í boði er fyrir frétta- sólgna lesendur. Fýrir vom Fréttir, sem koma einnig út á fimmtudögum og hefur verið 12-16 síður upp á síðkastið, og Dagskrá sem kemur út á föstudögum, 4 síður. Þá hafa stjómmálaflokkarnir verið duglegir við blaðaútgáfu þó útkomutíðni þeirra blaða hafi verið óregluleg. Það er einkennandi fyrir öll þessi blöð að þeim er dreift ókeypis til bæjarbúa, þau eru öll fjármögnuð -með auglýsingum. Mörg félög hafa og verið ötul við að gefa út blöð í Ekki viiaó um eyöni í Vestmannaeyjum SÖgusagnir um Aids iEy/um gripnar úr lausu foftí t fJxz; | SÍIl i ; | llpl Fargjöld hækka HatítsLMitUaHcittár] Eyjum og dagblöðin eru mikið les- in, svo ljóst er að mikill tími Eyjabúa fer í viku hverri í blaðalestur. Fimmtudagurinn verður trúlega mesti blaðalestursdagurinn hjá þorra Eyjabúa. Hálfgert vandræða- ástand skapast ef útkoma bæjar- blaðana dregst eitthvað og er þá straumur fólks í prentsmiðjurnar til þess að ná í blaðið sitt beint úr prentvélinni. -hkj. Sjónvarpið: Fréttamenn ráðnir ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi í gær að mæla með Albert Jónssyni og Stefáni L. Stefáns- syni í tvær stöður fréttamanna á fréttastofu rfkissjónvarpsins. Albert Jónsson hefur starfað sem fréttamaður á fréttastofu ríkisút- varpsins, en Stefán L. Stefánsson hefur unnið sem afleysingamaður á fréttastofu sjónvarpsins í sumar. Eldhúshjálpin frá Heimilis- tækjum — 4 tæki í einu Philips Maxim er frábær hönnun. Með fáein- um handtökum breytir þú hrærivélinni í grænmetiskvörn, hakkavéi eða blandara. Allt sem til þarf eru fáeinir fylgihlutir, sem allir eru innifaldir i' verðinu. Engin útborgun. Kreditkortaþjónusta Verð aðeins kr. 8.990,- Philips Maxim fylgir stór skál, þeytari, hnoð- ari, Iftil skál, grænmetiskvörn, hakkavél, blandari og sieikja. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8- S: 27500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.