Morgunblaðið - 29.11.1986, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.11.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 17 Aðventuhátíð í Langholtskirkju SÁÁ með jólahappdrætti Dreg'ið á gamlaársdag í útsendingu rásar 2 KIRKJUDAGUR Langholtssafn- aðar verður sunnudaginn 30. nóvember, fyrsti sunnudagur í aðventu, upphaf nýs kirkjuárs. Verður þess minnst með guðs- þjónustum, tónleikum og sérs- takri kvöldhátíð á fyrsta aðventukvöldi. Hátíðin hefst raunar í dag, laug- ardaginn 29. nóvember, með því að kór Langholtskirkju heldur tón- leika í kirkjunni, sem hefjast kl. 14.00. Kórinn mun syngja negra- sálma, m.a. úr verkinu „Child of our time“ eftir M. Tibbert. Einnig flytur kórinn argentísku messuna „Miss Criolla" eftir Ariel Ramirez. Auk einsöngvara úr hópi kórfélaga, syngja þeir einsöng Sverrir Guð- jónsson og Rúnar Matthíasson. A sunnudaginn hefst hátíðin með guðsþjónustu barnanna, Óska- stundinni, sem eins og fyrr verður í umsjá Þórhalls Heimissonar, guð- fræðinema, og Jóns Stefánssonar, organista. Hátíðarguðsþjónusta hefst síðan kl. 14.00. Séra Stefán Snævarr, fyrrverandi prófastur, prédikar, en séra Sigurður Haukur Guðjónsson þjónar fyrir altari. Kór Langholtskirkju syngur undir stjóm Jóns Stefánssonar. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur einsöng. Eins og undanfarin tvö ár, eftir vígslu Langholtskirlq'u, heldur Lúðrasveitin Svanur tónleika, sem hefjast kl. 17.00. Stjómandi er Kjartan Óskarsson. Lokahátíðin verður svo í kirlq- unni kl. 20.30 að kvöldi hins fyrsta sunnudags í aðventunni. Hefst hún með ávarpi formanns sóknamefnd- ar, sem stjómar hátíðarsamkom- unni. Því næst verður Lúsfleikur bama úr Óskastundinni undir stjóm Þórhalls Heimissonar. Þá syngja félagar úr karlakómum Fóstbræðr- um aðventusöngva. Að þeim söng loknum flytur Ragnhildur Helga- dóttir, ráðherra, ræðu. Loks syngur kór Langholtskirkju undir stjóm Jóns Stefánssonar. Samkomunni í kirkjunni lýkur síðan með stuttri helgistund í um- sjá sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar. Að lokinni hátíðinni í kirkjunni selur Kvenfélag safnaðarins kaffi í safnaðarheimilinu, þeim sem þess óska. Sóknamefnd Langholtssafnaðar hvetur sóknarböm til að gera sér hátíðlega daga í upphafi aðventunn- ar og að sjálfsögðu em einnig allir aðrir velkomnir. (Fréttatilkynning). SAMTÖK áhugafólks um áfeng- isvandamálið efnir nú til happ- dmettis undir nafninu „Jólagjöf SÁÁ“. Eingöngu verður dregið úr seldum miðum og er heildar- verðmæti vinninga 6.861.250 krónur. Vinningar em 172 talsins. Fyrsti vinningur er Daihatsu Rocky jeppa- bifreið að verðmæti 567.700 kr. Þá verður dregið um þtjá Daihatsu Charade fólksbifreiðar að verðmæti 322.200 kr. hver. Tíu Daihatsu Cuore fólksbifreiðar að verðmæti 269.600 kr. hver, átta JVC mynd- bandatökuvélar GR 7C að verðmæti 125.900 kr. hver, 75 JVC kassettu- útvarpstæki að verðmæti 11.750 kr. hver og 75 BMX reiðhjól að verðmæti 9.900 kr. hver. Dregið verður í jólahappdrætti SÁÁ í beinni útsendingu á rás 2 á milli kr. 13.00 og 15.00 á gamlaárs- dag. Hjúkrunar- fræðingar á Suður- landi fagna samnings- rétti Selfoss. Á FUNDI Suðurlandsdeildar hjúkrunarfræðinga 24. nóvem- ber var fagnað fram komnu frumvarpi til laga um samnings- rétt aðildarfélaga BSRB. Á fundinn, sem var haldinn á Selfossi, komu formaður og vara- formaður Hjúkmnarfélags Islands og formaður kjaranefndar félags- ins. Eftir útskýringar þeirra var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundurinn fagnar nýtilkomnum drögum að kjarasamningum opin- berra starfsmanna þar sem fram kemur ákvæði um sérstakan samn- ingsrétt aðildarfélaganna og vonast til þess að hann nýtist Hjúkmnarfé- lagi Islands sem best í framtíðinni. Jafnframt hvetur deildin forystu félagins til þess að leggja höfuð- áherslu á hækkun gmnnlauna í komandi kjarasamningum." — Sig. Jóns. jólastjaman Aðventan hefst þessa helgi- pessitallegaiólaplantaer ómissandi á þessum arstima. Mikiö úrval. _____________ -ð aðventukransa ikl.14-18. Kerti í aöventukransa. Kerti' búsundatali. Komiö rttörkaðinn, úrvaliö hvergi Gottverð. Muniösýnikennslu í ger« laugardag og sunnudag Símar 36770-686340 Gróðurhúsinu við Sigtun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.