Morgunblaðið - 29.11.1986, Side 18

Morgunblaðið - 29.11.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Kótelettur með „risotto“ og kryddsósu. Ef völ er á góðum kótelettum Heimiiishorn Bergljót Ingólfsdóttir Þær eru góðar Islensku lamba- kótelettumar, því er ekki að neita, en heldur ódrjúgur matur. Það er þó eins og meira verði úr þeim í samansoðnum réttum, pottrétt- um, og eins ef þær eru tvöfaldar og grillaðar þannig. En þetta hef- ur allt verið tíundað í Heimilis- homi áður og því ekki ástæða til að fjölyrða um það hér. En ef völ er á góðum kótelett- um er hægt að matbúa góða máltíð, og með góðum árangri má yfirfæra uppskriftimar á allar tegundir kjöts en samræma þarf þá steikingar- og suðutíma. V etrar-kótelettur 8 lambakótelettur (4 svína- eða kálfakótelettur), 4 gulrætur, 6 sellerístönglar, 1 stór laukur, smjör eða smjörlíki til að steikja úr, súputeningar, salt og pipar, estragon 1. Gulrætur og sellerí skorið í bita, laukurinn í sneiðar og þetta sett út í smjör á pönnu, aðeins soðið (ekki brúnað). Grænmetið sett í eldfast mót. 2. Kótelettumar brúnaðar, kryddaðar með salti, pipar og þurrkuðu estragon. Settar yfír grænmetið í fatinu, vatni með súputeningi hellt á pönnuna og soðið sett yfír kótelettumar. 3. Álpappír settur yfír fatið og látið sjóða í ofni í ca. 20 mín. (lengur ef það eru svína- eða kálfakótelettur). Ef bera á með annað grænmeti, t.d. niðursoðnar belgbaunir eða annað, er hægt að setja það yfír kjötið og láta það hitna með. Kótelettur með „ris- otto“ og kryddsósu 8 lambakótelettur (eða 4 stórar), smjör eða smjörlíki til að steikja úr, 'A — 1 tsk. karrí, salt og pipar eftir smekk. 1. Smjörlíkið sett á pönnu, brætt og karrí látið út I, aðeins látið krauma áður en kótelettumar eru settar út á, brúnaðar báðum meg- in og látnar sjóða á meðan hrísgijónin soðna. 2. Hrísgijónin látin sjóða eftir leiðbeiningum á pakka en síðan krydduð. „Risotto" er búið til á marga mis- munandi vegu, t.d.: 3 dl hrísgijón soðin í miklu vatni, saman við gijónin em settir 2 negulnaglar, 100 g rúsínur auk salts. Kryddsósa: 2 dl sýrður tjómi, 1—2 rif hvítlaukur, 1—2 tsk. mild chilisósa, dál. steinselja, salt Pressað eða saxað hvítlauksrif- ið, chilisósan og brytjuð steinselj- an sett saman við ijómann og hrært vel, saltað ef þurfa þykir. Gott er að laga sósuna dál. áður en bera á matinn fram. Kótelettur með tómat- makkarónum 8 lambakótelettur (eða 4 stórar), smjörlíki til að steikja úr, salt og pipar. 350 g makkarónur eða annað „pasta". Sósan: 4 sneiðar þunnt skorið beikon, 1 stór laukur, 1 gulrót, 1 meðalstór púrra, 1—2 rif hvítlaukur, 1 dós niðursoðnir tómatar (ca. 400 gr.) 2 dl kjötsoð (súputen. og vatn) 1 tsk. paprikuduft, salt og pipar eftir smekk. Kótelettumar steiktar á venju- legan hátt og látnar sjóða. Makkarónumar soðnar sam- kvæmt leiðbeiningum á pakka. Sósan: 1. Beikonið skorið í bita og steikt á pönnu, saxaður laukurinn settur út á og látinn sjóða með (ekki brúnast). 2. Brytjuð púrra, pressað hvítlauksrif og gróft rifín gulrót sett út á ásamt tómötum, soðinu af þeim og kjötsoðinu. Látið malla þar til grænmetið er hæfílegt. 3. Soðnum makkarónum bætt út í sósuna, paprikuduft, salt og pip- ar sett yfír og bragðbætt að smekk. Tómatmakkarónumar bomar með kótelettunum í sérstakri skál. Vetrar-kótelettur. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Skoðunarferð um Kvos- ina og Vatnsmýrina Náttúruvemdarfélag Suðvestur- lands stendur fyrir kynnisferð um Kvosina og Vatnsmýrina á morgun sunnudag. Lagt verður af stað kl. 13.30 frá Víkurgarði (fógetagarðin- um) á homi Aðalstrætis og Kirkju- strætis. Gengi verður um Kvosina og gömlu húsin „lesin" eftir sögu og aldri. Að því loknu býður Hress- ingarskálinn þátttakendum upp á kaffísopa. Þaðan verður haldið suð- ur að Tjöm (rúta fylgir göngunni eftir) og gengið með henni vestan- verðri að friðlýstu svæði í Vatn- smýrinni. Á leiðinni verður fjallað um jarðlög, lífríki og landnýtingu fyrr á öldum. Ef aðstæður leifa verður torfhleðslur Tryggva Hans- en sunnan í Vatnsmýrinni skoðaður. Ur Vatnsmýrinni verður farið að háskólabíói. Þar býður Mjólkursam- salan upp á sýmdrykk (mysu) til að svala þorsta göngumanna. í anddyri Háskólabíós gefst þátttak- endum kostur á að skoða litlar sýningar. Sýningar áhugahóps um byggingu náttúrufræðihúss á íslenskum fléttum og á sauðavöllum og hvemig þær voru notaðar til gagns og gamans sem spávölur. Þá mun Kennaraháskólinn kynna hluta af rannsóknarverkefni sem nemendur hans unnu um lífríki Vatnsmýrarinnar. Fólki gefst þama kostur á að varpa fram spurningum um Kvosina, Tjörnina og Vatnsmýr- ina til leiðsögumannanna. Frá Háskólabíói verður farið um kl. 16.45 og gengið norður Suðurgöt- una niður í Víkurgarð og þar líkur göngunni um kl. 17.00. Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í göngunni eða veitingar, en ef lang- ferðabifreiðin verður notuð kostar það 100 kr. Hægt er að koma í gönguna og fara úr henni hvenær sem er og hvar sem er. Allir eru velkomnir. Munið að fátt jafnast á við ferðalag undir góðri leiðsögn. Leiðsögumenn verða: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, Ámi Einarsson líffræðingur, Þorleifur Einarsson jarðfræðingur og Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur. Fleiri munu leggja sitt af mörkum í ferðinni. Uppi er ágreiningur og miklar umræður um hvað eigi að varðveita af gömlum húsum í Kvosinni og skipulag hennar. NVSV vill hvetja alla sem láta sig þessi mál varða að koma í ferðina og fræðast um svæðið og tengsl þess við Tjörnina og Vatnsmýrina. Þá vill NVSV beina þvi til ágreiningsaðila að þeir myndi umræðuhóp um málið og íhugi jafnframt hvað er til ráða, til að hefja svæðið til vegs og virðing- ar. Gleymum ekki, að rætur reyk- vískrar menningar liggja í Kvosinni, látum þær ekki fúna, hlúum heldur að þeim, okkur og gestum okkar, afkomendum okkar og gestum þeirra til gagns og gleði. (Frá NVSV) Um sálfræðileg nám- skeið og meðferð eftirArnór Hannibalsson Ósjaldan má sjá í blöðum auglýs- ingar um námskeið handa almenn- ingi um sálfræðileg málefni. Stundum eru auglýsingar þannig orðaðar, að lesandinn gæti álitið, að einhverskonar sálfræðileg með- ferð sé í boði. Þessi tilboð eru góðra gjalda verð, ef þeir sem að slíkri starfsemi standa, hafa viðeigandi menntun og starfsþjálfun. En það hefur einnig viljað við brenna, að menn sem skortir slíka menntun og starfsþjálfun auglýsi þesskonar þjónustu við almenning. Árangur- inn af slíkri starfsemi er einatt allur annar en vænta mátti af auglýs- ingu. Stjórn Sálfræðingafélags íslands veit dæmi þess, að fólk hafí komið heim mjög miður sín af slíkum „námskeiðum" (og/eða „meðferð"). Á íslandi eru í gildi lög um sál- fræðinga, sett árið 1976. Þau lög kveða skýrt á um, hvaða kröfur menn verða að uppfylla til að fá leyfí yfírvalda til að kalla sig sál- fræðinga og þar með einnig til að stunda störf, sem sálfræðimenntun þarf til. Löggildingu menntamála- ráðherra þarf til þess að mega auglýsa sig opinberlega sem sál- fræðingur og til að bjóða sálfræði- lega meðferð. Nú mega menn að sjálfsögðu halda fyrirlestra og nám- skeið um þau efni sem þeir kunna. En stjóm Sálfræðingafélags íslands vill beina því til allra, sem hafa hug á að taka þátt í námskeiðum, sem eru auglýst um sálfræðileg efni, að þeir kanni hvaða menntun og sér- hæfíngu þeir menn hafa, sem slíka þjónustu bjóða. Það er sjálfsagður réttur hvers manns að ganga úr skugga um það fyrirfram, hvort líkur séu á að námskeið eða með- ferð beri þann árangur sem lofað er. Enginn skyldi reiða fram fé til greiðslu á slíkri þjónustu nema hann sé þess fullviss að sá sem býður þjónustuna hafí tilskilda hæfni og fari að lögum. Höfuðatriðið er þó ekki það að menn eigi það á hættu að tapa fé sínu, heldur eru dæmi um það, að merin hafí verið verr staddir andlega eftir að hafa tekið þátt í slíku námskeiði. Stjóm Sálfræðingafélags fslands brýnir það því fyrir fólki að gæta vandlega að menntun og sérhæfni Arnór Hannibalsson þeirra sem bjóða þjónustu í nafni sálfræðinnar, áður en samþykkt er að taka við slíkri þjónustu eða greitt fyrir hana. F.h. Sálfræðingafélags fslands Amór Hannibalsson. Höfuadur er formadur Sálfræð- ingafélags íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.