Morgunblaðið - 29.11.1986, Page 39

Morgunblaðið - 29.11.1986, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 39 Hátíðar- tónleikar Karlakórs Fóstbræðra KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur á þessu ári upp á 70 ára starfsafmæli sitt. Kórinn er tal- inn hafa verið stofnaður i nóvember 1916. Upphaf að form- legu kórstarfi má rekja til þess að í nóvember 1916 leituðu nokkrir félgar úr karlakór KFUM til Jóns Halldórssonar bankaritara hjá Landsbanka ís- lands um að taka að sér stjóm kórsins. Þetta var upphaf að löngu söngstjórastarfi Jóns, en hann stjórnaði kóraum í 34 ár. Kórinn starfaði fyrst undir heit- inu karlakór KFUM, eða til ársins 1936. Þá voru tengslin við KFUM orðin harla lítil og var þá nafni kórsins breytt í Karlakórinn Fóst- bræður. í tilefni þessara tímamóta heldur kórinn sérstaka hátíðartónleika í Langholtskirkju í dag, 29. nóvemb- er, kl. 17.00 fyrir alla velunnara kórsins. Á efnisskrá verða bæði innlend og erlend lög. Á tónleikun- um koma fram óperusöngvaramir Kristinn Hallsson, Kristinn Sig- mundsson, Sigurður Bjömsson og Sigriður Ella Magnúsdóttir, sem öll hafa sungið með kómum á liðnum árum. Þau munu bæði koma fram í einsöngshlutverkum og syngja með kómum. Með hinum starfandi kór munu nokkrir eldri félagar syngja. Gert er ráð fyrir að kórmenn verði um það bil 60 talsins. Söngstjóri kórs- ins er Ragnar Bjömsson. Undirleik annast Jónas Ingimundarson. (Fréttatilkynning). Uppstoppaður fálki á uppboði GALLERÍ BORG heldur mál- verkauppboð sunnudaginn 30. nóvember að Hótel Borg og verð- ur það með nýju sniði, þ.e. við flestar myndirnar er skráð markaðsverð og byrjunarupp- hæð tilboða. Auk málverka segir í fréttatilkynningu frá Gallerí Borg að „á síðustu stundu hafi flogið inn á uppboðið uppstopp- aður fálki, og verður hann boðinn upp utan skrár.“ Þetta er 9. málverkauppboð Gall- erís Borgar sem haldið er í samráði við Listmunauppboð Sigurðar Ben- ediktssonar hf. Að þessu sinni eru 60 númer á uppboðsskrá og a.m.k. 3 verk bár- ust það seint að þau komust ekki inn á hina prentuðu skrá, eru það verk eftir Braga Ásgeirsson, Karl Kvaran og vatnslitamynd eftir Þor- vald Skúlason frá því á ámnum 1940-1950. Á skránni eru þtjár tússteikning- ar eftir meistara Kjarval, og eitt stórt olíumálverk, Heklugos 1947. Þá eru tvær vatnslitamyndir eftir Ásgrím Jónsson, önnur frá 1902, vatnslitamynd eftir Nínu Tryggva- dóttur og Brynjólf Þórðarson, krítarmjmd eftir Gerði Helgadóttur, þijár litlar myndir eftir Gunnlaug Scheving ofl. ofl. Af verkum eftir núlifandi lista- menn má nefna stórt olíumálverk eftir Hring Jóhannesson, krítar- myndir eftir Jóhannes Geir og Eirík Smith, olíumyndir eftir Hjörleif Sig- urðsson og Valtý Pétursson og glermynd eftir Leif Breiðfjörð svo eitthvað sé nefnt. Uppboðið hefst kl. 15.30 á sunnudaginn. Myndimar verða sýndar í Gallerí Borg í dag, laugar- dag, milli kl. 14.00 og 18.00. GOTT VERÐ Borð og fjórir stólar á sértilboðsverði kr. 9.900 Opið til kl. 4. í dag. Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 4S670 - 44544. Auöveld stjömun: ÖH vinnuaðstaða og stjómbúnaður er gerður með þcegindi og vellíðan gröíustjórans í huga enda aírakstur óbendinga írd yfíi 500 reyndum vinnuvélstjórura sem vita að slíkt heíur bein áhrií á aíköstin. Lœgri rekstiarkostnaöui-. Vandað vökvaþrýstikeríi með sjálí- virka samrœmingu milli vinnuhraða og orkunýtingar, sem leiðir til allt að 25% minni eldsneytiskostnaðar miðáð vió sambœrilegar traktorsgröíur. Mikil ending og gangöryggi: Nýja traktorsgraían er sérstaklega sterkbyggð, enda eru gerðar háar gœðakröíur við íramleiðslu hennar, t.d. er raíkeríið í sama gœðaílokki og í risajarðýtunni Caterpillar D ÍO. Laugavegi 170 172 Simi 695500 SYNUMUM HELGINA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.