Morgunblaðið - 29.11.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 29.11.1986, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, simi23905. Prentsmiðja Arna Valdimars- sonar 25 ára i Eigendur og stjómendur Prentsmiðju Áma Valdimarssonar í hófi, sem haldið var í tilefni 25 ára afmœlisins, taiið frá vinstri: Þorgeir L. Ámason, forstjóri, Hallfríður Bjaraadóttir, stjóraar- formaður, Ingibjörg Áraadóttir, aðalbókari og Haraldur Árnason, forstjóri. Arni starfaði sem verkstjóri hjá ísafoldarprentsmiðju á árunum 1946 til 1961, er hann stofnaði Prentsmiðju Áma Valdimarsson- ar ásamt eiginkonu sinni Hallfríði Bjamadóttur. Prentsmiðjan starf- aði fyrstu árin í hluta af bflskúr á homi Laufásvegar og Njarðar- götu. Á Laufásveginum starfaði Ámi til ársins 1969, er hann lézt. Prentsmiðjan hafði þá stækkað talsvert. Húsnæði í notkun þá, var um það bil 90 fermetrar og starfs- menn orðnir 5 talsins. Eftir lát Áma tóku synir hans við rekstrinum, ásamt móður þeirra, en hún hefur ætíð starfað mikið innan prentsmiðjunnar. Samstarf við Guðjónó prent- smiðjustjóra leiddi til þess, að fyrirtækin keyptu saman Prent- smiðju Baldurs Baldurssonar, sem var staðsett við Bergstaðastræti 27, en svo fór, að Prentsmiðja Áma Valdimarssonar tók alfarið við rekstri hennar. . 1. júlí 1974 tók prentsmiðjan síðan á leigu hluta af Brautar- holti 16, en þangað flutti síðan fyrirtækið í ca, 270 fermetra hús- næði. Um svipað leyti stofnaði prentsmiðjan Bókbandsstofuna Órkina ásamt Guðjóni Elíassyni, bókaútgefanda og Auðunni Bjömssyni bókbindara. Er bók- bandið nú rekið af prentsmiðjunni. Nokkm síðar vom fest kaup á fyrstu offsetprentvélinni og var síðan hver vélin keypt af annarri, þannig að nú er fyrirtækið jafnvígt á alls konar prentun. Þessi þróun hefur kallað á aukið rými og nú starfar fyrirtækið á 1100 fermetra gólffleti. Starfsfólk er nú um 40 manns og er elsti starfsmaðurinn fyrir utan eigendur Amar Halldórsson, sem unnið hefur hjá prentsmiðj- unni frá 1970. Hér sjást nýjustu prentvélar fyrirtækisins, „rúlluvélamar", ásamt tveimur starfsmönnum fyrirtækisins. t Prófkjörin um helgina PRÓFKJÖR fara fram hjá Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Fram- sóknarflokki nú um helgina í Reykjavík og þjá tveimur fyrst nefndu flokkunum á Vestfjörðum. í gær varð að senda leiguflugvél með kjörseðla til Reykjavíkur vegna ásóknar Vestfirðinga í að kjósa þar, að sögn skrifstofu Alþýðuflfokksins. í Reykjavík.er kosið milli þriggja Hverfisgötu 105. Rétt til að kjósa manna, sem gefið hafa kost á sér f fjórða sæti framboðslista Alþýðu- flokksins, Björgvins Guðmundsson- ar, Jóns Braga Bjamasonar og Lám Júlíusdóttur. Sjálfkjörið er í önnur sæti listans. Kosið verður í félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Hverfísgötu 8-10, kl. 13-18 í dag og á morgun. Rétt til þátttöku hafa þeir einir sem em flokksbundnir í Alþýðuflokknum, hafa náð 18 ára aldri og em búsettir í Reykjavík. Um 1.500 manns em á kjörskrá, þar af hafa um 300 manns gengið í flokkinn síðustu daga, samkvæmt upplýsingum flokksskrifstofunnar. Búizt er við að talningu verði lokið 2-3 klst. eftir að kjörstað verður lokað á sunnudag. Urslitin verða á engan hátt bindandi. Uppstillinga- nefrid mun í framhaldi af prófkjör- inu gera tillögu um framboðslista til folltrúaráðs flokksins. Á Vestflörðum er kosið um efstu tvö sætin á framboðslista Alþýðu- flokksins við næstu Alþingiskosn- ingar. Karvel Pálmason og Sighvatur Björgvinsson bjóða sig fram í bæði sætin fyrirvaralaust. Sá þeirra sem fær fleiri atkvæði í fyrsta sæti hlýtur það en hinn ann- að sætið. Kosið er í dag kl. 14-19, og kl. 13-15 á morgun, sunnudag. Kjörfundir verða í skátaheimilinu á ísafirði, í verkalýðshúsinu á Bol- ungarvík, á Suðureyri hjá Jóhanni Bjamasyni, á Flateyri hjá Ægi Hafberg, á Þingeyri hjá Krisijáni Þórarinssyni, í Mjólkárvirkjun hjá Guðmundi Þ. Kristjánssyni, á Bfldudal hjá Hrafnhildi Þ. Jóhann- esdóttur, á Patreksfirði hjá Ásthildi Ágústsdóttur. Ennfremur verða kjörfundir í Súðavík og Tálknafirði. A öllum stöðum fer jafnframt fram utankjörfundarkosning. Slík kosn- ing fer einnig fram á skrifstofu Alþýðuflokksins í Reykjavík kl. 9-17 í dag. Loks fer fram póstkosn- ing og eiga þeir kost á að taka þátt í henni sem ekki búa f nágrenni við Iq'örstað. Af þessum sökum verða atkvæði ekki talin fyrr en að viku liðinni. í gær höfðu rúmlega 100 manns kosið utankjörfundar á flokksskrifstofunni í Reykjavík og var leiguflugvél send með kjörseðla til borgarinnar vegna ásóknarinnar, eins og það var orðað á skrifstof- unni í gær. Alþýðubandalag- Forval fer fram um helgina hjá Alþýðubandalaginu í Reylg'avík (ÁBR). Kosið verður kl. 10-18 í dag og 10-19 á morgun í Miðgarði, hafa allir félagsmenn í ABR og svo þeir nýir félagar, sem gengið hafa í ABR fyrir kl. 10 sl. miðvikudags- kvöld. Milli 1.300 og 1.400 manns eru á kjörskrá og þar af gengu um 200 manns í ABR nú síðustu daga. Talning hefst áður en kjörfundi lýk- ur á morgun og stefnt er að því að ljúka talningu fyrir miðnætti. Kjömefnd er óbundin af úrslitunum en gerir tillögur til fulltrúaráðs, en venjan hefur verið sú að endanlegt val á framboðslista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík hefur farið fram á félagsfundi. Þátttakendum í for- valinu er ætlað að velja milli 13 manna f fyrstu sjö sæti listans. Á sunnudag fer fram seinni um- ferð forvals Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum. Fyrri umferðin fór fram 2. nóvember sl. og kusu þá 290 manns. Kosningarétt hafa fé- lagar flokksmenn og yfírlýstir stuðningsmenn. Kosning er bind- andi í þijú efstu sæti listans hljóti viðkomandi meira en 50% atkvæða. Ekki er búizt við að hægt verði að telja atkvæði fyrr en undir aðra helgi, því vegna póstsamgangna fara kjörseðlar til Reykjavíkur á leiðinni til ísafjarðar. í framboði em Jón Ólafsson, Hólmavík, Kristinn Gunnarsson, Bolungarvík, Magnús Ingólfsson, Vífilsmýmm í Önundar- fírði, Sveinbjöm Jónsson, Súganda- firði, Torfi Steinsson, Birkimel á Barðaströnd og Þóra Þórðardóttir, Súgandafirði. Tímasetning kjör- funda er breytileg eftir stöðum, en almennt verða þeir opnir frá 10-19. Kosið er hjá Önnu B. Valgeirsdóttur á Bolungarvík, Tryggva Guðmunds- sjmi í AB-húsinu á Isafirði, Snorra Sturlusyni á Suðureyri, Jóni Guð- jónssyni á Flateyri, Davíð H. Kristjánssyni á Þingeyri, Halldóri Jónssyni á Bfldudal, Bimu Bene- diktsdóttur á Tálknafirði, Helga Harðarsyni á Patreksfirði, Torfa Steinssyni á Birkimel, Barðaströnd, Jóni Snæbjömssjmi í Mýrartungu í Reykhólasveit, Heiðari Gunnarssyni á Ljótunnarstöðum í Hrútafirði, Jóni Ólafssyni á Hólmavík og Jó- hönnu Thorarensen á Gjögri. Framsóknarflokkur Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna komandi alþingis- kosninga fer fram á skrifstofu flokksins að Rauðarárstíg 18 í dag klukkan 11-21 og á morgun kl. 10-16. Kosið er um fjögur efstu sætin á framboðslistanum og verður kosning bindandi hljóti fjórir at- kvæðamestu mennimir 50% atkvæða. Rétt til þátttöku hafa um 4.200 manns, eða allir þeir, sem náð hafa 18 ára aldri á árinu 1987 og eru fullgildir félagar í Framsókn- arfélagi Reykjavíkur. Einnig þeir sem óskað hafa eftir þátttöku og undirritað yfirlýsingu um að þeir séu ekki meðlimir í öðmm flokki. Stefnt er að því að ljúka talningu atkvæða á sunnudagskvöld. Lyfjaeftirlitið gerir at- hugasemd við auglýsingu LYFJAEFTIRLIT rikisins hefur gert athugasemd við notkun nafns stofnunarinnar í auglýsingu sem birtist i Morgunblaðinu i gær um svokallaða SóI-piUu en í auglýsingunni segir að Sól-pillan sé viður- kennd af Lyfjaeftirliti ríkisins. Lyfjaeftirlitið segist ekki hafa viðurkennt þessa pillu sem slíka og innflytjandi lyfsins hefur viður- kennt að mistök hafi verið að nota nafn Lyfjaeftirlitsins á þennan hátt. í auglýsingunni um sólpiliumar segir að þær innihaldi einungis nátt- úmleg efni sem mýki húðina og byggi hana upp fyrir sólarljós. Pill- an komi ekki í veg fyrir sólbmna en valdi því að húðin verði fyrr brún. Siðan er þess getið að sólpill- umar eigi ekkert skilt við aðrar sól-töflur sem hafi ýmsar hliðar- verkanir. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðrún Eyjólfsdóttir hjá Lyíjaeftir- liti ríkisins að f sólpillunum væri aðalefnið beta-carotin, sem Lyfja- eftirlitið hefði heimilað sölu á hér á landi, en þá sem A-vítamínvöru, þar sem efnið breyttist í A-vítamín í líkamanum, en ekki væri vísinda- lega sannað að það ylli sólbmnku. H. Jakobsson hf. flytur sólpill- umar inn. í samtali við Morgun- blaðið sagði Pétur Bjömsson að mistök hefðu orðið í auglýsinga- texta því rétt væri að pillan sem slík væri ekki viðurkennd af Lyfja- eftirlitinu og hefði hann boðist til að leiðrétta þetta. Hinsvegar væri efnið í henni samþykkt og tekið sé fram í auglýsingu og leiðbeiningum að pillumar sjálfar valda því ekki að húð verði brún, heldur byggi þær húðina upp fyrir sólarljós og mýki hana og flýti fyrir brúnum lit við sólböð. Ölympíuskákmótið: Islendingar í áttunda sæti eftir tap fyrir Bandaríkj amönnum íslendingar töpuðu 1—3 fyrir efstu sveit Ólympíuskákmótsins, Bandaríkjamönnum, í 12. umferð í gær. Helgi og Jón L. gerðu jafn- tefli með hvítu, en Jóhann og Guðmundur töpuðu með svörtu. íslendingar hröpuðu við tapið nið- ur í 8.—11. sæti jafriir Rúmenum, Spánverjum og ítölum. í 13. og næstsíðustu umferð í dag tefla íslendingar við Ungveija. tsland — Bandaríkin 1—3 Helgi — Seirawan V2—V2 Jóhann — Christiansen 0—1 Jón L. — Kavalek V2—V2 Guðmundur — Dlugy 0—1 Bandaríkjamenn náðu þeim úr- slitum, sem þeir stefndu að. Vinningar með hvítu og jafntefli með svörtu. Helgi og Seirawan tefldu stutta og jafna skák. Jóhann fékk örlítið verri stöðu í byijun gegn Christiansen. Upp kom endatafl, sem virtist gefa Jóhanni möguleika á jafntefli. Christiansen tefldi endataflið mjög vel og vann, eftir að Jóhann lék af sér í tímahraki. Jón L. komst lítið áleiðis gegn tékkneska Bandaríkjamanninum, Kavalek. Jón fékk örlítið betra tafl f byijun, en tókst ekki að ná varanlegu frumkvæði, Guðmundur lenti í uppáhalds- byijun andstæðingsins, og tapaði peði. í framhaldinu varðist Guð- mundur mjög vel, en það dugði ekki til að ná jafntefli gegn sterkri taflmennsku Bandaríkjamanns- ins. Baráttan um efstu sætin er nú að ná hámarki. Spánveijar laun- uðu Sovétmönnum hjálpina gegn Englendingum, enda hefur sov- éskur þjálfari Spánveija varla gefið sínum mönnum vinnings- leiðir í gær. Sovétríkin — Spánn, 31/*—V2; Englendingar eru búnir að ná sér eftir áfallið gegn Spánveijum, og unnu Pólveija örugglega 3—1. Önnur úrslit: Ungveijaland — Chile, 2—1 og Portisch á verri biðskák, Júgóslavfa — Búlgaría, 1—2 og 1 bið; Tékkóslóvakía — Kína, 2V2—IV2; Argentína — Rúmenía, IV2—2V2; Brasilía — V-Þýskaland, 3V2—V2; Ítalía — Mexíkó, 4—0. Staða efstu þjóða eftir 12 umferðir: 1. Bandaríkin, 34 v. 2. -3. Sovétríkin og Engiand, 33 v. 4. Ungveijaland, 3OV2 v. og 1 biðskák. 5. Brasilía, 30 v. 6. Búlgaría 29 v. og 1 biðskák. 1. Tékkóslóvakía, 29 v. 8.-11. ís- land, Rúmenía, Spánn og Ítalía, 28V2 v.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.