Morgunblaðið - 29.11.1986, Side 53

Morgunblaðið - 29.11.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986' 53 Lögmannshlíðarkirkja 125 ára Á sunnudaginn, 30 nóvember, verður minnst 125 ára vígsluaf- mælis Lögmannshlíðarkirkju. Kirkjan stendur á svokallaðri Lög- mannshlíðartorfu í hlíðinni ofan Akureyrar. Upphaflega hét bærinn þar Hlíð en nafnið mun hafa breyst er Guðmundur Sigurðsson lögmað- ur bjó þar í 40 ár á 14. öld. Talið er að kirkjan hafí staðið í Lög- mannshlíð frá því skömmu eftir kristnitöku. Þar var í kaþólskum sið kirkja helguð Ólafí helga Nor- egskonungi. Sú kirkja sem nú stendur í Lög- mannshlíð var reist á árunum 1860 til 1861. Fyrst var messað í henni 1. sunnudag í aðventu árið 1860 en þá var þar prestur sr. Sveinbjöm Hallgrímsson sem sat í Glæsibæ. Ekki mun kirkjan þó hafa verið fullgerð fyrr en 1861. í fardögum 1860 og 1861 er sama umsögn um kirkjuna bæði árin í skýrslu próf- astsins sr. Daníels Halldórssonar: „Er undir endurbyggingu af timbri." Kirkjan er síðan tekin út af prófasti á höfuðdegi, 29. ágúst 1862. Yfírsmiður við kirkjuna var Jó- hann Einarsson í Syðri-Haga á Arskógsströnd. Eigandi Lögmanns- hlíðartorfunnar var þá Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni. Hann átti þá einnig kirkjustaðinn að Bakka í Óxnadal sem hann hafði þá byggt upp og skyldi nú eins farið að í Lögmannshlíð. Samkvæmt reikn- ingum mun kirkjan hafa kostað 1157 rd. og 11 sk. Lögmannshlíðarkirkja var í upp- hafí undir Glæsibæ en fór síðan undir Akureyri. Það er svo í árslok 1981 að stofnað er nýtt prestakall á Akureyri, Glerárprestakall. Féll þá kirkjan undir hið nýja presta- kall, sem samanstendur af tveimur sóknum, Lögmannshlíðarsókn og Miðgarðasókn í Grímsey. í kirkjunni er margt góðra mina. Merk altaristafla, eða brík, með vængjum frá árinu 1648 með mynd af kvöldmáltíðinni. Þá er prédikun- arstóll í kirkjunni frá árinu 1781. Á honum eru myndir af guðspjalla- mönnunum og virðist stóllinn að mest óbreyttur frá fyrstu tíð. Enda þótt nú sé verið að byggja nýja kirkju í Glerárprestakalli, þá mun Lögmannshlíðarkirkja áfram standa og verða viðhaldið vel sem fyrr. Hún á sér trygga velunnara sem sækja til hennar og minnast þar helgra stunda. Þessara tímamóta verður minnst við hátíðarguðsþjónustu nk. sunnu- dag. Kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar syngur og sóknarpresturifln, sr. Pálmi Matthíasson, syngur messu. Eftir messu bjóða kvenfé- lagskonur í Baldursbrá til kaffisam- sætis í Glerárskóla. Er þess vænst að sem flestir sjái sér fært að koma til messu á þessum tímamótum og þiggja góðgerðir á eftir. Aðventuhátíð í Glerárprestakalli Á sunnudagskvöld verður að- ventuhátíð í Glerárskóla á Akureyri og hefst kl. 20.30. Þar verður boð- ið upp á fjölbreytta dagskrá. Ræðumaður verður sr. Cesil Har- aldsson forstöðumaður öldrunar- ráðs Akureyrar. Blokkflautukvart- ett leikur undir stjórn Angelu Duncan. Bamakór Lundaskóla syngur undir stjóm Elínborgar Loftsdóttur. Þá mun Kirkjukór Lög- Kökubasar í Seljaskóla KÖKUBASAR verður í Selja- skóla í Reykjavík í dag og eru það nemendur skólans sem standa fyrir basamum. Einnig verða nemendur með kaffi og kökusölu. Jafnframt stendur foreldrafélag- ið fyrir jólaföndri og er æskilegt að foreldrar eða eldri systkini fylgi yngri bömunum, segir í fréttatil- kynningu. Aðventuhátíð ogjólaföndur hjá Geðhjálp GEÐHJÁLP verður með að- ventuhátíð á morgnn, 30. nóvember, kl. 14.00-18.00, í fé- lagsmiðstöðinni Veltisundi 3b. Jólaföndur verður síðan þriðju- daginn 2. desember kl. 20.00-23.30 og verður það einnig í félagsmið- stöðinni, segir í fréttatilkynningu frá Geðhjálp. mannshlíðarsóknar syngja undir stjóm Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Einsöngvari á aðventuhátíðinni verður Margrét Bóasdóttir en hljóð- færaleik annast nemendur og kennarar úr Tónlistarskólanum. í lokin verða ljósin tendmð þar sem hver og einn gefur þeim sem næst stendur logandi ljós. Þessar hátíðir hafa verið fjölsótt- ar undanfarin ár. Þær em í raun upphaf þess undirbúnings sem að- ventan kallar á. Aðventan bendir fram til jólanna, hátíðar ljóss og friðar, bendir til þess sem kemur. Er það von min að nú sem fyrr komi fólk saman á aðventuhátíð og eigi saman helga stund. Með aðventukveðju. Pálmi Matthíasson LEIKUR LOTTÓ LÁNIÐ VIÐ ÞÍG? v _____ TOMMA IHAMBORGARARI Brúðuleikhús heimsækir Borgarbókasaf n BORGARBÓKASAFN viU vekja athygli barna og foreldra á þvf að í dag, laugardaginn 29. nóv- ember, verður Brúðuleikhúsið Sögusvuntan á ferðinni í Borgar- bókasafni og sýnir Smjörbitasög- una. Leikhúsið sýnir á tveimur stöð- um, í Bústaðasafni kl. 13.15 og í aðalsafni, Þingholtsstræti 29A kl. 17.00. Blómin í Lambhaga! Nú nálgast jólin og þú átt eftir að setja upp jólaskreytinguna, stóra pálmann, jólastjörnuna eða aðventukransinn. Það verður opið í Lambhaga um helgina. Líttu inn. Opið frá kl. 9-19. Iíiinbhagi i tAOÍAÁ DlÁnim i/mnli ■ iiV-' Gróórarstöö-Blómaverslun við Vesturlandsveg • Sími 681441

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.